1. apíril hjá Veðurstofu Íslands

Hundruð fólksbifreiða og tugir langferðabíla sem fullir voru af eftirvæntingarfullum ferðamönnum, óku um vegi suðvesturlands í kvöld og nótt í árangurslausri leit að norðurljósunum. Veðurstofan hafði lofað heiðskýrum himni yfir svæðinu sem samt var þakið skýjahulu sem hrannaðist upp og þéttist rétt um sólsetur, allt frá Snæfellsnesi til Mýrdalsjökuls.

Virkni og styrkur ljósanna var á sama tíma undir meðallagi, þrátt fyrir vel auglýst "Kórónugos" á sólinni sem átti að skapa fádæma skær og litrík ljós.

Reyndar skipti það ekki máli, því engin ljós sáust á svæðinu sem veðurstofan sagði þau bestu til að njóta dýrðarinnar, vegna skýjafarsins sem Veðurstofa Íslands sá ekki fyrir. Veðurstofan hirti heldur ekki um að breyta spá sinni í samræmi sem þegar var orðið, því allt kvöldið sýndi skýjahuluspá þeirra allt suðvesturlandið heiðskýrt.

Veðurstofan gerði öllum þeim sem treystu henni í kvöld, ljótan grikk og jók enn frekar á þann fjölda sem þegar finnst besta að taka spám hennar með miklum fyrirvara.

1. apríl kom snemma þetta árið hjá veðurstofu Íslands og þúsundirnar sem hlupu kunna henni litlar þakkir fyrir.


mbl.is Búast má við öflugum norðurljósum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Nei Svanur, Guð eða eitthvað annað lék á ykkur. Veðurstofan getur ekki einu sinni sagt til fyrir um jarðskjálfta.

Starfsmenn Veðurstofunnar hafa hins vegar verið þekktir að því að vera góðir í leggja kollega sína í einelti. Kannski væri nær að fara með nokkrar rútur af ferðamönnum upp á Veðurstofur til að sjá það.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 17.3.2013 kl. 06:51

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Norðurljósasýningin byrjaði um klukkan sjö í morgun, en þá var orðið bjart á Íslandi. Sums staðar í Bandaríkjunum eru falleg norðurljós núna.

http://www.agust.net/aurora/

 https://www.facebook.com/SolarHam?ref=stream

Ágúst H Bjarnason, 17.3.2013 kl. 10:22

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Óskaplega er þetta bjánaleg bloggfærsla og ekki síður athugasemdin frá Villa villingi vini mínum! Hvaða hugmyndir hafa menn eiginlega um óskeikulleika veðurspáa? og ekki eru ályktanirnar sem af þessu eru dregnar síður fordómafullar og stórkostlegar: lítið sé yfirleitt að marka spár Veðurstofunnar. Þær eru gerðar oft á dag alla daga ársins. Ekkert mál að afgreiða þær eins og hér er gert!

Sigurður Þór Guðjónsson, 17.3.2013 kl. 11:31

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Bjánaleg er kannski ekki rétta orðið, ósanngjörn væri nær lagi.

Sigurður Þór Guðjónsson, 17.3.2013 kl. 12:25

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Minni athugasemd var alls ekki ætlað að vera réttlát. Ég hef enga trú á veðurspám og himnaglápi; Horfi helst í jörð og framan í annað fólk. Skýjaglópar eru of margir á Íslandi.

Annars finnst mér bjánalegt af ferðaiðnaðinum á Íslandi að bjóða mönnum í "öruggar norðurljósasýningar". Er ekki nóg að mönnum sé boðið að fræsa upp hálendið á Íslandi og fara í sund án þess að þvo sér almennilega á milli lappanna?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 17.3.2013 kl. 13:33

6 identicon

Sumir ræna okkur fornminjunum og aðrir norðurljósunum. Heimur versnandi fer.

Helgi Bjarnason (IP-tala skráð) 17.3.2013 kl. 15:41

7 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Einmitt Helgi. Fornleifur var víst að skrifa eitthvað um það af vanefnum um daginn:

http://fornleifur.blog.is/blog/fornleifur/entry/1287747/

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 17.3.2013 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband