Pútínískar rasssleikjur og Kristilegu stjórnmálasamtökin

Þetta er með betri hugmyndum sem komið hafa frá rússneskum þingmönnum svo lengi sem menn muna og örugglega sú langbesta sem komið hefur frá þeim kommúnistum sem samkunduna sitja.

Það væri ekki amalegt að losna við stærstu samtryggingar-blokkina úr Eurovision, löndin sem svo gott sem eyðilögðu keppnina þegar þau fengu inngöngu í hana fyrir ekki svo margt löngu. -

Hugmyndir þessara rússnesku þingmanna fá góðan hljómgrun hjá rússneskum eftirlegukindum og pútínískum rasssleikjum og fara einnig merkilega vel saman við stefnuskrá nýjasta stjórnmálaflokks á Íslandi, þ.e. hinum Kristilegu stjórnmálasamtökum. Meðlimir hans fá loks söngvakeppni sem þeir geta horft á án þess að blygðast.

Afturhvarf til gamalla gilda sem nú eru forsmáð af allri álfunni er aðalástæðan fyrir þessari ágætu aðskilnaðarstefnu Rússa. Það verður gaman að fylgjast með því þegar þeir ákveða reglurnar um hverjir mega syngja í "Rödd Evróasíu" keppninni, hverjir mega vera með skegg og hverjir í kjólum og um hvað þeir megi syngja.

Óæskilegur hárvöxtur og kyngreining hverskonar er ekki nýtt vandamál í Rússlandi. Rússar voru nefnilega frægir fyrir að tefla fram  í allskyns íþróttakeppnum  kafloðnu og fúlskeggjuðu kvenfólki sem kastaði, hljóp og stökk kvenna lengst.


mbl.is Vilja stofna „Voice of Eurasia“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli þetta væri ekki góður kandídat í slíka keppni: 

http://www.youtube.com/watch?v=V3-diqR41yo

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 13.5.2014 kl. 16:18

2 Smámynd: Kristin stjórnmálasamtök

Fráleitt er af þér, Svanur, að blanda samtökum okkar inn í þennan pistil þinn.

Kristin stjórnmálasamtök, 13.5.2014 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband