Fetar í fótspor Rúnars Júl.

Hannes Friðriksson vill ekki eiga heima lengur í Keflavík. Það var gert grín af honum á Þorrablóti og það finnst Hannesi óþolandi. Frúin hans er honum sammála. Báðum finnst óþolandi að búa við skens og grín þorrablótandi Keflvíkinga, fyrir það eitt að skrifa gagnrýnar greinar í bæjarblaðið. Þrátt fyrir að hann viðurkenni að langflestir bæjarbúar séu bestu skinn hefur Hannes hefur ákveðið að feta í fótspor Rúnars heitins Júlíussonar og beita bitrasta vopni Suðurnesjabúans sem aðeins er beitt þegar allt annað hefur brugðist.

Hann hefur hótað að flytja burtu úr bænum.

Rúnar sá samt að sér og sættist við heitið Reykjanesbær sem er eitthvað svo óendanlega ótöff.  En Rúnar átti líka svo stórt hús að engin vildi kaupa það. Þess vegna sat hann fastur. Nú er bara að vona að ekki fari eins fyrir Hannesi, að hann eigi ekki alveg eins stórt hús og Rúnar svo honum takist að selja það og komast burt úr hrekkjusvínabænum sem fyrst.


mbl.is Ósáttur við þorraannál og flytur úr bænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er leiðinlegt til þess að vita að svo mættur maður Hannes Friðriksson sé að yfirgefa Sunny Kef því nóg hefur skammdegið verið í sólinni. Vona að hann íhugi þetta skref annars erum við orðnir allt of fáir eftir sem kunnum að fara í boltann í staðinn fyrir manninn. Þorrablótið mætti blóta því yfir stokka og steina að kunna ekki þessi einföldu sannindi

Baldvin Nielsen í dag Sjálfstæðismaður sem stendur vörð um Hitaveitu Suðurnesja eða H.S.veitur eða hvað sem þetta allt heitir nú.

B.N. (IP-tala skráð) 21.1.2014 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband