Kvennréttindi og háir hælar

Háhælaðir skór eru af mörgum konum taldir vera hin örgustu pyntingartæki. Læknar telja sig geta rakið ýmsa kvilla til ofnotkunar á slíkum skóm, einkum bak og hnéverki ásamt aflögun fóta. Samt hafa kvenmenn, einkum í hinum vestræna heimi lagt á sig að þola sársaukann og óþægindin sem þeim fylgja, þannig að eftir einhverju eru þær að slægjast.

Í fyrsta lagi breyta háir hælar stöðu líkamans. Brjóst virka framstæðari, skrefin verða styttri, fótleggirnir sýnast lengri og kálfarnir verða sýnilegri. Þá er því haldið fram að háir geti stuðlað að sterkari grindarbotnsvöðvum og dregið úr líkunum á þvagleka hjá konum. Allt þetta ku gera konur meira aðlaðandi í augum karla og gera þær að eftirsóknarverðari bólfélögum. 

Háir hælar hafa verið í tísku nánast samfellt frá 1945. Þau tiltölulega stuttu tímabil sem þeir hafa fallið út tísku eiga það sameiginlegt að hafa vera uppgangstímar kveinréttindabaráttu. Séu háir hælar á "útleið" um þessar mundir gæti það verið merki um að jafnréttismál kvenna séu komist aftur á dagskrá af fullri alvöru.


mbl.is Eru hælaskór að detta úr tísku?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FORNLEIFUR

Mér finnst þú hafa heldur mikla reynslu af háum hælum, Svanur. Þessir skór koma að mínu mati ekkert femínisma við. Þetta eru veiðitæki sem virka á suma menn, jafnvel hljóðið í þeim... hugsaðuþérbara.

FORNLEIFUR, 29.1.2014 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband