Má rukka gesti þína fyrir aðgang að stigaganginum?

Þú átt íbúð í blokk. Þú átt einnig hluta af stigaganginum sem er sameign íbúanna í blokkinni. Íbúar blokkarinnar ákveða án þíns samþykkis að krefjast gjalds af gestum sem koma í heimsókn til þín. Þeir stofna með sér innheimtufélag. án þinnar þátttöku vitanlega og ráða til að sjá um innheimtuna tíu þrekvaxna handrukkara.

Gjaldið segja þeir vera fyrir afnot þeirra af stigaganginum og svo ætli þeir líka að gera við íbúðina þína þar sem hún sé farin að láta á sjá eftir allan gestaganginn hjá þér.

Þú leitar ásjár yfirvalda og ferð fram á lögbann á þessum innheimtuaðgerðum. Sýslumaðurinn sem fer með valdið telur óvissuþættina í málinu vera svo marga að hann treystir sér ekki til að veita lögbannið. Efnislega um lögmæti aðgerðanna tekur hann þó ekki afstöðu til.

Innheimtumenn skýla sér á bak við þann úrskurð og segja innheimtuna löglega og jafnvel lögreglan tekur undir það og neitar að aðhafast eitthvað í málinu, jafnvel þótt þú bendir þeim á að innheimtumennirnir séu brjóta bæði skattalög og bókhaldslög.

Til að auðvelda sér innheimtuna fékk innheimtufélagið sjoppuna við hliðina á blokkinni til að selja aðgöngumiðanna að stigaganginum, en þá brá svo við að gestirnir hættu að versla við hana og verslunin hrundi á nokkrum dögum um 70%. - Þetta voru afleiðingar sem innheimtufélagið sá ekki fyrir, en kærði sig samt kollótt um. 

 Þú skýtur málinu til dómstóla en verður á meðan að una því að gestir þínir eru rukkaðir fyrir að koma í heimsókn.

Þannig í hnotskurn er ástandið við Geysi þessa daganna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þú ert búinn að væla eins og unglingur eða barn sem fær ekki nammi við sjóðvélina í versluninni.

Þú ert væntanlega búinn að hafa tekjur af að sýna gestum Gsysi í Haukadal og haft ágætt upp úr því um fjölda ára á meðan þú beitir föruneyti þínu á landareign annarra og greiðir ekki eyri fyrir - en þú ert á launum við það þó.

Slíkir hafa kvartað undan aðstöðuleysi við Geysi og víðar en skilja ekkert í því af hverju landeigendur sinna ekki þeim sem launa þér fyrir að leiðbeina þeim á landareign annarra, með til dæmis góðum göngustígum og salernisaðstöðu sem og öryggisbúnaði ýmsum.

Eðlilegt er að landeigendur sinni þessu öllu vitaskuld, en jafn eðlilegt er að þeir rukki hvern þann sem kemur að nota aðstöðuna um gjald fyrir það. Ég vil ekki þurfa að greiða í gegn um skattgreiðslur mínar fyrir þá sem greiða þér fyrir að sýna þeim annarra manna landareignir.

Ég vil greiða það gjald þegar ég kem á þann stað til að skoða hann og mun ekki telja það eftir mér enda tek ég um það ákvörðun hverju sinni sjálfur að leggja leið mína þangað á sama hát og þeir sem greiða þér laun fyrir að beita þeim á annarra manna landareignir.

Hættið þessu væli og greiðið þessa smámuni sem eðlilegt er að notendur greiði fyrir ánægjuna af því að nýta sér eigur annarra. Greiðir þú aðgangseyri í Húsdýragarðinum og Sambíóunum svo dæmi sé tekið ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 26.3.2014 kl. 22:33

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Kynntu þér málin betur Cacoethes scribendi. Ríkið á landið sem ég kem að Geysi til að skoða. Aðeins ríkið hefur rétt til að rukka inn á það og það hefur lagst gegn gjaldheimtu inn á svæðið. Þeir sem rukka skaffa enga aðstöðu þar fyrir ferðamenn, hvorki salerni né bílastæði hvað þá "öryggisbúnað". "Vælið" í mér er ekki út af smámunum, heldur milljörðum sem landeigendafélagið hyggist rukka gesti um á næstu árum, verði ekkert að gert, millarða sem ekki munu nýtast Geysi, Blesa eða Strokki, hverunum sem flestir koma til að berja augum.

Svanur Gísli Þorkelsson, 26.3.2014 kl. 23:34

3 identicon

Hvað með Bláa lónið, á kanski ekki að rukka inn fyrir notkunina á því?

Í sama fréttatíma og sagt var að ríkið legðist á móti því að landeigendur rukkuðu fyrir aðgang að Geysi þá kom fram að ríkið ætlaði að rukka fyrir aðgang að Silfru, það er akkúrat engin samkvæmni í þeirri gagnrýni sem er á landeigendur við Geysi og hörmulegt að hlusta á Ögmund Jónasson, þjófkenna mennina hafandi verið í 4 ár í ríkisstjórn og ekki lyft litla fyngri sem innanríkisráðherra til að koma skikki á ástandið! 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 27.3.2014 kl. 00:10

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Landeigendur þarna hafa haft uppi hugmyndir sem þeir ætla að hrinda í framkvæmd til að bæta aðstöðuna þarna. Það hefur verið áratuga bið eftir því að ríkið geri eitt eða neitt til að bæta stöðuna þarna. En ríkið er bara einn af eigendunum þarna.

Þeir greiði sem nota - það er aðal málið. Ekki að aðrir greiði fyrir not annarra óskyldra aðila það er málið.

Þú ættir frekar að fagna framtaki landeigenda þarna og væla ekki nema í ljós komi að þeir standi ekki við fyrirheit sín um umbætur á svæðinu.

Þeir ætla að greiða af þessari gjaldtöku virðisaukaskatt eins og fram kemur í fréttum, en skattstjóri hafði ekki svarað fyrirspurn þeirra þar að lúandi í átta mánuði ! Það bendir ekki til tilraun landeigenda til skattsvika að senda um þetta fyrirspurn til skattsins þetta löngu fyrr.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 27.3.2014 kl. 00:16

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Bjarni, Bláa lónið er ekki ríkiseign eins og spildan í kringum Geysi, Blesa og Strokk sem er alfarið í eigu ríkisins. Það er eðæilegt að rukka fyrir þjónustu, hvar sem hún er veitt. Landeugendafélagið veitir enga þjónustu.

Predikari viðurkennir ekki eign ríkisins á aðalaðdráttaraflinu við Geysi. Þar fæst ekki blóð úr tyeini frekar en fyrri daginn. Þeir þræta fyrir að það þurfi að greiða söluskatt og afstaða skattstjóra um að svo sé hefur vrið gerð heyrum kunnug. 25.5 vaskur skal greiddur að aðgangeyri sem tekin er fyrir að horfa á náttúrumynjum. - Það treystir ekki nokkur maður því sem landeigendur segja um að þeir ætli að gera eitthvað fyrir svæðið. Í fyrsta lagi geta þeir ekkert aðhafst á ríkislandinu þar sem aðgerða er hvað mest þörf. Fram að þessu hefur ríkið greitt fyrir allt það sem gert hefur verið á svæðinu, stígagerð, viðhald þeirra, gatnagerð, merkingar og girðingar. Ekki króna frá landeigendum í þetta, hvorki fyrr eða síðar.

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.3.2014 kl. 01:50

6 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Finnst þér sem sagt það sem ég og aðrir hafa greitt með skattfé okkar vera til einhverrar fyrirmyndar þarna ?

Ég hef verulega mikið á móti því að skattgreiðslur mínar séu notaðar i þetta svo einhverjir aðrir geti spígsporað þarna á minn kostnað.

Þetta er ekki flókið : Þeir greiði sem njota - PUNKTUR.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 27.3.2014 kl. 02:00

7 identicon

Svanur, Silfra er í eigu ríkisins, af hverju er í lagi að rukka um aðgang þar en á sama tíma vill ríkið ekki gera neitt fyrir Geysissvæðið og rukka á sama hátt þar?

Hvar er samræmið í því ?

Svo eru menn að tala um að ekki eigi að rísa upp rukkunarskúrar við helstu náttúruperlurnar, það megi ekki gerast.  Þarna er ekkert verið að spá í hvort þær séu í eigu ríkisins eður ei.    

Þetta með að spildan í kringum hverina sé í eigu ríkisins segir ekki mikið.  Svæðið er stærra og hvernig á að komast að hverunum öðru vísi en um svæðið í kring.  Allt er þetta að drabbast niður og ekkert frumkvæði af hálfu ríkisins að gera bót á.  Á þá að skammast út í landeigendur í kring fyrir að ætla að gera eitthvað? 

Hér er mynd af svæðinu: http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/1346877/ 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 27.3.2014 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband