Nýlegt myndband frá AL-WALEED flóttamannbúðunum, aðstæður, andlit og raddir flóttafólksins

Hér er að finna nýlegt myndband frá AL-WALEED flóttamannabúðunum á landamærum Íraks og Sýrlands þar sem flóttafólk frá Palestínu hefst nú við. Íslendingar hafa einir þjóða ljáð máls á að veita fólkinu landvistarleyfi. AL-WALEED flóttamannabúðirnar

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Þetta eru hrikalegar og ómannúðlegar aðstæður sem fólkið býr við.....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 17.5.2008 kl. 15:49

2 Smámynd: Sigurður Rósant

Og hvað hafa trúarbrögð heims verið að gera við peningana sína frá 1948 er 750 þúsund Palestínumönnum var gert að yfirgefa land sitt? 

Byggja moskur, musteri og grafreiti fyrir dýrlinga sína fyrir milljónir dollara.

Á meðan hefur þessum flóttamönnum fjölgað eins og þeim hafi verið mútað til þess.

Sigurður Rósant, 18.5.2008 kl. 20:20

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sigurður Rósant.  Ef að peningar væru eina vandamálið (þ.e. skortur á þeim) væru engir flóttamenn til í heiminum. Það er einmitt hluti af vandamálinu að fólki finnst eins og það hljóti að vera lausn allra mála að ausa peningum í hjálparstofnanir. Vandi flóttafólk er yfirleitt af pólitískum toga þar sem land og auðlindir skipta miklu. Í bland koma trúar og kynþáttafordómar.

Svanur Gísli Þorkelsson, 19.5.2008 kl. 12:30

4 Smámynd: Guðbjörg Pétursdóttir

Ef peningar eru ekki vandamál, heldur land og auðlindir. Hvað hefur þetta fólk þá að gera hingað? Vill það ekki komast í það land og þær auðlindir sem hafa verið teknar frá því? Sætta þau sig við að vera flutt heiminn á enda til að fá aðgang að nýju landi og auðlindum? Heyrist nú að þetta snúi m.a. um peninga hjá okkur Íslendingum og Akurnesingum. Auk þess að við viljum ekki deila landi okkar og auðlindum á jafningjagrunni með þjóðarbroti sem er svona ólíkur okkur og / eða við hræðumst það. Gætir þú hugsað þér að deila húsi þínu, landi og aðgangi að auðlindum með tveimur einstæðum mæðrum og börnum þeirra þarna frá? Segjum að þú fengir 2 milljónir með hverjum einstaklingi og þú bærir forsjárábyrgð á þeim um aldur og æfi - eins og við þurfum að gera og Akurnesingar. Bara velti því fyrir mér.

Guðbjörg Pétursdóttir, 20.5.2008 kl. 20:18

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þetta snýst ekki um peninga Guðbjörg hvorki hjá þessu fólki eða Akurnesingum, heldur um líf og limi þessarra ákveðnu kvenna og barna þeirra. Deila Palestínumanna og Ísrael eru aftur á móti deilur um land og auðlindir, í þessu tilviki aðgangi að vatni, ræktalegu landi og hafnaraðstöðu svo eitthvað sé talið.

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.5.2008 kl. 20:38

6 Smámynd: Guðbjörg Pétursdóttir

Þetta snýst víst um peninga. Peninga til að koma þessu fólki til landsins, peninga til að kenna því og túlka fyrir það. Peninga til að kaupa þeim húsaskjól á meðan 30 aðrar fjölskyldur á Akranesi bíða eftir félagslegu húsnæði sem ekki er hægt að útvega þeim. Peninga til að fæða þau og klæða. Peninga til að hjúkra þeim til anda, sálar og líkama. Peninga til að búa til nýtt félagslegt bákn sem heldur utan um þessa aðstoð. Peninga til að koma þeim á þann stað að þau verði nýtir þegnar þessa lands. Það er það sem "sumir" eða "margir" hræðast. Halda að við séum ekki nægjanlega vel í stakk búin til að annast illa stadda flóttamenn þegar við getum ekki annast illa stadda landa okkar og samborgara. Um það er rifist - um peninga sem á að nota í verkefnið að hjálpa þessu fólki. Hvort við kunnum það, getum það og viljum það. Kanski mest það síðasta. Það eru allir sammála um að það þarf að hjálpa þessu fólki. Sum okkar vilja það bara ekki í samfélagið okkar, í bakgarðinn, næstu hæð fyrir ofan okkur, inn í skólastofu með börnunum okkar eða á kassann í matvöruversluninni. Þannig er nú það.

Guðbjörg Pétursdóttir, 21.5.2008 kl. 00:10

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Guðbjörg, þú ert gjörsamlega að  misskilja þessa umræðu. Það eru til fjármunir til alls þessa sem þú telur upp en ekkert fé hversu mikið sem það er getur hjálpað þessum hópi þar sem hann er, eða til að flytja annað.

Það er hinsvegar rétt sem þú segir í niðurlaginu "Sum okkar vilja það bara ekki í samfélagið okkar, í bakgarðinn, næstu hæð fyrir ofan okkur, inn í skólastofu með börnunum okkar eða á kassann í matvöruversluninni. Þannig er nú það." Spurningin er hvernig peningar geti breytt nokkru þar um. 

Peningar leysa heldur ekki þann vanda sem Palestínumenn yfirleitt eru að glíma við. Þeir geta ekki keypt sér land til að búa á o.s.f.r. Vandamálið er "pólitískt" og litað af trúar og kynþáttafordómum. Peningar einir saman, því miður,  leysa ekki þann vanda. 

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.5.2008 kl. 00:26

8 Smámynd: Guðbjörg Pétursdóttir

Þú og ég vitum bæði að ég er ekki að misskilja neitt. Minn punktur er þessi: Ef fjármunirnir eru til og eina sem skortir er vanþekking og fordómar - Hvernig væri þá að leysa það með menntun og manngæsku, og ergo málið leysist af sjálfu sér á heimavigstöðvunum. Er það ekki þín hugmyndafræði. Okkar lausn - Íslenska flóttamannalausnin leysir ekkert og er því fordómafull í eðli sínu. Hvernig getur  aðstoð okkar við þetta fólk verið til góða ef engin vandamál eru leyst? ERum við ekki bara að fresta vandanum og stinga höfðinu í sandinn með því að gera smá og friða samviskuna. Fordómar, vanþekking, aðgangur að vatni og landi verður áfram til staðar fyrir allar hinar milljónirnar sem eftir sitja á þessu svæði sem og öllum hinum þar sem bágstaddir eiga við sárt að búa.  Hvernig væri að flytja inn til Íslands efnilega leiðtoga úr flóttamannabúðunum og annars staðar frá, mennta þá, kenna þeim fordómaleysi, náungakærleika og jafnvel "Bahái trú" og senda þá til baka aftur til að breiða út boðskapinn. Hin eina sannleika um það hvernig við getum öll lifað saman í sátt og samlyndi. Hver er hin raunverulega lausn sem við getum tekið þátt í - í ALVÖRUNNI?

Guðbjörg Pétursdóttir, 21.5.2008 kl. 11:51

9 Smámynd: Guðbjörg Pétursdóttir

Sorry - hugsanavilla í annarri línu:  ætti að ritast "eina sem skortir er þekking og fordómaleysi"

Guðbjörg Pétursdóttir, 21.5.2008 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband