27.12.2014 | 20:18
Mundi páfinn svara ef Jón Gnarr væri forseti?
Brautryðjandinn og grínistinn Jón Gnarr segist vera volgur fyrir því að fara í framboð í næstu forsetakosningum. Það eru góðar fréttir fyrir alla landsmenn og sérstaklega þá sem enn eru að reyna að fyrirgefa sjálfum sér fyrir að hafa látið fagurgala stjórnmálamanns og spunameistara hans, blekkja sig illilega í síðustu alþingiskosningum.
Miðað við frammistöðu Jón Gnarr og vinsældir sem borgarstóra er víst að hann mun veita öllum öðrum sem ákveða að bjóða sig fram til forseta, afar harða samkeppni.
Það er ekkert of snemmt að velta því fyrir sér núna, hvað Jón hefur til að bera til að sinna forsetembættinu, þótt hann telji sjálfur ótímabært að lýsa yfir framboði.
Jón Gnarr er mikill brautryðjandi og sannaði sem borgarstjóri að ekki þarf að hafa neina reynslu af stjórnmálum til að ná góðum árangri í því starfi. Hann sýndi jafnframt að til eru betri leiðir til að stjórna borg, en hefðbundnir flokkadrættir og spillingarpólitík sem reyndar höfðu komið stjórnarfarinu í borginni á vonarvöl.
Forsetaembættið mundi að sjálfsögðu vera Jóni Gnarr æðri vettvangur en borgarstóraembættið, til að koma baráttumálum hans betur á framfæri. þar ber hæst umhyggja hans fyrir mannréttindum, ekki hvað síst réttindum samkynhneigðra.
Bæði borgarstjórinn í Mosku og Páfinn sjálfur sáu t.d. ekki ástæðu á sínum tíma til að svara bréfum Jóns með áskorunum í barráttu hans fyrir réttindum samkynhneigðra.
En mundu þeir þora að láta orð Jón Gnarr sem vind um eyru þjóta, ef hann kysi að senda þeim línu um sama efni sem Þjóðhöfðingi Íslands?
Jón volgur fyrir forsetaframboði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:30 | Facebook
Athugasemdir
Andlegt ástand stórs hluta íslensku þjóðarinnar er í samræmi við að Jón Gnarr verði forseti. Er þetta ekki eðlileg degenerasjón?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 27.12.2014 kl. 20:48
Sen hefur þá breyst mikið á sl. þremur árum eða svo. Eða er kannski lítill munur á mentalitetinu sem kýs Ólaf og sem mundi kjósa Gnarr?
Svanur Gísli Þorkelsson, 27.12.2014 kl. 21:11
Snýst umræðan um Ólaf Ragnar Grímsson og Jón Gnarr Kristinsson?
Eða snýst umræðan um embætti forseta Íslands?
Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki stjórnsýslu Íslands, né hverjum sú stjórnsýsla á í raun að gagnast í framtíðinni. Vitið mitt er ekki meira en guð almáttugur gaf mér í fæðingargjöf, og ég vil einungis nota það sem ég hef af viti, til að bæta heiminn.
Mitt sálarvit skilur ekki uppsetningarform fréttamiðla um þessa frétt, né tilgang þessarar umræðu. Vonandi hafa fjölmiðlar einhverskonar laumufrelsi til að segja sannleikann?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.12.2014 kl. 23:08
Furðulegt blogg hjá þér, Svanur Gísli. Heldurðu í alvöru að páfinn og forseti Rússlands séu hræddir við forseta Íslands – og hver sem hann væri?! Af hverju ættu þeir að vera hræddir við hann í máli, sem meirihluti mannkyns er ósammála honum um?!
Jón Valur Jensson, 28.12.2014 kl. 00:07
... honum, þ.e.a.s. Gnarrinum!
Jón Valur Jensson, 28.12.2014 kl. 00:08
Veit ekkert um forseta Rússlands Jón valur, það var víst borgarstjórinn í Mosku sem Jón sendi bréfið. Og ekki er nú verið að ýja að því að páfi eða aðrir yrðu beint hræddir við Jón. Spurningin er hvort þeir mundu ekki svara bréfi frá Þjóðhöfðingja í virðingaskini við embættið, frekar en aumum borgarstjóra. -
Hins vegar er það umhugsunarvert hvort páfar og alræðis-leppar ættu ekki að hræðast skilaboð sem storka skilningi meirihluta mannkyns á mannréttindum, einkum í ljósi þess að Sagan hefur sýnt okkur að skoðun meiri hluta mannkyns er afar slæmur mælikvarði þegar kemur að því að skilgreina hvað séu eðlileg mannréttindi.
Svanur Gísli Þorkelsson, 28.12.2014 kl. 00:55
Margir í minnihlutanum gæta ekkert að því, hver meirihlutaviljinn sé og er jafnvel slétt sama, æða bara fram í eigin (tileinkuðu) "sannfæringu" sem er svo bara bergmál frá fávísum (gjarnan ungum og lítt reyndum) blaðamönnum. Aðrir í hópnum halda, að flestir séu á þeirra skoðun, en því fer nú fjarri í þessum samkynhneigðramálum – þeirra álit er einmitt algert minnihlutaálit. Það á einnig við um þig, Svanur Gísli.
Og hér var enginn að mæla með ofstopa við samkynhneigða, og það gerir hvorki páfinn, kaþólska kirkjan né Vladímír Pútín.
En yfirtaks-kjánalegar eru yfirlýsingar Gnarrs í þeim efnum út um allar trissur, álíka traustsverðar eins og þegar hann lýsti sig samþykkan Icesave-samningnum á kjördag 9. apríl 2011, þar sem hann kaus GEGN vilja þjóðarinnar og GEGN lagalegum rétti hennar (sjá hér um Icesave-málsvörn hans: http://www.dv.is/frettir/2011/4/9/jon-gnarr-segir-ja-vid-icesave/ ).
Jón Valur Jensson, 28.12.2014 kl. 02:56
Ef Jón Gnarr væri forseti Íslands þá þyrfti hann ekki að skrifa bréf til páfa, hann færi á fund til páfa og ræddi þessi mál augliti til auglitis. Því að annaðhvort færi Jón til Vatíkansins eða að hann byði Páfa að koma hingað.
Þórarinn (IP-tala skráð) 28.12.2014 kl. 04:55
Árangur sem borgarstjóri? Hvaða árangur var það? Að hækka hitaveitureikning borgarbúa um 250% Að hækka útsvarsprósentuna? Að klæðast kjól? Þú hefur greinilega allt aðrar hugmyndir um hvað telst árangur heldur en ég.
Brandarinn Jón Gnarr er þreyttur og íslendingar eru vonandi ekki að fara að kjósa yfir sig fjögra ára langann fóstbræðraskets.
Bjarni (IP-tala skráð) 28.12.2014 kl. 08:28
Ég held það sé bara betra að páfi svaraði ekki,Ég held það sé best að hafa sem minnst samband við hann og hans líka
Pope on Left Hand Path by Marcia
https://www.youtube.com/watch?v=hffR5RwCwPw
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 28.12.2014 kl. 09:04
Jón Gnarr er mikill mannvinur. Hann hefur sýnt það með orðum sínum og gjörðum. Það yrði mikið gjæfuspor fyrir Ísland að fá hann í forsetastólinn.
Það er kominn tími til að snobb, hroki og sjálfumgleði víki fyrir gleði, hlýhug og umburðarlyndi á Bessastöðum.
Gissur Guðmundsson (IP-tala skráð) 28.12.2014 kl. 09:58
Þórarinn, þessum manni -- fráföllnum frá kaþólskri trú, manni sem talað hefur síðan þvert og þverlega gegn kaþólskri trú og er raunar harla fáfróður um margt í sögu kirkjunnar -- yrði hvorki boðið til Vatíkansins, þótt hann væri hér forseti, né heldur myndi páfinn þiggja sérstakt boð forseta Íslands til að heimsækja hann. Skyldur páfans eru fyrst og fremst við hina trúuðu (yfir 100 milljónir kaþólskra manna í heiminum), ekki við forseta og frammámenn og sízt þá, sem gerzt hafa liðsmenn andkristinna viðhorfa.
Hér geta menn svo lesið ýmsa verðskuldaða gagnrýni mína á Jón Gnarr (3 yfirlitssíður um titla á greinum):
http://blog.is/forsida/leit/?author_id=2930&query=Gnarr
Jón Valur Jensson, 28.12.2014 kl. 10:16
Yfir 1100 milljónir kaþólskra ...
átti að standa þarna!
Jón Valur Jensson, 28.12.2014 kl. 10:18
Af forvitni las ég þessa svokölluðu verðskulduðu gagnrýni þína á Jón Gnarr,og verð að segja þetta er nú meira skítkast en málefnaleg gagnrýni enda kanski ekki við öðru að búast.
Óli Már Guðmundsson, 28.12.2014 kl. 11:49
Afrek Jóns eru mjög takmörkuð á stjórnmálasviðinu. Þau takmarkast við góða kosningu og að halda völdum í skjóli traustst meirihluta.
Stuðningur við málstað samkynhneigðra er jákvæður en þó var Jón eingöngu að hossa sér á málstað sem hefur þegar unnið fullnaðarsigur.
Jón var duglegastur í selebahórarí, eins virðingarvert og það nú er.
melcior (IP-tala skráð) 28.12.2014 kl. 13:40
Þetta var órökstutt frá þér, Óli Már, kannski við því að búast.
En viljirðu meira af málefnalegri gagnrýni, geturðu kynnt þér þessar vefsíður um borgarmálefni og hörmulega frammistöðu vinstri manna þar: krist.blog.is/blog/krist/category/2583/?offset=10
Jón Valur Jensson, 28.12.2014 kl. 14:43
Úff, ég vona innilega að hann fari ekki í þetta, Jón á ekkert erindi í þetta embætti, ég kysi hvern sem er annann en hann.
Halldór (IP-tala skráð) 28.12.2014 kl. 22:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.