Hvað er rasismi og hvernig má uppræta hann

nullRasismi eða kynþáttahatur er viðvarandi vandamál í heiminum vegna þess að það hefur tekið sér bólfestu í hugum og meðvitund einstaklinga.

Kynþáttahatur er lærð hegðun eða atferli og tjáning þess er sprottin bæði úr hjarta og huga.

Þar af leiðandi þurfa allar aðgerðir sem miða að því að uppræta kynþáttahatur að stuðla að  sinnaskiptum fólks og breytingu á viðmóti þess. Pólitískar aðgerðir nægja ekki.  Ef að viðmót fólks breytist ekki og sú grundvallar lífsskoðun fólks að allir menn séu jafn réttháir, nær ekki fótfestu meðal almennings og stjórnmálamanna, geta risið upp til áhrifa menn og konur sem láta kynþáttahatur stýra ákvörðunum sínum.

Hvernig má uppræta kynþáttahatur. Margvísleg pressa nútíma samfélags kyndir undir kynþáttahatri.  Kynþáttahatur er fyrst og fremst ávöxtur; vanþekkingar, klisjukennds misskilnings, þeirrar áráttu mannsins að hefja stöðugt einn hóp yfir annan og skorts á andlegum gildum.   

Hinum augljóslega fölsku staðhæfingum sem kynþáttahatur byggir á verður að andmæla með sannleikanum. Hann er að allir menn tilheyra söAfríski vandinnmu fjölskyldu manna, fjölskyldu sem er sameinuð líffræðilega, samfélagslega og andlega. Samtímis auðgar hún jörðina með fjölbreytileika útlits síns.  

Ef að hver og einn er samþykkur þessum sannleika og er tilbúinn að bjóða velkominn inn í sína nánustu fjölskyldu einstakling með annan hörundslit, mun kynþáttahatur hvergi finna sér heimili framar og hverfa að sjálfu sér.

Það er nauðsynlegt að fræða okkur öll, en ekki hvað síst börnin okkar, um einingu mankynsins, sannleika sem allar greinar vísinda staðfesta.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Eins og þú veist Svanur þá er manni svo tamt að hugsa um jörðina sem eitt land og ég eins og þú hef umgengist fólk allstaðar að úr heiminum...hélt í einfeldni minni að sú hugsun væri útbreiddari og fordómarnir minni...er fólk virkilega ekki búið að fá nóg af hatri andúð, kúgun, fátækt og stríðum....það er aðeins ein leið....og þú raktir hana hér í pistlinum....takk

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 22.5.2008 kl. 02:07

2 identicon

Ég tek þyrnikórónuna ofan fyrir þér Svanur og hneigi mig í þokkabót. Þú ert góður maður, vona að sem flestir hlusti á það sem þú hefur að segja í þessum efnum.

Jesús Kristur (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 16:52

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæl Hrafnhildur. Ég held að við höfum öll sofnað á verðinum.

Svanur Gísli Þorkelsson, 22.5.2008 kl. 17:30

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jesús, ég er ánægður með að þú ert ánægður. Vertu ávalt velkominn.

Svanur Gísli Þorkelsson, 22.5.2008 kl. 17:33

5 Smámynd: Sigurður Rósant

Svanur - "Ef að hver og einn er samþykkur þessum sannleika og er tilbúinn að bjóða velkominn inn í sína nánustu fjölskyldu einstakling með annan hörundslit, mun kynþáttahatur hvergi finna sér heimili framar og hverfa að sjálfu sér."

Þarna ertu kominn með svokallaða ef-þá reglu, sem er gömul klisja og allt of mikið notuð.

Málið er bara að svona gerast hlutirnir aldrei. Þetta er tálsýn, draumórar eða í algengri merkingu - hugmyndafræði (ismi).

Kynþáttahatur eða kynþáttaást, á rætur sínar að rekja til uppeldis okkar eins og þú réttilega bendir á. Uppeldi okkar er þétt og fastbundið trú foreldranna. Trú foreldranna er mjög oft bundin uppruna kynþáttarins eins og við þekkjum best í Afríku.

Kynþáttahatur eða ást verður aldrei afnumin nema með því að taka trú fólksins frá þeim. Og þá er trúfrelsið sem allir trúaðir vilja halda í, farið.

En, dreymi þig áfram vel sem fyrr.

Með kveðju

Sigurður Rósant, 22.5.2008 kl. 20:28

6 Smámynd: Guðbjörg Pétursdóttir

Maðurinn hefur alltaf hafið einn hóp upp yfir annan - innan og utan sömu kynþátta. Það er hegðun sem eins og þú segir "er lærð hegðun eða atferli og tjáning þess er sprottin bæði úr hjarta og huga". Í kvikmyndinni Gattaca sem á að gerast í framtíðinni er sett fram hugmynd að nýju misrétti sem byggir á skiptingu í hópa eftir slæmum og góðum gengum. Á þeim tíma eru kynþáttafordómar horfnir en aðrir komnir í staðinn. Ný vísindaþekking leggur grunninn að stöðu hvers manns í þjóðfélaginu og um leið ákveðnum hóp. Jafnrétti og / eða misrétti kynjanna er stöðugur ásteitingssteinn í samfélagi dagsins í dag bæði í okkar samfélagi sem og þeim samfélögum sem við höfum mismunandi skoðanir um hvort við viljum blanda okkar. Maðurinn hefur verið eins um aldir og ekki þróast mikið - en við horfum fram á það að á þessari öld mun mannskepnan taka stökkbreytingu hvort sem verður fyrir tilstuðlan vísindaþróunar eða vísindamistaka. Það er óumflýjanleg staðreynd sem vert er að staldra við og skoða. Hversu vel erum við í raun búin til þess að takast á við raunverulegt jafnrétti, að veita öllum þau mannréttindi sem þeim ber og lifa í sátt og samlyndi í þessum heimi, þegar við getum ekki einu sinni haldið fjölskyldum okkar saman í einingu? Fræðsla og þekking mun aldrei útrýma misrétti úr heiminum. Við munum alltaf finna nýjar leiðir til þess að setja einn neðar öðrum. Það er í eðli okkar að gera það. Dýrseðlið er svo ríkt í okkur. Við þrífumst á því að finna okkur andstæðinga, sigra þá, komi höggi á þá, og slá okkur sjálf til riddara fyrir yfirburðina yfir öðrum. Við svíkjum, prettum, ljúgum og stelum. Við brjótum öll boðorðin - og tölum síðan fjálglega um að elska náungann og láta gott af okkur leiða. Færum fram yfirbót. En höldum leiknum áfram. Það er svo gott að hafa skoðanir á jafnrétti og mannréttindum. En þegar við stöndum frammi fyrir því að velja og hafna. Veljum við þá alltaf rétt? Erum við tilbúin að gefa upp veraldleg verðmæti okkar fyrir náungakærleika og mannréttindi? Bandarískir foreldrar sem staddir voru á stórri ráðstefnu þar sem fjallað var um eiturlyfjaviðskipti CIA, voru spurðir með handauppréttingu hvort þau væru tilbúin til að gefa upp veraldleg gæði sín fyrir öryggi barna sinna á götunum eftir að þeim voru færð sönnur á að bandarískt hagkerfi og um leið velmegun þeirra byggði á eiturlyfjaviðskiptum CIA, svöruðu því neitandi. Við erum svo ánetjuð veraldlegri ánauð að við segjum eitt og annað í samskiptum, töluðum og rituðum, en þegar að framkvæmdinni kemur, stöndum við ekki undir stóru orðunum okkar. Kynþáttafordómar Íslendinga eru partur þar af. Við héldum að við værum fordómalaus. Vissum ekki betur, því við vorum einangruð og höfðum aldrei þurft að horfast í augu við okkur sjálf í þessum efnum. Þegar á hólminn er komið erum við full af fordómum og viljum ekki gefa neitt eftir af því sem við eigum eða teljum okkur eiga rétt á. Við erum ekki tilbúin að elska náungan, nema kanski á blogginu. Þegar kemur að því að "walk the talk" verður skrúðgangan fámenn og skoðanir breyttar og ósamstæðar. Mér fannst ameríkanarnir í næsta húsi alls ekki jafn víðsýnir og ég, Hong Kong kínverjarnir í bankanum mínum nota asnalegar aðferðir í viðskiptum, asíu samnemendur mínir latari í öllum skólaverkefnum en evrópubúar og ameríkanar og nota sér aðra til að komast áfram, og arabarnir fannnst mér algjörlega kolruglaðir með stórar vélbyssur inn í svefnherbergi hjá börnunum og grískir karlmenn óttalegir mömmustrákar og um leið fullir af kvenfyrirlitningu. Voru það kynþáttafordómar mínir eða mismunandi skynjun anda og gilda einnar manneskju á anda og gildum annarrar sem enga hliðstæðu áttu í sammannlegum skilningi sökum ólikrar menningar og bakgrunns. Hvernig er hægt að kenna jafnrétti öllum til handa og uppræta kynþáttafordóma, sem allir skilja og framfylgja á sama hátt þegar við höfum svona ólíkan bakgrunn og gildi að byggja á? Spyr sá sem ekki veit.

Guðbjörg Pétursdóttir, 22.5.2008 kl. 20:54

7 Smámynd: Guðbjörg Pétursdóttir

Það er greinilega ekki bara verið að vinna í þessum málum á blogginu http://www.coe.int/t/e/human_rights/ecri/5-Archives/1-ECRI's_work/5-CBC_Second_reports/Iceland_CBC2_ic.pdf

Slóð á skýrslu Evrópunefndar frá 2002 gegn kynþáttafordómum og umburðaleysi á Íslandi.

Guðbjörg Pétursdóttir, 22.5.2008 kl. 23:50

8 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sigurður Rósant; Samkvæmt þínum rökum getur heimurinn ekki breyst. Gamlar ónothæfar hugmyndir geta ekki aflagst og hindurvitnin lifa áfram af nauðsyn.

Ég er afar ósammála þessu og tel að sagan sjálf sýni og sanni að hugmyndir fólks um hvert annað breytast. Nægir í því efni að benda á að nánast allstaðar í heiminum var þrælahald talið sjálfsagður veruleiki fram á miðbik 19. aldar. Það var kennt í skólum, stutt af foreldum og trú þjóðanna.

Sama gildir um hugmyndir fólks um jafnrétti kynjanna sem talið var hin mesta fyrra langt fram á síðustu öld jafnvel í vestrænum þjóðfélögum. Um leið og farið var að kenna jafna jafnréttið lögleiða það og innleiða inn í menninguna, komst það á.

Þannig mun það líka gerast í þeim löndum sem ekki hafa innleitt jafnrétti kynjanna enn.

Svanur Gísli Þorkelsson, 23.5.2008 kl. 10:07

9 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Guðbjörg skrifar enn langan pistil og veltir upp mörgum hliðum málsins og setur fram margar spurningar sem erfitt er að henda reiður á.  

Mín niðurstaða er að allir menn geti gert hugtökin "jafnrétti kynjanna" og "einingu mannkyns" að sameiginlegu gildum þrátt fyrir galla okkar og gömul sjónarmið. 

Svanur Gísli Þorkelsson, 23.5.2008 kl. 10:26

10 Smámynd: Guðbjörg Pétursdóttir

Leitt að þér skuli finnast mér liggja of mikið á hjarta. Það tekur tíma að uppræta blekkingu. Nokkrar beinskeyttar spurningar um efnið. Telur þú að með því að kenna öllum jafnt hinn eina sannleika Baháa og þeirra andlegu gildi muni þekking vísinda framtíðarinnar og andleg gildi Baháa gera alla jafna svo menn muni lifa í sátt og samlindi á jörðinni um aldur og æfi - enginn hópur ofar eða neðar öðrum ? Afleggjum við íþróttakeppnir, keppni í skrabbli, einkunnagjafir, mismunandi laun, stjórnendur fyrirtækja og þjóðarleiðtoga? Hvað með þá sem uppgötva ný sannindi á sviði vísinda og þekkngjar og eru upphafnir sökum þess? Hvað með þá sem hafa betri gen en aðrir? Hvað með hópana sum munu hafa betri gen en aðrir, þegar við erum arin að framleiða mismunand hópa fólks með mismunandi hæfileika og getu til að læra, keppa, uppgötva og sigra? Þurfa Baháar ekki að fara að bretta upp ermarnar og láta til sín taka ef sannleikurinn á að verða öllum þekktur og við að geta lifað hér í sátt og samlyndi? Þurfa þeir ekki að hætta að rífast um kennsluaðferir og drífa sig í að kenna sannleikann svo við hættum að stúta hvert öðru og jörðinni sem við búum á? Hver er sannleikurinn sem við ætlum að kenna, þegar þekkingin breytist hraðar en hönd á festir? Hvað tefur orminn langa? Vanþekking? Svo margrar spurningar, svo fá svör? Og það glymur hátt í tómri tunnu, þegar öllu er á botninn hvolft.

Guðbjörg Pétursdóttir, 24.5.2008 kl. 12:44

11 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

 Hvaða blekkingu ertu að uppræta Guðbjörg? Þessar spurningar þínar eru út um víðan völl og fjalla væntanlega um afstöðu trúar minnar til hinna ýmsu hluta. Ég svara þér hér eftir getu en hvet þig jafnframt til að verða þér út um lesefni um Bahai túna ef þú hefur áhuga á að kynna þér kenningar hennar betur.

Guðbjörg reit; "Telur þú að með því að kenna öllum jafnt hinn eina sannleika Baháía og þeirra andlegu gildi muni þekking vísinda framtíðarinnar og andleg gildi Baháía gera alla jafna svo menn muni lifa í sátt og samlindi á jörðinni um aldur og æfi - enginn hópur ofar eða neðar öðrum ?"

Svar; Já, þó kannski ekki um aldur og ævi. Allt jarðneskt er forgengilegt, jafnvel Guðleg siðmenning þótt ég voni auðvitað að hún vari sem lengst. 

Guðbjörg reit; "Afleggjum við íþróttakeppnir, keppni í skrabbli, einkunnagjafir, mismunandi laun, stjórnendur fyrirtækja og þjóðarleiðtoga?"

Svar; Nei. Íþróttir verð vonandi ætíð stundaðar þótt það sé engum til gangs að láta þær ganga út í þær öfgar sem nú tíðkast. Skrabblið er dægradvöl og vonandi verður það áfram um ókomna tíð, mismunandi laun verða alltaf við líði því ábyrgð fólks er mismunandi. Sömu laun fyrir sömu vinnu er grundvallarreglan og afnám öfga fátæktar og ríkidæmis með sanngjarnri skattlagningu og breyttu hugarfari þar sem andleg gildi taka auðsöfnun fram og verða til þess að þeir sem auðgast vel deila auði sínum af frjálsum vilja. Stjórnendur fyrirtækja eru nauðsynlegir og þjóðarleiðtoga á að kjósa reglulega í þjóðarkosningu.

Guðbjörg reit;"Hvað með þá sem uppgötva ný sannindi á sviði vísinda og þekkngjar og eru upphafnir sökum þess?"

Svar; Það er upphafning í tengslum við verðleika einstaklingsins sem er sanngjörn.

Guðbjörg reit;"Hvað með þá sem hafa betri gen en aðrir?"

Svar/spurning; Hvar er þá að finna?

Guðbjörg reit;"Hvað með hópana sum munu hafa betri gen en aðrir, þegar við erum arin að framleiða mismunandi hópa fólks með mismunandi hæfileika og getu til að læra, keppa, uppgötva og sigra?"

Svar; Ég hef trú að alþjóðasamfélagið muni í framtíðinni setja lög sem komi í veg fyrir mannlega erfðabreyttar mannverur og láti náttúrunni það eftir eins fram að þessu. -

Guðbjörg reit;" Þurfa Baháíar ekki að fara að bretta upp ermarnar og láta til sín taka ef sannleikurinn á að verða öllum þekktur og við að geta lifað hér í sátt og samlyndi?"

Svar; Jú, en við stundum ekki poulisma og kjósum að troða ekki trú okkar upp á einn eða neinn. Uppbygging Bahai samfélagsins kann að vera hæg, enn hún er stöðug og hefur gert trúarbrögðin að öðrum landfræðilega útbreiddustu trúarbrögð heimsins á þeim 150 árum sem eru liðin frá því að þau voru grundvölluð.

Guðbjörg reit; "Þurfa þeir ekki að hætta að rífast um kennsluaðferðir og drífa sig í að kenna sannleikann svo við hættum að stúta hvert öðru og jörðinni sem við búum á?"

Svar; Baháíum er frjálst að nota þá kennsluaðferð sem hverjum þóknast svo fremi sem þær eru í samræmi við grundvallarkenningar trúarinnar sem banna uppátroðslu. Mikil umræða hefur verið í samfélaginu um innri uppbyggingu þess sem er nauðsynlegt til að allir geti nálgast sannleikann óhindrað og sjálfstætt.

Guðbjörg reit; "Hver er sannleikurinn sem við ætlum að kenna, þegar þekkingin breytist hraðar en hönd á festir? Hvað tefur orminn langa? Vanþekking?"

Svar; Sannleikurinn er fyrir hvern og einn að finna, rannsaka og viðurkenna. Hann er til og kemur ekki eins "ormurinn langi" siglandi inn í heilaskorunar af sjálfu sér.

Guðbjörg reit; "Og það glymur hátt í tómri tunnu, þegar öllu er á botninn hvolft."

Svar; Þú ert heldur betur búin að hella úr þinni tunnu og nú er bara að fylla hana með þessari þekkingu svo ekki glymji svona hátt.

Svanur Gísli Þorkelsson, 24.5.2008 kl. 13:57

12 Smámynd: Guðbjörg Pétursdóttir

Takk fyrir svörin þín Svanur. Misskilngur: Ég er ekki að uppræta blekkingu. Ég var að vísa í þína upprætingu blekkingar fáfróðra hér á blogginu. Hún tekur tíma. Fólk er svo lengi að læra og skilja sannleikann. Þegar ég les svörin þín sýnist mér að hin eini sannleikur muni halda áfram að stuðla að misjöfnun í heimi manna og að menn verði afram tilheyrendur hópa - lægra og æðra settra. Stjórnendur og almúgi. Ríkir og fátækir. Lærðir og vitlausir. Sigurverarar og taparar. Alltaf einhverjir til að líta upp til og einhverjir til að kúga. Hvernig á að uppræta það? Hvernig verða allir jafnir? Án þess að jarðarbúar verði ein þjóð, án leiðtoga og allir jafnir með sama sannleika? Verðum við ekki búin að útrýma okkur áður en sannleikurinn verður öllum þekktur og allir jafnir? Orð eru orð, þekking er þekking, en engin trygging fyrir réttri breytni og framkvæmdin til góðs eða ills er það sem talar á endanum. Eða hvað?

Guðbjörg Pétursdóttir, 24.5.2008 kl. 15:08

13 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Guðbjörg; Að uppræta misrétti og öfgar fátæktar og auðs er okkar markmið, ekki að gera alla eins og jafna sama í hvaða tilliti og án tillits til hæfileika og getu.

Svanur Gísli Þorkelsson, 24.5.2008 kl. 15:40

14 Smámynd: Guðbjörg Pétursdóttir

Þú segir "Kynþáttahatur er fyrst og fremst ávöxtur; vanþekkingar, klisjukennds misskilnings, þeirrar áráttu mannsins að hefja stöðugt einn hóp yfir annan og skorts á andlegum gildum."

Þú talar nú gegn sjálfum þér - árátta mannsins að hefja einn hóp yfir annan - verður áfram til í samfélagi "sannleikans" - en það er orsök kynþáttahaturs. Vanþekking verður upprætt - en aldrei munu allir hafa sama aðgang að þekkingu - því sumir vita meira en aðrir - líka um andleg gildi - orsök kynþáttahaturs áfram til staðar. ERGO ávöxturinn verður áfram kynþáttahatur.

Guðbjörg Pétursdóttir, 24.5.2008 kl. 16:05

15 Smámynd: Guðbjörg Pétursdóttir

..... og ef ekki kynþáttahatur. Þá eitthvert annað misrétti. Eða hvað?

Guðbjörg Pétursdóttir, 24.5.2008 kl. 16:06

16 Smámynd: Sigurður Árnason

Sæll Svanur

Ég tel að allar manneskjur eigi að hafa sömu réttindi og ekki eigi að útiloka manneskjur vegna kynþáttar, kyns. Heimurinn er því miður svo ófullkominn og fólk útilokar annað fólk til valdastöðu eða ráðs vegna kynþáttar eða kyns, en ekki vegna getu. það er því miður margir sem lifa í fáfræði og fylgja hugmyndum,bókum eða skoðunum fortíðarinnar og líta framhjá óréttlæti þeirra vegna þess að þær eiga að vera heilagar. Heimurinn verður betri þegar fólk gerir sér fyrir að þessir svokölluðu heilögu hlutir eru fullir af óréttlæti og villum og að fólk noti skynsemi sína til þess, en ekki að trúa í blindni. Fólk ætti að stefna að því að sjá einingu alls lífs og þá erum við tala um einingu mannveru,náttúru,dýra og allt það sem jörðin er, en við þurfum ekki trúarbragð til þess, fólk ætti að finna sína eigin leiðir.

Sigurður Árnason, 24.5.2008 kl. 17:03

17 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Sigurður og takk fyrir þetta innlegg.

Hvað felst í  orðum þínum um einingu alls lífs? Eru dýr og plöntur að þínu mati jafnrétthá og maðurinn eða ertu að tala um það jafnvægi sem þarf að vera á milli lífríkjanna til að heimurinn sé farsæll. 

Svanur Gísli Þorkelsson, 24.5.2008 kl. 17:15

18 Smámynd: Sigurður Árnason

Tel að dýr, manneskjur og plöntur séu af sama grunni, en bara á mismunandi tilverustigi. það ætti bera virðingu fyrir allri náttúru og dýrum, en það má samt ekki fara út í öfgar, því fólk þarf að borða.

Sigurður Árnason, 24.5.2008 kl. 17:26

19 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sigurður Árnason; Nú er klárt að öll lífríkin eru af sama líffræðilega grunni og tilverustigunum skipt eftir þessum hefðbundnu leiðum, steinn, jurta og dýra ríkið.

Gerir þú mun á andlegum veruleika þessara heima? Hafa t.d. gulrætur sál af sömu tegund og maðurinn. Með sál á ég við "hinn andlega lífsneista sem Guð gaf manninum" eða "skrín eiginda Guðs sem manninum er falið að ávaxta".?

Svanur Gísli Þorkelsson, 24.5.2008 kl. 17:55

20 Smámynd: Sigurður Árnason

Ég tel að guð sé í öllu sama hvort það sé planta, gulrót,dýr eða maður. Plöntur lifa á ómeðvituðu tilverustigi, dýr á hálfmeðvituðu og Mannverur á meðvituðu tilverustigi. Ég tel náttúrulega að þeirra andlegi skilningur byrji ekki fyrr, en þau komast á meðvitað tilverustig. Það er munur á veruleikum þessara heima, en grunnurinn er sá sami hjá þeim öllum og þau koma frá sömu uppsprettu.

Sigurður Árnason, 25.5.2008 kl. 11:56

21 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sigurður Árnason; Takk fyrir þessar skýringar. Alltaf betra að vita hvað fólk á við. Þótt við tölum sama tungumál orðum við hugsanir okkar ekki alltaf eins.

Bryndís; Takk fyrir innlitið :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 26.5.2008 kl. 16:43

22 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Lárus Baldursson

Bæði kapítalismi og andstæða hans kommúnisminn eru í eðli sínu afar svipaðar stefnur að því leiti að þær eru báðar "efnishyggju" stefnur. Hagfræði Bahai trúarinnar gerir ráð fyrir að öfgar auðs og fátæktar verði afnumdar, ekki með gerræðislegum úrræðum, heldur meiri samkennd og þroskaðri vitund um að við erum öll hluti af sama líkamanum. (mannkyninu).

Auðæfi heimsins eru eins og blóð líkamans og ef eitthvað hindrar flæði þess um hann veikist líkaminn eða hluti hans. Blóðtappar, (þar sem of mikill auður safnast fyrir á sama stað) geta haft afar alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu okkar, ekki satt?

Svanur Gísli Þorkelsson, 26.5.2008 kl. 18:28

23 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Síðast þegar ég vissi Lárus gilda nokkuð strangar reglur um það hverjir geta fluttast til landsins. Þær eru þó ekki (vonandi) mótaðar með það í huga að koma sérstaklega í veg fyrir að það reyni á hvort við séum tilbúin eða ekki að takast á við kynþáttafordóma eða aðra álíka lesti.

Með örðum orðum, við verðum að ganga út frá því að við getum sigrast á þeim vandamálum eins og öðrum, enda upplýst og mentuð þjóð í auðugu landi.

Svanur Gísli Þorkelsson, 26.5.2008 kl. 18:52

24 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þú ert greinilega í ham Lárus.

England er ekki fullkomið land frekar en önnur og framin hafa verið morð þar af allskonar fáránlegum ástæðum, en það má segja um Ísland líka.

En ef þér er svona vel til kenninga Bahai trúarinnar ættirðu kannski að rannsaka þær betur.

Dauðrefsingin sem talað er um í lagbókinni er fyrir afar sérstakan glæp eða "fjölskyldubrennu" sem tíðkaðist áður almennt og tíðakast enn í sveitahéruðum Írans þar sem tilgangurinn er að útrýma allri ættinni í einu.- Önnur ráðstöfun trúarinnar hlýtur að verndun kvenna og hefur með AHR að gera, en Þú veist eflaust að jafnrétti kynjanna er ein af megin kenningum trúarinnar.

Svanur Gísli Þorkelsson, 26.5.2008 kl. 22:57

25 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Já, Lárus, Bahium er auðvitað frjálst að hafa sinar skoðanir á þessu en staðreyndin er að það veit enginn nákvæmlega af hverju konur voru leystar undan þeirri skyldu að þjóna á AHR. Körlum getur fundist þetta óréttlæti og konum auðvitað líka, en þetta er eitt af fáum atriðum sem sagt er í ritunum að tíminn muni leiða ástæðurnar í ljós. Þetta atriði hefur vakið mikinn kurr jafnt innan sem utan Bahai samfélagsins en margir, eins og sjálfsagt viðmælandi þinn, hafa fundið einhverjar ástæðu fyrir sjálfa sig.

Þessi lög eru hvergi í gildi eins og þú veist og AHR er falið að taka hver lög upp um leið og þörf er fyrri þau í Bahai samfélaginu. Jafnfram eru grundvallarákvæði ó lagbók K-I-A að hvert mál skal höndlast á eigin forsendum.

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.5.2008 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband