30.1.2013 | 12:34
Sumir karlmenn og sumar konur
Það verður væntanlega mikið um dýrðir á næstunni þótt undirbúningurinn hafi farið leynt, því framundan er stórafmæli kosningaréttarins á Íslandi. Alþingi undirbýr mikla afmælishátíð, enda merk tímamót í aðsigi, sem einhverra hluta vegna hefur gleymst að halda uppá á fyrri stigum. (Nei annars, það dettur engum í hug að halda upp á svoleiðis vitleysu.)
8. Mars næstkomandi verða sem sagt liðin 170 ár frá því að Kristján 8. Danakonungur gaf út tilskipunina árið 1843, þess efnis að íslendingar fengju kosningarétt. - Ekki samt allir íslendingar heldur aðeins karlmenn, sem "væru orðnir 25 ára, hefðu óflekkað mannorð og ættu að minnsta kosti 10 hundraðajörð eða múr- eða timburhús í kaupstað sem metið væri á að minnsta kosti 1000 ríkisdali eða hefðu lífstíðarábúð á 20 hundraða jörð."
Konur og hverskyns undirmálsfólk urðu að bíða dálítið lengur.
Reglurnar um eignir kjósenda voru reyndar rýmkaðar dálítið þegar kosið var til þjóðfundarins 1851 og aftur árið 1903. Þá fengu karlmenn kosningarétt sem ekki voru öðrum háðir sem hjú og borguðu fjórar krónur eða meira í útsvar.
Árið 1915 var svo gerð sú breyting að konur fengu kosningarétt og einnig allir aðrir sem orðnir voru 40 ára og skulduðu ekki sveitarstyrk. Það aldursmark átti síðan að færast niður um eitt ár á ári þar til 25 ára markinu væri náð. Þær takmarkanir voru þó felldar niður árið 1920.
Og vel á minnst, upp á þetta á örugglega að halda,(sj´´a viðtengda frétt) en samt aðeins konuhlutann.
Enn varð breyting árið 1934, þegar kosningaréttur var færður niður í 21 árs aldur og takmarkanir á kosningarétti vegna skuldar við sveitarsjóð voru numdar úr gildi. Þá fyrst gátu allir kosið án tillits til kyns eða eigna og áttatíu ára afmæli þess mætti svo sem halda a næsta ári.
Kosningaaldurinn var svo lækkaður í 20 ár árið 1968 og að lokum í 18 ár 1984.
![]() |
Konur hafa kosið í 100 ár 2015 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.