Gesta-kennitala lausnin?

Fram að þessu hef ég ekki verið hlynntur upptöku náttúrupassans enda vandséð hvernig útfærsla hans, eins hún hefur verið fram sett til þessa,  gæti orðið skilvirk og ódýr. En nú hafa stjórnvöld tekið þann pólinn í hæðina að þau skorti fé til að standa gegn skúravæðingunni á Íslandi. Af tvennu illu er gjaldtaka af ferðamönnum við eða fyrir komuna til landsins betri kostur. Hana mætti e.t.v. úfæra á eftirfarandi hátt: 
 
Til að komast inn í landið þurfa erlendir gestir að kaupa sér gesta-kennitölu sem gæti kostað milli 10-20 Evrur. Hún fæst keypt á netinu þar sem mest af viðskiptum í ferðageiranum fara fram og e.t.v. í verslunum sem staðsettar eru á svæðum sem farið er í gegnum áður en kemur að vegbréfsskoðun. Allt kennitölugjaldið mundi renna í sér-sjóð sem ríkið gæti úthlutað úr til viðhalds náttúrumynja og aðgengi að þeim.
Um leið og gesta-kennitalan er keypt skráist hún rafrænt til hliðar við Þjóðskrá en mundi falla úr henni eftir eitt ár og ógildast. Slíkt er auðvelt að útfæra tæknilega. Við vegabréfsskoðun framvísar viðkomandi útprentuðu skjali með gesta-kennitölunni sinni sem auðvelt er fyrir vegabréfsverði að bera saman við hliðar-þjóðskrá.
Með gesta-kennitölu er komið í veg fyrir mismunun og um leið að Íslendingar þurfi að greiða sérstaklega fyrir aðgengi að náttúrunni þar sem þeir hafa þegar fengið kennitölu og greitt fyrir hana með sköttum sínum. Gestakennitalan mundi einnig greiða fyrir gestum okkar á margvíslegan hátt, t.d. í bankaviðskiptum, við töku trygginga og bifreiðaleigu. Hún mundi sem sagt nýtast ferðamanninum á svipaðan hátt og venjuleg kennitala íslenskra ríkisborgara gerir nú. 

mbl.is Hætta milligöngu um miðasölu að Geysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þessi hugmynd er alls ekki svo slæm. Í það minnsta verður að stoppa það frumskógarlögmál sem virðist vera að taka völdin í þessum málum. Það leiðir einungis af sér hörmungar fyrir ferðaþjónustuna í heild sér og allir tapa.

Gunnar Heiðarsson, 22.3.2014 kl. 06:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband