Feitar konur eru svo.......

Kynjamisrétti tekur á sig margar myndir. Ef taka á mark á feministum í nýrri ályktun þess ágæta félagsskapar, er langt í land að kynjajafnrétti ríki í landinu. Og líkalega er það rétt sem þessi könnun sýnir að feitar konur verða meira fyrir barðinu á misrétti á atvinnumarkaðinum, á meðan feitir karlar gera það bara gott. Og trúlega eru það einmitt feitu karlarnir sem standa fyrir þessu, eða hvað?

Að þetta sé satt um ástandið í landi þar sem í stefnir að konur verði í öllum æðstu þjóðarembættunum, fyrir utan að vera mjög fyrirferðamiklar í stærstu fyritækjunum, virðist dálítið mótsagnakennt. Forsætisráðherra er auðvita kona, Biskup er kona, Háskólarektor er kona og nú stefnir í að aftur vermi kona forsetastólinn á Bessastöðum. -

Engin þessara kvenna getur talist feit og því spyr maður sig hvort það sé virkilegt að frami þeirra sé virkilega tengdur vaxtarlagi þeirra. - Mundu þær hafa náð þessum árangri ef þær væru feitar?

En hvað er það sem gerir feitar konur svona misheppnaðar í atvinnulífinu? Setja yfirmenn fyrtækja, bæði karlar og konur, vaxtarlag kvenna í samband við einhver óæskuleg persónueinkenni? Eru feitar konur e.t.v. álitnar kærulausari, óáræðanlegri, latari eða ekki eins gáfaðar og grannar konur?


mbl.is Feitum konum mismunað á vinnumarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FORNLEIFUR

Feitar konur eru jafnar betri starfskraftar en flestar grannar konur. Heimskar blondínur eru líka goðsögn. 

Það er nú einu sinni svo, Svanur minn, að þegar fólk er gráhært og gamalt, feitt og "ófrítt", og sérstaklega gáfaðra og greindara en sá sem ræður, þá er lítill möguleiki að fá vinnu, þar sem allir sem valdir hafa verið eru straumlínulaga jettsettpakk.

Karlar ráða konur með hugsunarhætti hellisbúans. Ef konan er fríð og ef hægt er að fara upp á hana, þó ekki sé nema í huganum, er hún valin, fram yfir konu með vörtu á nefinu og feitan rass (nema að menn séu fyrir slíka).

Konur sem ráða, eru enn að fylla kynjakvóta og venjast því að berjast við kynsystur sínar, en við heyrum nú líka fréttir af kvensum sem ráða menn út á bakhlutann á þeim.

Það hefur kannski verið of mikið af slíkum ráðningum á Íslandi.

Hvað fær þig svo að halda að það verði kona sem setjist í forsetastól eftir kosningar?

FORNLEIFUR, 2.5.2012 kl. 17:41

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Fornleifur hefur að mínu viti nokkuð til síns máls hér að ofan, nema ef vera kynni í þeim efasemdum sem hann varpar fram í spurningunni í blá restina.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.5.2012 kl. 17:47

3 Smámynd: Riddarinn

Það hefur löngum þótt vera sama sem merki á milli þess að vera feitur og í lélegu ásigkomulagi því það er ekki eðlilegt né ákjósanlegt ástand likama að vera með fitubunkana utan á sér og útþaninn maga og vigtina emjandi þegar stigið er á hana og hvað sem sumir segja sem lofsama þetta líkamlega ástand þá er mikil fita ekki merki um heilbrigt lífsmunstur.

Og undir þetta fellur líka fegurðarsmekkur  og tíska sem er ekki mikið fyrir þetta útlit enda hafa þeir sem lofsyngja tugi kílóa að offitu ansi oft hagsmuna að gæta og hvað hefur maður séð 100-300 kílóa bollur verja þetta ástand og segja þetta æðislegt og meiriháttar í viðtalsþáttum hjá DR.Phil Eða Opru og álíka þáttum en svo kemur sama fólkið fram 2 árum seinna búið að hríðgrennast og  segir það að þetta hafi verið helvíti á jörð að lifa svona og þessi lofsemd hafi verið þeirra eina vopn meðan það var svona á sig komið.

Það er einfaldlega ekki inn né healty að vera feitur,sama hvernig eitthverjir verja þetta þá vita flestir sannleikann innra með sér þegar betur er að gáð og þess vegna ráða atvinnurekendur síður fólk með offituvandamál í vinnu.

Offita er oft merki um agaleysi eða eitthverskonar vangetu eða vandamál að stjórna sjálfum sér eða sínum siðum ásamt merki um heilsuleysi eða yfirvofandi heilsuleysi í framtíðinni.

Að vera feitur með 50-100+ kíló extra hefur hingað til ekki þótt vera ýmind glæsileika né heilsuhreysti og það er bara staðreynd að útlit og heilsa skiptir mjög oft máli við ráðningu í starfi sama hvort eitthverjum líkar það álit eða ekki, en það hefur alltaf verið svona síðan ég man eftir mér og líklega er það ekki að breytast á næstunni þagar offituvandamál aukast hraðförum í heiminum hvort sem það er ósanngjarnt eða ekki.

Svo hvað skal þá gera?Jú það mætti kannski taka á vandamálinu,en hvort á það að vera atvinnurekandinn sem breytir sínum ákvörðunum um hvern hann vill ráða í vinnu eða manneskjan sem er með offituvandamálið sem á að breyta eitthverju í sínum málum til að fá frekar vinnu  ?

Ég verð að viðurkenna að ef það kæmu 2 svipað hæfir einstaklingar að spyrja um vinnu hjá mér og annar væri 80 kíló en hinn 160 kíló þá myndi ég láta það hafa mikil áhrif á mig hvorn ég réði í vinnu og ráða þann 8o kílóa jafnvel þó hann hefði eitthvað minna í pokahorninu að öðru leiti. Hard truth.

Og ef eitthver vill meina að ég viti ekki hvað ég sé að segja þá er pabbi minn líklega 150-160 kíló og það er ekkert sældaríf í hans tilfelli að grafa sína eigin gröf með því að huga ekki að heilsunni en honum er það gersamlega ómögulegt því matarfíknin og óheilsusamlegir lifnaðarhættir og sinnuleysi eigin heilsu eru að fara með hann í gröfina.Hann fengi hvergi vinnu eins og hann er og ég ljái engum þá ákvörðun og hann gerir það heldur ekki heldur því hann gerir sér grein fyrir vandamálinu og að það er hans sjálfs og einskis annars  að laga það ef hann vill bót meina sinn sem offitan veldur honum.

Riddarinn , 3.5.2012 kl. 02:59

4 identicon

George Carlin on Fat People 

http://www.youtube.com/watch?v=nLRQvK2-iqQ

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 3.5.2012 kl. 10:03

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Madeleine Albright var nú ekki beint grönn. Hún hafði vinnu. Hilary Clinton er nú í alveg ágætis holdum og hefur fulla vinnu.   
 
Merkileg og frekar pervers mótsögn í nútímanum finnst mér þetta hér: Allir vilja helst græða og fá. Þannig er okkar "rewardig system" innréttað. Græða en ekki tapa. Allir vilja fá og allir vilja hafa.
 
Komdu og fáðu þér xxx hjá okkur!
Fáðu þér xxx hjá okkur og vertu öruggur
Taktu tvær appelsínur fyrir verð einnar
Fáður yfirdrátt hjá okkur og vertu "frjáls" (muha) 
 
NEMA HÉR
 
Viltu tapa þér?
Viltu tapa aukakílóum?
Vitu missa
Viltu minnka
Viltu tapa 
 
Ég held að þetta sé eina fyrirbærið í sögunnu þar sem mönnum (mest öfugum karlmönnum í París) hefur tekist að markaðsfæra tap sem eitthvað gott.
 
Ekki ætla ég að tapa neinu hér. Mér finnst ekki gaman að tapa. Held því fast í mín aukakíló og læt ekki hafa þau af mér, og allra síst fyrir ekki neitt.   
 
Það er náttúrlega gjaldþrotayfirlýsing yfir konum ef koma á því inn hjá þeim að þær eigi, ættu eða geti höfðað til síns kyns til þess að fá atvinnu.
 
Þess utan þá getur enginn orðið góður "yfirmaður" eða "stjórnandi" yfir öðru fólki ef viðkomandi hefur aldrei átt börn og alið þau upp. 
 
Þeir sem vinna við mannaráðningar gera það vegna þess að þeir fá hvergi annars staðar vinnu, því það er enga vinnu að hafa. Þessi hluti hagkerfisins kallast "atvinnubransinn". Og snýst um ekki neitt.
 
Við sjáum afleiðingar "réttra" mannaráðninga ágætlega í fjármálageiranum og pólitík. Aldrei hafa þangað verið ráðnir eins mörg grönn hámenntuð fílf og samkvæmt hámenntuðum aðferðafræðum þeirra sem vinna í "atvinnubransanum". Aldrei áður hafa eins margir korrréttir grannir sérfræðingar unnið saman að eins stóru máli og að búa til stærstu fjármálabólu veraldar. 
 
Hér ættu menn að taka sig saman . .  
 

Gunnar Rögnvaldsson, 3.5.2012 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband