Er Herdís snobbuð

Sumir segja að Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðandi sé snobbuð og þess vegna eigi hún ekkert erindi á Bessastaði. Ef spurt er nánar út í hvernig meint snobb Herdísar lýsi sér, verður samt fátt um svör.

Þetta virðist vera einhver tilfinning sem fólk fær sem séð hefur hana í sjónvarpi eða jafnvel aðeins á mynd og aldrei hitt hana í eigin persónu. -

 Nú er kannski ekki auðvelt að skilgreina snobb í fljótu bragði en við getum öll verið því sammála að það felur í sér mismunun og óheilbrigt verðmætamat. - ´

Það skýtur því afar skökku við að manneskja sem sækist eftir forsetaembættinu á grundvelli þess að hún hyggist tala fyrir mannréttindum og lýðræði og er einkum kunn fyrir störf sín í þágu slíkra gilda, skuli af einhverjum vera talin endurspegla andstæðu þeirra.

Hvað sér þá fólk í fari Herdísar sem fær það til að halda að hún sé snobbuð. Einhverjir nefndu sem dæmi að hún klæddi sig bara í merkjavöru og talaði ekki við hvern sem er í samkvæmum og á mannafundum.

Herdís er vel menntuð og kann að koma fyrir sig orði. Hún er fræðimaður og á það til að grípa til hugtaka og orðfæra sem heyra til  þeim fræðigreinum sem hún hefur numið. Hún er háttvís og hefur afar fágaða framkomu. Sem kennari og fyrirlesari hefur hún  tileinkað sér fas sem virkar stundum ekki eins hversdagslegt og við flest erum vön.

Allt þetta kann að koma fólki fyrir sjónir sem snobb en er það alls ekki.

Þvert á móti vitna vinir hennar og kunningjar ætíð um hlýleika nærveru hennar, einlæga samúð hennar og alþýðleika þegar kemur að daglegu amstri.

Herdís er nú á ferð um landið þar sem hún gerir sér far um að hitta fólk og kynna áherslur sínar fyrir löndum sínum. - Ég hvet alla til að nýta sér þetta tækifæri til að kynnast Herdísi persónulega og sannfærst um, hvaða álit þeir kunna að hafa á málflutningi hennar, að snobbuð er hún ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sæll Svanur, 

þessi stuðningsblogg þín fyrir "þína konu" eru með leiðinlegri bloggum þínum sem ég hef lesið í langan tíma. En maður verður víst að hamra meðan stálin er heit og glóandi, og hefur það ekki farið framhjá neinum hve heitt þú hatar ÓRG.

Hef ekkert á móti Herdísi, en finnst fjandi skondin þessi yfirlýsing hennar í Vísi árið 1977 sem nú er dregin fram, sem flestir hafa þó verið sammála, því engir fáruðust út af stúlkunni með köldu tilfinningarnar í garð svartra á þeim tíma. Þá voru vinstri menn og siðapostular á síðustu dögum heilögum ekki búnir að finna upp rétthugsun sína. Þó ég hafi nærri verið búinn af því í landsprófi í Ármúlaskóla, þar sem við höfðum ágætan sögukennara, sem nú er látinn, sem kom oft með rasískar túlkanir á sögunni sérstaklega í garð blökkumanna, en hann hafði stundað nám í Arkansas og hafði kannski smitast af því umhverfi sem hann var í. 

Herdís sagði kannski árið 1977 það sem aðrir hugsuðu í almennri xenófóbíu íslensku þjóðarinnar. Börn útlendinga á þeim tíma og fyrr könnuðust vel við þá fóbíu. Íslendingar voru bölvaðir sveitamann og -durgar þar til fyrir skömmu og margir þeirra sem töldu sig helstu heimsmenn þjóðarinnar voru oft hin verstu þorpsfífl inn við hjartað.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 21.6.2012 kl. 06:11

2 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Það er augljóst að annað hvort var Herdís að svara í algjörri kaldhæðni eða þá að svar hennar hefur verið tekið úr samhengi.

Höskuldur Búi Jónsson, 21.6.2012 kl. 08:38

3 identicon

Verkin tala. Opið bókhald er góðs viti.

http://www.mbl.is/frettir/kosning/2012/06/18/herdis_vill_opid_bokhald/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.6.2012 kl. 09:45

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Höskuldur, í viðtali við Eyjuna kennir sú snobbaða? ungum blaðamanni um að hafa tekið orð hennar úr samhengi, að hún hafi verið að vitna í George Wallace. Ég hef leitað og ekkert fundið á netinu um að Wallace hafi viljað senda negra út í hafsauga á lekum bát. Gaman væri að vita hvaða blaðamaður sneri úr orðum Herdísar og hvaðan hún hefur tilvitnuna í George Wallace. Sjá http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1246036/

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 21.6.2012 kl. 10:18

5 identicon

Hefur einhver rekist á bókhald hinna frambjóðendanna á netinu? Það væri gaman ef þeir fylgdu fordæmi Herdísar.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.6.2012 kl. 11:01

6 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Vilhjálmur. Skiptir mig engu, ætla ekki að kjósa hana. Hef samt ekki trú á að hún hafi látið slíkt út úr sér fara og tek skýringar hennar trúanlegar.

Höskuldur Búi Jónsson, 21.6.2012 kl. 13:08

7 identicon

Sammála Höskuldi Búa hér fyrir ofan, ég trúi Herdísi þó ég ætli ekki að kjósa hana. Svo held ég hún sé ekkert snobbaðri en hinir frambjóðendurnir. Svoleiðis hjal er eiginlega ekki svaravert Svanur.

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 21.6.2012 kl. 13:19

8 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég mæli eindregið með Herdísi. Hún verður minn næsti forseti eftir þetta tímabil Ólafs. Ef hér væri allt með feldu þá kysi ég Herdísi því hún sínir mikla gáfur og góða framkomi.  Ég segi nú bara ef fólk hefir ekki smá sjálfsálit þá hafa þau ekkert í þetta helsta embætti þjóðarinnar að gera.

Valdimar Samúelsson, 21.6.2012 kl. 14:22

9 identicon

Mér sýnist allir frambjóðendur vera smá snobbaðir.. þetta er líka snobbembætti

DoctorE (IP-tala skráð) 21.6.2012 kl. 14:24

10 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það sem Vilhjálmur segir með rasisma þá er það gott að herdís sé fyrir sína þjóð en ekki fyrst og fremst allra þjóða fólk. Flestar þjóðir hafa skilmála gagnvart útlendingum að þ.e. að þú verður að vera innfæddur til að geta gengt opinberum stöðum og líka að innfæddir ganga fyrir í störf . Hér eru ríkisstjórnir sýðustu áre ekki það hlynntar innfæddim Íslendingum að þeir einusinni ræði þessu sjálfsögðu mannréttindi okkar sem erfðum þetta land frá forfeðrum okkar.

Valdimar Samúelsson, 21.6.2012 kl. 14:29

11 identicon

Þeir sem segja að Herdís sé snobbuð gera það afþví þeir sjálfir eru ekki á sama menningarlega plani og hún, eru mun verr menntaðir og verr gefnir, og því stendur þeim stuggur af henni og hún vekur með þeim tilfinngar eins og minnimáttarkennd og öfund. Þeir ætla þess í stað að kjósa einn af "sínum líkum", nefnilega meðalgreindu og "venjulegu" Þóru Arnórsdóttir, sem ætlar, líkt og þeir sjálfir, ekkert að gera við sitt líf annað en það sem henni er sagt, en hún er sú sem fjölmiðlar og ríkisstjórn segja þeim að kjósa. Þeir sem þora ekki að breyta, en hafa þó til að bera einhverja skynsemi, þrátt fyrir skort á hugrekki, kjósa hinn mun betur gefna, en gallaða Ólaf. Þeir sem þora og fylgja eigin sannfæringu og vitsmunum, en ekki rödd fjöldans, þeir kjósa Herdísi eða Andreu. Alvöru snobbin kjósa svo auðvitað Ara Trausta, en ekki Herdísi, því hann er "fíni maðurinn" í framboðinu, og ekki bara í tauinu. Hann hefur líka þessa stöðugleikaímynd sem kjósendur Ólafs Ragnar eru að sækjast eftir. Þeir sem eru orðnir afhuga Þóru af ástæðum sem tengjast henni sem persónu, en ekki skoðunum hennar sem frambjóðanda, þeir kjósa svo auðvitað Hannes, sem er sammála nánast hverju einasta orði hennar, og er svona eins og lúðalegri litli bróðir hennar, sem lítur upp til hennar og vill vera alveg eins og hún, í þessu framboði.

Arnar (IP-tala skráð) 21.6.2012 kl. 15:00

12 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Arnar .

Við kjósum Ólaf vegna þess að hann einn hefir reynslu gegn spilltri stjórn. Ég mun kjósa Herdísi bjóði hún sig fram sama hvort hún sé snobbuð eða ekki þegar hennar tími kemur eftir ólaf. Ég kís ekki þúru því mér finnst hín ekkert hafa að gera í þetta embætti hvort sem hún hefir her barna eða ekki. pronto Já Andreu myndi ég kjósa þegar hún verður eldri ekki yngri Mundu það var unga kynslóðin sem umturnaði þjóðfélaginu. Bæði bankafólk og aaðrir ungir stjórnendur með háskólagráður.

Valdimar Samúelsson, 21.6.2012 kl. 15:17

13 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Arnar, er það tilfellið að vel menntaðir Íslendingar eins og þú hafi ekki húmor fyrir 10.000 negrum? Veist þú hvar George Wallace lét hafa þetta eftir sér um negrana í leka bátnum, og þekkir þú hinn vitgranna blaðamann sem tók Herdísi tali á förnum vegi fyrir 34 árum síðan? Hann hlýtur að hafa verið illa menntaðu sá gaur.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 21.6.2012 kl. 15:51

14 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Valdimar, þú bullar um forréttindi "innfæddra" í öðrum löndum. Þetta er einfaldlega ekki rétt, mismunur á grundvelli þjóðernis er bannaður víðast hvar (undantekningin auðvitað forseti USA).

Svanur, ég pósta hérna því sem ég setti inn hjá Vilhjálmi: Ég held að Wallace hafi ekki sagt þessi orð (og finn ekkert sem líkist þessu í tengslum við hann).

En svar Herdísar er augljóslega "út í hött" eins og spurningin og ég trúi henni alveg að hún hafi haldið að þetta væri frá George Wallace komið, hann var ekki beint vinsæll fyrir skoðanir sínar (sem hann reyndar sagði skilið við síðar og gerðist furðu frjálslyndur á síðari árum).

Það næsta sem ég hef komist þeirri hugsun sem liggur að baki orðum Herdísar er söngtexti frá 7. áratug síðustu aldar eftir "Johnny Rebel" (gælunafn sem suðurríkjahermenn notuðu yfir sjálfa sig). Því miður hafa sumir breitt út þeirri vitleysu að Johnny Cash hafi sungið/skrifað textann.

Sjá textann hérna:

http://www.lyricsmania.com/ship_those_niggers_back_lyrics_johnny_rebel.html

Og upplýsingar um höfund:

http://en.wikipedia.org/wiki/Johnny_Rebel_(singer)

Að einhverjir hafi lagt þessi orð í munn Wallace, nú eða að hann hafi einhvern tímann verið viðstaddur flutning lagsins og/eða raulað það, er hreint ekki svo ólíklegt.

Brynjólfur Þorvarðsson, 21.6.2012 kl. 15:58

15 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Vilhjálmur, hvað meinarðu með "húmor"? Annars legg ég til að Íslendingar ættu að opna fyrir frjálsan innflutning fólks alls staðar að úr heiminum (með kannski 50.000 manna kvóta á ári) og stefna í að verða svona 10 - 20 milljónir fyrir miðja öldina.

Brynjólfur Þorvarðsson, 21.6.2012 kl. 16:01

16 identicon

Kæri Vilhjálmur. Takk fyrir fín og þörf skrif um gyðinga og fleira. Mér hugnast illa þessi orð Herdísar, en finnst ekki hægt að afskrifa frambjóðanda út af einhverjum sem blaðamenn, mestu lygarar þessa heims, höfðu eftir henni fyrir áratugum síðan, og hún segir fjarstæðu. Blaðamenn ljúga og ýkja og bulla, og það er milljarða iðnaður hjá þeim, enda slúðurblaðamennskan alltaf verið munur og aðeins stigsmunur, en enginn eðlismunur, á henni og ruglinu og bullinu í DV, Vísir, Fréttablaðinu og öllum hinum slúðurblöðunum/auglýsingapésum Samfylkingarinnar.

 Ég þekki fullt af fluggreindu fólki sem ætlar að kjósa Herdísi. Mann yfir meðalgreind sem kýs Þóru er erfitt að finna, en ég veit þó um þrjá. Sjálfur mun ég þó kjósa Andreu, ef ég þori því og hef manndóm til sjálfur, eða, ef mér finnst Þóra vera að fá óhuggulega mikið fylgi, kannski bara gamla refinn aftur.

   Ef ég væri að leita að skrautdúkku veldi ég hann frænda þinn Ara, sem er mun glæsilegri sem slíkur en Þóra. Þóra er fáránleg og myndirnar af henni með barnahópinn hreint út sagt ógeðslegar og bera vott um sjálfsdýrkun og stórmennskubrjálæði.

Arnar (IP-tala skráð) 21.6.2012 kl. 19:45

17 identicon

Ég er að tala um þessa viðurstyggð http://www.pressan.is/ImageHandler.ashx?ID=ff49c4d1-0dc6-4595-b4f5-277b7b56797a, en þú ættir nú að hafa séð eitthvað þessu líkt einhvers staðar og kannast við svona myndir.

Arnar (IP-tala skráð) 21.6.2012 kl. 19:48

18 identicon

Við getum öll haft okkar skoðanir á frambjóðendum og hvernig þeir kjósa að koma fram í fjölmiðlum, en að segja að þessi mynd af Þóru og börnum hennar sé "fáranleg" og "ógeðsleg," eins og Arnar segir, eru ummæli sem dæma sig sjálf.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 21.6.2012 kl. 19:55

19 identicon

Tveir af þessum þrem sem eru ekki hálfvitar og ætla að kjósa Þóru viðurkenndu að gera það gegn vilja sínum og vilja kjósa einhvern annan (annar Ara Trausta, hinn Herdísi). Sá hinn þriðju sem ekki viðurkenndi slíkt styður hana opinberalega, en að mig grunar með óbragð í munninum, en þegar maður er kominn í opinberan stuðningsmannahóp getur verið erfitt að viðurkenna maður sé bara að kjósa einhvern á móti einhverjum öðrum, sem er frekar lélegt og slappt, og ég vona að ég lendi ekki í þeirri gildru sjálfur.

Arnar (IP-tala skráð) 21.6.2012 kl. 19:55

20 identicon

Börnin mæna á Þóru eins og hún sé gyðja en ekki móðir hennar. Þetta er skopstæling af gömlum fasískum áróðursmyndum, sem voru innblásin af niðurdrepandi málverkum í biedermayer stíl, og nazistar og kommúnistar hrifust mikið af. En besta leiðin til að leiða huga fólks frá stjórnmálum er að festa hann alfarið við börn og bú og þeirra eigin litlu veröld, sem verður svo brothætt á krepputímum, sem eru einmitt þeir tímar þegar ill öfl sjá sér leik á borði að sópa frelsinu út af borðinu. Ég get ekki gert að því að vera betur menntaður en þú og að þú skulir ekki þekkja listasöguna. Það eru til mörg málverk sem eru nánast eins og þessi mynd, og fyrstir til að kópíera þau voru opinberir málarar ógnarstjórna.

Arnar (IP-tala skráð) 21.6.2012 kl. 19:58

21 identicon

Frægt áróðursmálverk frá nazistatímanum. Eitt af hundruðum í þessum stíl. http://www.bbc.co.uk/schools/gcsebitesize/history/images/hist_women_hitler.jpg Finnst ljósmyndari Þóru með afbriðgum ósmekklegur og hún sjálf smekklaus, dómgreindarlaus iog sýna menntunarskort með að apa misheppnaða neo-biedermaier stílinn, ef svo mætti kalla hann, eftir áróðursmeisturum nazista. Þetta er ekki eðlileg fjölskyldu mynd, og falleg er hún ekki. Þarna dýrka börn og maður konuna, og myndin er full af mannadýrkun þeirri sem fasistaríki leggja áherslu á, en sneydd ást og hlýju, og öðrum eðlilegum tilfinningum sem fylgja lýðræðistímum og frjálsum mönnum eru tamari.

Arnar (IP-tala skráð) 21.6.2012 kl. 20:08

22 identicon

"Ég get ekki gert að því að vera betur menntaður en þú og að þú skulir ekki þekkja listasöguna."  Það naumast hvað þú þekkir mig.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 21.6.2012 kl. 21:26

23 Smámynd: hilmar  jónsson

Fyrst og fremmst, óspennandi og þurr karakter..

hilmar jónsson, 21.6.2012 kl. 22:34

24 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Vigdís Fimmbogadóttir var og er snobbuð og við höfum ekkert með aðra snobbaðar konur að gera á Bessastaði og þóra vill láta lýðinn krúpa fyrir sér sem hún væri Búddalíkneski.

Vilhjálmur Stefánsson, 21.6.2012 kl. 23:53

25 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Vilhjálmur Örn; Þú segir; "...því engir fáruðust út af stúlkunni með köldu tilfinningarnar í garð svartra á þeim tíma."

Það er ekki allskostar rétt því ummæli Herdísar urðu skömmu seinna tilefni greinar í Þjóðviljanum um innflytjendamál og fordóma hér á Íslandi.

Um hvort George Wallace hafi notað þennan frasa sem eins og þú veist er best þekktur og á eflaust upphaf sitt í andgyðinglegum mótmælum í New York árið 1938 þar sem fylgjendur kaþólska predikarans Charles Edward Coughlin hrópuðu m.a; "Send the  Jews back where they came from in leaky boats!" ætla ég ekki að fullyrða.

En víst er að lagið "Send the niggers home" þar sem fyrir koma í texta setningar eins og

Ring that bell. Shout for joy. White man's day is here.
There they go far out to sea. See them disappear.


America for white. Africa for black.
Send those apes back to the trees. Ship those niggers back.


Ring that bell. Shout for joy. White man's day is here.
Boats are leaking badly now. They sink we sadly fear.

var samið af Johnny Rebel til stuðnings forsetaframboði George Wallace 1964 og  endurómar sterklega andgyðinglegu slagorðin frá 1938, ekki satt?

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.6.2012 kl. 23:57

26 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Svanur, geturðu ekki gefið okkur upplýsingar eða hlekk um þessa grein í Þjóðviljanum. Svaraði Herdís fyrir sig í Þjóðviljanum? Ég las bæði blöðin á þessum tíma og man ekkert eftir því, þó ég hefði þá þegar verið mikill áhugamaður um íslenskt kynþáttahatur.

Google og internetið voru ekki til árið 1977, og þó ég efist ekki um víðsýni og þekkingu Herdísar, tel ég ólíklegt að hún hafi verið sérfræðingur í George Wallace eða texta "Johnny Rebels". Með Newsweek og Times og einstaka blað frá BNA voru heimildir einfaldlega ekki fyrir hendi.

Hvernig verðu það svo með Herdísi sem forseta? Mun hún ávallt væna blaðamenn um óheiðarleika?

Ég held áfram að leita að blaðamanninum sem spurði Herdísi. Hann skyldi þó aldrei vera gamalgróinn andstæðingur ÓRG. Einn slíkur var einmitt sumarmaður á Vísi árið 1977.

Ef Herdís yrði kosin forseti, hugsaðu þér lætin sem myndu verða meðal erlendra fréttamanna sem mataðir yrðu með þessum orðum hennar frá 1977. Hún gæti ekki farið til Afríku blessuð konan. Þetta yrði sett á Wikipediu, ef það er þá ekki þegar komið.

Mjög óheppilegt, vanhugsað eða jafnvel glæpsamlegt ef blaðasnápurinn á Vísi hafði vísvitandi rangt eftir.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 22.6.2012 kl. 05:53

27 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Er þetta öll umræðan í Þjóðviljanum? http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2856441

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 22.6.2012 kl. 06:11

28 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þú skalt ekki láta þetta fæla þig frá að Kjósa Herdísi Vilhjálmur. Þetta ranghermi Vísismannsins mun ekki drag neinn dilk á eftir sér enda pínleg tilraun til að finna á Herdísi einhvern veikan punkt.

Svanur Gísli Þorkelsson, 22.6.2012 kl. 11:13

29 identicon

Herdís er ekki að höfða til kjósenda, það er staðreynd.

Þegar hún var í hinum fræga þætti á Stöð 2 (þar sem Ari-Hannes-Andrea gengu út) þá var eins og hún væri stuðningsmaður Ólafs Ragnars og þau tvö væru í sameiginlegu framboði gegn Þóru. Hún lagðist síðan á lágt plan með dylgjum í garð Þóru.
Kom afskaplega illa út fyrir Herdísi.

Held að það sé frekar frekjulegt yfirbragð og framkoma Herdísar en snobb sem fælir fólk frá.

Láki (IP-tala skráð) 23.6.2012 kl. 10:24

30 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég hef orðið vör við að orð Herdísar hafa verið tekin úr samhengi í fjölmiðlum landsins. Það er ómerkileg og lítilmannleg aðferð við að rakka niður forsetaframbjóðanda.

Ég hef ekki ennþá rekist á að Herdís sé ekki sjálfri sér samkvæm og heiðarleg hugsjónamanneskja. Þess vegna finnst mér hún eiga verðugan rétt á að vera í forsetaframboði.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.6.2012 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband