5.8.2013 | 20:36
Landnema söngurinn
Það er erfitt að finna tónlistarviðburð sem haldinn hefur verið á Íslandi sem jafnast á við tónleika Led Zeppelin í Laugardalshöll 22 júní 1970. Áhrif heimsóknarinnar og bæði beinar og óbeinar afleiðingar hennar, óma enn í rokk og dægurlaga-tónlistinni sem verið er að framleiða nú, rúmum 40 árum seinna.
Þar á stærstan þátt lagið Immigrant Song sem Robert Plant samdi textann við en Jimy Page lagið. Plant hefur oft lýst því í viðtölum hvernig heimsókn hljómsveitarinnar til Íslands var kveikjan að laginu og textanum sem varð eitt vinsælasta lag sveitarinnar og fyrsta lagið á þriðju breiðskífu hennar. Eða eins og Plant orðaði það sjálfur; "We went to Iceland, and it made you think of Vikings and big ships... and John Bonham's stomach... and bang, there it was - Immigrant Song"
"We weren't being pompous ... We did come from the land of the ice and snow. We were guests of the Icelandic Government on a cultural mission. We were invited to play a concert in Reykjavik and the day before we arrived all the civil servants went on strike and the gig was going to be cancelled. The university prepared a concert hall for us and it was phenomenal. The response from the kids was remarkable and we had a great time. "Immigrant Song" was about that trip and it was the opening track on the album that was intended to be incredibly different."
Hluti textans varð síðan að goðsögn, einni af mörgum, sem umlék hljómsveitina á sínum tíma.
The hammer of the gods/will drive our ships to new lands.
Þessar textalínur urðu sem dæmi til þess að aðdáendur Led Zeppelin byrjuðu að tala um hin sérstaka stíl tónlistarinnar sem "hamarshögg guðanna". Stephen Davis notaði einmitt þessa tilvitnun í texta lagsins sem titil á bók sinnu um Led Zeppelin; Hammer of the Gods; The Led Zeppelin Saga.
Textinn við Immigrant song er óvefengjanlega fyrirmyndin að hinni sígildu þungarokks-mýtu um víkinginn frækna sem leitar að ævintýrum og svaðilförum, sem hljómsveitir á borð við Iron Maiden og Manowar hafa sótt drjúgum í.
Plant var afar hrifinn af norænni goðafræði og sótti innblástur í hana við gerð margra texta sinna. Hann var einnig greinilega undir áhrifum frá Hringadróttinssögu J.R.R. Tolkien og Hopbitanum eins og heyra má í lögum eins og The Battle of Evermore, Misty Mountain Hop, No Quarter, Rambke On og Over The Hills and Far Away, en Tolkien sótti sínar frumhugmyndir um Miðgarð í Snorra Eddu eins og kunnugt er.
Plant ólst upp ekki langt frá velsku landamærunum og eyddi mörgum sumarleyfum í grennd við fjallið Snowdon. Seinna lagði hann stund á velska tungu og keypti sér velskan búgarð. Áhrif velskra arfsagna er því einnig víða að finna í textum hans. Fyrsti sonur hans Karc, var einmitt nefndur eftir velsku hetjunni Karatakusi. Fyrstu þreifingarnar með hljóma lagsins Stairway to Heaven fóru t.d. fram í Vales, en það lag er öðrum fremur talið sýna áhuga Plant á mystík og heimsspeki, hvað best.
Flestir skilja texta Immigrant Song sem svo að hann sé skrifaður út frá sjónarhóli víkinganna sem komu til Íslands. En í stuttu viðtali við undirritaðan, sagðist hann einnig hafa haft í huga Keltanna, þ.e. Írana, sem víkingarnir tóku með sér til landsins.
En er mögulegt að Robert Plant hafi einnig talað spámannlega í textanum sem virðist eiga ágætlega við Íslendinga sjálfa, eftir hrunið 2008. "So now you'd better stop and rebuild all your ruins,
For peace and trust can win the day despite of all your losing."
Immigrant Song var frumflutt á merkilegri rokktónlistarhátíð í borginni Bath á Bretlandi, aðeins nokkrum dögum eftir að það kom undir hér á Íslandi. Bath tónlistarhátíðin var haldin 2728 júní 1970 og voru Led Zeppelin aðalstjörnurnar þar, en fóru samt fyrir fríðum flokki annarra hljómsveita, mörgum hverjum bandarískum.
Led Zeppelin hóf flutning sinn á hinu ný-samda lagi og það er mál margra tónlistarspekinga sem og meðlima hljómsveitarinnar sjálfrar, að þessi hátíð og frammistaða sveitarinnar þar, fyrir framan 200.000 manns, hafi verið ein sú mikilvægasta á öllum ferli hennar. Þeim tókst á þessum tónleikum að grundvalla sig sem fremstu og framsæknustu rokk-hljómsveit í heiminum. Í Bath spilaði bandið í þrjá tíma og líkt og hér á Íslandi, voru ítrekað klappaðir upp á sviðið aftur.
Immigrant Song er eitt af fáum lögum Led Zeppelin sem komu út á smáskífu. Það kom út í nóvember 1970 og komst hæst í 16 sæti smáskífulistans í Bretlandi. Á B-hlið skífunnar var lagið Hey Hey, What Can I Do.
Fyrsta útgáfa plötunnar í Bandaríkjunum var með þessa tilvitnun í hinn fræga breska dulfræðing Aleister Craowley sem var grópuð með vaxi í endarákir plötunna; "Do what thou wilt shall be the whole of the Law."
Ah, ah,
We come from the land of the ice and snow,
From the midnight sun where the hot springs flow.
The hammer of the gods will drive our ships to new lands,
To fight the horde, singing and crying: Valhalla, I am coming!
On we sweep with threshing oar, Our only goal will be the western shore.
Ah, ah,
We come from the land of the ice and snow,
From the midnight sun where the hot springs blow.
How soft your fields so green, can whisper tales of gore,
Of how we calmed the tides of war. We are your overlords.
On we sweep with threshing oar, Our only goal will be the western shore.
So now you'd better stop and rebuild all your ruins,
For peace and trust can win the day despite of all your losing.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:43 | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir þennan fróðleik. Ég fór að sjálfsögðu á þessa tónleika. Þótt ég sé stálheiðarlegur þá gat ég ekki setið á mér og tók með mér upptökutæki (kassettutæki) og tökuvél (8mm.) sem var reyndað stranglega bannað. Vona að eftir 43 ár sé mér fyrirgefið!!!
Sigurður I B Guðmundsson, 5.8.2013 kl. 23:23
Takk fyrir innlitið Sigurður.
Áttu upptökurnar á 8mm enn? Í heimildarmynd um Led Zeppelin sem ég hef séð á DVD er brot frá tónleikunum í Laugardagshöll. Það væri nú mikill fengur í því að sjá meira.
Svanur Gísli Þorkelsson, 6.8.2013 kl. 01:03
Horfði á 8mm upptökuna þegar ég kom heim af tónleikunum og fannst upptakan ömurleg svo filman fór oní kassa og er þar enn eftir rúm 40 ár!!!
Sigurður I B Guðmundsson, 6.8.2013 kl. 20:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.