6.5.2013 | 12:20
Ögmundur verndari óréttlætisins
Spillingin í stjórnsýslunni á Íslandi heldur áfram og stjórnvöld halda enn hlífðarskyldi yfir óréttlætinu og setja jafnvel sérlög til að viðhalda því. Gerræðislegur stuðningur Ögmundar Jónassoar innanríkisráðherra við áform sveitafélaga á Suðurnesjum um að hefja einokun aksturs farþega frá Leifsstöð til Reykjavíkur, er forkastanlegur og gott dæmi um þessa spillingu.
Ögmundur ver í bak og fyrir ólöglegt útboð SSS og færir fyrir stuðningi sínum falsrök og lygar.
Hann sér ekkert athugavert við að tilboði Sérleyfisbifreiða Keflavíkur skuli hafa verið tekið, en það er dótturfélag Kynnisferða sem einnig tók þátt í útboðinu. Útboðið var ætlað samkeppnisaðilum en hvað kom í veg fyrir að tilboð SBK og kynnisferða væru samin við sama borð?
Ögmundur grípur til beinna lyga við að réttlæta afstöðu sína í þessu máli fyrir fjölmiðlum og talar um að útboðið geri bæjarfélögum á Suðurnesjum mögulegt að "samþætta" almenningssamgöngur á svæðinu við farþegaaksturinn frá Leifsstöð. Almenningssamgöngur, reksturs almenningsvagna í Reykjanesbæ og áætlunarferða til og frá sveitarfélögunum á svæðinu eru þessu máli alls óviðkomandi.
Sveitarfélögin eygja vissulega þarna leið til að næla sér 360 milljón króna auka árstekjur og Ögmundur gerir þau mistök að taka þeirra málstað. Hann skeytir engu um þá aðila sem lagt hafa í miklar fjárfestingar við að þróa þessa þjónustu við ferðamenn á síðustu árum og fjárfest hundruð milljóna í tólum og tækjum til að sinna henni.
Samkeppniseftirlitið sem ætti auðvitað að láta þetta og önnur slík mál til sín taka, hefur einnig brugðist í þessu máli. Þar á bæ segjast menn ekki geta beitt sér gegn Ögmundi og sérlögunum hans af því að þeir hafi ákveðið að túlka sínar heimildir til afskipta svo "þröngt".
Samkeppniseftirlitið verður þar með að teljast hluti af vandmálinu. Það tekur þátt í valdaníðslu stjórnsýslunnar og stuðlar að félagslegu óréttlæti sem ógnar öryggi og atvinnu fjölda fólks.
Og nú þurfa þau fyrirtæki sem brotið hefur verið á að leita eftir rétti sínum hjá ESB.
Það eru svona uppákomur í þjóðfélaginu sem fá mann til að taka undir hin fleygu orð að betra væri að vera frjálsborinn maður í evrópskum hreppi en að vera hirðfífl smáfursta á Íslandi.
Hóta að kæra til eftirlitsstofnunar EFTA | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:24 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.