Shakespear og Biblían

 shakespear_william            biblia

Þegar að þýðingu The King James Biblíunnar var lokið árið 1610 var William Shakespear 46 ára.

Sumir halda fram að William hafi komið nálægt þýðingu hennar og sett mark sitt á hana með því að fela nafn sitt í 46. Sálmi.

Fertugasta og sjötta orð sálmsins er "shake" og fertugasta og sjötta orð talið frá enda sálmsins er "spear". Ekki á að telja viðbótarorðið "selah" með, enda seinni tíma viðbót.

Dæmið sjálf;

 Psalm 46... 1God 2is 3our r4efuge 5and 6strength, 7a 8very 9present 10help 11in 12trouble. 13Therefore 14will 15not 16we 17fear, 18though 19the 20earth 21be 22removed, 23and 24though 25the 26mountains 27be 28carried 29into 30the 31midst 32of 33the 34sea; 35Though 36the 37waters 38thereof 39roar 40and 41be 42troubled, 43though 44the 45mountains 46shake with the swelling thereof. Selah. There is a river, the streams whereof shall make glad the city of God, the holy place of the tabernacles of the most High. God is in the midst of her; she shall not be moved: God shall help her, and that right early. The heathen raged, the kingdoms were moved: he uttered his voice, the earth melted. The LORD of hosts is with us; the God of Jacob is our refuge. Selah. Come, behold the works of the LORD, what desolations he hath made in the earth. He maketh wars to cease unto the end of the earth; he breaketh the bow, and cutteth the 46spear 45in 44sunder; 43he 42burneth 41the 40chariot 39in 38the 37fire. 36Be 35still, 34and 33know 32that 31I 30am 29God: 28I 27will 26be 25exalted 24among 23the 22heathen, 21I 20will 19be 18exalted 17in 16the 15earth. 14The 13LORD 12of 11hosts 10is 9with 8us; 7the 6God 5of 4Jacob 3is 2our 1refuge. Selah.

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Alveg er þetta merkilegt. Spurning hvort þetta passi. Ég allavega veit til þess að hér á Íslandi fær ekki alltaf réttasta þýðingin (beint úr hebreskunni) að ráða og hafa úrslitavald. Gramdist einum þýðandanum svo mikið að hann skráði sig úr þýðingarnefnd, því menn vilja í dag mikið halda í venjur og hefðbundna málnotknun, hvort sem hún er síðan rétt eða ekki.

Bryndís Böðvarsdóttir, 29.11.2007 kl. 18:42

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Nú er það svo að biblían og biblíuþýðingar hafa í mörgum löndum haft afgerandi áhrif á málsritunina og málfar þjóðanna og eru grannar okkar Færeyingar gott dæmi um það.  Í Bretlandi var King James biblían a viðmiði um góða ensku þrátt fyrir að innihalda aðeins um 8000 orð á móti t.d. verkum Shakespears sem innihalda um 30.000 orð. Þó ég efi að nýar biblíuþýðingar séu eins áhrifamiklar og þær fyrri, þá get ég skilið þá sem vilja að málfar þeirra nákvæmt. Þýðingar úr grísku (NT) og hebresku (GT) eru ekkert grín og eru alltaf túlkunum háðar.

Ef Vottar Jehova mættu að ráða mundu þeir til dæmis setja kommu á eftir orðunum "Í dag" sem kristur segir á krossinum í stað þess sem nú er ;Sannlega segi ég þér: Í dag skaltu vera með mér í Paradís." Ástæðan er einfaldlega sú að þeir trúa ekki að neinir menn komi í Paradís fyrr en á hinum efsta degi. Svona getur þetta nú verið, ein komma, sem ekki er einusinni til að dreifa í upprunalegum texta.

kv,

S

Svanur Gísli Þorkelsson, 29.11.2007 kl. 23:35

3 identicon

Skemmtileg tilgáta Svanur. Merkilegt - já og í raun hvort sem hann tók þátt í þýðingunni eða ekki. Ef hann tók þátt í að þýða Biblíuna þá er það bráðsnjallt hjá honum að setja undirskrift sína þannig á vinnuna. Langsótt og laglegt. Soldið eins og vinnubrögðin hjá Guði. Ef hann tók ekki þátt í að þýða Biblíuna þá er það ótrúleg tilviljun að þýðingin skuli koma svona út. Varðandi athugasemd Bryndísar sé ég samt ekki hvernig það hefur eitthvað með þýðingu Biblíunnar að gera hvort Shakespere hafi falið undirskrift sína þ.e. hvort þær eru réttar eða ekki. Hér er væntanlega eingöngu verið að tala um umrædda þýðingu úr Hebresku og þar er þessi skemmtilegi leyndardómur eða tilviljun fólgin. Endilega meira svona.

Guðbjörg Pétursdóttir (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband