Hversu almenn er kynþátta-andúð á Íslandi?

landvættasupa Fyrir rúmlega 15 árum kom til landsins þekktur bandaríkur rithöfundur sem fjallað hefur mikið um fordóma og kynþáttahatur í bókum sínum. Hann hélt því fram að Ísland væri í faldi fordómaskeflu sem mundi steypa sér innan fárra ára. Ég man að mér fannst þessi ágæti maður gera helst til mikið úr hlutunum.

Eftir að hafa fylgst náið með umræðunni um útlendinga (Pólverja aðallega) á Íslandi og nú síðast umfjölluninni um flóttakonurnar frá Írak, verð ég að viðurkenna að rithöfundurinn kann að hafa haft rétt fyrir sér.

Sé bloggheimur þverskurður af Íslenskri alþýðu, er ekki annað að sjá en að kynþáttaandúð sé almenn og rótföst á Íslandi. Íslendingar hafa lengst af getað frýjað sig öllum ákúrum í þá átt að þeir séu þjóðernissinnar og kynþáttahatarar í skjóli þess að fáir aðrir en hvítir kristnir menn hafa byggt landið eða fengið hér inni. Þessi staðreynd villti um fyrir mér þegar ég stóð á því fastari fótunum að á Íslandi væri kynþáttaandúð lítil og risti grunnt þar sem hún fyndist. - Ég var líka viss um að Íslendingar mundu njóta fjarlægðarinnar frá meginlandinu á þann hátt að þeir mundu  læra af mistökum annarra þjóða og getað þannig brugðist rétt við þegar hið óhjákvæmilega gerðist, að Ísland tæki sinn verðuga sess meðal þjóða sem ættu fjölmenningarlegt samfélag. En því miður, svo virðist ekki vera.

Þótt ég sé enn viss um að meiri hluti Íslendinga sé gott og grandvart fólk hefur vofa kynþáttaandúðar náð að glepja nógu marga til þess að rödd hennar heyrist nú oftar og hærra svo jafnvel íslenskar stjórnmálahreyfingar með kosna þingmenn í sínum röðum taka undir þessa rödd.

Ég held að það sé tími til kominn fyrir alla þá sem telja að kynþáttaandúð og fordómar séu ekki eitt af því sem við viljum að börn okkar þurfi að alast upp við að skora á yfirvöld að beita sér fyrir því að alvöru jafnréttisfræðsla fari fram í skólum landsins, þar sem eining mannkynsins er áréttuð og almenn mannréttindi allra manna verði innrætt börnunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr heyr. Mæl þú manna heillastur.

Jesús Kristur (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 00:18

2 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Góður pistill.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 21.5.2008 kl. 00:21

3 Smámynd: Guðbjörg Pétursdóttir

Hvað getum við lært af mistökum annarra þjóða - sem byggt hafa fjölmenningarleg samfélög? Ef að við beitum okkur fyrir "alvöru*" jafnréttisfræðslu í skólunum lagast þá allt í þessu sambandi? Hvað er alvöru jafnréttisfræðsla? Meirihluti Íselndingar er gott og grandvart fólk en það breytir ekki þvi að við erum illa í stakk búin að taka á móti útlendingum í þessu landi, illa búin til að hjálpa þeim að aðlagast samfélagi okkar og vegna vanþekkingar erum við á móti því að þetta fólk taki upp of mikið pláss í samfélaginu þrátt fyrir að við höfum undanfarin ár ekki komist hjá því að njóta starfskrafta þeirra - við setjum lepp fyrir augun og höldum fyrir eyrun og síðan gólum við hvert á annað í fávisku um að hlutirnir séu öðruvísi en þeir eru. Sannleikurinn er sá að við erum ekki tilbúin að taka að okkur að vinna sjálf þau störf sem við höfum boðið þessu fólki að vinna við. Svo látum við eins og þetta fólk sé ekki hérna á meðal okkar. Sum okkar flýja land til að gera eitthvað annað frekar en að vinna þau störf sem "Pólverjarnir" og "Asíubúarnir" eru nógu góðir til að vinna við. Gamla fólkið okkar þarf að læra pólsku til að skilja fólkið sem annast það. Það er íronískt en þannig er það samt.

Guðbjörg Pétursdóttir, 21.5.2008 kl. 00:23

4 identicon

Það virðist helst vera mótstaða fólks við að gefa af dýrmætu skattpeningunum. Ég sé ekkert að því að aðstoða fólk við að koma sér fyrir og aðlagast íslensku þjóðfélagi, þótt ég sé ekki fyrir að dreifa ölmusu í vasa allra sem vilja.

Eftir að vinna í hótel og veitingabransanum þá hef ég orðið vitni að því að margir útlendingar reynast vera hið besta fólk, vinna vel, samviskusamari en flestir íslendingar og allment góð viðbót við þjóðfélagið. Þótt rotin epli reynist inn á milli, þá virðast þau færri en hin heimaræktuðu rotepli.

Helsta vandamálið er tungumálaveggurinn. Íslenskukennsla er af skornum skammti, þótt tungumálið þykji með þeim erfiðari að læra, og ekki bætir úr skák tilhneiging íslendinga til að grípa til enskunnar um leið og einhver vandamál koma upp.

Sjálfur fagna ég þeim sem líta á búsetu hérna sem tækifæri til að bæta hag sinn og sinna. 

Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 00:40

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Erlingur. Eins og einhver komst að orði er búið að gjaldfella þetta orð "rasisti" svo mikið og nota það á villandi hátt að það er orðið ónothæf merkingarleysa. Ég hef tekið eftir því að það er núna mest notað af þeim sem slá vilja vopnin úr höndum andmælenda sinna með setningum eins og "mér er alveg sama þótt ég sé kallaður rasisti en þetta er mín skoðun," eða " það má aldrei andmæla neinu þá er maður kallaður rasisti". Ég held að við öll séum á einhvern hátt sek um fordóma en það á ekki að stoppa okkur í að reyna að uppræta þá.

Þessi neikvæði málflutningur kjörinna fulltrúa þjóðar sem stærir sig af auði sínum og hamingjusömum þegnum gagnvart útlendingum, gerir ekkert annað en að ala á þeim kenndum sem að lokum verða að hreini kynþáttahyggju ef ekkert er við gert.

Einu gildir hvort um er að ræða útlendinga eða "hreina" Íslendinga. Málefnaleg umræða og góð skoðun á málunum er eins og þú segir vitanlega besta leiðin. Það má bara ekki fela sig á bak við orðið "málefnaleg" og spúa svo hatri og leiðindum þess á milli.

En um það hefur viðkomandi þingmaður gert sig sekan oftar en einu sinni. Á blogginu hans er t.d. að finna tilvitnun í ummæli hans sem ég held að fáir geti túlkað öðru vísi en almennt útlendingahatur. Þessi ummæli eru reyndar tekin af öðrum vettvangi af gagnrýnanda hans.

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.5.2008 kl. 00:51

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Jóhannes. Ég er hárviss um að þú hefur rétt fyrir þér hvað varðar tungumálerfiðleikana. Jafnskjótt og útlendingur lærir íslenskuna opnast honum greið leið inn í íslenskt samfélag.

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.5.2008 kl. 01:03

7 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Árið 2006 fór ég til London á tónleika með þeirri ágætu hljómsveit Killing Joke og svo skemmtilega vildi til að ég gekk beint í flasið á söngvaranum Jaz Coleman fyrir utan bar við hliðina á tónleikastaðnum, ávarpaði manninnn með nafni án þess að hugsa mig tvisar um og sagðist vera kominn frá Íslandi til að sjá hann og hljómsveitina spila á eftir. Jaz varð strax áhugasamur þegar hann heyrði að ég væri frá Íslandi og fór ég aftur inn á barinn með snillingnum þar sem var þéttsetinn af fólki, flestir í misslitnum Killing Joke bolum að sturta í sig öli fyrir tónleikana, virtust fáir kippa sér up við það að YfirJókerinn væri mættur á svæðið, enda víst alvanalegt að Jaz kíki á pöbbinn næst hljómleikastöðum og blandi geði við aðdáendur og spjalli við þá fyrir tónleika.

En svo að ég komi mér nú að punktinum, Jaz dvaldi eins og kunnugt er á Íslandi um tíma 1982 og vann meðal annars með Þeysurum áður en hann yfirgaf landið í nokkru fússi og snéri sér aftur að ferli Killing Joke. Eftir að hafa spurt mig spjörunum úr um gang mála á Íslandi og ýmislegt fólk sem hann hafði umgengist hér á landi á sínum tíma sagði hann mér að aðalástæða þess að hann ílengdist ekki meira á Íslandi hefði verið hrikalegur rasismi sem hann hefði fundið sterkt fyrir á þessum 3 mánuðum eða svo sem hann var hér, en hann er hálfur Pakistani eða Indverji minnir mig. Ég hafði ekki áttað mig sjálfur á því hversu landlægur þessi fjandi er og grynnra á honum en margir vilja vera láta.

Georg P Sveinbjörnsson, 21.5.2008 kl. 04:44

8 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Takk fyrir söguna Georg. Skemmtileg og upplýsandi.

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.5.2008 kl. 10:59

9 Smámynd: Guðbjörg Pétursdóttir

Spurningar mínar voru: Hvað getum við lært af mistökum annarra þjóða - sem byggt hafa fjölmenningarleg samfélög? Ef að við beitum okkur fyrir "alvöru*" jafnréttisfræðslu í skólunum lagast þá allt í þessu sambandi? Hvað er alvöru jafnréttisfræðsla? - Varstu með svör við þeim?

Guðbjörg Pétursdóttir, 21.5.2008 kl. 11:35

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir þennan frábæra pistil.  Alltaf gott að heyra rödd skynseminnar í öllu kraðakinu af miðaldahugsunarhætti.

Ég tel mig hafa vitað lengi að hér eru miklir fordómar gagnvart útlendingum.  Þetta sem hefur verið að gerast undanfarin misseri og náð hámarki núna með konunum og börnunum frá Palestínu, styrkir mig í þeirri trú.

Því miður.

Það var sagt við mig þegar ég var barn að það væri samasemmerki á milli fáfræði og kynþátta-andúðar, og ég hallast að því að það sé laukrétt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.5.2008 kl. 16:10

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Svanur skrifar: "...skora á yfirvöld að beita sér fyrir því að alvöru jafnréttisfræðsla fari fram í skólum landsins, þar sem eining mannkynsins er áréttuð og almenn mannréttindi allra manna verði innrætt börnunum."

Já, nákvæmlega. 

Að mínu mati er bara alveg svakalegt hve oft og hve  mörgum, dettur í hug að tjá sig um útlendinga með með dæmigerðum fordóma formúlum... og ef einhver bendir á í sakleysi sínu að þetta flokkist nú undir fordóma...þá bregðast sumir gjarnan hinir verstu við o.s.frv.

Það sem er athyglisvert, frá mínum bæjardyrum séð, er hve sumir eru hreinlega langt leiddir í þessari afstöðu sinni og gjörsamlega á valdi örsýnar á málefnið.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.5.2008 kl. 16:26

12 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Vonandi eru antirasistarnir fleiri þó það heyrist minna í þeim.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 21.5.2008 kl. 18:58

13 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Guðbjörg, þú svarar þessum spurningum þínum að mestu sjálf í sömu færslu þó það sé svolítið samhengislaust hjá þér.

Við hefðum átt að nota tímann og læra umburðalyndi og samhygð. Alvöru jafnréttisfræðsla gerir ráð fyrir að allar mannverur séu jafn réttháar og hafi sömu skyldur gagnvart náunga sínum, þú veist Guðbjörg þetta klassíska sem aldrei er farið í alvöru í gegnum í sk´æolum landsins þótt  allir geri ráð fyrir að það sé gert.

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.5.2008 kl. 20:57

14 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæl systir Kurr og takk fyrir innlitið. Ég tek ofan fyrir þér.

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.5.2008 kl. 21:00

15 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jenný, ég er líka sannfærður um að barnafræðslan þín var rétt og góð. Það sem ég er hræddastur við samt er þegar að tilfinningar fólks blandast vanþekkingu þeirra. Þá fyrst verða fordómarnir að hatri sem jafnvel uppfræðsla getur ekki ein og sér upprætt.

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.5.2008 kl. 21:05

16 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ómar Bjarki, við erum samhuga hvað þessi mál varðar.

Þórdís Bára, þeir eru miklu fleiri og flestum finnst það bara kjánalegt að þurfa stöðugt að hafa yfir augljós sannindi.

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.5.2008 kl. 21:17

17 Smámynd: Sigurður Rósant

Góður pistill hjá þér Svanur.

Skil ekkert í því hvernig rasistar og fordómafullir einstaklingar verða til á Íslandi.

Kannski eiga þeir einhverja sök sem hrekja börn sín og unglinga út úr kirkjunni svo þeir lenda í því að laðast að austrænum trúarbrögðum?

En það fer fram alvöru jafnréttisfræðsla í grunn- og framhaldsskólum landsins, er það ekki? Mig minnir að Bill Cosby sé aðal fyrirmyndin. Námsefnið gefið út af Lions hreyfingunni.

En í þessu námsefni er bent á að þegar menn kalla hvern annan "rasista", "nasista", "fasista", "leiðinlegur", "fordómafullur", o.s.frv., þá eru menn einmitt að loka á umræður.

Ertu sammála þeirri kenningu, Svanur?

Sigurður Rósant, 21.5.2008 kl. 21:43

18 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sigurður Rósant; Ég er ekki sammála að fólk hreki börn sín eitt eða annað. Það er keppikefli foreldra almennt að ala upp einstaklinga sem eru færir um að taka sjálfstæðar ákvarðanir varðandi líf sitt.

Ég er ekki sammála um að alvöru jafnréttisfræðsla, hvorki havað varðar kynin, kynþættina eða mismunandi menningarheima, fari fram í skólum landsins.

Þessi orð (uppnefni) hafa verið gjaldfeld á Íslandi af frjálslegri notkun, einkum í seinni tíð af þeim sem ætla að forloka á umræðuna með því að taka það fram að þeir séu viðbúnir því að verða kallaðir þessum óvefnum. (sjálfsögðu að ósekju.)

Ég er sammála því að það þarf að fara opin umræða um hvað kynþátthyggja er. Margir eru greinilega þeirrar skoðunar að þeir séu ónæmir fyrir slíku um leið og þeir slengja fram í tíma og ótíma fullyrðingum sem gera lítið úr fólki af öðrum kynþáttum, trúarbrögðum og frá öðrum menningarheimum.

Ég er sammála því að það er hægt að loka á umræður með því að neita að horfast í augu við sjálfan sig og fordóma sína með því að sveifla um sig klisjum og alhæfingum.

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.5.2008 kl. 22:10

19 Smámynd: Sigurður Rósant

Áttu við að kafli um lífsleikni í aðalnámskrá sé marklaust plagg?

Á þeim námskeiðum sem ég hef verið um samskipti manna, hefur einmitt verið lögð áhersla á hvað lýsingarorð eins og þau sem ég nefndi geta lokað á allar umræður svipað og límbandi sé skellt á munn.

Alhæfingar og klisjur hafa svipuð áhrif, en þau eru oft nauðsynleg til að koma af stað umræðum. Setning með spurningamerki á eftir er líka góð til að hefja umræður.

Að uppnefni hafi verið gjaldfelld á Íslandi er alhæfing sem stenst engan veginn. Ég nota ekki uppnefni og er mjög vandur að virðingu minni í þeim efnum. Veit að svo er um fleiri. Mér finnst það þér sem Bahæa til minnkunar að kvekkja menn með uppnefnum og bera því við að þau virki ekki hvort sem er.

Þú getur hvergi fundið í mínum málflutningi fullyrðingar sem gera lítið úr fólki af öðrum kynþáttum, trúarbrögðum eða menningarheimum.

Vona að þú komist á námskeið í líflsleikni.

Með bestu kveðjum

Sigurður Rósant, 21.5.2008 kl. 22:34

20 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sigurður Rósant reit; "Þú getur hvergi fundið í mínum málflutningi fullyrðingar sem gera lítið úr fólki af öðrum kynþáttum, trúarbrögðum eða menningarheimum."

Hér koma nokkrar tilvitnanir sem bera vitni um fordómaleysi Sigurðar. Þær eru allar teknar af nýlegum bloggum hanns.

"Þó að börn okkar vildu vera vinaleg og taka á móti börnum múslima með því að bjóða þeim pylsur, hamborgara eða samloku með skinku og bjór, þá myndu börnin kasta þessum góðgerðum frá sér. Slík er matvendnin."

"Múslimir eru af mörgum þjóðernum og setja sig ofar þeim samfélögum sem þeir flytja til eða "flýja til". Þeir brennimerkja börn sín með því að umskera á unga aldri, skikka þau til að læra arabísku, farsi eða mál þess lands sem þeir koma frá. Skikka börn sín til að biðja til Allah."

"Næsta skrefið hjá Múslímum verður sennilega að koma með vefjarhött, svona til að auglýsa sína trú líka og ögra Vesturlandabúum. Þeir geta líka farið að klæðast skikkjum. Hver veit upp á hverju þeir taka næst?"

"Trúfrelsið er allt of víðtækt skilgreint og leyfir trúfélögum að traðka á tilfinningum annarra. Um leið og t.d. kristinn maður stendur skyndilega upp áður en borðhald, kennslustund, samverustund eða fundur hefst og segir, "Við skulum biðja", þá er hann að niðurlægja þá sem ekki kæra sig um slíkt (trúlausir) eða eru annarrar trúar, að mínu mati."

Sigurður reit jafnframt; "Mér finnst það þér sem Bahæa til minnkunar að kvekkja menn með uppnefnum og bera því við að þau virki ekki hvort sem er."

Ég hef hvergi uppnefnt menn Sigurður. Ég skora á þig að finna þessari fullyrðingu þinni stað í skrifum mínum.

Um lífsleikniplaggið er það að segja að það er um margt ágætt. En sem alhliða fræðsla um fordóma og upprætingu þeirra er það ekki fullnægjandi.

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.5.2008 kl. 23:11

21 Smámynd: Skattborgari

Eitt er á hreina það þarf hlutlausan vettvang þar sem allir geta rætt sínar skoðanir og menn sem vita um hvað þeir eru að tala eins og Svanur gerir. Er margs fróðari eftir að hafa lesið bloggið hjá þér Svanur. Þetta er svo mikill fróðleikur að það þarf nokkra daga til að lesa hann allan almennilega.

Skattborgari, 21.5.2008 kl. 23:32

22 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Skattborgari

Kannski er bloggið þessi hlutlausi vettvangur okkar allra. Sú var tíðin að allur opinber vettvangur skoðanaskipta voru flokkbundnir miðlar og pólitískt stýrðar stofnanir. Netið og Bloggið er opið öllum (auðvitað þarf að virða umgengisreglurnar) en við ráðum hvað við skrifum um og hvað við lesum.

Takk fyrir innlitið :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.5.2008 kl. 23:58

23 Smámynd: Guðbjörg Pétursdóttir

Spurningar mínar eru teknar úr innleggi þínu hér að ofan. Þeim hefur hvorki verið svarað af mér eða þér. Hver eru þessi mistök - sem aðrir hafa gert og við getum lært? Hvað er alvöru jafnréttisfræðsla? Um hvað snúast hlutlaus mannréttindi? Eiga þau að vera gagnkvæm eða einhliða? Eigum við að skapa skilyrði fyrir undirokaða múslimi til íbúðar á landi okkar sem og í eigin landi? Getum við búist við samskonar jafnréttis-og mannréttindaframkomu eða framlatgi af þéirra hálfu eða að þau læri það sem fyrir þeim er haft?

Guðbjörg Pétursdóttir, 22.5.2008 kl. 00:42

24 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég veit ekki hvaða hlutlausu mannréttindi þú ert að tala um Guðbjörg. Aldrei heyrt um þau talaða fyrr.

Alvöru jafnréttisfræðsla er miklu altækari en sú sem er gangi í skólum landsins. Ef þú lest það sem er bak við linkinn um hjá Sigurði Rósant hæer að ofan um Lífsleikni, þá sérðu hvað ég á við.

Mistök íslendinga voru að bregðast ekki við hætunni á fordómum og undirbúa unga íslendinga betur til að takast á við umheiminn sem er kominn að bæjardyrunumm þeirra svo þeir geti mætt honum fordómalaust. 

Svanur Gísli Þorkelsson, 22.5.2008 kl. 01:27

25 Smámynd: halkatla

ég ætla að halda áfram að vera þjóðernissinni og breyta þessu hræðilega orðspori sem fer af þessu orði! en frábær pistill engu að síður

halkatla, 22.5.2008 kl. 12:48

26 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Hver er munurinn á þjóðernissinna og rasista.  Er ekki rétt getið að þjóðernissinnar vilja hafa ísland fyrir íslendinga og útlendinga þá væntanlega einhvers staðar annars staðar?

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 22.5.2008 kl. 12:57

27 Smámynd: halkatla


afhverju heldurðu það Nanna? orðið hefur verið til miklu lengur en svona skilgreiningar... þjóðernissinni ber hagsmuni sinnar þjóðar fyrir brjósti og vill henni allt hið besta, heldur uppá menningu sinna forfeðra, etv meira en menningu forfeðra annarra þjóða. Það tengist ekkert útlendingum eða hvar þeir eiga að vera. Rasistar koma óorði á Íslendinga og sönnum þjóðernissinna líkar það engan vegin!

halkatla, 22.5.2008 kl. 13:07

28 Smámynd: halkatla

ég er hrifin af kynþáttablöndun, samræmist það fyrirframgefnum fordómum og stimplum þínum Nanna?

halkatla, 22.5.2008 kl. 13:09

29 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Svo hver er munurinn því margir hverjir sem kalla sig þjóðernissinnar hafa algjörlega eyðilagt það orð fyrir mér.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 22.5.2008 kl. 13:09

30 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Anna ég var ekki að segja að þetta væri það sama, heldur spyrja.  Þjóðrembingur finnst mér líka oft vera einkenna suma þjóðernissinna, ekki þig þó.  Þetta orð er fyrir mér stundum notað til að fela annað og verra orð.

Kannski væri gott fyrir alla ekki bara mig heldur líka þá sem telja sig þjóðernissinna að fá skilgreiningu. 

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 22.5.2008 kl. 13:12

31 Smámynd: halkatla

Nanna, þetta er einmitt málið! ég var ekki að meina að þú værir endilega að reyna að stimpla það er bara búið að eyðileggja þetta orð, margir áratugir síðan. Ég hef aldrei skilið hvernig kynþáttahatur virkar, hvert líf er jafn mikils virði, hvernig sem það lítur út eða hvaðan það kemur, en engu að síður er ég oft að springa úr þjóðerniskennd og er obsessed af fortíð íslendinga og tel það nóg til að stimpla mig þjóðernissinna - en hugsanlega er það ekki sniðugt, það er kannski vonlaus barátta að snúa þessu við ég er að spá í að gefast upp á þessu bráðlega, snúa mér frekar að því að berjast fyrir réttlætinu með ykkur hinum án þess að láta svona smámuni trufla mig.

það fer um mig þegar ég hugsa útí það sem sumt fólk er búið að vera að segja í sambandi við flóttafólkið, þessir sem vilja ekki að við hjálpum eða stöndum okkar plikt eru alls engir þjóðernissinnar að mínu mati heldur landráðamenn. 

halkatla, 22.5.2008 kl. 13:23

32 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Þetta virðist loða svolítið við þjóðernissinna alls staðar í heimnum.  Hitler var þýskur þjóðernissinni og kannski það eitt er nóg til að fella dóm á alla.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 22.5.2008 kl. 13:34

33 Smámynd: halkatla

jámm, og ég held að ég verði að viðurkenna að ég hef sjálf smá fordóma fyrir yfirlýstum þjóðernissinnum mér er bara svo annt um þetta blessaða þjóðerni! en fast á hæla þess koma öll önnur þjóðerni, mér er annt um þau líka. Ég skil vel það fólk sem kemur hingað frá öðrum löndum og heldur í gamla siði, mér finnst það bara hið besta mál (í flestum tilfellum) þó að persónulega finnist mér íslenskir siðir alltaf langbestir

eitt sem mér finnst mjög áríðandi að komi upp í þessari umræðu bráðum er hvernig íslenskir verktakastjórar og fyrirtæki hafa sum verið að brjóta gegn erlendu verkafólki sem kann ekki á króka og kima hins íslenska kerfi, það er eitthvað það soralegasta sem ég get ímyndað mér og það gengur ekki að það sé ekki tekið á því meira en hefur verið. Það er kannski í fréttunum 1-2 daga en svo ekkert meir. Held að stjórnvöld hér séu aðeins of mikið að kóa með þeim sem eru að brjóta af sér

halkatla, 22.5.2008 kl. 13:47

34 Smámynd: Sigurður Rósant

Svanur - "Þessi orð (uppnefni) hafa verið gjaldfeld á Íslandi af frjálslegri notkun, einkum í seinni tíð af þeim sem ætla að forloka á umræðuna með því að taka það fram að þeir séu viðbúnir því að verða kallaðir þessum óvefnum. (sjálfsögðu að ósekju.)"

Þótt andstæðingar þínir lýsi því yfir að ónefni virki ekki á þá, gefur það þér engan sjálfsagðan rétt til að kalla þá ónefnum eins og eftirfarandi dæmi sýna:

24.3.2008 | 23:53  "Íslamafóbían er svo áleitin við suma moggabloggara ( sem betur fer ekki margra enn sem komið er) að jafnvel væg gagnrýni kristins manns á Bingó-spil vantrúaðra á Páskum er notuð til að gera harða árás á Íslam af einum Íslamfóbíusjúklingnum"

Einnig atarðu hér sögupersónu mína fúkyrðum:

"Saga þín af þessum ofurheimska íslendingi er lýsandi dæmi um skaðsemi fordóma."

Mér finnst svona orðanotkun ekki sæma þér sem Bahæa, góurinn.

"Alvöru jafnréttisfræðsla er miklu altækari en sú sem er gangi í skólum landsins. Ef þú lest það sem er bak við linkinn um hjá Sigurði Rósant hæer að ofan um Lífsleikni, þá sérðu hvað ég á við."

Þegar þú varpar fram hugmyndum um hvað kenna eigi í grunnskólum, máttu alveg hafa í huga að kennslustundafjölda nemenda er ekki svo auðvelt að breyta. Ef þú vilt auka við vikulegan kennslustundafjölda með því að auka kennslu í lífsleikni eða jafnréttisfræðslu úr 2 tímum á viku í 4 tíma, þá verðurðu líka að koma með tillögu um hvaða fögum á að kippa í burtu.

Viltu minnka stærðfræðina úr 5 niður í 4 stundir? Eða íslenskuna? Við getum ekki lagt meiri viðveru á börnin. Sveitarfélögin hafa ekki efni á að bæta við kennslustundum o.s.frv.

Með kveðju

Sigurður Rósant, 22.5.2008 kl. 17:17

35 Smámynd: Guðbjörg Pétursdóttir

Við erum ennþá að misskilja hvort annað.  Veit ekki hvort það er viljándi eða óviljandi.  Varðandi mistökin, þá var ég að vísa í þín orð "að Íslendingar mundu njóta fjarlægðarinnar frá meginlandinu á þann hátt að þeir mundu  læra af mistökum annarra þjóða". Hvaða mistökn ertu að vísa í sem aðrar þjóðir gerðu? Erum við búin að gera þessi sömu mistök? Getum við leiðrétt þau? Alvöru janréttisfræðsla - hvar eru þau fræði kennd, um hvað snúast þau, hver kann þau fræði og getur kennt þau? Ertu að gefa þig fram í framleiðslu kennsluefnis á því sviði?  fyrst ekkert annað kennsluefni er til en grunnhyggið efni Lions - sem byggir á jafnréttisfræðslu mannvinarins Bill Cosby. Hlutlaus mannréttindi - nýtt hugtak?  Kanski bara gott nýtt hugtak. Hugsaði hraðar en ég ritaði - Ef talað er um almenn mannréttindi hvernig getum við verið þjóðernissinnuð, fjölmenningarsinnuð og hlutlaus í því öllu. Önnu Karen finnst það greinilega snúið. Kanski fleirum líka, þótt þeir vilji halda í ást sína á Íslandi og uppruna okkar, velji það að stuðla að varðveislu íslenskrar tungu og menningar, vera þjóðernissinnuð en um leið elska náungann og láta gott af sér leiða, stuðla að bættum mannréttindum í heiminum, skjóta skjólhúsi yfir flóttafólk, íslenskt og erlent, og taka þátt í hjálparstarfi á erlendri grundu. Þrátt fyrir almennan vilja erum við greinilega ekki sammála um hvernig beri að gera þetta um leið og við getum ekki komið okkur saman um hvað alvöru jafnréttisfræðsla er né hvernig best er að stuðla að bættum mannréttindum öllum til handa - innanlands og erlendis. Svo margar skoðanir og svo lítill tími. Ég held að alvöru kennsla í mannréttindum og jafnrétti verði að fara fram á heimilum heimsins, það er jú ekki meira pláss í vikulegum kennslustundafjöldanum. Ég kenni mínum börnum og þú þínum.

Guðbjörg Pétursdóttir, 22.5.2008 kl. 20:15

36 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sigiurður;Mér datt það í hug að það yrði þrautinn þyngri Sigurður að finna uppnefni eftir mig. Engninn er tilgreindur  í þessum sparðatýningi sem þú vitnar til. Það er varla uppnefni þótt manni finnist sögupersónur heimskar, svona rétt eins og menn segja að bakkabræður hafi verið heimskir. -

En ef það er rétt hjá þér að ekki sé tími, peningar eða geta til staðar til að kenna börnunum umrædd lífsgildi, þá er kominn tími til að endurskipuleggja námsskrána og gefa því sem verulega skiptir máli í lífinu veglegri sess.

Svanur Gísli Þorkelsson, 23.5.2008 kl. 09:33

37 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Guðbjörg; Lestu svör mín til þín aftur og þú munt sjá að ég hefi svarað spurningin þínum. -

Allt sakólastarf og námsefni er lítils virði ef það er ekki studd af heimilunum.

Það hugsa flestir hraðar en þeir skrifa. Um leið og það fer að bitna á skiljanleika textans, er mál að athuga sinn gang. Annars er hætt við að textinn líti út eins og merkingarlítið raus.

Það er munur á eðlilegri föðurlandsást og þjóðernishyggju. Ekki blanda þessu tvennu saman.

Svanur Gísli Þorkelsson, 23.5.2008 kl. 09:46

38 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæl Anna Karen.

Mér finnst ekkert athugavert við föðurlandsást eins og þú lýsir henni. Föðurlandsást sem felur í sér varðveislu menningarverðmæta, tungumáls og þjóðarhefða, sem  er nauðsynlegt svo að einsleitin verði ekki algjör í heiminum.  

Þjóðernishyggja er allt annað. Hún beitir sér fyrir að upphefja ákveðið land og ákveðan íbúa þess yfir önnur, lítur að þjóðararf sinn sem æðri , tungumál sitt fullkomnara o.s.f.r.

Svanur Gísli Þorkelsson, 23.5.2008 kl. 09:55

39 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þjóðernis-ismi (Nationalism) getur verið margskonar og þarf ekkert endilega að vera slæmur útaf fyrir sig (að mínu áliti) Til að einfalda það er hann kannski orðinn slæmur þegar hann er orðinn að öfga-þjóðernisisma.  (annars er þetta allt spurning um skilgreiningar og orðskilning)http://en.wikipedia.org/wiki/Nationalism

Þegar maður hugsar útí það, þá eru kannski ekki svo mörg lönd td í Evrópu sem byggja landið eða þjóðina aðeins á einum einsleitum hópi sögulega séð eins og ísland.

Sem dæmi í Svíþjóð voru svíar og finnar.  Í Noregi norsarar og samar.  Eru ekki þrír flokkar í Sviss.  o.s.frv.

Íslendingar höfðu ekki einu sinni tollerans fyrir málýskum ! Útrýmdu þeim.  Allir eins útlits, trúar, menningar og málfarslega. 

Eg get alveg tekið 100% undir með Önnu er hún segir: "...er eg oft springa úr þjóðerniskennd og er obsessed af fortíð íslendinga"

Eins og Svanur segir er þetta komið útí vitleysu þegar eg er farinn að líta á mína þúfu merkilegasta í heimi og allar aðrar skör neðar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.5.2008 kl. 14:02

40 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Auðvita á fólk að vera stolt af landi sýnu, þjóð og menningu. Meina ísland er stórkostlegt, endalaust fallegt og sagan okkar er skemmtileg og merkileg að mörgu leiti. 

Einmitt þess vegna ættum við að skilja afhverju aðrir halda svona fast í sína arfleið þegar þau koma hingað(jafnvel nauðug).  Það er það síðasta sem þeir oft hafa.
Að kenna öðrum og sýna þeim landið okkar stolt er líka frábært.

Ég googlaði Þjóðernissinna og fann margt fallegt og margt ekki svo fallegt.  ER það ekki alltaf svoleiðis með allt.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 23.5.2008 kl. 14:37

41 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ómar Bjarki;  Það er einmitt þessi einsleitni Íslendinga sem þú talar um sem gerir okkur veik fyrir öfga-þjóðernishyggju og þá er líka stutt í kynþátta og trúar fordómana. Það er í raun ekki fyrr en við hugsum um allan heiminn eins og föðurland okkar að við getum nálgast aðra menningarheima án fordóma.

Svanur Gísli Þorkelsson, 23.5.2008 kl. 16:16

42 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Nanna Katrín; Orðið "þjóðernissinni" hefur fengið afar neikvæða merkingu eftir að öfgastefnur náðu að gera það að sínu. Ég er efins í að það sé hægt að nota það um þá sem elska föðurland sitt án þess að krefjast þess að það sé á einhvern hátt hafið yfir önnur lönd og þjóðir.

Svanur Gísli Þorkelsson, 23.5.2008 kl. 16:21

43 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Lárus og takk fyrir innleggið.

Íslendingar hafa í gegnum árin tekið á móti talverðum fjölda flóttamanna af mismunandi þjóðernum og tekist sæmilega til hvað varðar félagslega aðstoð, atvinnu , húsnæði og menntun. Efnislegu "Undirstoðirnar" eru því nægjanlegar sterkar. Grein mín lýtur að hinni hlið málsins, þeirri andlegu. Er hún nógu sterk?

Það einna sem helst hefur skyggt á líf þessa fólks er þegar það verður var við að litið er á það sem undirmálsfólk í einhverju tilliti.

Akraness telur sig geta tekist á við þetta mikilvægs verkefni og því ber að fagna. Að auki eru við ein efnaðasta þjóð heims. Hver hefur efni á að greiða götu þessara kvenna og barna þeirra ef ekki íslendingar?

Svanur Gísli Þorkelsson, 23.5.2008 kl. 17:56

44 Smámynd: Skattborgari

Áhugavert myndband Lárus. Eins og ég segi annaðhvort sættir fólk sig við lögin í landinu og aðlagast eða það á bara að pilla sér heim.

Sumir hópar eiga betur saman en aðrir.  

Skattborgari, 23.5.2008 kl. 23:13

45 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Lárus; ég horfði á myndbandið. hvaða ályktanir dregur þú af þessu myndbanndi?

Svanur Gísli Þorkelsson, 24.5.2008 kl. 00:17

46 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Skattborgari; lögin ber vissulega að virða og það gera langflestir sem setjast að í framandi jafnt sem kunnuglegum löndum. Málið er að við dæmum af undantekningunum og erum sjálfir dæmdir eftir viðbrögðum okkar við þeim.

Svanur Gísli Þorkelsson, 24.5.2008 kl. 00:22

47 Smámynd: Skattborgari

Rétt hjá þér Svanur. Flestir sem betur fer en þeir sem eru undantekningar eru alltaf vandamál og þarf að losna við. Mér finnst best að senda þá bara heim með næstu flugvél og endurkomu bann.

Skattborgari, 24.5.2008 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband