18.3.2013 | 03:28
Ekki bestu norðurljósin sem af er vetri
Víst voru norðurljósin ágæt í gærkveldi og mikil virkni í þeim um stóran hluta himinsins. Til þess var tekið að þau sáust greinilega á austurhimni nokkru áður en vesturhiminn var orðin myrkvaður.
En þrátt fyrir alla umfjöllunina sem þessi ljós fengu, voru þau samt ekki eins litrík og dansandi og ljósin sem sáust á vestur og suðurlandi þann 19. janúar s.l. og sem verða að teljast þau bestu sem sést hafa þar um slóðir , það sem af er vetri.
Það nýmæli veðurstofunnar að birta sérstaka norðurljósaspá og skýjahuluspá í tengslum við hana á netsíðu sinni, var í fyrstu talin lofa góðu. En í allan vetur hafa spárnar reynst afar óáreyðanlegar. Virknispárnar eru yfirleitt út í hött miðað við það sem svo hefur komið í ljós og skýjahuluspárnar svo ónákvæmar að þeir sem gera út á norðurljósin, fara meira eftir norsku veðurstofuspánum en þeim íslensku. Íslenska veðurstofan verður því að hysja upp um sig buxurnar í þeim efnum, ef hægt á að vera að taka mark á henni.
Veðurstofa Íslands sem ekki hafði fyrir því að uppfæra heimasíðu sína á laugardagskvöldið til að hún sýndi það veðurlag á suðvesturlandi sem þar raunverulega var, og varð því til að fjöldi fólks fólks fóru langar fýluferðir í leit að norðurljósunum, birti eftirfarandi texta á síðu sinni í gærmorgunn.
"Eins og áður hefur komið fram varð kórónugos í sólinni á föstudagsmorgun. Spár laugardagsins gerðu ráð fyrir að agnastraumur frá gosinu næði til jarðar undir kvöld á laugardag og myndi valda aukinni virkni norðurljósa þá. Þær spár gengu ekki eftir og var virknin á laugardagskvöld lítil, auk þess sem tiltölulega óvænt netjuskýjabreiða byrgði sýn til himins á V-verðu landinu.
Snemma í morgun (um 06:00 á sunnudag) mældist loksins aukin virkni norðurljósa vegna agna frá kórónugosinu og hefur virknin mælst há í dag. Ekki er hægt að njóta sýningarinnar á Íslandi því dagsbirta yfirgnæfir nánast alltaf norðurljós. Ekki er hægt að segja til um með vissu hversu lengi aukin virkni vegna kórónugossins endist, en líkur eru til að virknin verði enn mikil fram á kvöld (sunnudagskvöld). Til að fylgjast með virkninni má velja hlekkinn "Geimveðurspá" hér niðri í hægra horni og skoða rauða ferhyrninga á línuriti sem merkt er "Geimveðurspárit"."
Dansandi norðurljós | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Ferðalög | Facebook
Athugasemdir
Rétt, spár veðurstofunnar hafa verið meira og minna út í hött í allann vetur. Og skýjahuluspárnar bara vitlausar, meira eða minna.
Annars er þessi vetur ekki búinn að vera neitt sérstakur með Norðurljós, og ekk nándar nærri því eins mörg ,,norðurljósakvöld" og síðasta vetur.
Ég held að besta ,,sýning vetrarins hafi verið 12. og 13 Febrúar: https://www.facebook.com/photo.php?fbid=4888892534920&set=a.4888882694674.2174505.1075907659&type=3&theater
Börkur Hrólfsson, 18.3.2013 kl. 20:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.