Skemmdarstarfsemi stjórnvalda

Ferðaþjónustan hefur fram að þessu verið talið hálfgert vandræðabarn af stjórnvöldum. Fram að þessu hafa þau viljað sem minnst af þessum bastarði vita og algjörlega hunsað hana hvað varðar stefnumótun á öllum mikilvægustu sviðum hennar. Ferðþjónustan hefur reyndar á vissan hátt notið þess að stjórnmálamenn og aðrir slíkir vitleysingar hafa látið hana í friði og  fram að þessu látið nægja að minnast á hana við hátíðleg tækifæri sem einn af þeim möguleikunum sem vort auðuga land býður upp á til atvinnusköpunar og atvinnuþróunar.

Greinin er auðvitað löngu komin fram úr slíkum frösum og þeir sem nota þá sýna aðeins fram á vanþekkingu sína.

Ferðaþjónustan á Íslandi er því að stærstum hluta sjálfsprottin atvinnugrein, þar sem fólk hefur oft af þröngum kostum og meira af hugsjón en gróðahyggju, byggt upp fyrirtæki sín. Nú loks þegar að það sér fram á að þau geti á næstunni orðið arðbær, þrátt fyrir áhugaleysi hins opinbera,  hugsa stjórnvöld sér gott til glóðarinnar. - Þau byrja á að gera að því skóna að mikil skattsvik séu stunduð í greininni. En ekki skal bregðast við þeim með aðferðum sem hingað til hafa dugað best til að sporna við skattsvikum, þ.e. með að lækka skattana. Nei, heldur skal hækka skatta. -

Fólk sem vinnur fyrir stofnun sem minna en 10% þjóðarinnar ber traust til, heldur allt í einu í sjálfhverfu sinni að að sé hæft til að hefja afskipti að hlutum sem það hefur ekki hundsvit á.  Þessir sömu rugludallar að tala um að endurnýja þurfi lögin um ferðaþjónustuna og vinna að stefnumótun fyrir hana, allt til að breiða yfir að það eina sem þeir hafa áhuga á er að næla í nokkrar krónur fyrir ríkissjóð sem á að fá fólk til að halda að það sé starfi sínu vaxið.

Í raun er verið að leggja grunn að stórfelldri skemmdarstarfsemi á atvinnugrein sem réttilega er einn af fáu vaxtarsprotum íslensks atvinnulífs um þessar mundir. Starfsgreininn á að fá að þróast í friði fyrir afskiptum pólitíkusa sem eins og venjulega eru aðeins að hugsa um eigin rassa og stóla fyrir þá, rétt eins og Oddný Harðardóttir gerir um þessar mundir.

 


mbl.is Tímabært að afnema afslátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þar sem ég er hægri öfgamaður ætla ég að að leyfa mér að vitna i Ronald Reagan "Government's view of the economy could be summed up in a few short phrases: If it moves, tax it. If it keeps moving, regulate it. And if it stops moving, subsidize it"

Núverandi stjórnvöld og sennilega einhver hluti þeirra sem kaus stjórnarflokkana álíta að allt sem hreyfist á landinu séu réttmætar "eigur" þeirra og að pöpullinn eigi að vera þakklátur fyrir molana sem eftir verða.

Það er margbúið að sýna fram á að eftir því sem skattar hækka (lesist verð) minnkar eftirspurn en þessi grundvallarsannindi komast winhvern vegin ekki inn fyrir þykka kúpuna á vinstri mönnum.

Erlendur (IP-tala skráð) 13.8.2012 kl. 21:41

2 Smámynd: corvus corax

Þessi fjármálaráðherra er náttúrlega bara fáviti.

corvus corax, 13.8.2012 kl. 23:17

3 Smámynd: Gylfi Gylfason

Ég hef unnið við verðlagningu nær alla mína starfsæfi og tek undir það sem Erlendur segir, Það er beint samspil á milli álagningar og söluhraða og mitt hlutverk er t.d. að ná hámarks krónutölu því ég tek ekki prósentur með mér heim að matarborðinu. Skatturinn á að skilja eftir 3 milljarða og við þurfum að byrja á deila því á meðaleyðslu hvers ferðamanns sem kemur hingað kemur. Kannski nokkur þús. túristar. Svo þurfum við á áætla fækkunina og sjá hvað þessir 3 milljarðar eru lengi að hverfa í vegna þeirra sem koma ekki. Hef ekki tíma í það nú en þetta er nokkuð einfalt dæmi sýnist mér.

Gylfi Gylfason, 13.8.2012 kl. 23:24

4 identicon

Tharna er eg ther svo sannarlega sammala.

 M.b.kv.

Sigurdur Kristjan Hjaltested (IP-tala skráð) 14.8.2012 kl. 11:35

5 identicon

Eruð þið vissir á því að ferðaþjónustan stingi ekki þessum skattaafslætti í eigin vasa...

Ég tel mig þekkja mitt fólk, íslendinga.. ég væri mjög hissa ef ferðamenn væru að fá eiitthvað lægra verð vegna lægri skatta... 

DoctorE (IP-tala skráð) 14.8.2012 kl. 13:34

6 identicon

Það er náttúrulega óskammfeilni af hæstu gráðu af ferðaþjónustunni að telja að hún eigi einhvern rétt á tekjunum sem hún skapar. Yfirleitt er helsta markmið allra fyrirtækja að geta stungið einhverju í vasann á meðan ríkið er eitt um að geta seilst í annarra manna vasa og þá eins oft og djúpt og þeim sýnist.

Annars er þetta mál auðleyst, ríkisvæða ferðaþjónustuna og þar með fær ríkið sinn réttmæta hlut af rekstrinum.

Erlendur (IP-tala skráð) 14.8.2012 kl. 15:05

7 identicon

Þú ert hluti af ríkinu Erlendur.
Ég endurtek, íslendingar eru ekki þekktir fyrir að leyfa vv að njóta afslátta yfirhöfuð, þeir stinga frekar peningunum í sinn eigin vasa.. við þekkjum þetta öll á eigin skinni.

 En hey.. gefum þeim þessa peninga, við skulum líka láta úgerðina eiga sína peninga algerlega..kannski síðar meir falli eitthvað af borðum þeirra, eitthvað sem sauðir geta japplað á

DoctorE (IP-tala skráð) 14.8.2012 kl. 15:55

8 identicon

Um það snýst deilan, sumir telja að ríkið eigi forgangskröfu á öll verðmæti í landinu, aðrir ekki. Ég er alls ekki að argast út í skattheimtu sem slíka, en frekar þá hugmyndafræði að ekkert sé ríkinu óviðkomandi og að ríkið geti sogi til sín allt sem hreyfist.

Erlendur (IP-tala skráð) 14.8.2012 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband