Karfa af ógeði

Sjónvarpsumræður Trump og Clinton í nótt, sönnuðu í eitt skipti fyrir öll að stjórnmál í Bandaríkjunum, eru hætt að þykjast snúast um stjórnmál, hvað þá skynsemi eða sannleika. Trump hefur tekist að sýna fram á með fylgi sínu, að stór hluti Bandaríkjamanna kýs fáránleikann umfram allt annað og vill fá afskræminguna ómengaða og beint í æð. Kannski er það bara ágætt að hnignunin í USA sé að fullu opinberuð því Trump er ekkert annað en Hillary í spéspegli. - Það er illa komið fyrir heiminum þegar að pólitísk raunvera valdamesta ríki hans, tekur fram í fáránleika allri mögulega ímyndaðri satíru. En hvað getur heimsbyggðin annað gert en býsnast og vonað það komi ísöld áður en að einhver trúður í hvíta húsinu þrýstir á rauða hnappinn.


mbl.is Er sigur úr augnsýn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Það kostar ekkert að gera lítið úr miklum fjölda kjósenda í USA. Miklu nær væri að velta því fyrir sér hvers vegna þessir tveir frambjóðendur hafa mest fylgi og hvers vegna svona margir telja Trump verða betri forseta en Hillaryþ

Hefur þú sett þig almennilega inn í rannsókn yfirvalda á gjörðum Hillary? Gerir þú þér grein fyrir því að hún hefur margoft logið að almenningi þar?

Það er auðvitað verra að Trump skuli vera fulltrúi Repbúblikana en enn verra að fjölmiðlar þar vestra skuli ekki gefa hinum tveimur frambjóðendunum tækifæri til að kynna sín stefnumál. Forsetaframbjóðendur eru í reynd 4. 

Í núverandi mynd eru báðir stóru flokkarnir fyrir vestan með USA á leið í glötun fjárhagslega. 

Margir í USA eru orðnir leiðir á lögguhlutverki USA í heiminum. Margir í USA eru orðnir þreyttir á að hlusta á stjórnmálamenn segja sér að allt sé í lagi þegar venjulegt fólk finnur greinilega að svo er ekki. 

Þegar skyggnst er í tölur um störf sem verða til í USA mánaðarlega kemur ýmislegt í ljós sem ekki er haldið að fólki hérlendis né fyrir vestan. Það er sennilega stærsta ástæðan fyrir fylgi Trump, venjulegir Bandaríkjamenn hafa það ekkert sérstakt og hafa átt erfitt uppdráttar í mörg ár. Menn stökkva því á einhvern sem segir hlutina eins og hann sér þá og einhvern sem ekki ber ábyrgð á þeirri stöðnun sem ríkt hefur í bandarísku efnahagslífi. 

Einu gildir hvort Hillary eða Trump verða forseti, bæði verða lélegir forsetar líkt og sá sem er að fara frá völdum. Annað verður þó sýnu verra en hitt.

Helgi (IP-tala skráð) 10.10.2016 kl. 15:34

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Gott hjá þér Svanur já og Helgi. Málið er að þetta eru fjölmiðlar sem ráða 100% útávið en nú getur fólkið sýnt sjálft með Twitter og öðrum miðlum hvað það vilja. Það vilja allir losna undan hinum hefðbundnu stjórnmálamönnum. Trump er svar við því hvort hann sé slæmur eða góður. Ég tel hann eina kostinn í dag.

Valdimar Samúelsson, 10.10.2016 kl. 17:13

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Donald þarf að muna að oft má satt kyrrt liggja.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.10.2016 kl. 20:01

4 identicon

"því Trump er ekkert annað en Hillary í spéspegli"

Og þarna hittir þú naglann á höfuðið ... Það sem fáir sjá og skilja, er að Bandaríkin eru búinn að ákveða hvaða pólitík verður næstkomandi 8 ár.  Og Trump, er bara að sjá til þess að fólkið í Bandaríkjunum kjósi Clinton ... og "undirbúa", það sem eftir hana kemur.

Eins og "Heimir" segir "oft má satt kyrrt liggja", er svarið NEI.

Trump er ekki að reyna að komst í forsetastöðu, því ef hann væri hann ... færi hann að ráði Heimirs.

Trump er trúður, sem fær ykkur alla með tölu til að spekúlera í trúðahætti hans, án þess að athuga til hlítar það sem hann segir.  "Taka í p.. á þeim ...", og?

Eru konur í dag, einhverskonar ómagar ... sem maður verður að meðhöndla með höndskum?

"Tak í p ... á honum, taka í ras... á honum", eru vanaleg orðatiltæki ... einnig meðal kvenna.  Karlmenn mega ekki nota sama orðagjálfur ... því konur eru hvað? Heilagar kýr?

Til hvers, er verið að eyða tímanum í þetta þvaður?

Hvaða pólitík, mun Clinton keyra?

Í stuttu máli sagt, hún mun keyra fleyg í heimspólitíkina ... valda styrjöld við Rússa, sem man hafa afleiðingar um allan heim ... og "katastrof" fyrir Evrópu.

Af hverju? Af því heldur áfram, í sömu spor og Bush og Obama ... og, með hjálp Trump ... kemur raunveruleg pólitík hennar ALDREI upp á borðið.

Hvernig stendur á því, að svona "GÁFAÐ" fólk, eins og Íslandi ... sjái ekki þetta "sleight of hand"?

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 11.10.2016 kl. 08:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband