10 metra háan múr utan um Geysissvæðið

Það verður skemmtilegt, eða hitt þó heldur að þurfa að leggja rútunum meðfram girðingunni sem stúkar af hverasvæðið við Geysi í Haukadal svo að erlendir ferðamenn getið barið augum dýrðina á Geysissvæðinu. Þá neyðist hið gráðuga Landeigendafélag sem hyggist rukka 600 krónur á hvern gest sem vill inn á svæðið, líklega til að byggja 10 metra háa veggi utan um svæðið svo enginn sjái strókinn frá Strokki sem er auðvitað aðalaðdráttarafl svæðisins eftir að Geysir hætti að gjósa. 

Landeigendafélagið ætlar að rukka inn einhverjar hundruð milljóna á ári, til að viðhalda svæði sem kostar ca. tíu milljónir á ári að halda við. Það ætlar að fylgja í fótspor eigenda Kersins í Grímsnesi þar sem afar fáir ferðamenn hafa viðkomu eftir að byrjað var að rukka fyrir aðgang að því, miðað við sem áður var.

Gullgrafaræðið í ferðamennskunni er greinilega að hefjast. Stjórnvöld ættu vitanlega að sjá sóma sinn í því að veita nægjanlegu fjármagni til þessara fjölsóttustu staða landsins, þ.e. Þingvalla, Geysis og Gullfoss til að aðgengi að þeim geti haldið áfram án sérstakrar gjaldtöku. Nægar hafa þau tekjurnar af ferðamönnum, og það án þess að það þurfi að láta þá borga nefskatt við innkomuna í landið.


mbl.is Geta ekki beðið eftir stjórnvöldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þá hefði nú verið betra að það frumvarp sem hin ágæta ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur lagði fram um gistináttagjald til ferðamanna sem nota átti til uppbyggingar ferðamannastaða og viðhald þeirra, en nei þjóðin kaus yfir sig þetta skíta hyski sem er við stjórn núna og þar er hver höndin upp á móti hver annari í þessu máli.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 11.2.2014 kl. 15:46

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Færð þú laun fyrir að fara með ferðamenn að Geysi og Strokki ? Ertu þá ekki samkvæmt eigin skilgreiningu orðinn gráðugur gullgrafari ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 12.2.2014 kl. 04:10

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hef starfað við þetta s.l. áratug. þannig að ég er löngu "orðinn

gullgrafari" ef aðeins þarf að starfa við ferðaþjónustu til að fá þann stimpil. Sá skilningur gerir skilgreininguna óþarfa og um leið fáránlega

Svanur Gísli Þorkelsson, 12.2.2014 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband