Draugalegar endurtekningar

Það er merkileg árátta og um leið sérkenni hjá íslenskum draugum að endurtaka orð sín í enda setninga. En staðreyndin er sú að það hljómar mjög draugalega. Nærtækustu dæmin úr draugasögunum og þau kunnustu eru eflaust orð draugsins frá Myrká sem kvað;

Máninn lýður,djakninn

dauðinn ríður;

sérðu ekki hvítan blett 

í hnakka mínum,Garún, Garún?

Og útburðarins sem kvað;

Móðir mín í kví, kví,Timor_Men_in_Malay_Archipelago_drawn_by_T_Baines_from_a_photo

kvíddu ekki því, því; 

ég skal ljá þér duluna mína

að dansa í og dansa í.

 

En það þarf ekki endilega íslenska drauga til að endurtaka sömu orðin í sömu setningu.

Malæjar hafa t.d. þennan sið þegar þeir vilja á tungu sinni segja nafnorð í fleirtölu. Þá endurtaka þeir einfaldlega eintölu orðsins. Þetta gengur ágætlega upp í flestum tilfellum en verður dálítið einkennilegt þegar að eintöluorðið er tvítekning sama orðs sem kemur stundum fyrir í málinu, eins og til dæmis orðið fiðrildi sem er á malísku í eintölu rama-rama. Fleiri en eitt fiðrildi verða því rama-rama rama-rama.

Malæjar hafa einnig þann sið að leggja áherslu á orð sín með því að endurtaka lýsingarorð. Að líka eitthvað mjög vel er t.d.; sukka sukka. Þetta er svo sem ekki óþekkt í máli lifenda á Íslandi. Eitthvað var svaka, svaka gaman...

Malæja sem líkar vel við fiðrildi gæti því sagt; Saya sukka sukka rama-rama rama-rama.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Davíð Oddsson var sá stjórnmálamaður sem mest notaði þetta ráð til að auka vægi þess sem hann sagði. Þetta var svo áberandi að þegar Spaugstofumenn hermdu eftir Davíð gerðu þeir þetta auðvitað líka. 

Ómar Ragnarsson, 29.12.2014 kl. 11:29

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Minnir á blessaðan holgóma þorpsbúa sem bað um hrjánúða í bakaríi.Eftir of margar endurtekningar sagði afgreiðslukonan að hún skildi bara ekki hvað hann bæði um. "Ég ætla að fá einn hnúð,einn hnúð og einn hnúð,skiluðu nú" 

Helga Kristjánsdóttir, 29.12.2014 kl. 18:13

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Eða ..giluru nú..

Helga Kristjánsdóttir, 29.12.2014 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband