Hið skítlega eðli Davíðs

Sáttin sem forseti vor vill að komist á í samfélaginu, eftir að hann vissi að það var öruggt að hann hlyti kosningu, verður víst að bíða eitthvað. Illindi og deilur í tengslum við kosningarnar ráða ríkjum þessa dagana.

Öryrkjabandalagið ætlar að kæra sjálfar kosningarnar og láta dómsstóla kveða á um hvort þær hafi verið löglegar eða ekki.

Einn af aðal hvatamönnum framboðs forsetans,  Guðni Ágústsson,  hugleiðir að kæra Davíð Þór fyrir að hafa skrifað eitthvað ljótt um forsetann og jafnvel Guðna sjálfan í aðdraganda kosninganna.

Guðni fer framsóknarleiðina í þessu máli. Hann talar ekki við þann sem hann þykist eiga sökótt við, en fer beint í atvinnurekandann sem Davíð vinnur hjá og kvartar við hann. Vill sjálfsagt láta reka Davíð fyrir það skítlega eðli að tala um forsetann eins og hann sé einhver loddari og segja líka svo eitthvað slæmt um hann sjálfan í leiðinni.

Þegar að Davíð Oddson kallaði fram í fram í þingræðu Ólaf Ragnars, "hvers konar loddari ert þú" sá Guðni Ágústsson ekki ástæðu til að kæra. Og þegar að Ólafur Ragnar sagði að Davíð Oddson hefði "skítlegt eðli" sá Guðni heldur ekki ástæðu til að kæra. Þá voru þeir allir þingmenn og á þingi mega þingmenn segja ýmislegt sem leikmenn geta átt á hættu að verða kærðir fyrir.


mbl.is Davíð svarar Guðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvort þeir hafi skítlegt eðli, þrímenningarnir, Ólafur Ragnar, Davíð Oddsson og Guðni Ágústsson vil ég ósagt láta. En allir þrír eru þeir undirmálsmenn og ótrúlegir afglapar í opinberu starfi.  

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 6.7.2012 kl. 21:06

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Held að það sé skynsamlegast fyrir okkur rétta og slétta bloggara að spara stóru orðin. Annars endum við uppi eins og foreldrar barnanna sem slást á leikvellinum; slagsmálin eru börnunum gleymd eftir 5 mínútur en foreldrarnir talast ekki við í mörg ár á eftir.

Ríkisstjórnin á auðvitað eftir að láta þau boð út ganga að forsetinn sé nú ekki svo slæmur eftir allt saman; í dag staðfesti hann ráðuneytaskipan núverandi ríkisstjórnar.

Kolbrún Hilmars, 6.7.2012 kl. 21:59

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Forseti Íslands er verndari þjóðkirkjunnar.Að segja að verndari þjóðkirkjunnar og æðsti maður landsins sé lygari og rógtunga, á að gefa öllum sem í þjóðkirkjunni eru tilefni til þess að ræða við þann sem hefur  slíkan mann í vinnu og stjórnar þjóðkirkjunni, og krefjast þess að hann verði látinn fara strax.Ef hinn nýi biskup rekur þennan auma starfsmann kirkjunnar ekki strax, byrjar hún ekki sinn starfsferil gæfulega sem biskup.

Sigurgeir Jónsson, 6.7.2012 kl. 21:59

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Forseti Íslands, "verndari þjóðkirkjunnar", hefur hvað eftir annað, áður en hann varð forseti, lýst því yfir að hann tryði ekki á Guð. En kannski að það skipti ekki lengur máli þegar svo er komið að allar syndir eru fyrirgefnar út á það eitt að geta kallað sig "verndara þjóðkirkjunnar".

Svanur Gísli Þorkelsson, 6.7.2012 kl. 23:00

5 identicon

Svanur þú ert að berjast við risaeðlur hér í athugasemdakerfinu.

Betra Ísland mun bíða í 4 ár.

Elías (IP-tala skráð) 6.7.2012 kl. 23:52

6 identicon

Davíð Þór skrifaði bara sannleikan !  Persónana Ólafur Ragnar Grímsson er lygari um sín aðkomu að öllu í þessu þjóðfélagi !

Um vinnubrögð Guðna Ágústssonar vegna skrifa Davíðs Þórs, er það að segja;  Svona hafa svokallaðir valdamenn í íslensku þjóðfélagi unnið og halda að þeir geti komist upp með það enn !  

Ef biskup ætlar að fara að beiðni gjörspilltra pólitíkusa eins og Guðna Ágústssonar, þá fækkar bara í þjóðkirkjunni !!!!

JR (IP-tala skráð) 7.7.2012 kl. 00:40

7 Smámynd: Jón Páll Haraldsson

Það eiga margir eftir að sjá eftir því hvernig þeir kusu. Það er gott og blessað að kjósa hvað eða hvern sem er eftir sinni sannfæringu, en að kjósa núverandi ríkisstjórn til að hegna Sjálfstæðisflokknum, eða að kjósa besta flokkinn til að hegna öllum þeim flokkum sem höfðu stjórnað borginni og nú var Ólafur Ragnar kosinn af mörgum vegna þess að þau treysta ekki ríksstjórninni. Það væri æskilegast að fólk kysi þann einstakling eða þann flokk sem stæði fyrir þeirri hugmyndafræði sem einstaklingurinn tryði á, en ekki vegna þess sem einstaklingurinn eða stjórnmálaflokkurinn er á móti. "Óvinur óvinar míns er vinur minn". Mannkynssagan hefur margsannað að það er ekki rétt

Jón Páll Haraldsson, 7.7.2012 kl. 17:38

8 Smámynd: Elle_

Voðalega finnst mér leiðinlegt að sjá hvað þú ert háðskur gagnvart forsetanum í 1. setningunni þinni, Svanur.  Ætla að kjósa Ólaf aftur eins og oft og hann býðst.

Elle_, 7.7.2012 kl. 19:07

9 identicon

Sammála Svani um eðli Davíðs Þórs.

Andrés Ingi (IP-tala skráð) 7.7.2012 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband