Ignorance is bliss

OECD lífsgæðavísitölur sýna að Íslendingar eru hamingjusamari og jafnframt minna menntaðri að meðaltali en aðrar samanburðarþjóðir. Þar sannast rækilega að menntun ein og sér er ekki nauðsyleg forsenda hamingju og bendir miklu frekar til þess að það sé eins og enska orðatiltækið segir; "ignorance is bliss".
mbl.is Lífsgæði Íslendinga skora hátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Minnir mig á frasa sem var notaður drúgt í æsku minni. " Sælir eru fattlausir því þeir fatta ekki hvað þeir eru vitlausir"  

Jón Ingi Cæsarsson, 22.5.2012 kl. 17:42

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nettur rasismi í þessu hjá þér Svanur. Þú getur ekki svarið það af þér. Viltu ekki nefna hverjar þessar samanburðarþjóðir eru?  Þú telur kannski að hamingjustuðull þróunarlanda sé vísir á almenna heimsku fólksins?

Þetta er hreint ótrúlegur málflutningur verð ég að segja. Yfirlætið og hrokinn stjarnfræðilegur. Þú ert kannski að kasta grjóti úr akademískum hæðum sjálfur? 

Jón Steinar Ragnarsson, 22.5.2012 kl. 17:56

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sé hamingjustuðullin lægri í þróunarlandi en samanburður við hæstu samnefnara í menntun, þýðir það þá að þessar þjóðir séu vel menntaðar þrátt fyrir allt?

Eða er niðurstaða þín bara sú óhamingja aukist í réttu hlutfalli við menntun?

Jón Steinar Ragnarsson, 22.5.2012 kl. 18:00

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Annars er þessi frasi þinn í fyrirsögn herfilega misskilinn. Hann á sér uppruna í ljóði eftir Thomas Grey. (Where ignorance is bliss, 'tis folly to be wise.")

Hann er ekki að vísa til þess að fáviska sé eftirsóknarverð né hæðast að menntunarleysi heldur er hann að vísa til hamingju æskudaganna þegar hann gat leyft sér gleði og áhyggjuleysi barnsins.  Söknuður til bernskunnar. 

Jón Steinar Ragnarsson, 22.5.2012 kl. 18:18

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þess má svo geta að menntunarstig hér á landi er hærra en í flestum evrópulöndum og talsvert hærra en t.d. í bandaríkjunum.  Það er því engin leið að fullyrða um fylgni þessara þátta eins og þú gerir af svo miklum hroka hér.

Það er hinsvegar mælt og sýnt á afgerandi máta að tengsl eru milli menntunarleysis og trúar.  Það segir sig jú kannski sjálft að trúaðir skora lægra á þeim lista þar sem trú er andstæða vísinda og þekkingar. Verði eitthvað trúaratriði staðfest af vísindum, þá hættir það að vera trúaratriði og breytist í staðreynd. 

Jón Steinar Ragnarsson, 22.5.2012 kl. 18:26

6 identicon

Mér sýnist nú að við séum lægstir norðurlandanna, og það eru löndin sem við viljum jú, helst bera okkur saman við, ekki satt.

Larus Sigurðsson (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 18:49

7 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

Viljum við það? Ekki var það álit Verslunarráðs sem lagði til að við legðum niður samanburð við Norðurlöndin þar sem við "stæðum þeim framar á flestum sviðum". Kannski skýrðist þessi skýrsla ráðsins af menntunarleysi höfundanna?

Sæmundur G. Halldórsson , 22.5.2012 kl. 18:54

8 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jón Ingi; Nákvæmlega ;)

Jón Steinar; Þú bullar þig í hring eftir hring eins og venjulega.

Lárus; Jú einmitt, norðurlöndin eru einmitt á listanum.

Samy; Já hamarinn er handónýtur og sögin líkaog Þeir þarna hjá OECD kunna greinilega ekkert til verka að bjóða Íslendingum upp á þetta.

Svanur Gísli Þorkelsson, 22.5.2012 kl. 21:05

9 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Íslendingar virðast verða hamingjusamari og hamingjusamari með hverju árinu sem líður. Skiptir engu þó allt sé í rúst, hamingjan eykst bara.  Líklega endar þetta með því að sælir verða fátækir,  því þeir geta hamingjusamir klórað sér í gegnum götin.

Bergljót Gunnarsdóttir, 26.5.2012 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband