Selja bollakökur sem múffur

bandrariskar_muffur.jpg"Hver möffins er seld á 300 krónur" segir í þessari frétt um mæður á Akureyri sem tóku sig til og bökuðu 1500 múffur og gáfu ágóðan af sölu þeirra til góðgerðamála.

Yfirskrift framtaksins var "Mömmur og möffins"

Líklega hefur mömmunum fyrir norðan fundist hallærislegt að nota íslenska orðið "múffur" sem er ágætt heiti á  dísætu amerísku kökunum sem hafa notið fádæma vinsælda sem kaffibrauð upp á síðkastið beggja megin Atlantsála.

enskar_muffur.jpgTilraun norðlenskra mæðra til að íslenska orðið með því að stafa það með ö frekar en u, (muffins), eða eins og enska orðið er borið fram, virkar klaufaleg. Ritari fréttarinnar bætir svo gráu ofan á svart með því að halda að "muffins" sé í eintölu og talar um "Hver möffins".

Samkvæmt myndinni sem fylgir fréttinni voru mömmurnar samt ekki að bjóða upp á bandarískar múffur. Þær eru yfirleitt ekki skreyttar þótt sætar séu. Þær voru heldur ekki að bjóða upp á enskar múffur sem eru einskonar klattar.

Þess vegna passar hvorki fréttin né yfirskrift átaksins við það sem fram fór.

bollakokur.jpgÞað sem mömmurnar voru að selja svipar mest til bollakaka. Bollakökur (cup cakes) eru gerðar eftir annarri uppskrift en amerískar múffur og eru ekki eins sætar.


mbl.is Mömmur baka 1.500 möffins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband