What if Teardrops were Blowing in the Wind

Margir hafa orðið til að gagnrýna Evrópsku söngvakeppnina fyrir að vera einskonar samnefnari evrópskrar lágmenningar. Og það er satt að í keppninni fléttast saman undarlegir þættir. Tískuklisjur og glamúr í bland við mannréttindabaráttu, hugsjónir og zeitgeist strauma evrópskrar alþýðu, má auðveldlega lesa út úr myndklippunum frá keppninni sem nú er orðin 58 ára gömul. Jafnvel stigagjöfin ein og sér er sögð gefa ágætis mynd af pólitískum hræringum í álfunni á þessu tímabili.

Því er stundum haldið fram að Íslendingar kjósi frekar að syngja saman en að dansa, þegar þeir gera sér glaðan dag.  Eitt er víst að um leið og Frónbúar fengu tækifæri til að fylgjast með keppninni og löngu áður en þeir sjálfir byrjuðu að taka þátt,  tóku þeir miklu og varanlegu ástfóstri við hana. Fá eru þau lönd sem gera keppninni jafnt hátt undir höfði og gert er á Íslandi og keppniskvöldið sjálft löngu orðið ginheilagt meðal þjóðarinnar. 

Á Íslandi er sterk hefð fyrir því að standa með okkar fólki í keppninni, sama hversu lögin eru léleg sem við sendum í hana. Á hverju ári eftir að framlagið hefur verið kynnt, byrja fjölmiðlar að stagast á brandaranum "Sigurlíkur íslenska lagsins taldar góðar". 

Þótt til séu þeir, sem fer betur fer, sem alltaf trúa brandaranum, gera flestir sér grein fyrir því að hann er bara hluti af stemmningunni og sama hvernig fer, það er alltaf fín skemmtun að fá staðfestingu á því aftur og aftur að Pizzur og bjór fara ágætlega saman og austur Evrópulöndin skiptast alltaf á háu stigunum. 

Í ár er það hin danska Emmekie de Forest sem er sögð sigurstranglegust og á góðri leið með feta í fótspor sænskrar stöllu sinnar, Loreen, sem sigraði Eurovision 2012. 

Satt að segja minnir lagið Teardrops og flutningur Emmekie, talsvert á Lorren og Euphoriuna hennar. Báðar koma fyrir sjónir sem berfættar hippastelpur með vindvélagoluna í flagsandi hárinu syngjandi um frið og frelsi. Reyndar sver rússneska framlagið  í ár What If sem sungið er af Diönu Garipovu sig einnig í sömu ætt.

Segja má að í þessum lögum svífi andi meistara Dylans yfiir vötnum textanna, ekki hvað sýst í laginu Teardrops þar sem stórt er spurt hvað eftir annað, líkt og Dylan gerir í hippaþjóðsöngnum Blowing in the wind.

Þekktasta friðarlag keppninnar er eflaust  þýska vinningslagið frá 1982 Ein bißchen Frieden sem hin hugljúfa Nicole flutti sællar minningar. Boðskapur lagsins þótti þá enn eiga erindi við heiminn þótt friðarhugsjónir hippatímabilsins væru farnar að mást í nepju kalda stríðsins og eimyrju átakanna í Afríku og Asíu á þessum tíma.

Fari úrslitin í Stokkhólmi á þann veg sem spáð er og  Teardrops vinni keppnina í ár, fagna ég því. Það er merki um að þrátt fyrir alla þá kaldhæðni sem einkennir alla umræðu um frið í heiminum, er greinilega enn til fólk sem er til í að taka undir boðskapinn sem margir töldu að hefði gufað upp í reyk og sýru hippatímabilsins.

 

Blowing in the Wind 

How many roads most a man walk down
Before you call him a man ?
How many seas must a white dove sail
Before she sleeps in the sand ?
Yes, how many times must the cannon balls fly
Before they're forever banned ?
The answer my friend is blowin' in the wind
The answer is blowin' in the wind.

Yes, how many years can a mountain exist
Before it's washed to the sea ?
Yes, how many years can some people exist
Before they're allowed to be free ?
Yes, how many times can a man turn his head
Pretending he just doesn't see ?
The answer my friend is blowin' in the wind
The answer is blowin' in the wind.

Yes, how many times must a man look up
Before he can see the sky ?
Yes, how many ears must one man have
Before he can hear people cry ?
Yes, how many deaths will it take till he knows
That too many people have died ?
The answer my friend is blowin' in the wind

The answer is blowin' in the wind. 

Teardrops 

The sky is red tonight
We’re on the edge tonight
No shooting star to guide us

Eye for an eye, why tear each other apart?
Please tell me why, why do we make it so?
I look at us now, we only got ourselves to blame
It’s such a shame

How many times can we win and lose?
How many times can we break the rules between us?
Only teardrops

How many times do we have to fight?
How many times till we get it right between us?
Only teardrops

So come and face me now
Here on this stage tonight
Let’s leave the past behind us

Eye for an eye, why tear each other apart?
Please tell me why, why do we make it so?
I look at us now, we only got ourselves to blame
It’s such a shame

Tell me
How many times can we win and lose?
How many times can we break the rules between us?
Only teardrops

How many times do we have to fight?
How many times till we get it right between us?
Only teardrops

(Tell me now) What’s come between us? What’s come between us?
Only teardrops
(Tell me now) What’s come between us? What’s come between us?

How many times can we win and lose?
How many times can we break the rules between us?
Only teardrops

How many times do we have to fight?
How many times till we get it right between us?
Only teardrops, only teardrops

Only teardrops
Only teardrops

How many times can we win and lose?
How many times can we break the rules between us?
Only teardrops

How many times do we have to fight?
How many times till we get it right between us?

Only teardrop 

What If

What if I could change the path of time?
What if I had a power to decide?
What if I could make us unified?
If I, if I...

What if we would open up the doors?
What if we could help each other more?
What if I could make you all believe?
If we, if we...

What if we all opened our eyes?
What if we came together as one?
What if we aimed to stop the alarms?
What if we chose to bury our guns?

Why don't we always reach out to those
Who need us the most?

Together we can change the path of time
Together we have power to decide
The answer lies within our hearts and minds
Together, together

Together we can make a better place
On this little island out of space
Together we can change the world forever

What if we all opened our eyes?
What if we came together as one?
What if we aimed to stop the alarms?
What if we chose to bury our guns?

Let's unite and make a change
Let's unite around a new page
Come on sinners, come on saints
Have faith

Why don't we always reach out to those...

What if we all opened our eyes?
What if we came together as one?
What if we aimed to stop the alarms?
What if we chose to bury our guns?

What if we all opened our eyes?
What if we came together as one?
What if we aimed to stop the alarms?
What if we chose to bury our guns?

Why don't we always reach out to those
Who need us the most?


mbl.is Eyþór Ingi gerir Danina vandræðalega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Keppnin fer nu reyndar fram i Malmö, ekki i Stokkholmi:)

S.H. (IP-tala skráð) 16.5.2013 kl. 10:45

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

ooooooops

Svanur Gísli Þorkelsson, 16.5.2013 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband