Vandamálið við Jane

cassandraausten-janeausten_c_1810_hires.jpgEnglandsbanki hefur tilkynnt að árið 2017 muni mynd af hinum vinsæla breska skáldsagnahöfundi Jane Austin koma í stað myndarinnar af Charles Darwin, sem í dag prýðir tíu punda seðlinn.

Jane Austin er afar vinsæll rithöfundur og vel að þessum heiðri komin. Gallinn er ef til vill sá að ekki er til nein almennileg mynd af Jane.

Systir hennar Cassandra skissaði reyndar af henni vatnslitamynd, sem lítið hefur verið haldið á lofti, vegna þess hversu viðvaningslega hún er gerð.

Að auki passar sú ímynd sem þar birtist af Jane illa við hugmyndir fólks um skáldið, sem að sjálfsögðu eru afar rómantískar eins og sögur hennar allar voru. Ólíklegt er að Englandsbanki noti  mynd Cassöndru af Jane á tíu punda seðlinum.

Frægasta myndin sem sögð er af Jane Austin, og uppfyllir allar kröfur um hvernig saklaus og ung millistéttarstúlka á að líta út, var máluð Ozias Humphry árið 1788 þegar Jane var aðeins 13 ára.  

Myndin gengur undir nafninu Rice-málverkið eftir Rice fjölskyldunni sem lengst af átti myndina.

riceportrait.jpgMargir hafa orðið til að efast um að myndin sé í raun af Jane. Kemur þar margt til, svo sem eins og að kjóllinn sem hún klæðist passi ekki við tímann sem málverkið á að hafa verið málað á. Verkið er því afar umdeilt.

Spurningin er hvort notast verði við einhverja af mörgum myndum sem gerðar hafa verið að Jane á síðari tímum, þar sem reynt er að bræða saman myndirnar tvær og ímyndun listamannsins um hvernig Jane leit út eftir að hún varð fullorðin.

_68928386_461janeaustenconceptimage.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband