12.5.2012 | 13:56
Hið fölnaða bros Árna Sigfússonar
Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar er jafn ráðalaus og hann hefur verið frá upphafi ferils síns í Reykjanesbæ. Hann hefur bara ekki viljað horfast í augu við það fyrr en nú. Íbúar Reykjanesbæjar hafa ekki viljað horfast í augu við það fyrr en nú.
Hann kom þangað glaðhlakkalegur og sprækur, lofaði aðþrengdu bæjafélagi gulli og grænum skógum og það eina sem þyrfti væri framtaksemi og gott skipulag.
Þótt fólk kærði sig ekki lengur um hann við stjórn Reykjavíkur, hlaut hann að vera nógu góður fyrir Keflavík og nágrenni.
Árni hefur fram að þessu verið keikur og á honum að skilja þegar talað er um atvinnuleysið, að mestur skaðinn sé af því að minnast á hversu ástandið suður með sjó er bágborið. Hann brosir jafnan breitt og vill að allir aðrir séu sínir viðhlæjendur. Þess vegna líkar fólki yfirleitt vel við Árna. Hann er glaðlyndur maður og skemmtilegur .
En þegar kemur að erfiðu málunum, skipulagningu atvinnuvega og verkefna til að minka atvinnuleysið og vinna náið með einkaaðilum og stjórnvöldum að því, komum við að tómum kofanum hjá Árna og brosið hans breiða verður að aulaglotti.
En nú er loks úr honum allur vindur. Hann hefur selt allt sem seljanlegt er svo eignir bæjarfélagsins eru nánast engar. Í ráðaleysi hans og undir hans stjórn hefur Reykjanesbær drabbast enn meira niður og atvinnuleysi hefur þar ekki verið meira í manna minnum.
Nú þegar fólkið í bænum er á þrotum með nánast allt, sparnaðurinn búinn, það fær ekki meira lánað, húnæðið á leið á uppboð, og það hefur ekki geð í sér lengur að brosa við bröndurum Árna, reynir hann af fáheyrðri pólitískri óbilgirni, að koma sökinni yfir á aðra, fyrst og fremst núverandi ríkisstjórn.
Þetta er þeim að kenna segir Árni, með sitt fölnaða bros. Þeir sögðust ætla að hjálpa, en hafa ekkert gert...... nema bara lítið.
Árni hefur verið lengur bæjarstóri með stjórn hægri manna í landinu en þeirrar vinstri. Hvað stöðvaði hann frá því að vinna að uppbyggingu bæjarins með félögum hans í Sjálfstæðisflokknum frá 2002 eða frá því hann komst til valda í Reykjanesbæ. Hann hafði þá a.m.k. sex ár til að gera eitthvað annað en að fylla bæinn af grjóti og troða upp listaverkum eftir frændur sína um allar jarðir.
Hafi stefna eins pólitíkusar í bæjarmálum nokkurs staðar á Íslandi beðið augljóst skipbrot er það stefna Árna Sigfússonar í Reykjanesbæ og það sætir undrum að hann skuli enn njóta stuðnings svo mikils hluta íbúa bæjarins.
Störfin sem ekki urðu til | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:03 | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll Svanur Gísli; æfinlega !
Rétt; mælir þú, sem oftar, fornvinur góður.
En; við skulum ekki, láta Árna sitja einan, á liðleskjubekknum, Svanur Gísli.
Þau; Jóhanna og Steingrímur - og allt þeirra hyski, eru jú; nákvæmlega, sömu Andskotans tossarnir, og Árni Sigfússon (Johnsen), fornvinur góður !
Þar; hallast vart á, í niðurdrabbi, þessa andstyggilega liðs.
Með kveðjum góðum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.5.2012 kl. 14:12
Sjallabjálfarnir geta þetta ekki. No way. Þeir keyra öll þau sveitarfélög, sem þeir eru í forsvari fyrir í þrot. En ekki nóg með það, íslenska ríkið varð gjaldþrota undir þeirra forystu. Allir bankar og nær allir sparisjóðir. Sömuleiðis orkuveitur, gullgæsir sveitarfélaganna. Flest fyrirtæki sem þeir reyna að reka, fara á hausinn. Jafnvel heildsölur, þrátt fyrir fákeppni og samráð. Þetta er með ólíkindum, rannsóknarefni. Og innbyggjarar, þeir kjósa þá aftur og aftur, trekk í trekk.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.5.2012 kl. 15:22
Mér fannst mjög sérstakt þegar ég var á leið til vinnu og var að hlusta á útvarpsviðtal við Árna, þá staðhæfði hann að gagnaverið sem Björgólfur Thor og Vilhjálmur Þorsteinsson væru að reisa á keflavíkurflugvelli myndi skapa hundruði starfa, þáttarstjórnarndinn spurði hann réttilega hvort þetta væri rétt, Árni brást við því með því að segja að allt tal um annað væri tóm vitleysa, við tölvunarfræðingar vitum að Árni hefur allan tímann farið með rangt mál um fjölda starfa sem kæmu með svona gagnaveri bara eitthvað sem Vilhjálmur Þorststeinsson hefur sagt honum, hið rétta er að gaganver skapar örfá störf fyrir tæknifólk sem passar upp á að halda vélbúnaðinum gangandi skipta út blöðum í blade serverum þegar þau klikka, en það fer engin hugbúnaðarþróun fram í gagnaverum.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 12.5.2012 kl. 23:05
Reyknesingar ákváðu í síðustu bæjarstjórnarkosningum að fá meira af því sama, einir Íslendinga. Þeir höfðu verið rændir skipulega og mjólkurkýrnar seldar svo þeim fannst að réttast væri að kjósa sama hyskið yfir sig aftur til að sjá hvort það væri virkilega tilfellið að fulltrúar þeirra væru svona spilltir.
Þrátt fyrir að hafa fengið það staðfest ad nauseam þá eru þeir ekki vissir enn og ætla að láta reyna á það þar til enginn er eftir á nesinu til að efast meir.
Jón Steinar Ragnarsson, 13.5.2012 kl. 02:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.