Framsókn og fasismi

Merkileg tengsl eru á milli fasisma og trúar og kynþáttafordóma. Hvergi er hægt að finna fasísk samtök eða stjórnmálaflokka sem ekki hafa fléttað trúar eða kynþáttafordómum inn í stefnuskrár sínar. 

Fasismi er stefna sem valdastéttin verður ætíð höll undir þegar að ólga eða jafnvel uppreisn gegn ríkjandi skipulagi, vofir yfir í þjóðfélaginu. Fasisminn gerir valdastéttinni mögulegt að halda völdum undir því yfirskini að það sé verið að bjarga samfélaginu frá upplausn og niðurbroti. 

Fasisminn gerir auðugustu stéttunum gerlegt að vernda hagsmuni sína með ofbeldi en það ofbeldi verður að réttlæta á einhvern hátt. Til þess eru notaðir einhverjir minnihlutahópar í samfélaginu. Þeir eru gerðir blórabögglum og að fórnarlömbum hræðslu-áróðurs af öllum toga. 

Í ljósi þessa var þögn Formanns Framsóknarflokksins afar skiljanleg, þegar að undirsæta hans gerði trúar og kynþáttafordóma að megin kosningamáli nýafstaðinna kosninga.

Formaðurinn lét sér vel líka að flokkurinn yrði gerður opinberlega að málsvara sömu kennda og skoðana sem þykja góðar og gildar í fasískum samtökum og stjórnmálaflokkum.

Formaðurinn læddi á sínum tíma ákveðinni klausu inn í stjórnarsáttmálann sem fjallaði um  að "Íslensk þjóðmenning verður í hávegum höfð, að henni hlúð og hún efld."

Efndirnar láta ekki á sér standa. Þjóðernishyggja er afar vandmeðfarin skeppna og lítið má út af bera til þess að hún verði ekki að skrímsli sem eins og byltingar hefur tilhneigingu til að éta börnin sín. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fasistarnir í borgarstjórn Reykjavíkur valta yfir fólk í flugvallamálinu en upphefja sig í moskumálinu. Þeir eru valdastéttin og valdníðingarnir. Ekki reyna að telja fólki trú um annað.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.6.2014 kl. 19:36

2 identicon

Það er náttúrulega flottara að skrifa grein undir heitinu Framsókn og Fasismi heldur en Framsókn og Nasismi. En innihaldið bendir nú samt til að hún ætti frekar að heita það.

Samkvæmt skilgreiningu á fasisma á sú staðhæfing að "Hvergi er hæt að finna fasísk samtök eða stjórnmálaflokka sem ekki hafa fléttað trúar eða kynþáttafordómum inn í stefnuskrár sínar" ekki alls kostar við - en hún á við um nasisma. Máli þessu til stuðnings leita ég í kistu Vísindavefsins og sagnfræðihluta hugi.is.

Hér á eftir er tilvitnun í grein um fasisma á hugi.is "Þannig höfða fasistar til þjóðerniskenndar og kynda undir múgæsing, hatur og fordóma gegn öðrum hópum. Þó er bein andstaða til annarra þjóða og/eða kynþátta ekki sjálfgefin þar sem mörg fasistaríki aðhylltust enga sérstaka kynþáttahyggju, en kynþáttahyggjan var hinsvegar það sem einkenndi nasismann helst."

http://www.hugi.is/saga/greinar/571170/fasismi-i-hluti/

Og svo önnur tilvitnun af Vísindavefnum: "Stundum, en alls ekki alltaf, boða fasistar kynþáttahyggju þar sem því er haldið fram að einn kynþáttur sé æðri og rétthærri öðrum. Þessi áhersla er það helsta sem aðgreindi Þýskaland nasismans frá öðrum ríkjum þar sem sem fasismi var við lýði; í þeim var ekki lögð áhersla á kynþáttahyggju."

http://www.visindavefur.is/svar.php?id=3856

Sem sagt rétt er að þjóðernishyggja er vandmeðfarin skepna, engu að síður á þetta valdabrölt Framsóknarmanna meiri skírskotun í Nasisma en Fasisma skv. þessum skilgreiningum hugmyndafræðinnar. Nema ég sé eitthvað að misskilja. Sem getur jú alveg verið líka - og ekki í fyrsta sinn. :)

guggap (IP-tala skráð) 4.6.2014 kl. 19:46

3 identicon

Valdabrölt Framsóknarmanna sem ekki fara með völd í Reykjavík? Jú, það er einhver misskilningur í gangi.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.6.2014 kl. 19:57

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er náttúrulega rétt ábending.

Hafa ber í huga að svona framferði eins og framsóknarflokkurinn er ber að, er algjör nýjung fyrir Íslendingum og efasamt að margir áttis strax alveg á þessu.

Með því að gera minnihlutahóp að blóraböggli getur framsókn enn frekar farið sínu fram og þarf ekki að útlista hvert meginmarkmið framsóknar er pólitískt. þ.e. færa fjármuni frá hinum verr settu til hinna betur settu.

Þegar af þeim sökum munu sjallar láta sér þetta vel líka og kunna jafnvel sjálfir að feta í fórtspor framsóknar og færa sig inná þessi mið.

Deili þessum pistli á facebook. Þetta er mikilvægt grunnatriði sem kemur þarna fram.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.6.2014 kl. 23:04

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Edit: ,,og efasamt að margir átti sig strax" O.s.frv.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.6.2014 kl. 23:05

6 identicon

ÁFRAM SVEINBJÖRG X B.(UUUUUH ER ÉG ÞÁ NÚNA FASISTI)?????

Númi (IP-tala skráð) 5.6.2014 kl. 00:54

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta með fasisma - nasisma, að þá í rauninni má segja að nasismi sé ákveðið afbrigði af fasisma.

Vissulega rétt, að það var mismunandi hverjar áherslur fasista voru varðandi kynþætti.

En fasimi er dáldið víðtækt eða breitt svið.

Það var mikill tendens hjá þeim að líta til minnihlutahópa og/eða kynþáttahyggju ef það hentaði. Það var popúlískt element í þeim.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.6.2014 kl. 01:06

8 identicon

Hvort sem við viljum kalla þetta nasisma, fasisma eða eitthvað annað þá er á hreinu að málið snýst um að Sveinbjörg, Guðfinna og kó ásamt múslimahöturunum og öðrum fáfræðingum vilja svipta íslenska múslima rétti sínum til að byggja sér mosku.

„Á meðan við erum með þjóðkirkju eigum við ekki að úthluta lóðum undir hús eins og moskur“

- Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir.

"Borgarstjórnaflokkur Framsóknarflokksins mun leggja til að lóðaúthlutun til byggingar Félags múslima á Íslandi verði dregin til baka komist flokkurinn í borgarstjórn."

- Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir.

Með þessari stefnu höfðar Framsóknarflokkurinn beint til Facebook-hatursklíku þar sem málið snýst alls ekkert um neina lóðaúthlutun heldur vill klíkan alfarið banna múslimum að byggja sér mosku á Íslandi. Undir þetta taka þær Sveinbjörg og Guðfinna alveg skýrt, enda fylkti hatursklíkan sér að baki Framsóknarflokknum í kosningunum:

https://www.facebook.com/pages/M%C3%B3tm%C3%A6lum-mosku-%C3%A1-%C3%8Dslandi/134937909889448?fref=ts

Nú er öllu fólki frjálst að hafa sínar skoðanir og setja þær fram, sama hversu fáránlega þær hljóma í eyrum annarra og sama þótt í þeim skoðunum felist augljós vilji til að taka réttindi af einum hópi í þjóðfélaginu. Gott dæmi um slíkt fyrir utan múslimahatarana eru t.d. þeir sem eru á móti rétti samkynhneigðra til að giftast eins og réttur annarra er. Þessar skoðanir verða aðrir að umbera.

Málið verður hins vegar alvarlegt þegar sjálft stjórnvaldið ljær máls á því að svipta ákveðið fólk og hópa rétti sem aðrir í þjóðfélaginu hafa. Það hafa þær Sveinbjörg og Guðfinna sagt skýrt að sé þeirra vilji gagnvart íslenskum múslimum og á meðan það er ekki dregið til baka heldur málið áfram að vera bein aðför að lýðræðislegu jafnrétti og mannréttindum undir forystu Framsóknarflokksins - sem um leið verður algjörlega ótækur sem stjórnvald, bæði á Alþingi og í sveitastjórnum.

Fyrsta skylda stjórnvalds í lýðræðislegu þjóðfélagi á einmitt að vera að standa VÖRÐ um jafnrétti og mannréttindi þegnanna, ekki afnema þau eins og þær Sveinbjörg og Guðfinna vilja gera í nafni Framsóknarflokksins og með rætinn haturshóp sem bakhjarl.

Það sem hryggir mann mest er að sjá hversu ótrúlega mörgum þeirra sem falið hefur verið stjórnvald á Íslandi finnst þessi aðför að jafnrétti og mannréttindum eins hóps í þjóðfélaginu ekkert til að gera veður út af, heldur kveinka sér frekar undan þeim sem gagnrýna tilræðið og halda því jafnvel fram að sú gagnrýni séu hinar raunverulegu ofsóknir. Sigmundur Davíð er í þeirra hópi og Bjarni Ben segir ekki orð - gerir jafnvel bara grín að þessu. Slíkum stjórnendum er ekki hægt að treysta, né þeim sem styðja þá, því ef meðvirkni þeirra leiðir til þess að brotið verði á mannréttindum eins hóps í þjóðfelaginu þá er bara tímaspursmál hvenær þetta fólk fær í gegn samskonar mannréttindabrot á öðrum sem hafa aðrar skoðanir en þau sjálf. Slík þróun í landsstjórn lýðræðisríkis er víti að varast eins og stjórnmálasagan ætti að hafa kennt öllu sæmilega upplýstu fólki.

Ég skora á alla sem starfa í stjórnsýslu Íslands að láta af allri hugsanlegri meðvirkni með kröfum um að skerða mannréttindi múslima og tala þess í stað hátt og skýrt á móti öllum slíkum áformum. Þeir sem gera það ekki eru þar með óhæfir til að standa vörð um mannréttindi allra þegna þjóðfélagsins eins og Stjórnarskrá Íslands kveður skýrt um að þeir eigi að gera.

Skora á alla Íslendinga að hlusta og horfa á þessa ræðu Michaels R. Bloombergs, fyrrverandi borgarstjóri New York, sem skýrir þetta einstaklega vel út: http://bit.ly/1pFHbh4

Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 5.6.2014 kl. 06:28

9 identicon

Þú ert algerlega úti á túni Bergur Ísleifsson. Trúarofstæki þitt fær útrás með ofsafengnu málæði um trúarsöfnuði. Þig varðar ekkert um valdníðslu borgaryfirvalda ef trúarnöttar eiga ekki í hlut.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.6.2014 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband