Er hræðsluáróðurinn að virka?

Teflon pólitíkusinn Ólafur Ragnar Grímsson mælist nú með afgerandi mest fylgi í skoðanakönnunum. Ljóst er að stór hluti þjóðarinnar vill að embættinu sem ætlað er að vera sameinandi og ópólitískt, verði breitt í pólitískan vettvang, einskonar allra handa varnagla  fyrir ákvarðanir óvinsælla ríkisstjórna, sem þá ræðst af hentisemi eins manns,  frekar en hefðum og reglum. 

Slíkt hentar ÓRG afar vel og hann er því núna réttur maður á réttum stað. -

Margt bendir til að ÓRG hugnist einmitt vel að gera embættið eins pólitískt og valdamikið og ystu mörk túlkunar stjórnarskrárákvæða leyfa. - Hann elur þrotlaust á þeirri hugsun að mikil óvissa ríki í samfélaginu, stór mál séu á dagskrá sem þurfi mann eins og hann til að meta hvernig farið skuli með þau og að hann einn sé hinn vitri og sterki leiðtogi sem þjóðin þarfnast á ögurstundu.  

Hvar hefur maður aftur heyrt svona málflutning áður?

En þessi hræðsluáróður ÓRG virðist virka vel í bland við brosandi tvíeykis framboðsmyndirnar af honum og Dorrit, sem ekki virðist síður vera í framboði enn ÓRG sjálfur. Kannski ætti að deila í þessar fylgistölu ÓRG með tveimur þar sem þau tvö eru greinilega í framboði saman. 

Hræðsluáróðurinn ku einkum ganga vel í kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarfólk. Hætt er samt við að sá stuðningur eigi eftir að koma í bakið á þeim að loknum næstu þingkosningunum ef vilji þeirra nær fram að ganga í forsetakosningunum og það ágæta fók ætti kannski að minnast dæmisögunnar um sporðdrekann og skjaldbökuna áður en það er orðið of seint.

Og hvenær urðu íslendingar svona hrifnir af sjálfhælni? Eða eru umbúðir ÓRG svo þykkt vafðar í orðaflauminum að fólk sér ekki í gegn um þær?

ÓRG að eigin sögn bestaði Paxman ofurfréttamann hjá BBC einn sín liðs, varði Ísland einn fyrir óverðskulduðum árásum í tengslum við Icesave og eldgos, bjargaði einn þjóðinni frá gjaldþroti og seldi einn fullt af íslenskri vöru og þekkingu í útlöndum þegar hann var á  ferð með útrásarvíkingunum forðum daga.... úps, ekki minnast á það.

Ef þessi nýja sýn á embættið og útfærsla hennar falin ÓRG næstu fjögur árin verður staðfest í komandi kosningum, mun erfitt að snúa til baka og gera embættið aftur að þeim friðarstól sem því er ætlað að vera. - Þess vegna væri nær að styrkja lýðræðið í landinu með að hreinsa til á löggjafarsamkundunni en að stuðla að því að gera forsetaembættið að eins manns stjórnmálaflokki sem á að hafa síðasta orðið í öllum mikilvægum málum.

Þegar horft er á forsetaframbjóðendurnar án pólitískra gleraugna og aðeins tekið tillit til hæfni þeirra og ferilskrár, líkt og á að gera þegar ráða skal hæfasta umsækjandann í ákveðið starf, verður fljótt ljóst að ein manneskja ber þar höfuð og herðar yfir aðra frambjóðendur. Það er Herdís Þorgeirsdóttir.  

Hún er ópólitísk og óháð að öllu leiti en virðist samtímis vera afar meðvituð um þá samfélagslegu ábyrgð sem embættið kann að leggja á herðar forsetanum þegar kemur að vernd lýðræðisins.


mbl.is Ólafur Ragnar með 58%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Óttalegt bull er þetta sem frá þér kemur Svanur og raunar allt í þessum pistli nema umsögn um Herdísi. 

Ólafur elur ekki á neinu, það er fólkið í landinu sem óttast ríkisstjórnina, treystir henni ekki fyrir nokkrum hlut.  Finnst þér það skrítið Svanur?  Það er fólkið í landinu sem treystir ekki forsetaframbjóðanda ríkisstjórnarinnar.  Finnst þér það skrítið Svanur?  

Það má gera ýmsar athugasemdir við framgang Ólafs á vissum tíma en landinn treystir honum best  eins og ástendur og er honum þakklátur fyrir að hafa gefið honum færi á að hafna yfirgangi Breta og Íslenskra stjórnvalda.  Núverandi ríkisstjórn er ekki í umboði neinnar þjóðar, því þjóðin hafnaði málum sem ríkisstjórnin hafði lagt allan sinn metnað í og kostað með fjármunum þjóðarinnar.  Ekki bara einu sinni heldur í tvígang. 

Ef einhverstaðar væri til snefill af sómatilfinningu  hjá aðstandendum þessarar ríkisstjórnar þá væri hún farin frá.  Þegar völdum er rænt, með lygum og eða yfirgangi þá er komið upp ástand borgarastyrjaldar.  Þrúgandi ástand er svo bara stigsmunur frá átökum.  Þess vegna ætlar landinn að kjósa Ólaf því honum treystir hann best til að komast hjá verulegum átökum og tjóni þann tíma sem eftir er af kjörtímabili þessarar ríkisstjórnar. 

Þú skalt svo bara hæðast að eina manninum sem hafði þor og dug til að tala máli okkar í erlendum fjölmiðlum og haltu svo áfram að synda með þínum skjaldbökum og sporðdrekum sem nóg er af í ríkisstjórn þinni.

Hrólfur Þ Hraundal, 16.6.2012 kl. 06:49

2 identicon

Ætlaði að segja sama og Hrólfur.

GB (IP-tala skráð) 16.6.2012 kl. 08:39

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég segi líka það sama og Hrólfur hér. Þú hefur sett mikið niður í virðingu hjá mér Svanur hvernig þú talar niður forsetann okkar.  Og ætlar honum allt ill.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.6.2012 kl. 09:55

4 identicon

Mikið er ég sammála þér Svanur í flestu sem þú segir.

Davíð Kristjánsson (IP-tala skráð) 16.6.2012 kl. 10:08

5 identicon

SVANUR VIÐ HVAÐ ERT ÞÚ   HRÆDDUR  !  SJÁLFAN ÞIG'?

VEIST ÞÚ ÞAÐ AÐ RÍKISSTJÓRNIN NÝTUR 10% FYLGIS ÞJÓÐARINNAR

LESTU ÞIG BETUR TIL UM LANDSMÁLIN Á ÍSLANDI 

ÞÚ BÝRÐ ERLENDIS ENNÞÁ ER ÞAÐ EKKI RÉTT ?

Númi (IP-tala skráð) 16.6.2012 kl. 10:17

6 Smámynd: Gunnlaugur I.

Svanur ert þú hræddur við lýðræðið eða hvað ?

Hvar er svo fyrirskipað að forseti okkar skuli vera einhverskonar friðardúfa, sameiningartákn og skoðanalaus puntudúkka.

Fólk var einmitt alveg búið að fá nóg af slíku.

Enginn er samt að tala um eitthvert forseta ræði eins og hræðsluáróðurinn er frá þeirri hliðinni.

Ekkert í líkingu við USA, Frakkland eða Rússland.

Gunnlaugur I., 16.6.2012 kl. 11:30

7 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Það er svo mikið hundseðli í mörgum íslendingum þeir halda tryggð við húsbóndann sama hversu illa hann fer með þá.

Þorvaldur Guðmundsson, 16.6.2012 kl. 14:57

8 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Hvar stendur að forsetaembættið eigi að vera sameinandi og ópólitískt. Allar kosningar geta verið pólitískar ef frambjóðendur telja sig vera með einhverja stefnu.Ólafur hefur hana vissulega og þeir sem kjósa hann gera það á þeim forsendum að þeir samþykki stefnuna.Þar sem þjóðhöfðingjar eru ekki kosnir gegnir öðru máli.Þeir eiga að vera stefnulausir. Ef kjósendur í slíkum löndum eru ekki ánægðir með slíkan þjóðhöfðingja setja þeir hann af í kosningum og kjósa annan.Þess vegna væri alveg eins hægt að kjósa hér þjóðhöfðingja sem hefði titilinn kóngur eða keisari.En hann væri kosinn pólitískri kosningu af því að hann væri kosinn,þótt hann væri valdaleus.

Sigurgeir Jónsson, 16.6.2012 kl. 15:04

9 Smámynd: Þórir Kjartansson

Það er undarleg þversögn að mæra lýðræðið en vilja á sama tíma sjá einhvern hálfgerðan einræðisherra á forsetastóli. Mann sem eigi að segja Alþingi og ríkisstjórn fyrir verkum.  Sé ekki annað en að hér sé að rætast það sem Salvör Nordal var að skrifa um fyrir nokkru, að á róstursömum tímum, eins og hér hafa verið síðan um hrun, sé stutt í að fólk sjái fyrir sér bjargvætti í  einhverjum lýðskrumurum.  Það eru mýmörg og átakanleg dæmi um þetta í mannkynssögunni.  Held að þeir sem hafa áhyggjur af lýðræðinu ættu að velta fyrir sér hvernig málum er komið á Alþingi íslendinga.

Þórir Kjartansson, 16.6.2012 kl. 15:07

10 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

En Herdís er vissulega góður kostur.Við skulum vona að hún bjóði sig fram 2016.Herdís hefur ákveðnar pólitiskar áherslur, þótt hún starfi ekki í stjórnmálaflokki.Þóra líka.

Sigurgeir Jónsson, 16.6.2012 kl. 15:09

11 Smámynd: Björn Jónsson

Undanfarnar forsetakosningar hef ég skylað auðu, en nú ætla ég að kjósa Ólaf.

Björn Jónsson, 16.6.2012 kl. 16:07

12 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Stundum þurfum við teflon, stundum öflugan álpappír og stundum sjálflímandi plast. Allt eftir tilefninu.

Sem stendur kýs ég teflon (ÓRG) í forsetastólinn, næst eflaust álpappírinn (HÞ) - en plastið kýs ég að nýta eingöngu fyrir matvælin.

Kolbrún Hilmars, 16.6.2012 kl. 17:08

13 identicon

Heill og sæll Svanur Gísli; æfinlega - sem og aðrir gestir, þínir !

Svanur Gísli og Þórir Skaftfellingur Kjartansson !

Undarleg er; þráhyggja ykkar - sem 1/2 gildings auðsveipni og áhyggjur, sem þið berið, fyrir alþingis rusli 63ja menninganna, ágætu drengir.

1845; var stórslysaár í sögu Íslendinga, þegar þeir létu glepjazt til, að taka við alþingis ómyndinni endurreistri, af Mél- Ráfunni Kristjáni VIII. Dana konungi, eftir að það hafði blessunarlega, verið afnumið, skömmu fyrir alda mótin 1800.

Hún er; vægast sagt ótrúleg, þessi ofurtrú ykkar, á þessarri drazlara stofnun, suður við Austurvöll í Reykjavík, sem unnið hefir stórspjöll mikil, öll undan farin 167 ár, piltar.

Vona; að upplýsing ykkar hressist - og þið kunnið síðar, að þakka Ó. R. Grímssyni mótstöðuna, gagnvart spilafíklum : Bretlands / Hollands og Lands banka garmanna, hérlendu.

Tek fram; að enginn er ég stuðningsmaður Forseta útgerðar - og hefi aldrei kosið, og mun ekki gera, til slíks - styð fremur; 75 prósentum ódýrari Landshöfðingja eða Ríkis stjóra, gott fólk.

Með beztu kveðjum; sem jafnan - úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.6.2012 kl. 17:22

14 identicon

Svanur minn, þetta er ekki hræðsluáróður ÓRG. Þetta er raunveruleikinn.

En Herdís er sannarlega flott, klár og frambærileg kona - reyndar með smá Bifrastar/ESB ilmi en vonandi verður hún til í slaginn næst. Þá munu margir kjósa hana.

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 16.6.2012 kl. 20:00

15 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Ég kaus Ólaf á sínum tíma, vegna þess að mér fannst hann skástur.  Hann fór lengi í taugarnar á mér. Svo fór ég smám saman að átta mig á að hann lagði sig verulega fram sem forseti.  Þegar hann trúði, eins og við öll, að við værum fjármálasnillignar og séní, þá lagði hann sig í framkróka við að styðja snillingana, -og við vorum svo ánægð með hve vel hann stóð sig.

En svo helltist myrkrið yfir okkur.  Allt hrundi yfir okkur.  Við vorum leiksoppar örlaganna.  En þá, fyrir þrotlausa þrautsegju forsprakka "In defence hreyfingarinnar", tókst að vekja athygli Ólfs Ragnars á því að stór hluti þjóðarinnar vildi ekki lúta vilja þessarar óskammfeilnu og ruddalegu ríkisstjórnar. Hann tók áskoruninni og sýndi þann manndóm og hugrekki að beita málsskotsréttinum, vegna þess að hann fann nægan þrýsting frá þjóðinni til að réttlæta þann verknað.

Vegna þess að ég vantreysti Alþingi algerlega, vil ég að á forsetastóli sitji maður eins og Ólafur Ragnar.  Maður sem er búinn að sanna ítrekað, að hann þorir að bjóða ríkisstjórninni birginn. Við stöndum frammi fyir því að taka ákvörðun um það hvort við göngum í ESB eða ekki. Ríkisstjórnin sem nú er við völd ÆTLAR inn með okkur, hvort sem okkur líkar það eður ei. Ég treysti Ólafi til að gefa mér tækifæri til að segja nei.

Theódór Gunnarsson, 16.6.2012 kl. 21:01

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér Theódór. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.6.2012 kl. 21:06

17 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Ásthildur,

Ég kýs Ólaf á afmælisdaginn minn 30. júní, og ég kýs hann sem umboðsmann þjóðarinnar.  Hann hefur sannað að það er það sem hann er. Hitt fólkið hefur ekki enn sannað neitt. Ég veit hvað ég hef í Ólafi.

Theódór Gunnarsson, 16.6.2012 kl. 21:15

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlega Theódór það mun ég líka gera. OG er sammála þér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.6.2012 kl. 21:26

19 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Ásthildur,

Mér líður vel með að við skulum vera sammála um eitthvað, vegna þess hve ósammála við erum um sumt.

Theódór Gunnarsson, 16.6.2012 kl. 21:45

20 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Theódór  Ásthildi

Svanur Gísli Þorkelsson, 17.6.2012 kl. 00:53

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það sýnir bara að við erum ekki einstefnufólk

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.6.2012 kl. 09:27

22 identicon

Svanur, þú segir "að embættinu sem ætlað er að vera sameinandi og ópólitískt"

Hvaðan í ósköpunum hefur þú þetta?

Lestu stjórnarskrána Svanur, þar er starfslýsing forsetaembættisins.

Ef þú lest ákvæði stjórnarskrárinnar um forsetaembættið þá hlýtur þér að verða ljóst að forsetaembættinu hefur aldrei verið ætlað að vera eitthvert "sameiningartákn", aldrei.

Samkvæmt stjórnarskrá er forsetaembættið hápólitískt embætti sem fer með framkvæmdavaldið í umboði þjóðarinnar og löggjafarvaldið með þinginu.

Hvernig getur embætti sem ætlað er slíkt hlutverk orðið að "sameiningartákni"?

Og er litið á einhvern forseta annarra lýðvelda í Evrópu sem sameiningartákn?

Og þá í hvaða landi?

Gunna (IP-tala skráð) 17.6.2012 kl. 14:02

23 identicon

Theodór. Þú veist að forsetinn hefur ekkert með ESB að segja. Þjóðin mun eiga síðasta orðið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er staðreynd.

http://forsetinn.is <-- Hvað ætli margir sem ætli sér að kjósa Ólaf Ragnar, séu búnir að lesa þetta.

Hvað ætli standi í bréfunum (sem af einhverjum ástæðum þurfti að fela fyrir þjóðinni í tugi ára) sem Ólafur sendi í nafni okkar Íslendinga (forsetaembættisins) fyrir hönd útrásarmanna. Hvaða dyr var forsetinn að opna fyrir þessa glæpamenn.

Ætli Ólafur hafi ritað þau bréf í einkaþotum útrásarmannanna.. eða á Bessastöðum. Ég veit ekki hvort sé verra.

Opniði augun góða fólk.

Þór (IP-tala skráð) 17.6.2012 kl. 14:23

24 identicon

HVA,,,,ER  SVANUR KJAFTSTOPP  EÐA  HVAÐ. ? HVAR ERTU SVANUR.

Númi (IP-tala skráð) 17.6.2012 kl. 21:41

25 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Þór,

Ég treysti þessarri ríkisstjórn ekki og ég hef heyrt að útkoman úr þessarri þjóðaratkvæðagreiðslu sé einungis ráðgefandi og að hana sé hægt að hundsa.

Ég veit ekki hvað stendur í þessum bréfum.  Veist þú það?

Theódór Gunnarsson, 18.6.2012 kl. 08:01

26 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Fyrst ætlaði ég að kjósa Þóru eingöngu til að fordæmi væri fyrir því að fella mætti sitjandi forseta. Framboð Þóru staðfestir pólítískt hlutverk forsetans, það er ekki hægt að sjá það í neinu öðru ljósi.

Nú þegar Ólafur virðist ætla að sigra þetta er ég að hugsa um að kjósa þann einstakling sem mér leist best á, hvorki Ólaf né Þóru.

Það má margt segja um Ólaf en að hann skuli hafa gert forsetaembættið að raunverulegri valdastofnun í samfélaginu er tvímælalaust það stórvirki sem menn munu minnast hans fyrir.

Brynjólfur Þorvarðsson, 18.6.2012 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband