Makríllinn er svo mikið 2007

Makríllinn er ólánsfiskur og mikill skaði hefur orðið af honum eftir að hann fór að gera sig heimakomin við strendur landsins. Hann hefur riðlað vistkerfinu við landið svo um munar. Fyrst eyðilagði hann lundavarpið, síðan kríuvarpið og nú eru líkur á að hann verði til þess að ESB varpið spillist líka.
Vei sé honum.
En nóg er til af honum og þeir sem veiða hann græða mikið á honum, svo fremi sem þeir geta selt hann, auðvitað. Það verður líklegar erfiðara ef viðskiptabann verður sett á þá.
En iss, við veiðum hann bara samt, bara til að láta ekki kúga okkur. Söfnum honum í frysta út um allt, eins og kvalkjötinu.
Makríllinn er auðvitað ekki einn af þessum hefðbundnu góðu íslensku fiskum. En hann er nógu góður fyrir útlendinga að éta. Makríllinn er sem sagt nýtilkomin auðlind. Dálítið eins og allt féð sem við fundum sem var án hirðis. Þess vegna virkar makrillinn eitthvað svo ákaflega 2007.
mbl.is ESB hótar viðskiptabanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Það er hægt að selja allan þennan makríl til Japan og annarra Asíu landa, ef því er að skipta.

Ef ESB apparatið ætlar að gera alvöru úr þessum hótunum sínum þá eru þeir um leið að brjóta gegn Hafréttatrsáttmála Sameinuðu Þjóðanna, gegn EES samningnum og gegn alþjóða sáttmálum Alþjóða Viðskiptamálastofnunarinnar (WTO).

En þeir kæra sig köllótta um að brjóta alþjóða samninga ef þeim hentar svo.

Gunnlaugur I., 14.5.2012 kl. 11:40

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Er það ekki ástæðan fyrir að þeir eru í óða önn að semja nýtt regluverk til að geta sett bannið á. Það þarf vitanlega að vera í samræmi við alþjóða sáttmála, en annars kæra þeir sig líklega kollótta eins og þú segir. Fram að þessu hafa þeir komist upp með nánast hvaða aðgerðir sem þeim þóknast hverju sinni.

Svanur Gísli Þorkelsson, 14.5.2012 kl. 11:49

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Fínn pistill.

Sleggjan og Hvellurinn, 14.5.2012 kl. 11:58

4 identicon

Ég var að spá því að í fréttini og fleiri fréttum um þetta mál kemur framm að Íslendingar séu að stunda ósjálfbærar makrílveiðar og að við séum ekki að styðjast við neina rannsókn. Fólk er alltaf svo að vitna í það að makríllinn sé búinn að koma sér vel fyrir við Íslands strendur, hvernig vitum við það þá?

Og í hvaða rannsókn eru allir að vitna í?

En samt sem áður er ég orðin mjög þreytt á þessari blessuðu kúgun og brjálæði í ESB. Afhverju erum við í aðildarviðræðum ef við hötum ESB svona?

Við erum í svona Hateit/Loveit relationship við ESB við elskum að hata það og stjórnin er sennilega í einhverju svona guilty plesure sambandi, hata að elska ESB.

Kolbrún Rósa (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 12:06

5 identicon

Já, makríllinn er merkileg skepna. Sennilega tekst honum að gera endanlega út af við ESB brölt Samfylkingar, og að lokum Samfylkinguna sjálfa.

2007 eða ekki, þetta er fiskur ársins, ef ekki áratugarins. Gætum notað hann á nýtt skjaldarmerki sem landvætt.

Börnum verða sagðar kjarnyrtar sögur af viðureign hans við Össa feita, sem vildi láta herleiða allan stofninn til ESB.

Hilmar (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 12:55

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Almennt um efnið í kommentum, og jafnfrant í breiðu perspektífi, að þá er grunnmisskilningur í íslendingum varðandi það að hægt séð að selja fiskinn bara ,,eitthvað annað". O.s.frv.

þ.e.a.s. að misskilningurinn er ekki sá að það sé ekki hægt heldur fylgir einn böggull skammrifi.

Eða afhveju heldur fólk eiginlega að menn vilji helst selja fisk til Evrópu? Afþvíbara??

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.5.2012 kl. 13:27

7 Smámynd: Kristinn Pétursson

Það merkilega í umræðunni - miðað við alla fjölmiðla kring um allt Altandshafið - er að enginn fjölmiðill fjallarum það að makrílstofninn fer stækkandi - eftir þvi sem "rányrkjan" vex.

Líffræðilega hlið málsins er hugsanlega sú að betra sé að veiða meira - og að Íslendingar og Færeyingar hafi stækkað makrílstofninn með þessari "óþægð" sinni.

Er þá ekki allt í þessu fína - í kína?

Kristinn Pétursson, 14.5.2012 kl. 13:40

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Höfuðrökin fyrir ofstæki ESB eru þau að við séum að veiða þetta án þess að rannsóknir liggi fyrir um sjálfbærnina.  Það sama gildir þá um ESB að þeir eru að banna þetta án þess að hafa neitt í höndum til að rökstyðja yfirganginn.

Ég efast raunar um að ESB sem entity hafi lagalega heimild til að setja viðskiptabann á þjóðir. Hvað verður næst? Ætla þeir að frysta eignir okkar í sambandinu og setja á farbann og viðskiptabann eins og við Sýrlendinga í gær?  Ofstækið er ótrúlegt.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.5.2012 kl. 17:59

9 identicon

Nei Jón Steinar, það er akkúrat það sem þeir eru að reyna núna, breyta regluverkinu svo hægt sé að fara framhjá alþjóðasamningum og setja viðskiptabann á löng utan ESB... Þvílík endemis vitleysa er þetta allt saman.. sigh :/

Ragnar (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 20:21

10 identicon

Lönd átti þetta að vera :D

Ragnar (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 20:22

11 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ESB eru í ruglinu núna.

Menn eiga bara að semja.

Hætta þessu grunnskóla rugli. "ef þú gerir ekki þetta ætla ég að berja þig í næstu frímínútum"

Sleggjan og Hvellurinn, 14.5.2012 kl. 21:26

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg vísaði fyrir nokkrum vikum eða mánuðum í nefnda reglugerð sem Fiskveiðinefnd EU þings vill setja. Og nb. það á efit að samþyggja hana. Vaktí þó athygli að nefndarmenn samþykktu hana samhljóða. Og sumir hafa talað þannig eins og víðtækur stuðningur sé fyrir lögunum. Ef hún verður samþykkt - að þá á þó eftir að ákv. hvaða heimildum verður beitt. Hvaða aðgerðum.

Sumir tala um ,,viðskiptabann" eða ,,trade ban" etc. Menn eiga, að mínu mati ekki að fókusera á það. það sem reglugerðinni er ætlað hefur verið lýst þannig:

,,provide the EU with the means to take effective measures against states not co-operating in good faith in the adoption of agreed management measures"

Effektíf mesjúr. það þarf ekkert beinlínis ,,viskiptabann" til þess. Menn skuli hugleiða í því samhengi innlegg mitt hér ofar nr. 6 því viðvíkjandi. þ.e. afhverju vilja menn helst selja fisk til Evrópu. það er sko, altso, í rauninn hefur íslendingum aldrei verið sagt almennilega að Evrópa er lang, lang mikilvægast samskiptasvæði Íslands. Efnahagslega, menningarlega, sögulega - og allra handar lega.

Og svo koma þjóðrembingar sko reglulega alveg og mæla: Ja, við seljum þá bara ,,eitthvert annað". þ.e. þeir tala einsog Ísland geti bara valið úr maður og allt sé jafngilt.

Athyglisvert að enginn treystir sér til að svara spurningu minni hér ofar. Enginn. þar rætist hið forkveðna að þegar komið er að kjarna mál á Íslandi - þá setji innbyggjara alltaf hljóða.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.5.2012 kl. 22:55

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er samt sem áður þannig að þeir sem vilja meina að ,,ekki sé hægt" að beita aðgerðum gegn óábyrgu háttalagi Íslands og Fæeyja - þeir hafa eitthvað til síns máls. Og þá er eg aðallega að horfa til EES Samningsins. Aðallega. Spurning hvort það verði ekki auðveldara gegn Færeyjum. þessvegna verður eiginlega fróðlegt að sjá hvernig aðgerðir verða útfærðar ef af verður. En að sjálfsögðu kemur fyrst til greina tollar oþh. Aukagjöld ýmiskonar o.a.frv. það er fljótt að tikka. Fljótt að tikka.

Talandi um Færeyjar, að þá átta íslandingar sig kannski ekki á því en Færeyjar eru að sumu leiti í sterkari stöðu en Ísland. þeir voru að veiða umtalsvert áður. Ísland var ekkert að veiða og hefur nánast 0 grunn að byggja á. þessvegna gætu Færeyingar alveg skyndilega samið einhliða. það er athyglisvert að í upphafi þessa máls - þá kom stundum fram hjá Færeyingum að þeir teldu kröfur íslands óraunhæfar. Síðan fóru þeir útí þessa ofveiði me Íslandi enda Samherji mikið í Færeyjum. Færeyska stjórnin gæti hinsvegar alveg samið skyndilega einhliða. þá væri Ísland eitt eftir og líklega búið að gera mikil mistök.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.5.2012 kl. 23:33

14 identicon

Það eru til fleiri markaðir en Evrópa þó þeir markaðir séu gríðarlega mikilvægir markaðir eins og er. Aftur á móti er að verða til gríðarlega stór millistétt í kína sem gæti verið forvitnilegur markaður í framtíðinni. T.d bretar hafa mikla hagsmuni af því að flytja inn fisk frá Íslandi. Af þeim rúmu 660 þúsund tonnum sem þeir flytja inn á ári koma 9% frá Íslandi. Af þeim þorski sem þeir flytja inn koma 25% frá Íslandi. Einnig má nefna að Norðmenn væri sennilega ekki alveg tilbúnir til þess að hætta að kaupa fiskimjög frá Íslandi. En eins og við vitum þá þarf fiskimjöl til þess að halda fiskeldinu gangandi. En ef við myndum hætta að selja sjávarafurðir til Evrópu yrði það gríðarlegt högg, en sjálfsagt myndi það lagast með tímanum og við myndum finna nýja markaði. Enda fjölgar fólki í heiminum og ekki eykst aflinn í smaræmi við það.

Hrafn Bjarnason (IP-tala skráð) 15.5.2012 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband