Davíð Örn reyndi ekki að smygla neinu

Það er rangt sem ítrekað hefur komið fram í fréttum að Davíð Örn Bjarnason hafi verið settur í fangelsi í Tyrklandi, grunaður um að haf reynt að smygla formunum úr landi. Davíð Örn gerði enga tilraun til að leyna því að hann hafði meðferðis í farangri sínum mun sem hugsanlega gæti varðað við lög í Tyrklandi að fara með úr landi og því er ekki rétt að væna hann um smygl eins og fjölmiðlarf hér á landi hafa óspart gert. Stjórnvöld í Tyrklandi hafa heldur ekki ákært Davíð fyrir smygl en þetta orðalag þykir gírugum fréttasmiðum e.t.v. hljóma betur en eru um leið að væna hann um miklu alvarlegri glæp en hann er í raun sakaðar fyrir.

Lög í Tyrklandi eru viljandi óljós hvað varðar aldur og gerð þeirra muna sem bannað er að flytja úr landi þeirra. Lögunum er ætlað að gefa tollvörðum eins frjálsar hendur og mögulegt er til að stöðva flutning á fornmunum úr landinu, vegna skort þeirra á sérfræðiþekkingu. Viðvaranir um kaup á fornmunum og hvernig kaupendum beri að láta meta þá muni sem þeir kaupa af þar tilgreindum sérfræðingum, leiki vafi á aldri og uppruna þeirra, eru algengar í ferðabæklingum og á ferðasíðum sem fjalla um Tyrkland. En oft er erfitt að átta sig á hvað eru eftirlíkingar, hvað fornmunir og hvað munir sem þrátt fyrir að vera gamlir, mundu ekki teljast fornmunir.

En eitt er að gera tilraun til að smygla hlut, reyna sem sagt að fela hann fyrir tollvörðum á einhvern hátt og annað að ætla að flytja hann úr landi án slæms ásetnings af nokkru tagi. Davíð Erni kann að hafa orðið á mistök, en hingað til hefur ekkert komið fram að um ásetningsbrot hafi verið að ræða annað en fyrirsagnir íslenskra fjölmiðla.


mbl.is „Hélt að þetta væri löglegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Er ekki hérna bara verið "að hengja bakara fyrir smið" eins og orða-tiltækið hljómar.

Það er stundum sem eitthvert ógæfu fólk sett í sviðsljósið bara af því að það líkist einhverum sem á að koma höggi á eða að fólkið heitir sama nafni og deilan snýst um.

Oft er sem svona fréttir eru bara táknrænar.

Jón Þórhallsson, 14.3.2013 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband