Framhaldslíf!!!

Eyþór Ingi tryggði sér framhaldslíf í júróvisjón í kvöld með glæsilegum flutningi og framkomu. Hann minnti helst á frelsarann sjálfan með geislandi ásjónu og  útrétta arma á hæstu tónunum. Svo var lokaskotið af fingrum hans,  sótt beint í verk meistara Angelo þar sem Guð teygir sig í átt að Adam til að gefa honum líf. Allt með ráðum gert vafalaust. 

Svarti jakkinn umdeildi fór honum vel. Það var eins og hann væri kominn í sparifötin. Sá hvíti dáldið of-messíasarlegur.

Enn allt gekk upp í Malmö kvöld. Til hamingju með það Eyþór og co. 

Eftir sátu m.a. herliðarnir úr svissneska hjálpræðishernum sem voru skikkaðir til að fara úr einkennisbúningunum sínum. Er ekki frá því að þeir hefðu tekið sig betur út á sviðinu í þeim.

 


mbl.is Ísland komst áfram til úrslita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband