Er slagnum lokið áður en hann hófst?

Yfirburðir Þóru Arórsdóttur nýlegri skoðanakönnun um fylgi forseta frambjóðenda eru vissulega ánægjuleg tíðindi fyrir hana og stuðningsfólk hennar. Helstu spunameistarar Ólafs Ragnars, þeir sem studdu hann með ráðum og dáðum forðum daga, eru flestir komnir í lið með Þóru og þessar tölur vitna um að þeir kunna svo sannarlega til verka.

Kosningaslagurinn virðist samkvæmt þessu vera á enda, áður enn hann var raunverulega hafinn, því ÓRG, eini frambjóðandinn sem talinn var hafa einhvern möguleika að vinna Þóru, hefur ekki enn hafið sína kosningabaráttu og spurning því hvort ekki um seinan fyrir hann yfirleitt að leggja út í hana.

E.t.v. er enn mögulegt fyrir forsetann að ganga frá þessu með reisn og sæmd og draga framboð sitt til baka, eitthvað sem ÓRG hlýtur að hugleiða um leið og fylgi Þóru eykst og hans eigið fylgi minkar dag frá degi. - Greinilegt að fylgi Ara Trausta er einkum tekið frá forsetanum en ekki á kostnað Þóru svo ekki eru horfur á að þessar tölur lagist nokkuð ÓRG í hag þegar fram líða stundir því Ari Trausti er líklegri til að bæta í frekar en hitt.


mbl.is „Ég er bara full þakklætis“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svanur Gísli,situr þú bara einhversstaðar í útlöndum og bullar bara steypu. Þú ritar að flestir stuðningsmenn Ólafs séu gengnir í lið með Þóru! Það er bara steypa hjá þér .

Þú skalt gera þér grein fyrir því að þessi skoðun var   keypt   og ritstýrð og ég  er ekki í nokkrum vafa um það að val til úthringinga var handstýrt að miklum hluta.

Óþefur RÚV og Samfylkingar er af þessu framboði,því er handstýrt af innri kjarna í Samfylkingunni. (þetta hafa mér sagt hreinræktaðir Samfylkingarpésar.) Bölvuð pólitíkin,allstaðar eitrandi. Hvar er heiðarleikinn?

Hafðu það annars sem best þarna í útlandinu þínu Svanur Gísli.

Númi (IP-tala skráð) 26.4.2012 kl. 22:46

2 identicon

Númi góður. Þú hefur oft bull þitt með því að spyrja hvort viðkomandi sé í útlandinu. En maður þarf ekki að vera staðsettur í íslenskum torfkofa til að taka þátt í umræðunni.

Eftir útreiðina sem Óli fékk í Rannsóknarskýrslu Alþingis (bindi 8, bls. 170-178) á hann ekki sjans, ekki sjans. “Forget it”. Við viljum ekki opportunista, sem er eins og vel smurður vindhani í flestum málaflokkum.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.4.2012 kl. 23:34

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Númi, "helstu spunameistarar" eru ekki það sama og "flestir stuðningsmenn" .

Eru þá kannanir sem sýna góðan stuðnin við Ólaf falsaðar lika?

Annars rétt hjá þér að pólitíkin er eitrandi.

Það ætti þá að kæta þig félagi að ég er kominn á skerið sem gerir það sem ég skrifa loks marktækt að þínu mati :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.4.2012 kl. 00:42

4 identicon

Það er bara bull, að Þóra taki fylgi frá Ólafi. Þeir sem vilja, vita að Ólafur er öruggasti kosturinn. Hann mun ekki láta samfylkinguna þröngva okkur í ESB. Ólafur studdi útrásarliðið á þeim forsendum að hann væri að styðja við Íslenska athafnamenn. En ekki glæpamenn. Enda var hann ekki gagnrýndur fyrir það á meðan þeir höfðu geislabauginn yfir höfðum sér.

Benni (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 00:43

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég held að þeir stuðnigsmenn Ólafs sem ætla að reyna að hræða fólk í burtu frá Þóru með ESB grílunni, skóti sig í fótinn. Þeir verða sem sagt uppvísir að því að reyna að gera embættið pólitískt þegar flestir vilja halda því ópólitísku eins og Þóra leggur áherslu á. - Að reyna að gera fosetakosningaranar að kosningum um ESB er vísvitandi bjögun á ópólitískum kosningum.

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.4.2012 kl. 00:51

6 Smámynd: Sandy

Ég hef svo sem ekkert út á Þóru að setja en tel að hún sé betri sem fjölmiðlakona en forseti. Ég mundi frekar vilja leggja niður forsetaembættið en að sjá það sem puntudúkkuembætti sem tekur ekki á málskotsrétti sama hversu arfavitlaus lög og í hversu mikilli andstöðu lögin eru við þjóðina.

Þjóðin veit að Hr. Ólafur er ekki líklegur til að afgreiða lög óhindrað séu þau í trássi við þjóðarvilja þess vegna á að nýta sér þann velvilja ÓRG að vera áfram. Að tala um ESB grílu er óþarfi því þjóðin fer ekki þar inn nema að ríkisstjórnin sama hver hún er/verður svíkist aftan að þjóðinni og sitjandi forseti haldi að hann sé sameiningatákn vegna aðgerðarleysis.

Sandy, 27.4.2012 kl. 06:32

7 identicon

"Ólafur er öruggasti kosturinn. Hann mun ekki láta samfylkinguna þröngva okkur í ESB"

Frábær rök Benni, það að leyfa þjóðinni að kjósa um það sjálf hvort hún vill fara inn í ESB er augljóslega plott Samfylkingarinnar til að "þröngva" okkur þangað inn? Og hvernig ætti forsetinn annars að hafa áhrif á það, boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort við eigum að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um málið?

Hólmar (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 08:40

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er alveg klárt að skítmoksturinn í garð Þóru eykst við svona fréttir. En það er líka klárt að fylgi hennar eykst að sama skapi.

Skítkastið í garð Ólafs 1996 var nákvæmlega það sem fleytti honum yfir þröskuldinn og tryggði kjör hans. Það tryggði honum m.a. mitt atkvæði.

Núna ætlar sama liðið að fella Ólaf á skítkasti í garð Þóru. Sumir læra aldrei neitt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.4.2012 kl. 10:26

9 identicon

Ég tek ekki þátt í þessum skrípaleik.. mun þó kjósa.. skila auðu

DoctorE (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 11:07

10 identicon

Ég held að ekkert af stuðningsfólki Ólafs Ragnars forseta þurfi að standa í neinum "skítmokstri". Það kýs manninn hann er með reynsluna, þekkinguna og kjarkinn að standa á móti (hænsnahúsinu).

Alþingismönnum. Hann gerir gerir engan mannamun. Hann sigrar vel og örugglega 2-4 ár í viðbót Nóg fyrir okkur þjóðina til að koma þessu liði frá sem nú er í ríkisstjórn. Þökk sé Ólafi Ragnari þá eigum við von í þessu vesæla landi........

Jóhanna (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 11:47

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hvernig eigum ,,við" eða þetta ,,vesæla land" einhverja sérstaka von með ÓRG sem forseta?

Er það kannski það að að gæjinn fer bara útí heim og flytur þar uppblásnar þjóðrmbingsræður um að innbyggjarar séu genatískt frábærir fjármálasnillingar og þá í kjölfarið fara útrásarvíkingar í ránsferðir til útlanda flytjandi varninginn heim.

Ja, jú jú, það má svosem alveg reyna þetta - en það er stutt síðan að þessi leikur var leikinn. Of stutt! Að mínu mati.

þannig að ég sé enga sérstaka von í þessu fyrir land og lýð. því miður.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.4.2012 kl. 12:08

12 identicon

Óli í London 2005. Þátturinn um "athafnaskáld." Tær snilld!

 

And finally, there is creativity, rooted in the old Icelandic culture which respected the talents of individuals who could compose poetry or tell stories, who were creative participants in companionship with others. These attitudes have been passed onto the business community, as is demonstrated by the Icelandic term used to describe a pioneer or an entrepreneur, – "athafnaskáld", which means literally “a poet of enterprise”. Admiration for creative people has been transplanted from ancient times into the new global age, and originality has turned out to be a decisive resource in the global market.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 12:33

13 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Varðandi ESB grýluna svo því sé svarað efnislega. Sú ríkisstjórn sem nú situr áætlar að vísa fullgildingu aðildarsamningsins ESB í þjóðaratkvæði. Ef útkoman verður jákvæð er gert ráð fyrir að fara í nauðsynlegar stjórnarskrárbreytingar en til að þær gangi í gegn þarf til samþykki sitjandi Alþingis, þingrof og kosningar, og þá samþykkt nýs Alþingis. Hið nýja þing mundi þannig veita ríkisstjórninni heimild til að fullgilda aðildarsamninginn við ESB. Skil ekki hvernig forsetinn á að geta gripið inn í þennan feril.

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.4.2012 kl. 12:56

14 identicon

Svanur Gísli,velkomin heim á   skerið .   Þjóðaratkvæðagreiðslan um inngönguna í Þetta hryðjuverkabandalag E S B er einungis leiðbeinandi en það veist þú örugglega vel einsog allt annað. Leiðbeinandi en ekki bindandi og hafðu það. 

Númi (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 14:12

15 identicon

Svanur, mér finnst æði merkilegt að heyra greindan mann eins og þig hvetja sitjandi forseta til að pakka saman því skoðanakönnun, tveim mánuðum fyrir kosningar, faðmar hann ekki.

Þú ert mun eldri en ég, ég hef einungis fylgst með stjórnmálum eftir 6 okt 2008.

Þó hef ég séð, hérlendis og erlendis að úrslit eru einungis endanleg þegar síðasta atkvæði er talið upp úr síðasta kjörkassanum.

Áttu samfylkingin og vinstri grænir aö pakka saman þegar Lilja fékk 18% atkvæða í einni skoðanakönnuninni ?

Hvar er fylgi Lilju í dag ??

Láttu ekki eins og kjáni Svanur, við spyrjum að leikslokum, líkt og við gerum í flestum öðrum málefnum.

Þóra er að toppa mjög snemma að mínu mati, ég þori að hengja mig uppá að hún nái ekki kjöri.

(einnig set ég mjög stórt spurnigarmerki við PR aðferðafræði hennar stuðningsmanna, s.b fréttin um áflog Svavars fyrir 19 árum síðan og ekki síður bumbumyndin af Þóru þegar hún spyr hvort "konur á barneignaaldri eigi virkilega að líða fyrir það að vera frjósamar".. Þetta er herfilega döpur PR taktík,þetta er ekkert betra en lágkúruleg USA bardagatækni, á sama kaliberi og þegar maður sér klígjulega bandaríska embættismenn kyssa börn á síðustu metrum kosningabaráttu).

Þó vil ég koma því að að málsgreinin í sviganum einungis mín tilgáta og því eflaust röng.

Ég er mjög pólitískur og spyr ítrekað fólkið í mínu nánasta umhverfi um hvar hugur þeirra liggi í komandi forsetakosningum, af þeim ca 100 mönnum sem ég hef spurt hefur enginn sagst vilja kjósa Þóru, allir ætla að kjósa Ólaf.

Vissulega er mín könnun ekki fræðilega marktæk sem skoðanakönnun en samt sem áður gefur það mér vissa niðurstöðu.

Vel má vera að ég þekki einungis fólk sem hugsar í takt við mig, samt stendur sú kenning á brauðfótum því ég er mestmegnis að tala við vinnufélaga mína og þeir eru ekki allir hrifnir af mér, mín nálgun er sú að þessar kannanir sem setja Þóru á toppinn séu ekki fullkomlega hlutlausar...

þú veist vel að auðvelt er að velja fólk til að uppskera "rétta" niðurstöðu fyrir komandi málefni, sama hvað verið er að mæla.

DV hefur augljóslega snúist á sveif með Þóru, maður þarf einungis að vera rétt læs til að draga þá ályktun, að sama skapi fullyrði ég að Egll Helgason er ekki hrifinn af Þóru, það les ég milla allra línanna sem hann hefur skrifað um þetta málefni.

Mitt ráð er að við skulum öll, hvert og eitt, kjósa eftir sannfæringu okkar og sannfæringu okkar einungis, aldrei flokkslínum, þá gerum við þetta rétt gagnvart okkar samvisku, sama hver niðurstaðan verður...

runar (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 17:55

16 identicon

Vinir Óla, fólk sem þykir vænt um kallinn, ættu að hvetja hann til þessa að draga framboðið til baka, og það strax. En menn verða að sýna lagni, Óli er líklega þrjóskur, jafnvel þrjóskari en  íslenska sauðkindin. Ef hann dregur þetta á langinn verður útkoman mun verri fyrir hans “reputation.” Og “point of no return” er kominn fyrr en menn gruna. Hann hefði aldrei átta að fara út í þessa vitleysu. Hverjir stóðu svo fyrir þessari Mikki Mús og Tarzan undirskriftasöfnun? Jú, Guðni Gamli og prelátinn Jón Valur. Tveir furðufuglar. Óli lét þá plata sig, eins og hann lét útrásar-bófana spila með sig. Við höfum ekki efni á því að hafa forseta, sem lætur glæpamenn spila með sig.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 18:47

17 identicon

Það er yfirlýst staðreind, að þessi svokallaða þjóðaratkvæðisgreiðsla á að vera leiðbeinandi (ekki bindandi). Það er nóg til að hræða mig. Ef það er pólitík að vísa valdaafsali til þjóðarinnar, þá skal svo vera. Það er hverjum manni ljóst að samfylkingin leggur allan sinn metnað að koma okkur inn í ESB. Er það tilviljun að Þóra var einn af stofnendum Evrópusamtakanna og Samfylkingarmeðlimur.

Benni (IP-tala skráð) 30.4.2012 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband