Samt svo glataður

Þetta er vafalaust forsmekkurinn af því sem koma skal. Ef nauðsynlega þarf að fylgja þarf lögum skal það gert, en aðeins að nafninu til. Þannig hafa Framsóknarleiðtogarnir ætíð hagað sér og gera enn. Sigmundur Davíð er maðurinn sem flestir íslendingar treysta best til þess að stýra landinu. Hann er manna djarfastur og lofar öllum öllu. Segir allt það rétta vitandi hvað fólk vill heyra hverju sinni. Hann er svo fínn og flottur en samt eitthvað svo glataður.
mbl.is Sigmundur Davíð fluttur til Austurlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ertu ekki að tala um Sigmund Davíð sem einn stjórnmálamanna hafði kjark til að standa gegn Icesave

Ertu ekki að tala um Sigmund Davíð sem benti á 20 % leiðina sem allir segja í dag að hefði verið raunhæfasta leiðin.

Og svo heldur þú að Sigmundur Davíð sé lýðskrumari ég held að þú ættir að skoða hug þinn aftur

sæmundur (IP-tala skráð) 21.4.2013 kl. 10:52

2 identicon

Í rauninni er það lögreglumál hvernig SD Kögunarson hefur heimfært IceSave-andóf íslensks almennings upp á sjálfan sig og Framsókn.

Þessi sögufölsun fer í flokk með lofsöng fákunnandi landsmanna til handa ORG (forseta til lífstíðar) fyrir "fram(sóknar)göngu" hans í sama IceSave-máli.

Það var íslenskur almenningur, án allra fjórFLokksskírteina, sem krafðist þess í tvígang að málið færi í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 21.4.2013 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband