1.7.2012 | 22:31
Forsetaembætti í mótun
Þjóðin, eða alla vega 35% kosningabærs hluta hennar, hefur veitt Ólafi Ragnari Grímssyni áframhaldandi umboð til að móta embættið eftir eigin túlkun. Hann hefur þegar látið reyna á þanþol hefðbundinnar túlkunar á tilgangi þess og valdsviðs og engin ástæða er til að ætla að hann haldi því ekki áfram.
Líkast til munu flestir una þessu vel því ekki var einu sinni hlustað á raddir sem í aðdraganda þessara kosninga, vörðu við þessari sjálftöku valds.
Svo lauslega virðist forsetaembættið skilgreint í lögum og stjórnarskrá landsins að ekki verður betur séð en að sitjandi forseti geti mótað það á hvern þann veg sem honum þóknast. -
Sjái forseti t.d sér akk í því að sækja stuðning sinn til ákveðinna stjórnmálaflokka og gera þannig embættið að flokkpólitísku bitbeini, er ekkert sem mælir á móti því, eins og nýafstaðnar kosningar bera reyndar vitni um. -
Kjósi forsetinn að halda úti eigin stefnu í samskiptum sínum við erlenda fjölmiðla og stjórnvöld annarra ríkja, frekar en stefnu stjórnvalda, er honum það heimilt. -
Ákveði hann að einhver mál eigi að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu, getur hann gert það án nokkurs samráðs og ekkert ræður því annað en geðþótti hans sjálfs. -
Vilji forseti sitja í embættinu um lífstíð, er erfitt að ímynda sér að nokkur geti komið í veg fyrir það, slíkir eru yfirburðir aðstöðu sitjandi forseta þegar kemur að því að kljást við aðra frambjóðendur.
Það er greinilegt að forsetaembættið, eins og það hefur verið túlkað af forsetum landsins fram að þessu, getur verið annað hvort valdminnsta eða valdamesta embætti þjóðarinnar. Hvort það er, ræðst af forsetanum sjálfum, persónunni og hvern mann hún hefur að geyma.
Ekkert bendir til að Ólafur haldi ekki áfram að auka völd embættisins enn meir á næsta kjörtímabili, gera það enn pólitískara og hleypa þannig inn í það þeim glundroða og þeirri sundrungu sem pólitíkin er þekkt fyrir að skapa.
Vísast er Ólafur "sterkasti" forseti sem þjóðin hefur eignast, en það er hann einkum í krafti þess sundurlyndis sem er harðkóðuð í stefnu hans sem stjórnmálamanns, sem er af nákvæmlega sama meiði og pólitíkin sem stunduð er á alþingi og hefur orðið til þess að 90% af þjóðinni vantreysta því.
Ólafur Ragnar ótvíræður sigurvegari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Flott greining Svanur Gísli, flott greining. Hér er svo margt laust í reipunum að með ólíkindum er. Því geta undirmálsmenn eins og Ólafur Ragnar eða Davíð Oddsson vaðið uppi, orðið valdamestu menn þjóðarinnar og valdið samfélaginu ómældu tjóni. Svona menn draga síðan allt niður á lægra plan. Þess vegna, einmitt þess vegna er svo margt á lágu plani hjá okkur á skerinu.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.7.2012 kl. 23:20
Svanur, þú fellur fyrir þeim lygaáróðri að Ólafur hafi hlotið 35% fylgi, en það kusu hann 53% samkvæmt þeim reglum sem gilda. Það er alveg eins hægt að segja að þeir sem ekki mættu á kjörstað hafi verið að kjósa Ólaf, eins og að segja að þeir hafi verið að hafna honum.
Theódór Norðkvist, 1.7.2012 kl. 23:54
Þráhyggja þín og hatur út í Ólaf Ragnar Grímsson er mér algerlega hulin ráðgáta. Hvað veldur þessu Svanur minn? Það er engin heilbrigð skýring á þessu. Pesónuleg gremja þín og óvild er nánast kómísk. Let it go. Hann er forsertinn þinn og þar við situr. Face it.
Jón Steinar Ragnarsson, 2.7.2012 kl. 00:12
Theodór; Er þér eitthvað farið að förlast félagi. Þú lest 35% kosningabærs hluta þjóðarinnar og það er engin "lygaáróður", aðeins einfaldur reikningur.
Jón Steinar;Gremjan er ekki persónuleg. Ef hún væri það hefði ég ekki unnið fyrir hann eins og ég gerði á sínum tíma. - Hins vegar blandar Ólafur stöðugt persónu sinni og prívat skoðunum í málefni sem ættu ekki að vera persónubundin, eins og t.d. þau dæmi sem ég tek í pistlinum. Þess vegna er oft erfitt að greina á milli málefana og persónu Ólafs.
Svanur Gísli Þorkelsson, 2.7.2012 kl. 00:33
Æ já það er algjörlega sýnilegt hatur þitt á persónunni Ólafi Ragnari og ég sem oft hef tekið undir málflutning þinn lýsi því hér með yfir að þú hefur svo sannarlega fallið niður um marga metra, og mun ekki taka neitt mark á þínum málflutningi héðan í frá. Þú hefur nefnilega týnt einhversstaðar á leiðinni sannleikanum og því að hafa það sem sannara reynist. Þú hefur sýnt svo sannarlega blindu þína og þar með fyrir mér persóna non grata.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.7.2012 kl. 02:15
Svanur ég veit alveg hvernig þessi 35% tala er fundin út. Ég er einfaldlega að benda þér á að svona er þetta samt ekki reiknað, nema af þeim sem voru í tapliðinu, til að gera lítið úr sigri þess sem vann.
Venjan er að reikna fylgið sem hlutfall af þeim sem kusu, enda koma ekki þau atkvæði til tals sem skiluðu sér ekki. Það fólk kaus að nýta ekki kosningaréttinn og hafa þar með ekkert um það að segja hverjir voru kosnir, taka ekki þátt í leiknum.
Ég hef t.d. aldrei heyrt neinn halda því fram að Vigdís hafi einungis fengið 30% fylgi (miðað við 90% kosningaþátttöku og að hún fékk 33,8% af þeim sem kusu.)
Það er ekki hægt að reikna út kosningu í forsetakosningu út frá öllum á kjörskrá, bæði þeim sem kusu og þeim sem ekki kusu. Það er bara fíflalegt. Þeir sem kusu ekki tóku ekki þátt í lýðræðislega ferlinu og hafa þar með ekkert erindi í útreikninga vegna kosningarinnar.
Það er jafn heimskulegt að taka þá með eins og að ef við ætluðum að reikna út hvað mörg prósent barna á Íslandi eru of feit og við myndum taka börn í Færeyjum með í úttakið.
Theódór Norðkvist, 2.7.2012 kl. 02:31
Ásthildur; Þú ert sjaldan til friðs um neitt hvort eð er, ferð víðsvegar um völ til að mæra þá sem þú heldur með en hreytir ónotum í aðra og heldur að álit þitt á fólki sé eitthvað sem skiptir aðra máli. Ég kæri mig kollóttan um álit þitt á mér, öðru fólki og ekki hvað síst þeim skoðunum sem þú heldur fram. - Þú nýtur hér með þess vafasama heiðurs að vera fyrsta persónan sem ég hóta að loka á á þessu bloggi og hefur þó á ýmsu gengið, látir þú ekki af þessu persónulega skensi sem þú viðhefur í hvert sinn sem þú ratar hingað.
Theódór; Kanntu ekki að lesa? Ég segi 35% af kosningabæru fólki landsins hafi kosið Óla. Það er staðreynd hvernig sem því er snúið.
Um aðrar tölur er ekki deilt og ekki heldur um niðurstöður þessara talna.
Svanur Gísli Þorkelsson, 2.7.2012 kl. 06:31
Svanur. Mér finnst þú vera að gera lítið úr öllum hinum frambjóðendunum. Er ekki eðlilegt að þeir taki til sín eitthvað fylgi, öll sömul með mismunandi áherslur. Lífið er ekki bara svart og hvítt.
Benni (IP-tala skráð) 2.7.2012 kl. 10:47
Ég kann að lesa og vissi allan tímann að þú sagðir kosningaBÆRU fólki. Það er bara röng nálgun að setja þetta svona upp, eins og ég hef sýnt fram á með óyggjandi hætti.
Theódór Norðkvist, 2.7.2012 kl. 14:35
Útkoma forsetakosninganna var ósigur fyrir Ísland, fyrir alla, og þá ekki síst fyrir forsetann. Vitrir menn vita hvenær stíga skal til hliðar, yfirgefa sviðið. Ólafur er ekki slíkur maður, hann er greindur vel, en lítill hugsuður. Hégóminn og sjálfselskan var of sterk, þá þykir mér líklegt að hans „squaw“ hafi viljað baða sig í sólinni á Bessastöðum lengur. Ólafur Ragnar hefði aldrei átta að fara í þetta ótímabæra framboð eftir 16 ár í embætti. Hann hefði aldrei átta að verða forseti okkar. En ósigurinn var mestur þeirra sem kusu. Of margir Íslendingar virðast vera varnarlausir gegn áróðursmaskínu Valhallar og íslenskra auðmanna, þótt fáir í þeim auðmannahópi stígi í vitið. Þjóðin er ekki heimsk, auðvitað ekki, hún er sæmilega vel menntuð, en lætur um of stjórnast af ímynduðum eigin hagsmunum. Við VERÐUM að vanda okkur betur, sýna meiri metnað. Unga kynslóðin á það skilið.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.7.2012 kl. 15:37
Nú gengur þessi nafnlausi "Haukur" alveg fram af mér.
"Squaw" hvað?
Hvort er maðurinn haldinn kynþáttahatri eða kvenhatri?
Kolbrún Hilmars, 2.7.2012 kl. 16:47
“Squaw” er kona af ættum frumbyggja Norður-Ameríku. “Indigenous woman of North-America”.
Ekkert neikvætt eða “insulting” felst í orðinu.
En þarna skjátlaðist mér, því Dorrit er af gyðingaættum, en ekki indíáni.
Sorry!
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.7.2012 kl. 19:02
Ég veit mæta vel hvað þetta orð þýðir. Bæði í upprunalegri og afleiddri merkingu.
Þú örugglega líka!
"Sorry" er ekki tekið til greina!
Kolbrún Hilmars, 2.7.2012 kl. 19:45
Vááá.......... hvað ætlið þið Ólafs hatararnir að grenja yfir ósigri ykkar í marga daga í viðbót?? Það er náttúrlega alveg sprenghlægilegt að fylgjast með skrifum ykkar hér, endilega haldið þessu áfram. :-)
Umberto (IP-tala skráð) 2.7.2012 kl. 21:53
....Ólafs hatarar......Mikið er þetta kjánalegt.
Enginn hatar Óla, en ófáir kenna í brjóst um kallinn.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.7.2012 kl. 22:06
Er þá það rétt aðferðarfræði að drulla opinberlega yfir þá sem maður vorkennir???? Nei ég held frekar að þetta sé einhverskonar manískt hatur út í manninn.
Umberto (IP-tala skráð) 2.7.2012 kl. 22:16
@Halló Umberto. Enginn er að drulla yfir forseta ræfilinn. Hisnvegar hljóta menn að hafa sínar skoðanir varðandi 20 ára setu sama mannsins í embættinu. Embættistími forseta er yfirleitt takmarkaður við 8-12 ár. Nei, hér á klakanum skulu það vera 20 ár. Höfum við góða reynslu af slíku. Hvað var afglapinn Dabbi lengi í háu embætti þar til ríkið varð gjaldþrota? Think about it boy!
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.7.2012 kl. 22:35
Haha, "forseta ræfilinn" er þetta nokkuð Björn Valur sem hér er á ferðinni???
85.000.- af þeim sem nenntu að mæta kusu ólaf og það má reikna með að tæp 53% af þeim sem nenntu ekki að mæta hefðu kosið Ólaf hefðu þeir nennt að mæta. Ólafur var klárlega besti kosturinn í stöðunni annars hefðu kosningarnar farið öðruvísi er það ekki? Þjóðin kaus Ólaf, meirihlutinn ræður og það kallast lýðræði. Getið þið nú ekki hætt að grenja yfir þessum ósigri ykkar og farið að blogga um eitthvað annað, eins og t.d. getuleysið í þessarar "ræfils" ríkisstjórn.
Umberto (IP-tala skráð) 2.7.2012 kl. 22:57
Sameinumst nú -ll elskuleg. Ólafur Ragnar verður okkar forseti næstu 4 ár.
Tímarnir eru að breitast og eins og bob dylan sagði "times are changing".
Eg vil ekki byltingu á einum degi og þótt ég hafi ekki sjálf kosið Ólaf, þá veit e´g að þarna fer maður sem varið er í og ég mun styðja hann og styrkja sem forseta vorn í 4 ár. Áfram Ísland! Sameinuð, ekki sundruð!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 3.7.2012 kl. 04:29
Ég tel líklegt að lærisveinar og fylgjendur þessa nýja frelsara muni, líkt og lærisveinar þess fyrri, afneita honum þrisvar áður en haninn galar tvisvar!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.7.2012 kl. 21:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.