Gervi norðurljós fyrir gervi ferðamenn

Íslendingar eru smá saman að missa áttirnar í daufu skyninu frá glóandi ferðamanna gulli. Fjöldi ólöglegra gistihúsa hefur aldrei verið fleiri, fjöldi óskráðra fólksflutninga aðila aldrei eins mikill en auðvitað hafa ferðamenn aldrei verið eins margir.

Margir hafa orðið til að harma þessa þróun, einkum það að ekki sé komið höndum yfir það skattfé sem þessum óskráðu aðilum ber að skila og því hefur þessi starfsemi sögð vitnisburður um þann óheiðarleika sem þrífst í greininni.

En það er önnur tegund óheiðarleika í tengslum við ferðaþjónustuna í landinu sem er öllu alvarlegri. Það er vaxandi tilhneiging til að halda að ferðafólki því sem ekki er raunverulegt, einskonar gerviútgáfu af Íslandi. 

Í því skyni höfum við búið til gervi fornmuni og líkön af því sem áður var, sem síðan hafa aftur reynst gervilíkön. Og nú bætist við þá flóru gerviútgáfa að sjálfum norðurljósunum. - Þessar gerviútgáfur af landi og þjóð verða til fyrir þann misskilning að betra sé að bjóða ferðafólki upp á eitthvað sem ekki kann að vera ekta, í stað hins raunverulega og frekar en ekki neitt. - Og svo heyrist það líka að ef fólk er nógu vitlaust til að borga sig inn á svona gervi-upplifun, á það ekki betra skilið. Gervi ferðareynsla er fyrir gervi ferðafólk.

Það hefur löngum verið gert að því grín meðal leiðsögumanna að það væri afar heppilegt ef hægt væri að ýta á takka til að láta norðurljósin kvikna þegar það hentar. En þetta var GRÍN, ekki alvara.

 


mbl.is Norðurljósasetur opnað í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

er það kaldhæðni eða óviljaverk að nota gervi stafsetningu og málfar?

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 21.3.2013 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband