Hvað á þjóðin skilið?

Orðið á götunni og á kaffistofunum er að enn sé ekki kominn fram forsetaframbjóðandi sem sem þjóðin gæti sætt sig við sem þjóðhöfðingja. Þegar að listinn er skoðaður í dag, sækir samt að manni sú hugsun Joseph de Maistre að hver þjóð fái þá leiðtoga og stjórn sem hún á skilið. Og satt að segja er íslenska þjóðin til alls vís þegar kemur að því að kjósa leiðtoga sina og á líklega ekkert gott skilið, ef eitthvað er að marka franska heimspekinginn. Um það vitna niðurstöður síðustu alþingiskosninga og hvernig Framsóknarflokkurinn var endurlífgaður og reistur til valda. - Ég held samt enn í vonina með kaffistofufólkinu að fram komi boðlegur kandídat sem ekki nær kjöri á aðeins 12-14% atkvæða eins og allt stefnir í að gæti gerst ef núverandi frambjóðenda listi stendur óbreyttur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætti ekki alveg eins að hafa áhyggjur af þessum smáflokkum sem komast svo auðveldlega á Alþingi og koma þar með í veg fyrir sterka stjórn.

Er ekki raunverulega vandamálið hversu fáir skila sér á kjörstað

Grímur (IP-tala skráð) 23.3.2016 kl. 12:07

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Kannski skýrist það af því að ég er ekki cafe latte maður og stunda ekki kaffihúsin og er í vinnu allan liðlangan daginn svo ég hef ekki tíma til að þræða göturnar, en það eru allavega tveir frambjóðendur sem mér finnst sóma sér fyllilega sem þjóðhöfðingar. Annars vegar Halla Tómasdóttir og svo Guðrún Margrét Pálsdóttir. Mjög ólíkar konur með sitthverjar trúarskoðanir en eiga það sameiginlegt að vera heiðarlegar og hafa skilað góðu dagsverki hvor á sínu sviði.

Jósef Smári Ásmundsson, 23.3.2016 kl. 17:08

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þjóðin á allt gott skilið, þannig lagað séð, þó hún hagi sér oft undarlega. Sennilega eigi fleiri eftir að skríða undan feldi og tilkynna framboð. Ekki gott að segja. Finnst þetta vera komið í hálfgerða vitleysu, en það er ekkert að marka mig. Ætli þetta endi ekki með því að Ólafi Ragnari ofbjóði fjöldinn til framboðsins og þræli sér hálft, eða heilt kjörtímabil til viðbótar. Kæmi ekki á óvart.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 24.3.2016 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband