Lýðræði, meira lýðræði!

Þeim fjölgar enn forseta frambjóðendunum og það hlýtur að vera gott fyrir lýðræðið að hafa sem flesta til að velja úr. Best væri auðvitað samkvæmt þeirri hugsun, að allt kosningabært fólk væri í framboði og það skyldað til að gefa kost á sér og til að gegna þessu embætti yrði það kosið.

Því ber auðvitað fagna hversu margir hjartahreinir og óeigingjarnir Íslendingar hafa þegar tilkynt að þeir séu tilbúnir að fórna sér fyrir land og þjóð í þessu embætti. Og hversu margir eru sannfærðir um að vígi sitjandi forseta svona langt frá því að vera öruggt, að þeir telja sig eiga góða möguleika á að hljóta kosningu.

Lýðræðið er í miklum vexti á Íslandi því sem stendur slagar fjöldi forseta frambjóðenda hátt upp í þann fjölda stjórnmálaflokka og hreyfinga sem hyggjast bjóða fram í næstu Alþingiskosningum. Úrvalið er sem sagt mikið, þótt kannski ekki sé hægt að segja að það sé fjölbreytilegt.

Hvað forsetaframbjóðendur snertir á eftir að koma í ljós hvað greinir helst á milli þeirra en líklegast er að meðal þeirra komi fram jafnvel enn minni áherslumunur en á meðal stjórnmála aflana. - Frambjóðendur munu auðvitað halda sig við klisjurnar og stikkorðin, það er öruggast, nema Ástþór sem hefur komið sér upp salveg sérstakri stefnu um hvernig hann hyggist nýta embættið. Hann er einnig sá frambjóðenanna sem gerir sér minnstar vonir um að ná kosningu.


mbl.is Andrea tilkynnir um forsetaframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband