Vilja Íslendingar raunverulega gera upp hrunið?

Flestir Íslendingar jánka því að það þurfi "Að gera upp hrunið" eins og oft er komist að orði. Þetta uppgjör sem stendur enn yfir, felur m.a. í sér að draga þá til ábyrgðar sem ábyrgir reynast fyrir stærstu skakkaföllunum sem þjóðin varð að líða, bæði efnahagslega og andlega.

Fram að þessu hefur það fallið í hlut Alþingis og sérstaks saksóknara að finna hina seku og veita þeim makleg málgjöld, þótt allir séu ekki sammála um hvort vel hafi til tekist í öllum þeim málaferlum.

En 30. Júní n.k. gefst þjóðinni allri tækifæri á að gera eitthvað í málunum. Alþingi lét vinna fyrir sig skýrslu í kjölfar hrunsins þar sem reynt vara að  skilgreina orsakir hrunsins og gera tillögur að úrbótum. Þar kemur m.a. fram mikill áfellisdómur yfir störf herra Ólafs Ragnars Grímssonar, núverandi forseta og forsetaframbjóðanda eins og lesa má hér að neðan.

Spurningin er hvort þjóðin ætli að láta sér þetta tækifæri úr greipum renna og gera um leið ómerkt allt þetta fjálglega tal um að nauðsyn beri til að "gera upp hrunið" svo hún þurfi ekki að lifa áfram í löngum skugga þess.

Hlutur forseta Íslands.
Niðurstöður kafla 11.4, bls. 178 í 8. bindi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis:
Siðferði og starfshættir í tengslum við fall íslensku bankanna 2008.
(http://www.rannsoknarnefnd.is/html/vidauki1.html)


Ályktanir og lærdómar
    Þegar horft er til baka yfir þá atburði sem leiddu til hruns í íslensku efnahagslífi vekur þáttur forseta Íslands sérstaka athygli. Þótt stjórnkerfið í heild beri með margvíslegum hætti ábyrgð á því sem gerðist verður ekki hjá því komist að skoða embætti forseta Íslands sérstaklega, svo hart gekk forsetinn fram í þjónustu sinni við útrásina og þá einstaklinga sem þar voru fremstir í flokki. Forsetinn kom ekki að stjórnvaldsákvörðunum en hann ber ásamt fleirum siðferðilega ábyrgð á því leikriti sem leikið var í kringum foringja útrásarinnar og fyrirtæki þeirra. Þau reyndust ekki vera í neinu frekar en keisarinn í sögu H.C. Andersen.


    Ljóst má vera að forsetinn gekk mjög langt í þjónustu við einstök fyrirtæki og einstaklinga sem stýra þeim eins og hann hefur sjálfur viðurkennt nokkrum sinnum eftir hrunið.1 Forsetaembættið var óspart nýtt í þágu einstakra aðila til að koma á tengslum víða um lönd. Þegar lýðræðislega kjörinn forseti lands talar á opinberum vettvangi sem fulltrúi þjóðar sinnar er jafnan hlustað og því skiptir máli hvað hann segir og við hverja hann talar. Þar liggur ábyrgð forseta Íslands.

Forsetinn beitti sér af krafti við að draga upp fegraða, drambsama og þjóðerniskennda mynd af yfirburðum Íslendinga sem byggðust á fornum arfi. Það er athyglisvert að nokkrir þeirra eiginleika sem forsetinn taldi útrásarmönnum til tekna eru einmitt þeir þættir sem urðu þeim og þjóðinni að falli. Í ljósi sögunnar hefði þurft mun meiri aga og reglufestu við ákvarðanatöku, hófsemi í framkvæmdagleðinni, reglur um skráningu fundargerða sem og óæskileg tengsl milli einstaklinga.

Þrátt fyrir að kenningar forsetans væru harðlega gagnrýndar hélt hann áfram að lofa útrásina. Hann tók þátt í að gera lítið úr þeim röddum sem vöruðu við hættulega miklum umsvifum íslenskra fyrirtækja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Sjálfstæðismenn virðast halda að það væri bara hægt að fara í kaffi og þegar þeir kæmu til baka þá væri hrunið farið. En fyrst það duggði ekki þá hafa þeir farið í að kenna björgunarliðinu um og það merkilega er að það virðist vera að takast hjá þeim með hjálp klappstýrunnar á Bessastöðum.

Þorvaldur Guðmundsson, 22.6.2012 kl. 01:39

2 identicon

Stórgóð grein!

Jakob Jónsson (IP-tala skráð) 22.6.2012 kl. 07:15

3 identicon

Hætta með þetta forsetarugl.. það er best fyrir alla

DoctorE (IP-tala skráð) 22.6.2012 kl. 12:05

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nei, eg held þeir vilji það ekki. þ.e.a.s. ekki á þann hátt sem verið er með í huga.

Málið er að umtalsverður hluti innbyggjara var á kafi í hrunmálum. Sem dæmi, að það voru um 100.000 manns sem áttu hlutabréf í bönkunum eða aðalfélögum þeirra ss. existafélögum allrahanda. Margir, bara vejulegt fólk, voru að taka áhættu varðandi hlutabréfakaup. Veðsetja húsnæði og sona. Á gróðærisárum Sjalla voru umtalsverðir peningar í umferð. Fasteignir juku verð sitt og margir eignuðust skyndilega fé. Umtalsverður hluti setta þetta í hlutabréfabrask. það liggur beint við. Um 100.000 manns áttu bréf í bönkunum.

Gremjan í þjóðfélaginu eftir Sjallahrunið er fyrst og fremst vegna þessa. Fólk er ekki a hugsa umað skipuleggja samfélag uððá nýtt. þar liggur misskilningurinn. Fólk, meirihlutinn, er að bíða eftir að fá sömu aðstæður og voru fyrir hrun til að geta braskað áfram og fá hugsanlega easy money.

Eftirmál hrunsins hafa aðallega fólgist í að það kemur svo vel fram að fólk ,,vill ekki borga". það hefur einhver furðuleg tíska farið um sem innifelur að lán þurfi aldrei að borga til baka - eða til vara að það séu öngvir vextir. það er bara talið mannréttindi ,,að borga ekki".

þannig að það er mjög algengur misskilningur að fólk vilji gera upp hrunið. það er mýta. Fólk vill fá 2007 aftur. það er það sem það vill.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.6.2012 kl. 14:07

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þar af 11.000 aldraðir. þ.e. þriðji hver aldraður. Átti hlutabréf í þessum trikkfélögum. Meina, fólk var á kafi í þessu braski almennt. Bara ,,venkulegt" fólk. Eg þekki ekki marga - en samt þekkiég persónulega til þriggja atvika þar sem fólk var að taka fáránlegar ákvarðanir varðandi kaup á slíkum bréfum barasta korter í þrjú. Rétt fyrir hrun. þetta var gullæði.

Og hvað? Bubbi Morthens? Líka hann.

þetta var miklu miklu algngara og almennara en hefur svo verið í umræðunni eftir hrun. það kolféllu allir fyrir þessu. Og svo segja menn kannski: Ja, bankarnir ráðlögðu þetta o.s.frv. það er ekki afsökun. Maður tekur ekkert svona áhættu vegna þess að einhver banki ráðleggur það. þetta var bara að fólk fékk ofbirtu í augun. Easy money. það átti allt að hækka til enda veraldar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.6.2012 kl. 15:04

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Og ps. Og forsetinn náttúruleg í fararbroddi fyrir þessu og hann var allt í einu orðinn talsmaður glóbal kapítalisma. Þessi gamli Möðruvellingur og seinna Allaballi. Hann var orðinn einn helsti talsmaður Alþjóðlegs Kapítalisma. Bara súrrealísk vitleysa.

Málið er að það sem fólk, meirihlutinn, vill - það er ekkert uppgjör í þeim skilningi að það vilji breytt samfélag. það vill 2007 aftur. það er það sem það vill. Staðreynd.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.6.2012 kl. 15:08

7 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Hlutabref Eimskip- staða - 0   Hlutabref SPRON staða - 0.

3 stk. Einbylishús með láni frá Ibúðalánasjóði Islands- búið að borga á gjaldögum skilvíslega í 40 ár- staða 50% skuld !

   ER ÞETTA BANANALYÐVELDI Á NORÐURHVELI JARÐAR ???

Erla Magna Alexandersdóttir, 22.6.2012 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband