Norðurljósin laða að, en....

Það er staðreynd að tugir þúsunda ferðamanna leggja leið sína til Íslands á þessum vetri til þess að sjá norðurljósin. Yfir vetrartímann eru norðurljósin helsta aðdráttarafl landsins ef marka má myndir,umfjöllun og áherslur erlendra ferðasala í bæklingum og á netsíðum sínum. Um þetta er aðeins gott eitt að segja.Norðurljósin eru því Íslandi mikil náttúruauðlind.

En það er samt undarlegt hversu fátæklegar upplýsingarnar eru sem fylgja áróðrinum. Vöntun á upplýsingum um þetta stórbrotna fyrirbæri kemur einkum fram í þeirri útbreiddu skoðun ferðamanna að þeir geti gengið hér að norðurljósunum vísum.

Þetta er til baga, því ferðþjónusta sem ekki nær að uppfylla væntingar fólks, hvort sem þær eru raunhæfar eða ekki, getur ekki þrifist til lengdar.

Á vinsælum ferða-einkunna síðum eins og Tripadvisor fá norðurljósferðir íslenskra ferðaskipuleggjenda einmitt hvað harðasta útreið.

 

Ísland er vissulega í hópi þeirra fáu landa sem norðurljósin sjást oftast yfir, en það er langt í frá að það sé hægt að reikna með að ljósin sjáist á tilteknum tíma, á tilteknum stað, vari í ákveðin tíma og hafi ákveðin styrkleika.

En einmitt þessi atriði telja margir ferðamenn sjálfsagaðan hlut, ef marka má spurningar þeirra og oft óánægju, þegar þeir gera sér grein fyrir að náttúran hagar sér ekki eins og þeir ímynduðu sér.


mbl.is Norðurljós vekja athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ólafur Haraldsson er einn af okkar bestu ljósmyndurum. Þetta myndband hans er magnað.

Filippus Jóhannsson. (IP-tala skráð) 30.12.2014 kl. 17:55

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sammála Filippus.

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.12.2014 kl. 17:58

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er aldrei hægt að veita tryggingu fyrir því að náttúran skarti sínu fegursta, eða hún yfirleitt sjáist almennilega.  Þoka, rigning, snjókoma, allt getur sett strik í reikninginn.  Hvalir láta ekki sjá sig og svo framvegis.

Auðvitað er alltaf freistandi að "selja án fyrirvara".

Annað sem ég hef heyrt hjá þeim sem dást að Norðurljósunum, er að þau eru aldrei eins fallega og á myndunum.  Staðreyndin er einfaldlega sú að augað sér ekki eins "fallega mynd" og myndavél sem notar til þess ef til vill 30 sec.  Sama ástæða og er fyrir því að flugeldasýningar eru oft stórkostlegri á mynd en í raunveruleikanum.

En auðvitað er best að setja "disclaimer" á hluti eins og Norðurljósferðir, en auðvitað verða alltaf einhverjir óánægðir sem ekki fá að sjá það sem þeir ætluðu sér.

Sumum er svo nokkuð vonlaust að ná ánægðum http://www.tripadvisor.com.ph/ShowUserReviews-g528762-d188527-r116590766-Stonehenge-Amesbury_Wiltshire_England.html

G. Tómas Gunnarsson, 30.12.2014 kl. 18:37

4 identicon

Ég guida oft í norðurljósaferðum og byrja mínar ferðir á að segja fólki að ljósin verði aldrei eins björt og myndirnar sýna. Margir verða vonsviknir, en taka yfirleitt gleði sína á ný ef og þegar ljósin sjást - enda sést þá hreyfingin, sem aldrei kemur fram á ljósmynd.

Það væri auðvitað mun betra ef erlendar ferðaskrifstofur létu ekki eins og ljósin væru hér tilbúin til augnayndis eftir pöntun.

Jakob S. Jónsson (IP-tala skráð) 30.12.2014 kl. 19:25

5 Smámynd: Þórir Kjartansson

Algerlega sammála, Svanur Gísli. Það verður að upplýsa fólk vel um þetta fyrirfram, svo að það verði ekki fyrir vonbrigðum. Og því miður held ég að á því sé verulegur misbrestur, hjá þeim sem eru að selja þessar ferðir

Þórir Kjartansson, 31.12.2014 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband