Er meirihluti Íslendinga virkilega á móti að þessu fólki verði veitt landvistarleyfi?

al_waleedJárnsmiður fór út til að snæða á nærliggjandi veitingastað. Hann snéri aldrei til baka. Tveimur dögum seinna voru kennsl borin á lík hans í einu líkhúsa borgarinnar. Það bar merki um pyntingar.

Verslunareigandi giftur og fimm barna faðir var hrifin frá tveimur börnum sínum úr fjölskyldubílnum af vopnuðum mönnum. Hann var seinna skotinn til bana og líki hans hent á götuna.

Leigubílsstjóri sem beið áfyllingar á bíl sinn var numinn á brott af vopnuðum mönnum. Tveimur dögum seinna notuðu mannræningjarnir farsímann hans til að tilkynna fjölskyldu hans um að lík hans væri að finna á líkhúsinu.  Líkami hans bar merki pyntinga þ.á.m. djúp sár eftir vélbor.  

 Fjórir menn, þar á meðal, tveir al palestinian_refugees_iraqbræður voru handteknir af írösku öryggislögreglunni. Nokkru seinna komu þeir fram í sjónvarpi þar sem þeir játúðu að hafa staðið að sprengingum í Bagdad. Það kom í ljós að þeir höfðu verið pyntaðir í 27 daga, - barðir með vírum, gefið raflost og brenndir með sígarettum.

Þeir játuðu að hafa staðið að sex sprengjutilræðum, þar á meðal fimm sem aldrei höfðu átt sér stað.  

Fjölskyldur þessara manna dveljast m.a í Al-Waleed búðunum.

Góða greinargerð frá Amnesty International um ofsóknir á hendur Palestínumönnum í Írak er að finna hér.

 

 

Waleedcamp10


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skattborgari

Þetta er skelfilegt ástand. Ef þú vilt leysa vandamál þarf að komast að rótum hans.

Ef það er flugskeyti skotið af gasa yfir á Ísrael þá er svarað með flugskeytum eða með að loka á vatn og rafmagn. 

Það þarf að fá Ísrael til að virða mannrétitndasamninga. 

Skattborgari, 19.5.2008 kl. 18:51

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Mér er það algjörlega óskiljanlegt af hverju hluti Íslendinga vill ekki þetta flóttafólk hingað.....þetta er hrikalegt ástand sem þarf að grípa inn í strax, ekki bara Íslendingar heldur aðrar þjóðir líka

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 19.5.2008 kl. 20:50

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Skatttborgari.

Vissulega væri gott að finna heilstæða lausn á þessu viðvarandi vandmálum fyriri botni Miðjarðarhafs. En á meðan verður að bjarga því sem hægt er að bjarga með sértækum aðgerðum. Um það fjallar þessi umræða, hvort eða hvort ekki við eigum að bjarga lífi þessarra kvenna.

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.5.2008 kl. 11:40

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Takk fyrir innlitið Hrafnhildur. Við erum greinilega í minnihluta ef marka má skoðanakannanir. Ég veit samt ekki af hverju????

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.5.2008 kl. 11:43

5 Smámynd: Guðbjörg Pétursdóttir

ER meirihluti Íslendinga virkilega á móti því að þessu fólki verði veitt landvistarleyfi? Spyr ég. Undrandi á spurningunni. Var gerð skoðanakönnun? Hversu margir eru á móti og hversu margir eru með? Hvenær var þessi skoðanakönnun gerð og af hverjum? Ríkisstjórnin samþykkti þann 6. maí sl. tillögu flóttamannanefndar, að bjóða 30 manna hópi palentískra flóttamanna hæli á Íslandi. Akraneskaupstaður er að skoða erindi flóttamannanefndar um að taka á móti fólkinu í sumar. Um er að ræða einstæðar mæður og börn, þ.e. konur sem flestar hafa misst eiginmenn sina í stríðsátökunum. Þær eru taldar líklegar til að geta nytt sér tækifæri til nýs lífs í íslensku samfélagi. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna skoðar aðstæður þessara einstaklinga sem misst hafa eiginmenn sína í stríðsátökunum og ætlunin er að bjóða hæli á Íslandi. Nú er verið að kanna nákvæmlega aðstæður þeirra og síðar mun sendinefnd fara til flóttamannabúðanna í Al Waleed og taka viðtölu við hælisleitendur. Hvað er málið? Hefur eitthvað breyst? Hefur einhver skoðun farið fram á því hvort meirihluti Íslendingar er tilbúinn að undirgangast og samþykkja þessa samþykkt ríkistjórnarinnar? Eða er á móti henni? Þarf slíkt samþykki þjóðarinnar svo ákvörðun ríkisstjórnarinnar nái fram að ganga? Hefur ríkisstjórnin breytt ákvörðun sinni frá 6. máí?  Skil ekki alveg um hvað málið snýst. Ákvörðun hefur verið tekin. Er einhver hætta á að hún nái ekki fram að ganga? 

Guðbjörg Pétursdóttir, 20.5.2008 kl. 12:15

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Reykjavík síðdegis og fleiri hafa gert kannanir og meira en 68%  segist vera niðurstöðum greinargerðar Magnúsar Þórs samþykkur. - Eitt er að framfylgja ákvörðuninni og annað að fólk sé sátt við hana.

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.5.2008 kl. 13:00

7 Smámynd: Guðbjörg Pétursdóttir

Geturðu sent mér slóð á þessarar kannanir. Finn ekkert um þær á netinu og hlustaði á það eina sem ég fann í Rvk síðdegis um flóttamennina en ekkert um skoðanakönnun. Þó ég sé alls ekki sammála þessari aðferðafræði ríkisstjórnarinnar við að aðstoða þetta bágstadda fólk sem samþykkt var þann 6.5. maí sl. þá á ég bágt með að trúa að 2/3 hlutar þjóðarinnar - séu á móti því að veita fólkinu landvistarleifi og hjálpa því. Voru ekki a.m.k. 2/3 á móti því að við studdum stríðið á sínum tíma. Hvað er í gangi? ER fólk bara á móti til að vera á móti?

Guðbjörg Pétursdóttir, 20.5.2008 kl. 20:12

8 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hér  Guðbjörg er eitthvað um þessar skoðanakannanir.

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.5.2008 kl. 20:31

9 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Stundum fyrirverð ég mig fyrir marga landa mína og smásálarhátt þeirra.

Georg P Sveinbjörnsson, 20.5.2008 kl. 21:19

10 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Erlingur. Sjálfshjálp er besta leiðin  en þegar engin úrræði eru í sjónmáli, fólkið að deyja og aðstæður algjörlega óásættanlegar, verður að gera það sem gera þarf.

Í þessu tilfelli er ekki neinn vafi á að eina leiðin er að forða konunum og börnum þeirra frá Al-Waleed til Akraness, hlúa að þeim þar og byggja þær upp, hvað sem seinna kann að verða.

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.5.2008 kl. 22:11

11 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Georg. Sem betur fer er búið að samþykka að hjálpa þessum konum og þessi orrusta unninn hvað sem stríðinu líður.

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.5.2008 kl. 22:13

12 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Ég er líka algerlega sammála að best væri ef hægt alltaf að aðstoða fólkið á heimaslóðum, en þessar konur og börn eiga því miður hvergi heima og í þessu tilfelli er sá kostur ekki vænlegur til árangurs að veita þeim bráðaaðstoð þar sem þær og börnin þeirra eru stödd nú og þessi lausn best í bili allavegana...svo þarf þessi þjóð líka að fá ferkst blóð til blöndunar, vonandi dreifast gen þeirra sem víðast um landið.

Georg P Sveinbjörnsson, 20.5.2008 kl. 23:31

13 Smámynd: Guðbjörg Pétursdóttir

Þetta er bara tilvísun í eitthvert blogg á vefnum. Finn ekkert um þessa skoðanakönnun á Vísi. Finnst ótrúlegt að einhver fagleg könnun  með tilviljanakenndu marktæku úrtaki úr þýðinu hafi verið gerð á þessu máli. Ef svo væri findist hún á vefnum. Mál þessa fólks er komið í farveg og við sem þjóð sýnum okkar "rétta" andlit þegar að raunverulegu hjálparstarfi kemur. Búið er að taka ákvörðun um að bjóða þessu fólki aðstoð hér á landi og bjóða það velkomið, hversu vel eða illa sem Akurnesingar eru í stakk búnir félagslega og peningalega til að taka á móti fólkinu og aðstoða það. Þótt ég sé ekki sammála aðferðarfræði ríkisstjórnarinnar þá styð ég þessa ákvörðun hennar og það er síðan okkar hinna sem á bak við hana stöndum að taka á móti þessu fólki og bjóða það velkomið í okkar samfélag. Síðan reynir á okkur miklu frekar en flóttafólkið að kenna því að aðlagast samfélaginu og verða gegnir þjóðfélagsþegnar. Það er eitthvað sem við erum ekkert rosalega flink í en getum örugglega lært og kominn tími til. Lýsingar þínar á aðstæðum fólksins og skömm okkar eru dramatískar og yfirdrifnar. Þetta er ekki eina fólkið í heiminum sem er landflótta og býr við bág kjör. En þetta er það fólk sem við höfum ákveðið að hjálpa. ER ekki kominn tími til að hrósa því og hætta að skammast yfir því sem í raun er verið að gera vel?

Guðbjörg Pétursdóttir, 21.5.2008 kl. 00:03

14 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Því miður er mjög djúpstæður ágreingur milli aðila sem kemur í veg fyrir að góður grundvöllur fyrir friðsamlegri lausn sé fundinn. Báðir aðilar hafa sín rök, kannski mætti nefna þau eins rökleysur, sem þeir telja sig ekki geta endurskoðað.

Þó komust deiluaðilar furðulangt hérna um árið þegar Norðmönnum tókst að sætta menn og friðsamleg lausn virtist í augsýn. Þá komust öfgamenn í Ísrael til valda og það efldi andstöðuna hjá Palestínumönnum. Nei þetta er ekki einfalt og þegar hvorugur er til að sýna hinum friðarmerki þá er eðlilega allt í hnút og ekkert er unnt að gera fyrr en báðum aðilum verði loksins ljóst að við svo búið verði ekki unnt að lifa áfram.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 21.5.2008 kl. 08:04

15 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Guðbjörg reit; "Lýsingar þínar á aðstæðum fólksins og skömm okkar eru dramatískar og yfirdrifnar."

Lýsingarnar eru hafðar eftir fólkinu sjálfu en ég skil vel að þér finnist það "yfirdrifið"Ég lagði þeim ekki eitt orð í munn. Ef þér finnst þetta dramatískt er ástæðan kannski sú að þetta er dramatískt.

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.5.2008 kl. 11:05

16 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég held Guðjónað "báðum aðilum" í deilu Palestínuaraba og Gyðinga sé það fullljóst að þeir geta ekki lifað með ófriðnum. En djúpstætt vantraust á báða bóga kemur í veg fyrir að þeir geti lifað með friðnum. - Ef að ríki á borð við Bandaríkin, Bretaland, Rússland og Kína mundu virkilega beita sér í málinu og gera það án tillits til eigin sérhagsmuna, mundu málin taka miklum breytingum á skömmum tíma.

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.5.2008 kl. 11:11

17 Smámynd: Guðbjörg Pétursdóttir

Áherslan átti að vera sú að lýsingar á aðstæðum fólks - flóttafólks, bágstöddum hvort sem um er að ræða Íslendinga eða útlendinga verður alltaf dramatísk í munni þeirra sem vandann eiga, hvort sem þú hefur það eftir þeim eða einhver annar. Það væri hægt að stilla við hlið þessara lýsinga, sambærilegum dramatískum lýsingum af þessum 30 fjölskyldum sem bíða eftir húsnæði á Akranesi, sem og hjálparþurfi einstaklingum í Burma, Kína og Afríku. Hvar er okkar skömm þegar kemur að öðrum bágstöddum? Af hverju veljum við þennan hóp umfram aðra? Hver velur og hver er criterian? Spurning mín var: ER ekki kominn tími til að hrósa því og hætta að skammast yfir því sem í raun er verið að gera vel?

Guðbjörg Pétursdóttir, 21.5.2008 kl. 11:40

18 Smámynd: Guðbjörg Pétursdóttir

.... og á meðan leyfum vð Tyrkjum að snúa sér að raunverulegri lausn vandans. Þeir eru komnir í leiðtogahlutverkið með Sýrlendinga og Ísraela í samningaviðræðum skv. frétt á visir.is í dag. Eins og skattborgarinn sagði í upphafi - komast að rótum vandans - og leysa málin þaðan. Það er auðvelt að gleyma sér í "flóttamannaaðstoð" og slá sig til riddara fyrir hjálpsemina en láta sig engu varða um kjarna málsins.

Guðbjörg Pétursdóttir, 21.5.2008 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband