24.5.2008 | 10:01
Ættjarðarást og/eða þjóðernishyggja
Flestir mundu vera á því að ættjarðarást sé eðlileg. Hins vegar stendur mörgum stuggur af orðinu þjóðernissinni. Men hafa á því illan bifur eftir að það var "hertekið" af pólitískum öfgaflokkum á fyrrihluta síðustu aldar.
En orðin eru afar ólík hvort eð er og hafa mjög ólíka merkingu þrátt fyrir að vera stundum notuð jöfnum höndum.
Ættjarðarást felur í sér aðdáun á landi og menningu þess, umhyggju fyrir íbúum þess og vilja til að sjá hag þeirra sem mestan. Og það er hægt að finna til ættjarðarástar án þess að á bak við þær tilfinningar liggi nokkrar pólitískar meiningar.
Þjóðernishyggja felur hins vegar í sér að upphefja þjóð og land upp yfir aðra, fylgja ákveðinni einangrunarstefnu hvað íbúa varðar og gefa til kynna menningarlega yfirburði þjóðarinnar í stað þess að líta á sig sem framlag til fjölbreytileika. Slík stefna hefur nánast ætíð pólitískar meiningar sem sagan sýnir að hafa ætíð endað með skelfingu.
Þjóðernishyggju-sinnum er líka tamt að villa á sér heimildir og segja málsbúnað sinn og framsetningu sprottna af ættjarðarást, þegar um þjóðernishyggju er að ræða.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Dægurmál, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:02 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Check this out
Efni
Tenglar
Gott að vita
- Origins Of Conflict In The Middle East: Afar góð grein um atriði sögunnar sem sjaldan er fjallað um
- HÆTTULEGAR HUGMYNDIR
- Knattleikur, helg Íþrótt? Frábær síða um uppruna "Knattsleiks eða Íshokkí"
- Rökvillur og samræðubrellur Greinargóð lýsing á helstu rökvillum og samræðubrellum
- Stjórnarskrá Íslands Stjórnarskrá
- Af hverju hata þeir okkur? Jihad í nútímasögu íslam og Mið-Austurlanda Magnús Þorkell Bernharðsson
- Fasistar og hálfvitar
ELDRI FÆRSLUR
- Ef til er Guð, hver skapaði þá Guð?
- Kom Kristur árið 1844?
- Email að handan
- Stighækkandi opinberun, tengslin milli manna og Guðs samkvæmt Bahai kenningum
- Matthías Jochumsson og hinn persneski Messías
- Gyðinglegur uppruni landvætta og skjaldarmerkis Íslendinga
- Orð sem vert er að kunna skil á
- Guð er Allah - Allah is God - God est Theos - Hvaða tungumál talar þú?
- Tahirih
- Kahlil Gibran og Bahai trúin
- http://
Myndbönd
Bloggvinir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Dagný
- Sigrún Jónsdóttir
- Anna Einarsdóttir
- Anna Gísladóttir
- Arnar Pálsson
- Arinbjörn Kúld
- Ketill Sigurjónsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Egill Bjarnason
- Baldur Kristjánsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Anna
- Gunnhildur Sigurjónsdóttir
- Guðmundur Ásgeirsson
- BookIceland
- brahim
- Charles Robert Onken
- Hannes
- Tryggvi Hjaltason
- Anna S. Árnadóttir
- Hrannar Baldursson
- Dúa
- Drífa Kristjánsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Árni Karl Ellertsson
- Púkinn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brattur
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Guðmundur Pálsson
- Graceperla
- Grétar Mar Jónsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðjón Ó.
- Guðmundur Júlíusson
- Gulli litli
- Gylfi Guðmundsson
- Halla Rut
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Rafn Ingvason
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Sigga Hjólína
- Bókaútgáfan Hólar
- Hólmdís Hjartardóttir
- Höskuldur Búi Jónsson
- Hrafn Andrés Harðarson
- Óskar Steinn Gestsson
- Hugrún Jónsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Svava frá Strandbergi
- Kári Gautason
- Jón Baldur Lorange
- Já Ísland
- Jakob S Jónsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann G. Frímann
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jonni
- Jón
- Bergur Thorberg
- Kalikles
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Hjalti Tómasson
- kiza
- Sólveig Klara Káradóttir
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafnhildur Þórarinsdóttir
- Kristberg Snjólfsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristinn Theódórsson
- Heimir Eyvindarson
- OM
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- SeeingRed
- Lýður Pálsson
- Lýður Árnason
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Marinó G. Njálsson
- Marinó Már Marinósson
- Magnús Bergsson
- Mofi
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Nexa
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Jón Svavarsson
- Páll Vilhjálmsson
- Sandra María Sigurðardóttir
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Heimir Tómasson
- Róbert Tómasson
- Sæmundur Bjarnason
- Fullt nafn
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sammý
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigþrúður Pálsdóttir
- Sigurveig Eysteins
- Sigurður Jónsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Auðun Gíslason
- Óskar Þorkelsson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- hilmar jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Þorsteinn Briem
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Sigurður Árnason
- Svala Jónsdóttir
- Svartagall
- Óskar Helgi Helgason
- TARA
- Þarfagreinir
- Þór Saari
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þórdís Bachmann
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Sigurður Rósant
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Andrea
- Villi Asgeirsson
- Vilhjálmur Árnason
- Margrét Sigurðardóttir
- Zaraþústra
- Zedith
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinþór Ásgeirsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð skilgreining Svanur. Magnús Þór og sædkikkið Sigurjón eru einmitt á þessum gruggugu miðum; þykjast vera ættjarðarvinir og verndarar hinna smáu á Skaganum. En eru í raun, þegar málið er skoðað ofan í kjölinn, þröngsýnir einangrunarsinnar og lýðskrumarar.
Hjálmtýr V Heiðdal, 24.5.2008 kl. 10:17
Góð grein og hún varpar ágætu ljósi á ljótan málflutning margra framámanna í ónefndum þjóðernishyggjuflokk.
Neddi, 24.5.2008 kl. 10:39
Hjálmtýr og Neddi. Takk fyrir ykkar innleg.
Þótt að umræðan um fordóma og þjóðernishyggju hafi í þetta sinn spunnist út af viðbrögðum þessara pólitíkusa við Akranesmálinu, er ég ekki grunlaus um að þjóðernishyggjan hafi áhrif miklu víðar.
Okkar almenna íslenska þjóðernishyggja kemur þó út svolítið kjánalega, næstum eins og þjóðarembingur, vegna smæðar okkar og langvarandi einangrunar. Nútíma-klisjurnar allar;við erum hamingjusömust, ríkust, gáfuðust, fallegust, sterkust" o.s.f.r. eru meira í ætt við eylanda minnimáttarkennd sem er þekkt fyrirbæri í samfélagsfræðinni. - Engu að síður hjálpa þær til við að byggja með okkur bjagaða sjálfmynd sem getur orðið að hreinum þjóðernishroka þegar minnst varir og eru óprúttnum pólitíkusum oft sprek á fordómaeldinn.
Svanur Gísli Þorkelsson, 24.5.2008 kl. 12:25
Já, það má ekki gleyma því að íslandssagan eins og hún var kennd alla síðustu öld var svona: Íslendingar voru og eru stórkostlegir og allt hefði verið frábært alltaf, allstaðar... ef ekki hefðu komið til vondir útlendingar og skemmilagt fyrir þeim.
Annars almennt um umræðuna, að eg verð að segja fyrir mig, að eg er bara svo undrandi á hvað sumum dettur í hug að láta útúr sér að maður bara: What !
Nánast flest sem menn eru að segja í útlendingafári sínu er ekkert svaravert. Þe. það er ekkert á umræðugrundvelli. Oftast einhver yfirgengileg della og maður skilur ekki hverskonar uppeldi eða mentun viðkomandi hefur fengið eiginlega.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.5.2008 kl. 13:17
Ertu að halda því fram að ættjarðarást sé eðlileg en þjóðernissinni óeðlilegur? Ef þetta átti að vera innlegg í kennslu til að auka þekkingu mína og fordómaleysi, verð ég að viðurkenna að þú ruglaðir mig – ötulann nemandann. Ég skil ekki þennan málflutninginn í þessum texta og finnst þú rugla saman orðum, merkingum orða, orðskýringum tilfinningum og pólitískum meiningum (hvað sem það nú er). Eru flesir sammála því að ættjarðarást sé eðlileg? (hefur sú könnun farið fram?) Er eðlielgt að elska ættjörð sína meira en jörðina? Eða er eðlilegt að elska bæði jafnt? Hvernig er hægt að standa stuggur af einhverju orði þótt það taki breytingum í hugum manna yfir tíma. Þjóðernissinni er gott orð sem nauðsynlegt er að geta notað í rituðu máli t.d. einhverju sem manni stendur stuggur af en engum ætti að standa stuggur af orðinu. Það hefur kanski misjafna merkingu í hugum okkar vegna þess að málnotkun er stöðugt í þróun. En mér stendur stuggur mörgum þjóðernissinnum þó alls ekki öllum. Skv. skilgreiningu orðabókar Íslands er þjóðernissinni heitur ættjarðarvinur, eða öflugur (stundum ofstækisfullur) málsvari þjóðar sinnar. Allir þjóðernissinnar sem eru ættjarðarvinir og öflugir málsvarar Íslands eru mér að skapi, margir ofstækisfullir líka en ekki allir. Það er ekki hægt að nota ættjarðarást og þjóðernissinni jöfnum höndum því ég get sagt t.d. Svanur er þjóðernissinni og ættjarðarvinur, en ekki Svanur er ættjarðarást. Eins get ég sagt ættjarðarást Skírnismanna var mikil og leiða má getum að því að þeir hafi allir verið þjóðernissinnar. Voru Skírnismenn ofstækisfullir eða öflugir? Ég held þeir hafi verið bæði, en það eru örugglega ekki allir sammála um það. Um Nasista í Þýzkalandi á fyrri hluta síðustu aldar er hægt að segja það sama og um Skírnismenn. En þeir voru margir ofstækisfullur málsvarar sinnar þjóðar, örugglega þó ekki allir. Hvernig verður orðið þjóðernissinni að þjóðernishyggju í málsflutningi þínum? Hvar fannstu orðskýringar þínar? Hvort eru að reyna að útskýra orðin og merkingu þeirra fyrir lesendum? Elstu heimilidir um notkun orðsins þjóðernissinni eru úr Skírni árið 1827. Orðið þjóðernishyggja kemur ekki fram í íslensku ritmáli fyrr en árið 1969 í þýðingu Tómasar Guðmundssonar á ritverki Guðmundar Kambans. Oriðið hefur ekki hlotið náð fyrir Menningarsjóði og er ekki að finna í Íslenskri orðabók frá árinu 2002. Ættjarðarást og þjóðernishyggja er hægt að nota jöfnum höndum en þau hafa mismunandi merkingu. Orðin þjóðernissnni og ættjarðarást er ekki hægt að nota jöfnum höndum eins og þú heldur fram í máli þínu. Skv. skilgreiningu á Wikipedia er þjóðernishyggja sú skoðun að þjóðir séu grunneiningar í samfélagi manna, að þær séu eini lögmæti grundvöllurinn fyrir ríkjum og að hver þjóð eigi rétt á eigin ríki. Oft fylgir þjóðernishyggju sú skoðun að blöndun þjóða sé af hinu illa og sér í lagi að sumar þjóðir séu öðrum þjóðum með einhverjum hætti „æðri“. Þessi skoðun eða stefna hefur verið grundvöllur ofsókna þjóða gegn öðrum um aldir og er mjög áberandi víða í heiminum enn í dag. Margar styrjaldir hafa verið háðar vegna þessarar stefnu og eru einhverjar í fullum gangi á okkar tímum. Skemmst er að minnast borgarastyrjaldarinnar í fyrrum Júgóslavíu og eilífra deilna Ísraels og Palestínu. Hér vil ég vekja athygli á því að “oft fylgir þjóðernishyggju sú skoðun að blöndun þjóða sé af hinu illa”. Þessi skilgreining felur í sér að oft fylgir sú skoðun ekki. Þjóðir munu halda áfram að blandast hvort sem við erum með eða á móti því. Eðli málsins samkvæmt er eðlilegt að segja að svo lengi sem við aðskiljum okkur hér á jörðinni sem mismunandi þjóðir og ríki verða til þjóðernissinnar – sumir öflugir og aðrir ofstækisfullir. Ættjarðarást verður til hvort sem hún er eðlileg eða óeðlilegt og það mun koma að því að þjóðernishyggja verður til í Íslenskri orðabók, hver sem skilningur okkar er á orðinu. Það eru fordómar að halda því fram að menn verði alltaf sammála um alla hluti og / eða merkingar orða, að þeir verði allir jafnir í einum hópi allra jarðarbúa, en vonandi smátt og smátt jafnari – þrátt fyrir að þeir hafi á öllum tímum mismunandi forsendur til að skilja, skynja og upplifa merkingu og hugtök orða og um leið tilgang og tilvist á ættjörð sinni og á jarðarkringlunni.Ég er bara auðmjúkur en óþreytandi nemandi þinn sem spyr spurninga, leita svara og skoða málin frá þeim hliðum sem ég kem auga á. Og ég spái því að þú segir – enn ein langlokan frá Guðbjörgu J
Guðbjörg Pétursdóttir, 24.5.2008 kl. 14:51
Guðlaug Helga; Fjölmiðlar leggja án vafa sitt af mörkum til að ala á fordómum með sleggjudómum og klunnalegri málsmeðferð, oft til þess eins ætluð að erta hlustendur og kalla fram viðbrögð. Sumir sjá ekki muninn á milli hversdagsleg slúðurs og skoðanannamyndandi athugasemda.
Svanur Gísli Þorkelsson, 24.5.2008 kl. 15:48
Ómar Bjarki; Það er nokkuð ljóst að svarið er að finna í breyttum áherslum bæði hvað varðar söguskoðun og samfélagsfræði okkar. Það sem er alveg skýrt er að þær skoðanir sem börnum eru innrættar í skóla og á heimilum eru þeim "leiðarljós" í nánasta samfélagi, þjóðfélagi og á svið alþjóðamála ef tækifæri gefst. Alheimsvandinn er heimatilbúinn.
Svanur Gísli Þorkelsson, 24.5.2008 kl. 15:55
Já Guðbjörg, sem stendur hef ég ekki tíma til að eltast við orðhengilshátt og orðabókarskýringar. Ég sagði það sem ég meina og meina það sem ég sagði. Ef þú nærð ekki meiningunni geturðu náttúrulega ekki fjallað um málið efnislega og gerir það því ekki.
Ég geri skýran mun á þjóðernishyggju sem þjóðernissinnar aðhyllast og eðlilegri ást til ættjarðarinnar sem ekki skerðir virðingu og vinarþel til annarra þjóða og landa.
Svanur Gísli Þorkelsson, 24.5.2008 kl. 16:02
Sannleikurinn er þinn. Vísdómurinn líka. Hinir eru hrokafullir skilningssljóir andskotar, fordómafullir þjónar vanþekkingar og kúgunar sem sjá ekki ljósið í orðum þínum og sannleika. Auðmýkt þín er algjör í heimi tímaskorts og örbirgðar. Þú einn sérð ljósið í myrkrinu og beinir því til þeirra sem villst hafa af leið. Fullur af ættjarðarást en án allarar þjóðernishyggju. Leiðtogi framtíðarinnar með viskubrunn öllum til drykkju úr. Ótrúlegur á allan hátt en samt sannastur allra.
Guðbjörg Pétursdóttir, 24.5.2008 kl. 16:14
Guðbjörg, slappaðu af. Þetta er allt komið í óefni hjá þér. Ég býð bara upp á málefnalega umræðu, ekki orðaskak af þessu tagi sem þú er að reyna að efna til.
Svanur Gísli Þorkelsson, 24.5.2008 kl. 16:31
Já, Svanur. Ekki tekst þér að svara Guðbjörgu, sem þó talar eins og út frá mínu hjarta.
Mig langar að spyrja þig laufléttrar spurningar.
Hvar setur þú Ísraelsmenn og Palestínumenn í þessari skilgreiningu þinni varðandi "landið helga" og borgina helgu Jerúsalem?
Sigurður Rósant, 24.5.2008 kl. 17:12
Sigurður Rósant.
Spurningin er að sönnu lauflétt.
Ísraelmenn og Palestínumenn eru besta dæmið um tvær þjóðir í sama landi sem hefur tekist að rísa upp yfir sjónarmið þjóðernishyggju og gagnslausra trúarbragðadeilna. Tilraunir til að skipta þessu litla landi í tvö ríki eru uppgjöf fyrir andlegu vandamáli og þjónkun við tæknilega lausn.
Jerúsalem ætti vitaskuld sem sögufræg borg og mikilvægur helgistaður þriggja megin trúarbragða heimsins að vera sett undir alþjóðlega stjórn og gæti sem slík blómstrað sem heimili Gyðinga, Kristinna og Múslíma.
Svanur Gísli Þorkelsson, 24.5.2008 kl. 17:32
Sigurður Rósant; ef þitt hjarta liggur svona nálægt Guðbjargar, getur þú kannski tekið þér tíma og svarað einhverjum af þessum spurningum hennar fyrir mig. Þær eru laufléttar:)
Svanur Gísli Þorkelsson, 24.5.2008 kl. 17:36
Svanur - "Ísraelmenn og Palestínumenn eru besta dæmið um tvær þjóðir í sama landi sem hefur tekist að rísa upp yfir sjónarmið þjóðernishyggju og gagnslausra trúarbragðadeilna. Tilraunir til að skipta þessu litla landi í tvö ríki eru uppgjöf fyrir andlegu vandamáli og þjónkun við tæknilega lausn."
Þetta svar þitt er jafn óskiljanlegt og kenningar Bahætrúarinnar í mínum huga.
Guðbjörg ætlast örugglega ekki til að þú svarir spurningunum hennar eins og "róbót". Þú virðist ekki skilja hvað hún er að fara. Það hefur alla tíð verið djúp gjá milli málflutnings Bahæa og okkar hinna sem nota viðtekin hugtök.
Mig langar þó að spyrja þig annarrar spurningar sem er jafn létt og sá hégómi sem víkur undan fótahreyfingum þínum.
Er það dæmi um ættjarðarást eða þjóðernishyggju ef maður sem býr og deyr t.d. á erlendri grund, óskar eftir að verða jarðsettur í heimalandi sínu, Íslandi?
Sigurður Rósant, 24.5.2008 kl. 18:09
Sigurður Rósant reit; "Er það dæmi um ættjarðarást eða þjóðernishyggju ef maður sem býr og deyr t.d. á erlendri grund, óskar eftir að verða jarðsettur í heimalandi sínu, Íslandi?"
Það geta legið fjöldi mismunandi ástæða fyrir slíkri ósk og engin þeirra þarf að hafa eitthvað með ættjarðarást eða þjóðernishyggju að gera.
Hvaða orð, eða setningar skildir þú ekki Sigurður Rósant?
Ég skil harla vel hvað Guðbjörg "er að fara". Hún er bara á allt annarri leið en ég. En þið eigið góða samleið segir þú og það er bara gott.
Svanur Gísli Þorkelsson, 24.5.2008 kl. 18:21
Sigurður Rósant; Í fyrstu setningu féll út orðið "ekki" sem örugglega er ástæða misskilningsins. Setningin átti að vera ;Ísraelmenn og Palestínumenn eru besta dæmið um tvær þjóðir í sama landi sem EKKI hefur tekist að rísa upp yfir sjónarmið...." Afsakaðu þetta.
Svanur Gísli Þorkelsson, 24.5.2008 kl. 18:24
Ég skil núna fyrri setninguna eftir að þú bættir inn orðinu "ekki".
En það er eitthvað athugvert við seinni setninguna líka. Hún er mér algjör ráðgáta.
En mig langar til að bera fram þriðju spurninguna sem er jafn létt og hrævareldur.
Ef Bahæi deyr á erlendri grund, en foreldrar hans og systkini vilja endilega jarðsetja hann á Selströnd við Steingrímsfjörð, hví leggst samfélag Bahæja þá gegn því, þó engin ósk um slíkt sé til undirrituð af hinum látna?
Sigurður Rósant, 24.5.2008 kl. 19:02
Ég er ekki að fara neitt. Sit hér með dóttur minni og reikna út hvað kostar að fara í fjarnám í hinum mismunandi framhaldsskólum landsins og gjóa með öðru augu á Eurovision keppnina. Og spjalla við hana um kosti og galla þess menntakerfis sem við búum við. Við erum búnar að leysa í sameiningu öll vandamál menntakerfis heimsins og nokkuð ánægðar með okkur. Gott að vita að það eru einhverjir sem skilja hvað ég meina og átta sig á því hvar þú hnýtur um undan eigin orrahríð orða þinna. Og hleypur í felur bak við hjörtu annarra frekar en skjóta eigin örvum áfram. Hvaða leið ert þú á? Annarri en ég? Við erum öll á sömu leið - þ.e. ferðalag lífsins frá fæðingu til dauða og ferðumst um í sama rými sem er þessi heimur sem við búum í. Fyrir utan að sumar ferðast út í geiminn líka. Þér þjónkast greinilega að leiða amen hóp fólks þá leið sem þú ert að fara og heldur að ég sé á annarri leið. Vandinn er bara sá að ég er á sömu leð og þú og allir hinir. Hvað svo sem þú tautar og raular hér á blogginu þínu.
Guðbjörg Pétursdóttir, 24.5.2008 kl. 19:39
Guðbjörg Pétursdóttir, ef ég væri ekki giftur, myndi ég biðja þín.
Ofnotkun hugtaka og misnotkun, gjaldfella hugtökin og svipta okkur mikilvægum verkfærum.
Haraldur Davíðsson, 24.5.2008 kl. 22:12
Ég greinilega eignast hjartfólgna aðdáendur hér á blogginu hans Svans Bara skemmtilegt. En mér er full alvara með orðum mínum. Og ég skil ekki Svanur hvers vegna þú ferð á flótta undan þeim og beinir þeim til annarra sem þau voru alls ekki ætluð. Haraldur, njóttu þinnar góðu konu. Þú myndir aldrei þora að biðja mín. !! Sigurður, gaman að fylgjast með spjótum þínum. Orð og hugtök eru til þess að nota þau. Hvort sem við skiljum þau á sama hátt eða ekki, hvort sem við skiljum hvort annað eða misskiljum, viljandi eða óviljandi.
Guðbjörg Pétursdóttir, 24.5.2008 kl. 22:57
Sigurður Rósant. Greftrunarlög Bahai trúarinnar eru afar skýr og ég tel að ef einhver, foreldrar eða ættingjar Bahaia sem ekki eru Baháíar en vilja virða hinn látna og vilja hans, þá fara þeir að Bahai lögum. Lögin kveða á um að greftrun skuli fara fram í ekki meira en einnar klukkustundar fjarlægð frá dánarbeði.
Svanur Gísli Þorkelsson, 24.5.2008 kl. 23:05
Ég sé ekki ástæðu til að eiga við þig fleiri orðaskipti hér Guðbjörg. Þú ert búin að stofna þitt eigið blogg og getur tjáð þig um þin áhugamál þar að vild. Þú brigslar mér um að flýja þessar fáránlegu orðræpu-rullu þína sem er út um víðan völl en hefur ekkert sjálf að leggja til málefnisins. Ég veit hvað vakir fyrir þér og tek ekki þátt í þeim ljóta leik.
Svanur Gísli Þorkelsson, 24.5.2008 kl. 23:13
Svanur - "Greftrunarlög Bahai trúarinnar eru afar skýr"
Á þeirri stundu sem þú og fjöldi unglinga "yfirlýstu" sig sem Bahæja, hafðir þú og hinir unglingarnir ekki hugmynd um þessi skýru ákvæði greftrunarlaganna.
Kenningarnar eru fleiri. En þarna er sett saman í einn graut, kenningar og spádómar. Það flokkast t.d. undir spádóma að fullyrða að jarðarbúar muni nota eitt alheimstungumál, að fordómar verði afnumdir og að einhverju "afstæði" trúarlegs sannleika verði viðurkennt(hvað í ósköpunum sem það þýðir).
Í stuttu máli. Þokukenndar yfirlýsingar um kenningar trúarinnar, en undir niðri ströng ákvæði sem ná langt út fyrir nýorðinn Bahæjann, nefnilega til systkina og náinna ættingja.
Skýru ákvæðin, hvort sem þau gilda um greftrunarreglur, bænasiði eða um "Non-Bahæja", þau eru geymd til þess tíma þegar á þau reynir gagnvart blekktum Bahæjanum.
Hefur þú verið sáttur við þessar aðferðir sem ég lýsi hér, Svanur, eða er ég að mála skrattan og á vegginn og fara með fleipur?
Þinn trúfrjálsi
Sigurður Rósant, 25.5.2008 kl. 09:15
Ég tek þátt í umræðu á blogginu þínu vegna þess að mér finnst það sem þú fjallar um áhugavert, þó ég sé ekki sammála öllu sem þú heldur fram. Ég fjallaði á málefnalegan hátt um þitt upplegg hér á síðunni. Nefnilega skýringar á þýðingu tveggja orða þ.e. ættjarðarást og þjóðernishyggja auk orðsins þjóðernissinni sem látið var óútskýrt eftir að það hafði verið hertekið. Ég leitaði skýringa orðanna í nokkuð viðurkenndari heimildum en persónulegt blogg þitt er, eða í Orðabók Háskólans (ritmálsnotkun), Íslenskri orðabók menningarsjóðs og á Wikipedia. Ég gagnrýndi málsnotkun og hugtakarugl þ.e. mönnum stendur ekki stuggur af orðum heldur því sem þau lýsa - eftir því hvað þau tákna í hugum fólks.
Þegar ruglað er stórt í knöppum texta verða athugasemdir langar og margorðar - vildi sýna fram á hversu auðvelt er að rugla fólk í ríminu með skoðanamyndandi athugasemdum sem á yfirborðinu virðast heillandi. Sigurður Rósant lýsir þessu vel í síðustu athugasemd sinni þar sem hann fjallar um Bahái veiðiaðferðirnar.
Í þínum texta kemur skýrt fram hvað orðin tákna í þínum huga og það er ekki endilega það sama og þau skv. skilgreiningu tákna. En þannig þróast tungumál í meðförum manna. Dæmi um þetta er orðið Tröll sem hafa verið notuð yfir risa, jötna og stórvaxnar ómennskar verur í mannsmynd. Í einni krækjunni þinni rökvillur og samræðubrellur hefur orðið tröll öðlast nýja merkingu yfir ákveðna tegund fólks á blogginu.
Ef þetta er ljótur leikur sem ekki á heima á blogginu þínu, skil ég ekki til hvers þú ert að halda því úti. En eins og málstækið segir: Margur heldur mig sig. Og Beuty is in the eye of the beholder .... trúlega ljótleikinn líka.
Guðbjörg Pétursdóttir, 25.5.2008 kl. 10:45
Efnislega hef ég þetta að segja um innlegg þitt.
Svanur reit: "Flestir mundu vera á því að ættjarðarást sé eðlileg. Hins vegar stendur mörgum stuggur af orðinu þjóðernissinni."
Ósammála þessu: Ef afnema á fordóma í heiminum verðum við að elska allar ættjarðir jafnt - okkar eigin sem annarra. Við þurfum að elska jörðina og bera hag hennar fyrir brjósti, sérstaklega þar sem hún hefur verið arðrænd. Mörgum stendur stuggur af þjóðernissinnum en ég tel ekki að neinum standi stuggur af orðinu sem slíku. Samlíkingin er með ólíkindum því það er fullkomlega eðlilegt að standa stuggur að einhverju. Orðhengilshátturinn er þinn og villandi fyrir lesandann. .... Svona get ég haldið áfram niður greinina þína.
Efnistökin eru villandi í sjálfu sér og standast ekki, hvorki málskoðun né efnisskoðun. Þú segist meina það sem þú segir en það er engin meining í orðum þínum. Eina sem þér tekst að gera með grein þinni er að "ala fordómum með sleggjudómum og klunnalegri málsmeðferð" (Þín orð í einu svarinu)
Þú segir einnig í einu svarinu: "þær skoðanir sem börnum eru innrættar í skóla og á heimilum eru þeim "leiðarljós" í nánasta samfélagi, þjóðfélagi og á svið alþjóðamála ef tækifæri gefst. Alheimsvandinn er heimatilbúinn."
Þetta eru orð að sönnu og við þurfum öll að líta okkur nær, hvað það er sem við höfum fyrir börnum okkar. Aðalatriðið er ekki hvað við segjum öðrum um sannleikann, heldur hvernig við framgöngum í lífi okkar í þeim sannleika sem við stöndum fyrir og erum þannig fyrirmynd komandi kynslóða. Ef við segjum eitt en gerum annað - erum við í vondum málum. Börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Þau gera það sem við gerum en ekki það sem við segjum. Við erum fyrirmyndin og við þurfum öll að líta í eigin barm og spyrja okkur í hjartans einlægni - Geri ég það sem ég segi? Ef svarið er nei - erum við í vondum málum og höfum komið upp um fordóma okkar og ábyrgðaleysi (sem hefur ekkert með þekkingu okkar að gera heldur staðfestu og karakter). Ef svarið er já - getum við haldið keik áfram og verið viss um að við munum vera góð fyrirmynd einhverjum í komandi kynslóðum sem gera það sem við gerum.
Leiðarljósið eru gjörðir mannanna en ekki skoðanir okkar.
Það sem er auðvelt að gera - er auðvelt að gera ekki.
Guðbjörg Pétursdóttir, 25.5.2008 kl. 11:23
Sigurður Rósant; Þú hefur margoft lýst því yfir að þú skiljir ekki málflutning Baháía. Hvað gerir þig þá dómbæran á hvers eðlis trú þeirra er ef þú skilur ekki mál þeirra?
Kenningar trúarinnar mynda heilstæð trúarbrögð og eru ekki samsafn af neinu. Að halda slíku fram er fáfræði.
Bahai trúin er ansi mikil umfangs og Baha´ú´lláh ritaði yfir 100 einstök rit. Það er næsta víst að fólk er ekki búið að lesa öll hans rit þegar það gerist Bahíar. En það er rökvísi að áætla sem svo að sjórinn sé allur saltur þótt þú hafir ekki bragðað nema á einu glasi af honum. Þær kenningar sem Bahai trúin boðar og drepur á að hluta, eru augljós sannleikur og hafa orðið að æðstu hugsjónir mannkynsins þrátt fyrir að vera sagðar "rugl" fyrir 100 árum.
Baháíar stunda ekki "veiðar" og enga uppátroðslu. Um það vitnar ferill þeirra í öllum löndum heimsins, jafnvel þar sem hefð er fyrir afar agressívum trúaráróðri eins og í suðuríkjum USA.
Stundum hafa upplýsingar á viðkomandi málum verið rýrar en um leið og samfélögin hafa verið grundvölluð er hafist handa við að þýða ritin. - ÞAÐ er mikill misskilningur að fólk gangist trúnni á hönd vegna þess að einhverjar yfirhylmingar um kenningar hennar séu stundaðar.
Svanur Gísli Þorkelsson, 25.5.2008 kl. 12:02
"Og þú drepur á að hluta", skyldi þetta vera.
Svanur Gísli Þorkelsson, 25.5.2008 kl. 12:17
Guðbjörg, Það er ljótur leikur að nota málefnalega færslu til að ráðast að trúarsannfæringu manna. Sigurður Rósant er yfirlýstur trúleysingi og er því vorkunn. Þú ert hins vegar fundamental kristinn og hefur kynnt þér sjónarmið mín og kenningar Bahai trúarinnar í þaula. Sú aðferð að nota hártoganir og orðhengilshátt til að drepa á dreif því sem skiptir máli og reyna að koma höggi á trú mína samtímis er ljótur leikur.Samanber þetta:
Ég fagna því viðsnúnigi þínum hvar þú segir eftirfarandi ;
Það skiptir miklu máli hverjar skoðannir okkar eru því þær móta hegðunina. Auk þess er hægt að tjá skoðannir á óteljandi vegu, kynnast þeim og verða fyrir áhrifum að þeim, án þess að hitta nokkru sinni þann hefur þær.
En í uppeldi er fyrirmynd mikilvægust. Sammálaþ
Svanur Gísli Þorkelsson, 25.5.2008 kl. 12:31
Guðbjörg lestu nú svörin mín og þín; Ég segi í sérstöku svari til þín;
Samt segir þú;
Svanur Gísli Þorkelsson, 25.5.2008 kl. 12:46
Svanur - "Kenningar trúarinnar mynda heilstæð trúarbrögð og eru ekki samsafn af neinu. Að halda slíku fram er fáfræði."
Sjáðu þetta svar þitt. "Kenningar trúarinnar........eru ekki samsafn af neinu."
Hvað þýðir þetta? Ég bendi á að svokallaðar kenningar séu samsull kenninga og spádóma. Þú virðist ekki sjá það, eða neitar að horfast í augu við það. Gerir þú ekki greinarmun á kenningum (þ.e. siðaboðskap, skilgreiningu á eðli æðri máttarvalda og aðferðum við að stunda trúna) og svo hins vegar spádómum (þ.e. þegar verið er að segja til um óorðna hluti)
Svanur - "Sigurður Rósant er yfirlýstur trúleysingi og er því vorkunn."
Er sams konar yfirlýsingu að finna í ritum Bábsins, Baháúllah eða Shogi Effendi gagnvart trúleysingjum?
Þetta svar þitt minnir mig á sögu af Hauki nokkrum pressara sem var svona ekki eins og fólk er flest. Honum varð á að brenna gat á buxur eins kúnnans. Þegar kúnninn sá að gat var á buxunum og þær ónýtar, var Haukur fyrri til og sagði: "Þú þarft ekkert að borga. Þú ert hvort eð er aumingi"
Annars finnst mér meira viðeigandi að þú kallir mig "trúfrelsingi" eða "trúfrjáls". Trúleysingi, vantrúaður eða vondur maður er frekar neikvætt í mínum huga.
Með trúfrjálsri kveðju
Sigurður Rósant, 25.5.2008 kl. 13:50
Sigurður Rósant. Samsull og samsafn eru ekki ósvipuð orð.
Ég gerir greinarmun jú á kenningum og spádómum. Spádómarnir eru tengdir trúarbrögðunum og kenningum þeirra órjúfanlegum böndum. Til dæmis eru spádómar NT um 1000 ára friðarríkið tengdar kenningum Bahá ú´llah um sameiningu mannkyns og frið á jörð.
Vorkunnin lýtur að því að þú hefur ekki sama skilning á Guði eða öllu heldur trúir ekki á tilvist hans og því er ekki hægt að gera kröfur til þín á sama grundvelli og þeirra sem trúa.
Og já, það er fjallað um trúleysingja eða (trúfrjálsa) í ritum Bahai trúarinnar.
Svanur Gísli Þorkelsson, 25.5.2008 kl. 14:52
Í mínum huga er stór munur á ást, virðingu og vinarþeli. Og ég skil ekki hvað eðlileg ást þýðir.
Ég er viss um að ættjarðarást er drifkraftur þjóðernissinna sem aðhyllast þjóðernishyggju. Það er þó munur á öflugum þjóðernissinnum og ofstækisfullum þjóðernissinum. Þeir aðhyllast mismunandi gildi - andleg eða veraldleg - þ.a. skoðanir þeirra um rétt og rangt eru ólíkar. Sumir þjóðernissinnar hafa þessar skoðanir í hljóði eða blogga um þær, en aðrir verða öflugir málssvarar skoðanna sinna og leiðtogar hópa sem fylgja þeim að málum.
Sumum stendur stuggur af þessum ofstækisfullu hópum. Þeir geta byggt á sömu þekkingunni en haft mismunandi skoðanir og sjá um leið hina sem þá fordómafullu. Þarna sem ég tel að þú fallir í eigin gryfju. Ofstækisfullir þjóðernissinar hafa næga þekkingu til að hafa þær skoðanir sem þeir hafa og "fordómar" þeirra (þinn dómur yfir þeim) eru ekki byggðir á vanþekkingu. Þeir eru sannfærðir um að þjóðernishyggja sé rétta leiðin fyrir þjóð þeirra og vilja ekki blöndun við aðrar þjóðir eða kynþætti.
Allar skoðanir eiga rétt á sér og lögin setja okkur þann ramma sem við búum við. Þínar skoðanir trúar- eða persónulegar breyta þar engu um og eru á engan hátt rétthærri, réttari eða fylltari réttari þekkingu.
Fordómar í garð þjóðernissinna og fordómar þjóðernissinna í garð þeirra sem eru fullir af ættjarðarást geta verið það sem þeir eru - þrátt fyrir sömu þekkingu eingöngu vegna mismunandi skoðana.
Spurningin er hvað gerir skoðanir réttar og rangar? Og önnur spurning - hvers virði er flott skoðun ef breytnin er í ósamræmi við skoðunina?
Guðbjörg Pétursdóttir, 25.5.2008 kl. 16:28
Guðbjörg reit;
Það er mikið að þú náðir þessu Guðbjörg, ég er viss um að hann (drifkrafturinn) er ekki ættjarðarást, heldur minnimáttarkennd eða oflátungsháttur. Um það fjallaði greinin mín.
Hvað ertu að tala um fordóma í garð Þjóðernissinna. Nasistar voru þjóðernissinnar, fasistar á Spáni og Ítalíu voru þjóðernissinnar. Þess vegna hefur orðið á sér illt orðspor. Um það fjallaði grein mín. Reyndu að skilja hvað ég er að segja í stað þess að vera stöðugt að þessum útúrsnúningum.
Svanur Gísli Þorkelsson, 25.5.2008 kl. 16:54
Fer ekki málefnaleg færsla örugglega alltaf saman við trúarskoðanir þínar? Skoðanir okkar móta hegðun okkar - en það sem við segjum (skoðanir okkar) og það sem við gerum (skoðanir okkar) fer ekki alltaf saman.
Hvað varð þá um skoðunina sem mótaði hegðunina? Þú vilt bjóða flóttafólk velkomið til Íslands. Hvað með að láta austur-evrópskar, asískar og palentínskar konur kenna börnunum þínum á sínum eigin tungumálum í leikskólanum og skólanum. Þannig er það á elliheimilunum, í matvöruverslunum, á veitingastöðum, á hótelum og ferðaþjónustustöðum.
Íslendingar fást ekki í þessi störf og bara spurning hvenær það verður í skólunum líka. Á meðan þorum við ekki að horfast í augu við þessa þróun og gera það sem þarf að gera svo þetta blessaða vinnuafl okkar geti sinnt sinni vinnu á því tungumáli sem þessari þjóð er tamast. Viljum við nokkuð að þau blandist of mikið og geri sig of heimakominn?
Er ekki bara óþægilegt að vita af svona mörgum útlendingum hérna. Á meðan þeir kunna ekki íslensku - þá kanski teljum við okkur trú um að þeir fari bráðum.
Hvernig getum við búist við að þetta fólk aðlagist okkar lífsháttum, tungu og menningu þegar við gerum ekkert til að styðja við bakið á þeim í því sambandi? Mér finnst kominn tími til að takast á við þann vanda sem við höfum komið okkur í. Þessi skoðanaskipti hér breyta þar engu um.
Grínið í ármótaskautinu - var grín á kostnað í íslensku þjóaðrinnar. Útlendingar týndir á Íslandi en stóðu stoltir í lokin og sungu einum rómi á bjagaðri íslensku - Ísland er land þitt ...
Við ættum að skammast okkar fyrir allt þetta röfl um ekkert sem skiptir máli og gera frekar eitthvað til að laga hlutina. Annars verðum við með þjóðarbrot innan okkar ágæta lands sem ekki lagar sig að menningu og aðstæðum heldur býr til sínar eigin. Það á við um alla landa okkar hvort sem þeri eru þjóðernissinnar eða fullir af ættjarðarást.
Það kalla ég sanna ættjarðarást og þjóðernishyggju af góðum þjóðernissinnum. Þeir Skírnismenn hefðu skammast sín fyrir þjóð sína í dag. Og þú út í Englandi, hvaða gagn er af ættjarðarást þinni þar?
Guðbjörg Pétursdóttir, 25.5.2008 kl. 17:14
Guðbjörg; Þú ert enn að reyna spyrja mig út í horn. Sex spurningar a.m.k. í þessari sendingu í bland við þessar venjulegu æfingar að staðhæfa hið augljósa. Dæmi;
Ég álít að á Íslandi eigi að tala íslensku, kenna á íslensku og veita alla opinbera þjónustu á Íslensku. Það er mikilvægt að varðveita þjóðmálin. Hinsvegar tel ég að það ætti jaafnframt að kenna alheimslegt hjálpartungumál sem mundi koma í veg fyrir þessi vandam´æal sem þú óttast.
Guðbjörg reit;
Þú talar fyrir þig og þína og ég fyrir mig og mína. Ef þú heldur að þú eigir að gera betur, hvað stoppar þig?
Ég veit að þú saknar mín, en ég er afar ánægður hér í Englandi. Ef þú villt tjá þig eitthvað persónulega um mína hagi eða ráðast persónulega á mig með sama offorsi og þú gerir á bloggið mitt, þá er emailið mitt hér efst á síðunni. Ef ekki væri fyrir það að ég þekki þig persónulega, væri þolinmæði mín gagnvart Þessu rausi þínu löngu þrotinn.
Svanur Gísli Þorkelsson, 25.5.2008 kl. 18:20
Guðbjörg - "Hvað varð þá um skoðunina sem mótaði hegðunina? Þú vilt bjóða flóttafólk velkomið til Íslands. Hvað með að láta austur-evrópskar, asískar og palentínskar konur kenna börnunum þínum á sínum eigin tungumálum í leikskólanum og skólanum. Þannig er það á elliheimilunum, í matvöruverslunum, á veitingastöðum, á hótelum og ferðaþjónustustöðum."
Góð athugasemd þetta. Gamalt fólk hér í Danmörku er farið að neita mállausum útlendingum að koma inn á vistarverur sínar og hjálpa sér. Það nær ekki að ræða við gamla fólkið. Eins er það með þá 60 lækna sem komu frá Indlandi fyrir síðustu áramót. Sjúklingar ná ekki alveg að ræða sín mál við þá.
Mér finnst erfitt að tala við marga þessa sem koma frá Sýrlandi, Tyrklandi, Kúrdistan, Afghanistan, Írak, Íran, Indlandi, Sri Lanka, Serbíu, Króatíu og Bosníu. Þeir læra bara það nauðsynlegasta, en leggja ekki rækt við málið. Þegar þeir verða eldri, einangrast þeir og þá sérstaklega konurnar sem klæðast síðum pilsum eins og sveitakonur gerðu á Íslandi langt fram á síðustu öld.
Svanur - "Ef ekki væri fyrir það að ég þekki þig persónulega, væri þolinmæði mín gagnvart Þessu rausi þínu löngu þrotinn."
Ekki veit ég um fyrri kynni ykkar Guðbjargar, en er það einhvern veginn svona sem fyrrum Baháíar eru meðhöndlaðir? Þ.e. svokallaðir Non-Bahæjar. Ég slepp á meðan ég er yfirlýstur sem "trúfrjáls". Aldrei fallið í þá gildru að yfrlýsa mig sem Bahæja.
Með trúfrjálsri kveðju
Sigurður Rósant, 25.5.2008 kl. 18:43
Sæll Svanur skemmtilegar umræður:)
Alheimslegt hjálpartungumál, þú átt við Ensku ef mér skilst rétt?
Sigurður Árnason, 25.5.2008 kl. 21:38
Sigurður Árnason; Enska er vitanlega langútbreiddasta málið sem stendur en fyrr eða síðar kemur að því að þjóðirnar munu velja eitt "alheimslegt hjálpartungumál" formlega og kenna það ásamt móðurmáli hvers lands í skólum.
Svanur Gísli Þorkelsson, 25.5.2008 kl. 22:49
Sigurður Rósant; Guðbjörg er ekki og var aldrei Bahai. Eins og þú féll hún "aldrei í þá gildru" að yfirlýsa sig sem Baháía. Ef þú heldur að þú hafir eignast í henni einhvern sálufélaga með því að taka undir orðaræðu hér, þá verði þér bara að góðu.
En eitt skil ég ekki. Hvers vegna viltu endilega snúa þessari umræðu upp í einhverjar trúarlegar þrætur Sigurður Rósant. - Þú þykist vita eitthvað um mína trú en síðan kemur ekkert frá þér varðandi hana nema skætingur. Eftir hverju ertu að sækjast?
Svanur Gísli Þorkelsson, 25.5.2008 kl. 23:01
já því ver og miður. Ef maður vill vera þjóðernissinni þá er það varla hægt nema verða fyrir aðkasti og ég verð því að kalla mig "ættjarðarelskanda"? nei takk! ég ætla að berjast fyrir þessu áfram góður pistill.
halkatla, 26.5.2008 kl. 12:17
Sæl Anna Karen. Takk fyrir innlitið.
Ég heimsótti fyrir stuttu gamlan kunningja eða þannig :) reyndar kvikmyndina Tónaflóð eða Sound of Music. Eins og þig rekur eflaust minni til flýr Trapp fjölskyldan heimaland sitt Austurríki eftir að Nasistar taka þar völdin en syngja áður en þau leggja á flótta, ættjarðarljóð sem mér finnst bera vott um heilbrigða ættjarðarást. Hér er þessi texti, reyndar á ensku.
Edelweiss...
Edelweiss...
Every morning you greet me
Small and white, clean and bright
You look happy to meet me
Lonesome and slowly
You bloom and grow
Bloom and blow forever...
Edelweiss...
Edelweiss...
Bless my homeland forever...
Small and white, clean and bright
You look happy to meet me
Lonesome and slowly
You bloom and grow
Bloom and blow forever...
Edelweiss...
Edelweiss...
Bless my homeland forever...
Svanur Gísli Þorkelsson, 26.5.2008 kl. 16:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.