Allir óvinir óvina minna eru vinir mínir.

Málfrelsið er afar mikilvægur þáttur í lýðræðinu. Þeim sem fótumtroða málfrelsið , hvort sem það eru  hatursfullir öfgamenn sem nota það til að ala á fordómum og hatri eða þeim sem þrengja svo að því að allir verða að syngja sama sönginn til að nokkur rödd  heyrist, verður að verjast.

Skelfilegar afleiðingar þess að sitja hjá og líta fram hjá öfgafullum brotum á þessum ábyrgðarhvetjandi mannréttindum, eru mannkyni afar ferskar í minni.  Þær eru reyndar áréttaðar á hverjum degi þegar við heyrum af einræðislegum tilburðum stjórnavalda víðs vegar um heiminn til að þagga niður, girða af og fangelsa þegna sína og/eða íbúa þeirra landa sem þau hafa hersetið.

Á íslandi gilda sem betur fer lög sem vernda okkur íslendinga fyrir öfgafullum brotum á málfrelsinu en ekki eru allra þjóðir svo heppnar. Að auki eru margar af mikilvægust stofnunum landsins, þar á meðal flestir fjölmiðlar, það ábyrgar að þær vernda bæði bókstaf og anda lagana þótt stundum hafi reynt á þanþolið.

Það sem stendur upp úr í umræðunni sem hefur spunnist út af aðgerðum þessa miðils (blog.is) til að vernda málfrelsið fyrir atlögum þeirra sem bæði misnotuðu það og vanvirtu, er hvernig sá hópur er samansettur sem finnst að lögunum vegið og þar með auðvitað þeim sem lögunum var og er beitt gegn. Þeir sem þann hóp fylla virðast eiga eitt mottó sameiginlegt;  Allir óvinir óvina minna eru vinir mínir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Árnason

Ég giska að þú sért að tala um hann skúla. Ég er þannig séð á báðum áttum með hann, þar sem hann átti til að verða aðeins of fordómafullur í sumum greinum, en það voru nú samt fleiri greinar sem áttu skilið að standa og áttu fullan rétt á sér, en það fór sem fór. Skopmyndirnar og myndin fitna finnst mér samt eiga fullan rétt á sér miðað við ástand heimsins í dag og það verður að segja að fólki að við líðum ekki siði sem standast ekki við lög okkar og frelsi einstaklingsins.

Kveðja Sigurður 

Sigurður Árnason, 19.4.2008 kl. 02:07

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Síða hans var gegnsýrð af áróðri, mistúlkunum og ósannindum sem mundu hafa verið fyrir löngu stöðvaðar af yfirvölum, hefðu þær beinst t.d. að gyðingum. Það eru engin tök á að fara efnislega ofaní þá sauma hér, en síðasta teikningin sem birt var af tveimur Aröbum sem stungu hvor annan í bakið og er alveg í anda þeirra mynda sem birtust af gyðingum í þýskum blöðum fyrir fyrra stríð, og þóttu afar fyndnar og bara saklausar.

Mér finnst það ótrúlegur tvískinnungur hjá fólki sem reynir að bera blak af þessum skrifum, sem sumt er svo hörundsárt sjálft að það hefur lokað bloggsíðum sínum fyrir gagnrýnendum sínum. Ég held að margir hafi einmitt litið til þessara neikvæðu skrifa eins og ég segi í fyrirsögninni.

Svanur Gísli Þorkelsson, 19.4.2008 kl. 10:14

3 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Va ..

Jónína Benediktsdóttir, 21.4.2008 kl. 04:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband