Góð auglýsing

Hvað eftir annað nælir Ísland sér frýja auglýsingu sem verður til þess að ferðamannstraumurinn til landsins eykst ár frá ári.

Það virðist ekki skipta neinu máli hvað tilefnið er, allt verður okkur að mat. Bankahrun og eldgos, kvikmynda og poppstjörnur. 

Bullfréttir sem eru matreiddar af erlendum fjölmiðlum og bera oft að okkur finnst afar neikvæð skilaboð, hafa skilað okkur miklu meira enn pínlegir tilburðir þeirra sem fá greitt fyrir að markaðssetja landið.

Þessi frétt USA Today og sem lapin hefur verið upp af nokkrum öðrum bandarískum blöðum og netmiðlum er ein af þessum bullfréttum sem hjálpa við að halda nafni Íslands á lofti og hefur sem slík talsvert auglýsingagildi.


mbl.is Ísland sagt íhuga nýtt nafn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Usa Today er varla talið markverk blað í Bandaríkjunum, það er varla þess vert að hafa  eftir hvað þeir rita.

hrefna lúðvígs (IP-tala skráð) 8.11.2012 kl. 19:29

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Svo sem sammála því Hrefna

Svanur Gísli Þorkelsson, 8.11.2012 kl. 23:47

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hverjum er ekki svo sem sama um Ísland, nema Þjóðverjum, sem Össur er búinn að lofa endalausum fríum fiski við inngönguna í ESB. Samt kalla þeir landið Scheisland.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 15.11.2012 kl. 07:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband