Sieg heils!

Þúsundir íslendinga hafa flutt úr landi og gerst flóttamenn bágra lífskjara í öðrum löndum. Nágrannaþjóðir okkar hafa í samræmi við gildandi milliríkja samninga, tekið við okkar fólki möglunarlaust og gefið því tækifæri á að sjá sér farborða, án þess að saka það um að misnota samkomulagið.

Fátækt, styrjaldir og pólitískar ofsóknir hafa hrakið milljónir manna, víðs vegar um heiminn, á vergang. Í daglegu tali er þetta fólk nefnt flóttafólk.  - Vegna þess að vandamálið er alþjóðlegt hafa flestar þjóðir komið sér upp ákveðnu regluverki sem byggir á alþjóðlegum samþykktum, til bregðast við hinum margslungnu vandamálum sem þetta böl ber með sér. - Þessar samþykktir þykja vel í samræmi við helstu mannréttindasáttmála sem allar siðmenntaðar þjóðir gera sitt besta til að fylgja.

Ísland á hlut að  þessum alþjóðlegu samningum og hefur í samræmi við þá, komið sér upp vinnulagi sem er viðhaft þegar að flóttafólk ber að garði. 

Nú bregður svo við að það sem ég vona að séu aðeins einhver einmenningssamtök sem kalla sig "Bjartsýnisflokkinn",  sjá ástæðu til þess að kalla í "yfirlýsingu" þá sem eru að fara eftir þessum alþjóðlegu samningum; "góðsemispostula og meðvirknisjúklinga". -

Þessa "yfirlýsingu" sem mbl.is sér svo einhverja ástæðu til að birta,  mætti vel afskrifa sem hjáróma bergmál afdankaðrar þjóðernisstefnu ef ekki væri fyrir hversu oft "málsmetandi" menn, leyfa sér enn að daðra við þá hugmyndafræði sem hún byggir á, og er  sú að aðeins ákveðnar tegundir fólks séu æskilegar í landinu og geti þar sótt samningsbundinn rétt sinn, á meðan öðrum skal um það neitað. -

Sérstaklega lúalegt er að sjá hvernig reynt er að nota  bágborið efnahagsástand þjóðarinnar til að koma því að að þjóðin hafi ekki efni á að fara eftir gerðum samningum og réttlæta um leið þá þjóðernisstefnu að Ísland eigi bara að vera fyrir Íslendinga.


mbl.is Segja flóttamenn misnota okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað viltu marga? 10.000? 100.000? 1000000?

GB (IP-tala skráð) 20.5.2012 kl. 09:58

2 identicon

Þér er fyrirgefið fáfræði þín Svanur,enda ertu ekki búsettur á skerinu,og finnur ekki hvernig þjóðarpúlsinn slær.   Já já láttu bara fjúka í þig við þessi skrif mín,veit hve það pirrar þig ef nefnt er að þú sért ekki á skerinu.

Íslendingar eru að verða flóttamenn í eigin landi.

Númi (IP-tala skráð) 20.5.2012 kl. 10:38

3 identicon

Þú nefnir þarna einhvern ,,Bjartsýnisflokk,,en hann hef ég aldrei heyrt nefndan.En að koma með þetta ,,Sieg Heils,,í pistli þínum lýsir fákunnáttu þinni um þjóð þína að  ætla henni að stjórna í þessum málum(flóttamanna !) með ,,Sieg Heils ,,töktum er þér til skammar. Þvílíkt álit sem þú hefir á þjóð þinni,svei.

Númi (IP-tala skráð) 20.5.2012 kl. 10:48

4 identicon

Ef ég skil þessa yfirlýsingu rétt þá er verið að benda á að Ísland fer einmitt ekki eftir þessum alþjóðasamþykktum, þ.e. fólk sem ekki hefur nein réttindi skv. alþjóðlegum reglum og samþykktum til að fá stöðu flóttamanna eru að fá hana samt sem áður.

Í mörgum tilfellum er í raun um glæpamenn að ræða samkvæmt þessum sömu samningum og reglum, "flóttamennirnir" koma ólöglega inn í landi, skilríkjalausir, villa á sér heimildir, ljúga til um ferðatilhögun og þykjast svo eldri en þeir eru í raun. Svíar hafa einmitt verið mjög undanlátssamir við svona "flóttamenn" þó jafnvel sé hægt að sanna að nánast allt sem þeir segja sé hrein og klár lygi.

Það allra versta við þetta er að þeir sem koma svona inn (nánast undantekningalaust ungir karlmenn sem á einhvern undarlegan hátt eru að stærstum hluta 16-17 ára, munaðarlausir og frá Vestur Afríku) eru að taka pláss sem raunverulegir flóttamenn þurfa á að halda, þ.e. fólk sem raunverulega er að flýja ofsóknir. Það er hrein og klár misnotkun á kerfi sem er byggt til að hjálpa fólki.

Gulli (IP-tala skráð) 20.5.2012 kl. 10:54

5 identicon

"þykjast svo yngri en þeir eru" átti þetta að sjálfsögðu að vera hjá mér

Gulli (IP-tala skráð) 20.5.2012 kl. 11:01

6 identicon

Og enn og aftur opinberar Svanur hvers konar bjáni hann er. En þetta er það eina sem vinstri öfgamenn geta. Um að gera að hrópa bara Rasisti! nógu hátt og stöðva alla umræðu!

Jakob (IP-tala skráð) 20.5.2012 kl. 11:15

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér fær fólk sem kemur hingað eftir réttum og löglegum leiðum aðstoð og landvist eftir skamman tíma. Þeir einu sem ég veit að hafi flúið hingað undan stríðsátökum og ofsóknum eru Palestínskar fjölskyldur.  Hér ert þú að hrófla upp einhverri fuglahræðu til að ráðast á.

Innanum þá sem hingað koma er fólk sem reynir að komast framhjá kerfinu og sýna fölsuð vegabréf og vilja ekki gefa á sér deili. Það er meira að segja ólöglegt að bóka sig inn á hótel með þeim aðferðum og liggur við fangelsisvist í öllum siðmenntuðum löndum. 

Því má bæta við umfjöllun um þessa Marokkönsku pilta sem ætluðu að lauma sér hér inn að á sama tíma voru fimm aðrir landar þeirra á sama reki handteknir í Sundahöfn við að reyna að smygla sér í borð um Reykjafoss og komast til Ameríku.  Þetta mál varðar því okkur eina og við getum hreinlega ekki tekið léttar á þessu en raun ber vitni. 

Eftir því sem ég kemst næst þá fá hér um 800 manns ríkisborgararétt á ári frá um 20 löndum.  Fólk sem fer réttar boðleiðir og fer að lögum. Álíka fjöldi fær hér tímabundið landvistarleyfi, sem oft leiðir síðar til ríkisborgararéttar.

Hér eru innan um svartir sauðir eins og í öllu fé og fókusinn þar er m.a. á mannsal, fólk á flótta undan réttvísinni og svo auðvitað grunaðir hryðjuverkamenn. Um þessi atriði og fleiri eigum við í alþjóðlegri samvinnu meða að finna og sporna gegn, svo eðlilega tefur það ferlið í sumum tilfellum. 

Við búum sjálf við sömu skilyrði og kjör ef við viljum skipta um ríkisfang til frambúðar eða tímabundið. Líklega er þó ekki hlaðið neitt sérstaklega undir okkur við komuna ef mína reynslu er að marka. Það þarf að sýna öll vottorð og skilríki til að fá atvinnuleyfi, maður greiðir skatta etc.  

Það er ekki sanngjarnt af þér að taka út illa upplýstar upphrópanir óvandaðra einstaklinga og setja alla Íslendinga undir sama hatt. Það eitt flokkast undir rasisma ef eitthvað er.  And íslenskur rasismi virðist raunar blómstra þessa dagana og það frá PC vinstripostulum sem sjálfir eru íslendingar. Margur heldur mig sig, segi ég nú bara. 

Hvað leggur þú til að verði gert?

Jón Steinar Ragnarsson, 20.5.2012 kl. 11:31

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta mál varðar því EKKI okkur eina...átti að standa þarna.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.5.2012 kl. 11:32

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú dettur svo hér í sömu óupplýstu fordæmingargryfjuna og Eiríkur Bergman og leggur til jafns heimóttalega ættjarðarást og national socialisma.  Skilgreiningin á þessu getur ekki verið ólíkari ef eitthvað er.  Hvað heldur þú að knýi baráttu Palestínumanna áfram?  Geturðu nefnt mér einhverja þjóð sem ekki vísar með stolti til séreinkenna sinna og undirstrikar þjóðerni sitt?  Farðu á landsleiki, hlustaðu á frakka tala um mat eða tékka tala um bjór, ítali um sögu, Breta, þjóðverja, Hollendinga, Ísraelsmenn, Rúmena, Austurríkismenn, Rússa og öll þjóðarbrot þar innan, Ameríkana og öll fylki þar innan.

Eru allir Fasistar?

Fasismi er annars nafn yfir stjórnskipan þar sem ríki, iðnaður og auðvald renna saman í eitt samtryggingarknyppi þar sem ríkið hefur æðstavald undir einum leiðtoga. Fasismi miðaði að því að fletja út þjóðerni og fjölbreytileika og leit á manninn sem vél eftir heimspekihugmyndum þess tíma. Ef eitthvað virðist eiga sammerkt með þesskonar hugsjónum eru það einmitt sipuð sjónarmið og þú ert að viðra hér. Áttarðu þig á því?

Jón Steinar Ragnarsson, 20.5.2012 kl. 11:47

10 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Númi; Ef þjóðarpúlsinn slær eitthvað í líkingu við púls þinn og Bjartsýnisflokksins er ég mjög heppinn að vera fjarri þeim sóðaskap. Ég trúi því reyndar ekki og held að sóðarnir séu í miklum minni hluta.

Gulli; Ísland reynir hvað það getur að fara eftir alþjóðasamningum og Bjartsýnisflokkurinn er að gagnrýna það og segir að íslenska ríkisstjórnin þurfi ekki að fara eftir samþykktum SÞ eða ESB.

Jakob; Rasisma á ekki að líða, sama í hvaða formi. Rasista reyna oft að fela sig í skrautlegri flóru of öfgafullra skoðana nútímans en nályktin kemur upp um þá um síðir og þá ber að úthrópa þá. Rasistar byrja oft umræðuna á því að segja; Maður má ekkert segja, þá er maður kallaður rasisti", og svo stendur rasistabunan út úr þeim.

Oft vita trúa þeir því sjálfir að ekkert sé athugavert við orð þeirra og skoðanir. - Rasisti ræðir aldrei mál innflytjenda án þess að hefja umræðuna á hvernig það á að takmarka fjöldann og koma í veg fyrir að hingað komi fleiri. Hann notar öfgarnar, stórar tölur til þess eins að gera aðra eins hrædda og hann er sjálfur. -

Jón Steinar, Þetta er allt satt sem þú segir, en svo slær eitthvað út í fyrir þér í niðurlaginu. Hver er að halda því fram " illa upplýstar upphrópanir óvandaðra einstaklinga" eigi við alla Íslendinga?

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.5.2012 kl. 11:52

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þjóðernisvitund og fjölskylduvitund eru af sama meiði sprottin. Maðurinn leitar reglu og öryggis og er ekki mikið fyrir byltingar í umhverfi sínu. Hann vill þekkja og geta treyst. Það sem þú gagnrýnir eru eðlileg mannleg viðbrögð sem vissulega geta farið út í öfgafullar áhyggjur hjá vanstilltum einstaklingum.

Ég er ekki frá því að þú sért með þessa genetísku tilhneigingu líka. Jafnvel get ég ímyndað mér að þér líði vel innan trúarsamfélags þíns og viljir ekki að mikið sé við grunnstoðum þess hróflað eða þau gagnrýnd. Þú sækir líklega oftast í sömu hverfin og borðar á sömu stöðum, átt þér pöbb eða kaffihús þar sem þú þekkir kjarnan, kaupir sama flauelsjakkann og þú varst svo heppin með áður og líður best í þessum mokkasínum sem hafa alltaf reynst þér vel og lætur ekki neinn segja þér að ganga í öðru.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.5.2012 kl. 11:55

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Varðandi svar þitt Svanur.  Það má vel vera að ég sé að væna þig ranglega um alhæfingar en einhvernvegin eru öll svona skrif þessu marki brennd og vísa ég þá til skrifa Eiríks Bergmanns og Þorvalds Gylfasonar t.d. nú eða annarra PC vinstrimanna á DV, Eyjunn, Vísi og Pressunni.  Ég biðst forláts ef ég hef haft þig fyrir rangri sök, en kannski ættir þú að taka því fram að þú sért ekki að tala yfir hausamótunum yfir okkur öllum þegar þú færð útrás fyrir hneykslan þína.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.5.2012 kl. 12:03

13 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég deili háhyggjum manna yfir vaxandi öfgaþjóðernishyggju í Evrópu, sem brýst út í rasisma, hatri og vantrausti manna á meðal.  Þessi þróun á sér þó skýringar í hinum öfgunum þegar þessu jafnvægi sem ég nefndi hér ofar er ógnað. Glóbalisminn er utópía 21. aldarinnar og á sér margt skylt með totalitarian hugmyndafræði sem tröllreið öllu á fyrri hluta 20. aldar. 

Þessi pólitíska hugmyndafræði um að heimurinn sé ein stór fjölskylda í skilningi þess að vð séum neyslueiningar en ekki fólk.  Það má vel vera ða við munum þróast til þesskonar samruna á áratugum og öldum, en þessu verður ekki þröngvað ofan í kokið á fólki á einni nóttu eins og EU hugsjónin miðar að. Það er ástæða þessar ógnvænlegu þróunnuar. Við náum engum árangri með að einblína á afleiðingarnar og fjargviðrast yfir þeim. Það eru orsakirnar sem við þurfum að finna og skilja.  Það þykir hinsvegar ekkert sérstaklega PC.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.5.2012 kl. 12:12

14 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Svanur, þú segir að þúsundir íslendinga hafi gerst efnahagslegir flóttamenn á síðustu árum.   Forsætisráðherrann hefur neitað þessu og miðar þá líklega við tölur Hagstofunnar.  Frá og með árinu 2006 til og með 2011 hafa nefnilega um 8500 fleiri flutt til landsins en frá.

En þar sem þúsundir íslendinga HAFA flutt úr landi, þá er greinilegt að landið hefur tekið á móti meira en 10 þúsundum erlendum löglega aðfluttum á þessu tímabili. Því getur enginn leyft sér að halda því fram að hér ríki einangrunarstefna.

Hitt er svo líka, þvert á það sem gerist í öðrum löndum, að svo virðist sem ekki einn einasti ólöglegur innflytjandi hafi reynt að nema hér land - ALLIR eru skilgreindir sem löglegir hælisleitendur. 

Þessa skilgreiningu þarf að laga, hún bitnar á þeim sem síst skyldi.

Kolbrún Hilmars, 20.5.2012 kl. 13:31

15 Smámynd: Skeggi Skaftason

Í seinni heimsstyrjöld var skipsförmum af flóttamönnum úr hópi Gyðinga meinuð landvist hér á landi. Bjartsýnisflokknum hefði eflaust þótt að okkur hafi ekkert komið við hver örlög þess fólks yrðu.

Skeggi Skaftason, 20.5.2012 kl. 14:18

16 identicon

Aulegt svar frá þér Svanur Gísli. Þú spyrðir mín skrif við einhvern flokk ,,Bjartsýnisflokk,,sem ég veit ekkert um.

Þú verður ætíð úrillur þegar maður hittir rétt á þig,það hefur gerst áður.                       Þetta  ,,Sieg Heil,,( er þú ritar )  lýsir frekar öfgunum í þér .

Númi (IP-tala skráð) 20.5.2012 kl. 14:20

17 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Athyglisvert, Skeggi. Þetta hef ég ekki heyrt fyrr, hvar má finna heimildir fyrir þessum skipaferðum? Reyndar fóru danir með utanríkismál íslendinga þangað til 17.júní 1944 - ætli það hafi skipt máli?

Kolbrún Hilmars, 20.5.2012 kl. 14:49

18 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Undarleg söguskoðun þetta hjá þér Skeggi. Nú þarftu að opna bók og fræðast í stað þess að taka upp þessa þjóðhatursmöntru gagnrýnislaust. Hélt þú værir efasemdarmaður sem leggði áherslu á vísindalega rýni og rökhyggju.

Kannski að þú tilheyrir einhverskonar kirkju eftir allt saman. Einhverskonar Bifrastarkirkju. Hver veit.

Eitt fyrsta verk íslendinga í utanríkismálum eftir sjálfstæði, sem einhverja vigt hafði var einmitt að samþykkja og staðfesta tilverurétt Ísraelsríkis. 

Jón Steinar Ragnarsson, 20.5.2012 kl. 15:28

19 Smámynd: Skeggi Skaftason

Vísast gæti hann postdoc, Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, frætt okkur betur um þetta. Einst heitinn Heimisson rannsakaði svona sögur. Sjá td. hér:

http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/108662/

Skeggi Skaftason, 20.5.2012 kl. 15:43

20 identicon

AAAAAAAAAAAAAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAAAAAAaa, the Icelandic Nazi party,.. AAAAAAAAaaaaaaahahahahahahahahahaha, you are so funny.

Slippur (IP-tala skráð) 20.5.2012 kl. 15:54

21 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Númi,gamlir brandarar pirra mig ekki neitt, en þeir eru bara ekki skemmtilegir nema í fyrsta skiptið. - En hvað er það nákvæmlega sem pirrar þig svona mikið við fyrirsögnina?

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.5.2012 kl. 16:47

22 identicon

Þú ert að koma skilaboðum til þeirra sem ekki eru sammála þér,og notar ,,Sieg Heil,,á það fólk. Hafðu það fínt annars utanlandsSvanur.

Númi (IP-tala skráð) 20.5.2012 kl. 17:13

23 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Sælir strákar, þær verða alltaf heitar, umræðurnar um "flóttamenn" sem hingað álpast. Allir vita um svikarana og hvaðan þeir koma og af hverju. Umræðan fer alltaf til andskotans þegar þessir svokölluðu "opin landamæri" fólk kemst í umræðuna. Það saklega, það rökrétta hverfur úr umræðunni. Það þarf að skipta út öllu liðinu sem fer með þessi mál í allri Evrópu. Það er bákn sem bara stækkar þegar "flóttamönnum" fækkar.Ekki er settur upp gagnagrunnur um þessa "flóttamenn" þó svo að hann sé í raun til hjá öðrum stofnunum. Hef ég lifað og starfað í kringum þetta lið í áratugi og veit nokkurn vegin hvernig þetta virkar.En vandamálið liggur ekki í fjölda "flóttamanna" heldur hjá þeim sem eiga að leysa vandamálið. Og þeir sem kalla íslendinga flóttamenn eru ekki að fatta umræðuna.

Eyjólfur Jónsson, 20.5.2012 kl. 17:14

24 Smámynd: Landfari

Eyjólfur Jónsson, hvers á Kolbrún að gjalda í þessari tjásu þinni?

Hefur hún gert á hlut þinn það mikið að þú virðir hana ekki svars en alla hina?

Ertu þessi týpa af rasista sem vill útiloka kvenfólk frá blogginu, svipað og Svanur vill útiloka suma frá umræðu um innflytjendamál.

En svona að  öllu grínu slepptu þá er ég þér sammála. 

Þá vil ég þakka Jóni Steinari málefnalegar og upplýsandi tjáslur hérna og Svani fyrir að verða honum tilefni til að skrifa þær.

Landfari, 20.5.2012 kl. 22:27

25 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Landfari. ég hef svo sem ekkert á móti kvenfólki á blogginu, en eru þær ekki mest í feisbúk? En það kann að vera að sökum elli að ég klofi yfir sumt án þess að hugsa frekar út í það. En ég eftirlýsi málefnalegar umræður á blogginu, án alls rasista tals. Við eigum að hafa gaman á blogginu og við höfum það svona að mestu leyti held ég.

Eyjólfur Jónsson, 21.5.2012 kl. 00:08

26 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þúsundir íslendinga hafa flutt úr landi og gerst flóttamenn bágra lífskjara í öðrum löndum. Nágrannaþjóðir okkar hafa í samræmi við gildandi milliríkja samninga, tekið við okkar fólki möglunarlaust og gefið því tækifæri á að sjá sér farborða, án þess að saka það um að misnota samkomulagið.

Þú ert svo klikkaður orðinn, að engu tali tekur lengur. Íslenskur pólitískur flóttamaður? ERTU BILAÐUR, EÐA BARA SVONA VITLAUS, LATUR OG TIL EINSKIS NÝTUR LENGUR.? VONA AÐ ÞÚ SÉRST ALLAVEGA EKKI Í VINNU HJÁ HINU OPINBERA!

MEIRA AÐ SEGJA Í NOREGI EÐA SVÍÞJÓÐ YRÐI EKKI HLUSTAÐ Á SVONA HELVÍITIS KJAFTÆÐI. PRUFAÐU AÐ SÆKJA UM HÆLI Í SAUDI ARABIU, NIGERIU EÐA ÖÐRU LANDI SEM VIÐ ÆTTUM Í RAUN AÐ BEYTA AÐGERÐUM, EN EKKI EIGIN LÖNDUM ....FÍFLIÐ ÞITT.

Halldór Egill Guðnason, 21.5.2012 kl. 05:41

27 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Fyrirgefðu Svanur. Svona segir maður ekki. Ef það er einhver leið að útmá svona ummælim af síðunni, s´rð þú um það, mér til lítillækkunar, en kjarninn vonandi skiaði sér. Ill orð og svívirða gera engum gott og bið þig enn og aftur fyrir gefningar á munnsöfnuði mínum.

Góðar stundir,

Halldór Egill Guðnason, 21.5.2012 kl. 05:45

28 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Danir fóru ekkert með Utanríkismál Íslands til 1944.

Utanríkismál voru 100% í höndum innbyggjara hérna frá 1940 og de fktó frá 1918.

http://www.utanrikisraduneyti.is/raduneytid/sogulegt-yfirlit/

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.5.2012 kl. 09:10

29 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ómar Bjarki, þú gleymir hinu augljósa; hernumið land sinnir ekki neinum utanríkismálum.  Nema þeim sem snúa að hernámsliðinu og njóta velþóknunar þess.  Ísland var hernumið í maí 1940.

PS:  Landfari, ég móðgast ekki af því að flokkast með strákunum 

Kolbrún Hilmars, 21.5.2012 kl. 12:29

30 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Var gyðingum ekki aðallega vísað frá landinu fyrir 1940? Man það ekki almennilega í augnablikinu. Svo langt síðan eg las um þetta.

Annars þarf ekkert að fara í feluleik um þett mál. Innbyggjarar hérna hafa alltaf haft andúð á útlendingum sem sést best á Piningsd+omi sem innbyggjarar hérna heimtuðu að yrði settur. þau lög barasta bönnuðu útlendinga. Og þegar þeir voru búnir að því innbyggjarar - þá bönnuðu þeur si sona búsetu við sjóinn og í framhaldi gerðu þeir sér lítið fyrir og settu á sjálfa sig vistabönd og skikkuðu í vinnumennsku hjá stórbændum.

Á síðari tímum hefur andúð á útlendingum aðallega snúist að því að vernada gengatiskan fullkomleika innbyggjara. En sá genatíski fullkomleiki gerir innbyggjara æðri úlensku fólki og forseti svokallaður hefur útlistað það á vísindalegan hátt og boðað heimsbyggðinni mikinn fögnuð eins og kunnugt er.

Segir sig sjálft að einhverjir útlendingar gætu spillt genatíska fullkomleikanum. Stórhætta á að útlendingar myndu auka hér kyn sitt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.5.2012 kl. 12:56

31 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ómar, hættu þessu bulli um "genatískan fullkomleika". Hálf þjóðin er blönduð og stolt af því.

Annars held ég að það sé rétt hjá þér að flestir gyðingar hafi flúið nazismann á árunum 1933-1940. Það varð ekki hægt um vik eftir að þjóðverjar höfðu hertekið öll nágrannalöndin. Hversu margir þeirra leituðu hingað norður á bóginn veit ég hins vegar ekki frekar en þú. Landið hefur aldrei verið í alfaraleið.

Kolbrún Hilmars, 21.5.2012 kl. 13:20

32 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Já og hananú Landfari, Kolbrún var ekkert móðguð út af þessari flokkun svo nú verður í röð og reglu, stelpurnar eru þar með komnar í okkar hóp, tæknilega séð. En ég sé að pínulítil sussing er alveg ok á þetta rasista tal. Það er jafn vitlaust að tala um rasista í umræðu um "flóttamenn" og að kalla mig kommúnista þegar ég sagði að það ætti að skylda Íslendinga til að smíða allan sinn flota hérna heima sem allir myndu græða á. Ég er ennþá í sárum eftir þessi "rök".

Eyjólfur Jónsson, 21.5.2012 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband