Gömlu góðu tímarnir eru handan við hornið

Fjórflokkurinn er á góðri siglingu þessa dagana og allt að verða í þeim efnum eins og áður var. Hann þarf engu að kvíða í næstu kosningum, er með rétt tæp 80% fylgi samanlagt. Við tekur svipuð stjórn og ríkti fyrir hrun. Hinir tveir hvíla sig og safna kröftum í næsta slag. Gömlu góðu tímarnir eru handan við hornið.

Með þessu fylgi sannar fjórflokkurinn að þjóðin (eða mikill meirihluti hennar) hefur ekki lengur áhuga á breytingum í samfélaginu, ef hún hafði það þá einhvern tímann.  Hin framboðin ellefu, skipta á milli sín restinni, sem er hvergi nægjanlegur styrkur til að neinu verði breytt.

Og þetta er það sem þjóðin vill og á því ekki neitt betra eða verra skilið. Þannig er lýðræðið, hversu óupplýst sem það kann að sýnast.

Almenningur skellir við skolleyrunum við nýjum röddum og kýs það sem hann hefur alltaf kosið. Allt rausið um að spillingu þurfi að uppræta, losna þurfi við flokkeigendafélögin, skipta þurfi auðlindum  á réttlátari hátt og gera þurfi gagngerar endurbætur á stjórnarskránni er í raun innantómt gaspur sem fékk hljómgrunn um tíma, eða rétt á meðan fjórflokkurinn var að svæfa þá eða þagga niður í þeim sem hlustuðu á róstuseggina. -

þótt fjórflokkurinn flaggi nýju andlitum hér og hvar, hefur stefna hans ekkert breyst, og smekkur fólks fyrir pólitík greinilega ekkert heldur.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur bætir við sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Gunnarsson

Flestir smáflokkanna hafa ekkert fram að færa, bara tapsárin einstaklingar sem geta ekki unnið í eigin flokki. Píratar er þó undantekning. Björt framtíð er Alþýðuflokkurinn afturgenginn, meira að segja með sama listabókstaf. Samfylkingin er að missa réttlætingu, samfylking um hvað? Vinstri grænir verða að vera til fyrir þá sem eru til vinstri.

Mér finnst ofsögum sagt að ekkert sé að gerast. Á hægri hliðinni er einnig áhugavert að gerast. Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn smám saman að verða eins konar VG á hinum vængnum eins og er í Danmörku, lítill nokkuð einsleitur flokkur, eða vill hann vera leiðandi afl með lausnir á vandamálum líðandi stundar (t.d. hvernig ætlar hann að hindra næsta hrun og bæta viðskiptasiðferði) Verður hann flokkur í ætt við Svíþjóð og Þýskaland. Stór flokkur með mörg sjónarmið til hægri og að miðju, sem gefur bæði konum og körlum tækifæri. Í Danmörku hefur þarlendur framsóknarflokkur stolið þessu hlutverki.

Sigurður Gunnarsson, 18.4.2013 kl. 07:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband