5.5.2008 | 15:20
Spámaðurinn sofandi
Í dag eru til hundruð nýaldarlækna og bókstaflega þúsundir sjúklinga um allan heim sem nota lækningaaðferðir sem þróaðar voru af manni sem hafði enga læknisfræðimenntun og framkvæmdi árangursfyllsta starf sitt meðvitundarlaus. Þessi maður hét Edgar Cayce hinn sofandi spámaður Ameríku, einn af almerkilegustu sjáendum 20 aldarinnar.
Edgar Cayce var fæddur á bóndabæ nálægt Hopkinsville í Kentucky-fylki í Bandaríkjunum 18 mars 1877. Fyrstu teikn um skyggnigáfu hans komu snemma í ljós. 7 ára að aldri sagði hann foreldrum sínum af fundum sínum með látnum afa sínum. Og ýmislegt bendir til þess að hann hafi haft sýnir af engli. Cayce gekk ekki í skóla nema fram að áttunda bekk og 16 ára var hann farinn að vinna í bókabúð. Eins og margir ungir Ameríkanar lék hann hafnarbolta í frístundum. Eitt sinn við slíkan leik fékk hann mikið högg á bakið sem gerði hann órólfæran. Á meðan hann þjáðist í rúminu skipaði hann móður sinni skyndilega að útbúa og bera á eymslin frjókornaseiði sem hann tilgreindi, sem hún og gerði. Morguninn eftir reis Cayce á fætur og kenndi sér einskis meins. Hann mundi þó ekki eftir neinu af þessari reynslu sinni, sem seinna kom í ljós að átti eftir að verða einkennandi fyrir líf hans.
Árið 1898 þegar Edgar var 21 árs gerðist hann sölumaður fyrir bréfsefnisheildsala og með honum hafði vaknað áhugi á ljósmyndun, en jafnframt var hann á ystu nöf með að verða einn af fremstu læknamiðlum sem heimurinn hefur þekkt. Þá þróun má rekja til veikinda sem hann átti sjálfur við að stríða og honum flaug í hug að lækna mætti með aðstoð dávalds. Hann fór á fund eins slíks sem ekki tókst samt að lækna meinið. En í einum af dásvefninum, í djúpu dái, tók Cayce skyndilega að lýsa meðali sem lækna myndi mein hans. Læknislyfið hreyf og hann fór að velta því fyrir sér hvort hann gæti endurtekið leikinn og orðið öðrum til góðs.
Áður en leið á löngu varð honum mögulegt að losa sig við þjónustu dávaldsins því hann gat komist í dásvefn hjálparlaust og af eigin rammleik.
Lækningar Cayces eru allt of margar og vel sannaðar til að geta kallast umdeilanlegar í dag, en hann fékkst ekki við trúarlegar lækningar í þeim skilningi sem það orð er notað. Hann stundaði ekki handa-yfirlagningar eða tók fólk í meðferð. Hæfileikar hans fólust að miklu leiti í að sjúkdómsgreina, sem hann gat oft á tíðum gert án þess svo mikið sem berja sjúklinginn augum. Oft á tíðum stönguðust greiningar hans algjörlega á við hefðbundnar læknagreiningar. En aftur og aftur reyndist Cayce hafa rétt fyrir sér og læknarnir rangt. Meðhöndlunaraðferðir hans voru ýmiskonar, allt frá hefðbundnum laxerolíukúrum og smáskammta-læknisaðferðum, til frekar ótrúlegra læknisaðferða eins og inntöku á sængurmaurasafa.
En eitt höfðu aðferðirnar þó sameiginlegt, þær virkuðu. Þegar hann lést árið 1945 hafði hann meðhöndlað mörg þúsund sjúklinga með góðum árangri, sem oft hafði verið vísað til hans af þeim sem störfuðu í læknastétt. Skyggnin sem lá að baki lækningastarfsemi Cayces leiddi hann inn á undarlegar leiðir. Eitt sinn hafði hann t.d. upp á morðingja með hæfileikum sínum. Í því tilfelli féll á hann sjálfan grunur um að hafa framið morðið því einn af rannsóknarlögreglumönnunum sem málið rannsökuðu trúði ekki á skyggnigáfu og var þess fullviss að vitneskja Cayces gæti aðeins stafað af því að hann hefði sjálfur framið morðið.
Frá sjúkdómsgreiningum sínum fór Cayce að stunda lífgreiningu, það er, lagði mat á framtíð sjúklingana. Vegna þess að í vöku var Cayce ákaflega bókstafstrúaður kristinn maður olli það honum talsverðri truflun, þegar honum varð ljóst að í dái gat hann greint frá fyrri lífum einstaklinga og sett fram fyrnalanga sögu mannskynsins sem náði langt aftur til hins forna meginlands Atlantis.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Dægurmál, Menning og listir, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 15:21 | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir góða grein, Cayce var afar merkur maður, man að ég las bækur um hann af áfergju sem unglingur sem og um lækningamiðilinn Einar Einarsson.
Georg P Sveinbjörnsson, 5.5.2008 kl. 21:49
Fyrri líf einstaklinga ! Þá veit ég hvaða öfl höfðu þennann mann í vasa sínum .
conwoy (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 20:01
Ertu í stríði Conni minn?
Svanur Gísli Þorkelsson, 6.5.2008 kl. 23:43
Ertu í þessari grein að segja frá hugmyndum trúmanna um Cayce, eða trúirðu þessu sjálfur?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 7.5.2008 kl. 20:50
Sæll Hjalti.
Hverju er að trúa í sambandi við Cayce? Hann gerði ekki neina kröfu sjálfur um að fólk trúði á hann eða verk hans. Hann er eitt af þessum fyrirbærum sem fólk getur gengið fram hjá án þess að depla auga, eða staldrað við og undrast. Það hafa ekki fengist neinar skýringar á mörgu sem hann kom nálægt og við mundum kalla yfirnáttúrulegt. Svo er margt sem hann sagði í dásvefninum sem ég mundi aldrei reyna að verja.
Svanur Gísli Þorkelsson, 7.5.2008 kl. 21:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.