15.4.2012 | 00:02
Þóra Arnórs sígur fram úr ÓRG
Í nýjustu skoðanakönnuninni er Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi svo gott sem komin fram úr herra Ólafi Ragnari. Samt hefur hún lítið gert annað en að lýsa yfir þátttöku sinni. Kosningaherferð hennar er ekki hafin. -
Hægri menn eru að fara á límingunum yfir þessu mikla fylgi hennar. Ergelsi þeirra er reyndar skiljalegt. Fyrst urðu þeir að taka vinstrimanninn Ólaf Ragnar í sátt, manninn sem sagði helsta foringja þeirra í seinni tíð hafa skítlegt eðli og styðja hann í komandi forsetakosningum. Og svo er hann núna, eftir allt saman, líklegur til að tapa kosningunum. -
Ergelsi íhaldsins birtist líka í því hvernig þeir reyna eins og rjúpan við staurinn að klína pólitískum stimpli á Þóru. - Hræðsluáróður þeirra og raus verður lágkúrulegri á hverjum degi og nú reyna að gera að því skóna að ætlunin sé að koma Þóru á Bessastaði í þeim eina tilgangi að láta ekki ESB umsóknina fara í þjóðaratkvæðagreiðslu.
En Ólafur Ragnar hefur heldur ekki hafið sína baráttu formlega til að sitja á Bessastöðum eitt kjörtímabilið enn. Hann veit sem er, að því minna sem hann segir því betra.
Fólk er fljótt að fá leið á þunglamalegum og óþarflega formlegum stíl hans sem ræðumanni. Að auki kunna flestir klisjurnar hans utanbókar.
Öfugt á við Þóru á hann lítið inni en Þóra er rétt að byrja.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Check this out
Efni
Tenglar
Gott að vita
- Origins Of Conflict In The Middle East: Afar góð grein um atriði sögunnar sem sjaldan er fjallað um
- HÆTTULEGAR HUGMYNDIR
- Knattleikur, helg Íþrótt? Frábær síða um uppruna "Knattsleiks eða Íshokkí"
- Rökvillur og samræðubrellur Greinargóð lýsing á helstu rökvillum og samræðubrellum
- Stjórnarskrá Íslands Stjórnarskrá
- Af hverju hata þeir okkur? Jihad í nútímasögu íslam og Mið-Austurlanda Magnús Þorkell Bernharðsson
- Fasistar og hálfvitar
ELDRI FÆRSLUR
- Ef til er Guð, hver skapaði þá Guð?
- Kom Kristur árið 1844?
- Email að handan
- Stighækkandi opinberun, tengslin milli manna og Guðs samkvæmt Bahai kenningum
- Matthías Jochumsson og hinn persneski Messías
- Gyðinglegur uppruni landvætta og skjaldarmerkis Íslendinga
- Orð sem vert er að kunna skil á
- Guð er Allah - Allah is God - God est Theos - Hvaða tungumál talar þú?
- Tahirih
- Kahlil Gibran og Bahai trúin
- http://
Myndbönd
Bloggvinir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Dagný
- Sigrún Jónsdóttir
- Anna Einarsdóttir
- Anna Gísladóttir
- Arnar Pálsson
- Arinbjörn Kúld
- Ketill Sigurjónsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Egill Bjarnason
- Baldur Kristjánsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Anna
- Gunnhildur Sigurjónsdóttir
- Guðmundur Ásgeirsson
- BookIceland
- brahim
- Charles Robert Onken
- Hannes
- Tryggvi Hjaltason
- Anna S. Árnadóttir
- Hrannar Baldursson
- Dúa
- Drífa Kristjánsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Árni Karl Ellertsson
- Púkinn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brattur
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Guðmundur Pálsson
- Graceperla
- Grétar Mar Jónsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðjón Ó.
- Guðmundur Júlíusson
- Gulli litli
- Gylfi Guðmundsson
- Halla Rut
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Rafn Ingvason
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Sigga Hjólína
- Bókaútgáfan Hólar
- Hólmdís Hjartardóttir
- Höskuldur Búi Jónsson
- Hrafn Andrés Harðarson
- Óskar Steinn Gestsson
- Hugrún Jónsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Svava frá Strandbergi
- Kári Gautason
- Jón Baldur Lorange
- Já Ísland
- Jakob S Jónsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann G. Frímann
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jonni
- Jón
- Bergur Thorberg
- Kalikles
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Hjalti Tómasson
- kiza
- Sólveig Klara Káradóttir
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafnhildur Þórarinsdóttir
- Kristberg Snjólfsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristinn Theódórsson
- Heimir Eyvindarson
- OM
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- SeeingRed
- Lýður Pálsson
- Lýður Árnason
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Marinó G. Njálsson
- Marinó Már Marinósson
- Magnús Bergsson
- Mofi
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Nexa
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Jón Svavarsson
- Páll Vilhjálmsson
- Sandra María Sigurðardóttir
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Heimir Tómasson
- Róbert Tómasson
- Sæmundur Bjarnason
- Fullt nafn
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sammý
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigþrúður Pálsdóttir
- Sigurveig Eysteins
- Sigurður Jónsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Auðun Gíslason
- Óskar Þorkelsson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- hilmar jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Þorsteinn Briem
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Sigurður Árnason
- Svala Jónsdóttir
- Svartagall
- Óskar Helgi Helgason
- TARA
- Þarfagreinir
- Þór Saari
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þórdís Bachmann
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Sigurður Rósant
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Andrea
- Villi Asgeirsson
- Vilhjálmur Árnason
- Margrét Sigurðardóttir
- Zaraþústra
- Zedith
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinþór Ásgeirsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.1.): 4
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 787065
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, var þjóðin ekki búinn að senda sjálfstæðisflokknum þau skilaboð að þeir ættu aldrei að koma nálægt forsetaembættinu ?
JR (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 00:32
Heill og sæll Svanur Gísli æfinlega; líka sem og, aðrir gestir, þínir !
Þér; að segja, Svanur minn, má ég til að leiðrétta nokkrar ambögur þínar - svo sem eins og; þegar þú gerir þér lítið fyrir, og ánafnar ''íhaldi'' og ''Sjálfstæðis mönnum'' einhvern einkaheiður - eða skömm, (eftir atvikum), með því að telja slíka, eina og sér, til stuðningsmanna Ólafs Ragnars.
Reginfirra; af þinni hálfu, fornvinur góður - all marga flokks leysingja þekki ég, sem fylgja Ólafi; ekki hvað sízt eftir þann þor, sem hann sýndi, árin 2010 og 2011, með því að senda stjórnmála ruslinu þann fingur, sem því packi hæfði.
Alveg burt séð; frá hans fyrri tíðar skráveifum ýmsum, sýnist mér landsmönn um vandræðalaust, að fylgja Ólafi Ragnari, vitandi um staðfestu hans, sem engin er vissan fyrir, um hans ágætu mótframbjóðendur.
Tek fram; til fyrirbyggingar alls misskilnings, að sjálfur hefi ég aldrei kosið í Forseta kosningum - og mun aldrei gera, þar sem ég aðhyllist mjög ódýran Landshöfðingja; eða þá Ríkisstjóra, sem hæfir innan við 300 Þúsunda manna samfélagi - og kostaði mest; 1/4 þess, sem Forseta úgerðin, útheimtir, í dag.
Öngvu að síður; met ég Ólaf Ragnar Grímsson sérstaklega fyrir þann eigin leika, að hunza, á skemmtilegan hátt, 63 rolumennin, á alþingis skörinni, suður við Austurvöll í Reykjavík, með þeim eftirminnilega hætti, sem hann gerði á sínum tíma, Svanur minn.
Ég er ekki svo viss um; að þau : Hannes - Herdís - Jón, og Þóra, hefðu þann kjark til að bera, þegar á Hólminn kæmi.
Þar í; liggur höfuðmeinsemd, þess ágæta fólks.
Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 00:54
Eru vondu hægri mennirnir að setja pólitískan stimpil á frambjóðanda vinstri manna?
Hvílík ósvífni!
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 01:05
Vinir eða kunningjar forsetans ættu að skora á hann að draga framboðið til baka og segja honum að gleyma þessari fáranlegu undirskriftasöfnun Jóns Vals og Guðna gamla. Þetta er búið hjá Óla, hann mun skít tapa fyrir Þóru. Með því að draga sig til baka gæti hann bjargað sínu “legacy”, að hluta til. 16 ár eru meira en nóg hjá manninum sem skrifaði þær ræður, sem lesa má fyrir neðan.
“We’ve seen enough”.
http://www.forseti.is/media/files/05.05.03.Walbrook.Club.pdf
http://www.forseti.is/media/files/00.05.05.Los.Angeles(1).pdf
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 07:04
Haukur Kristinss.
Þú ert nú ekki með alla hestana heima.
Þóra er glæsileg kona, mjög dugleg í sínu starfi.
Hún kemur aldrei til með að ná með tánum þar sem Ólafur Ragnar er með hælana. Reynsla Ólafs Ragnars forseta á "hænsnunum á alþingi"
er ómetanleg. Auðvitað þarf þjóðin að halda á þeirri reynslu á meðan þessi ríkisstjórn situr. Fjögur ár eru lágmark fyrir forsetann, þá getur hann kannske grisjað eitthvað af þessu fávitum á alþingi. Fjögur ár í viðbót alveg lágmark Haukur Kristinss.
Jóhanna (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 07:20
Kosningabarátta Þóru og Svavars er hafin og er mjög skipulögð.
Tilgangurinn með þessum "skoðunarkönnunum" er augljóslega að fæla aðra frá því að bjóða sig fram og er því fylgt eftir með greinaskrifum og viðtölum við "sérfræðinga" sbr. t.d.
http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/frambjodendur-med-laka-utkomu-hljota-ad-ihuga-ad-draga-frambod-sitt-til-baka-thyngra-en-adur-ad-fjarmagna
Grímur (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 08:42
Tek undir með Grím. Hins vegar er þetta svo borðliggjandi pöntuð skoðanakönnun að hálfa væri nóg. Það dettur engvum heilvita Íslending að fara að kjósa þóru, til þess eins að Jóherfa sitji í embætti forseta á meðan hún er í barneignarfríi. Mér finnst þetta algjör dónaskapur að bjóða þjóðinni uppá á svona skrípaleik. Með fullri virðingu fyrir Þóru.
Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 09:11
Rúmlega fjögurhundruð manns tóku þátt/skiluðu þessari skoðanakönnun.
Forsetaframboð Þóru er framkvæmt af auglýsingastofu.
Undirskriftarlistar/stuðningsmannalistar gagnvart Þóruframboði voru tilbúnir fljótlega uppúr áramótum,allt skipulagt af áróðursmáladeild Samfylkingarinnar og auglýsingastofu nokkurri. Fingraför ESB-klíkuveldisins eru grunsamleg einnig.
Númi (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 09:41
"We’ve seen enough”.
Þessvegna vil ég Þóru Arnórsdóttur sem forseta, en ekki Ólaf R. Grímsson:
1. Ég vil að forsetinn sé intellectual
2. Ég vil að forsetinn sé vel menntaður og með sterka dómgreind
3. Ég vil að forsetinn sé kúltiveraður og heiðarlegur
4. Ég vil að forsetinn sé intergrator, ekki polarisator
5. Ég vil að forsetinn sé hógvær og lítillátur
6. Ég vil ekki að forsetinn sé gamall pólitíkus
7. Ég vil ekki að forsetinn sé hégómalegur
8. Ég vil ekki að forsetinn sé tækifærissinni
9. Ég vil ekki að forsetinn sé auðmanna sleikja
10. Ég vil ekki að forseti sitji lengur en 12 ár í embætti
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 10:38
Þetta er einmitt gallinn. Íhaldið segir allt plottað og planað, Illuminati stæl og samsæriskenningar þeirra verða fáránlegri með hverjum deginum. -
Þeir sem telja að Ólafur eigi góðs að gjalda fyrir frammistöðu sína í forsetaembætti, lenda milli steins og sleggju. Þeir verða að ganga í lið með íhaldinu, þótt þeir séu jafnvel utan flokka eða gamlir kommar og fordæma Þóru sem pólitískan frambjóðanda, á meðan þeir vita sem er að ÓRG hefur gert embættið að pólitísku bitbeini. -
Þetta er gjarnan sama fólkið og reynir stöðugt að blanda forsetakjörinu inn í ESB deilurnar því þeim er fyrirmunað að sjá nokkuð í heiminum utan þess þrönga ljósgeisla sem þeirra eigin hreppspólitíska skoðun leyfir.
Svanur Gísli Þorkelsson, 15.4.2012 kl. 10:39
Ég er hvorki í samfó né sannfærður esb-sinni (og vinn ekki á auglýsingastofu) en er einn af þeim sem skipulagði meðmælasöfnunina á einni viku. Það er gríðarlegt fylgi við framboðið og enginn skortur á sjálfboðaliðum úr öllum flokkum sem vilja hjálpa til.
Til að safna 3000 meðmælendum á einum laugardegi þarf her af fólki út um allt land sem er tilbúið að gefa af dýrmætum tíma sínum. Fremst í flokki voru Þóra og Svavar sem voru á útopnu allan daginn.
Bið fólk að hafa þetta í huga næst þegar það ætlar að tengja framboðið við samfó. Þetta framboð er svo miklu stærra en einhver einn stjórnmálaflokkur myndi ráða við!
Hlakka til skemmtilegrar kosningabaráttu :)
Axel Einar Guðnason (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 11:19
„Plottað og planað“ eða bara vel skipulagt framboð - erum við ekki öll alltaf að reyna skipuleggja okkur betur.
Er það plott að fréttamolum var skipulega dreift yfir páskana eða bara gott skipulag í fréttaleysi?
Ég reikna fastlega með að geta fylgist með fæðingarhríðum Þóru í beinni útsendingu á fésbók eða tísti og þannig tekið þátt í þeim gleðilega atburði að fjölga íslenskum skattgreiðendum.
Það voru líka alltaf fallegar myndir sem birtust af Kennedy fjölskyldunni hún en átti líka að boða nýja tíma.
Grímur (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 12:38
Haukur hvernig á leikmaður sem hefur aldrei spilað leikinn að hafa stjórn á þessum 63 sem hann/ hún þarf að hafa stjórn á ( stjórnarmyndurnar viðræður osfrv.
sæmundur (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 13:08
Komið þið sæl; á ný !
Svanur Gísli !
Alveg er ljóst; af öllum þínum viðbrögðum (og reyndar; sumra annarra líka), að þú hafir dvalið fjarri Íslands byggðum, um all nokkra hríð, sé mið tekið af þínum viðhorfum, í þessu samhengi, fornvinur góður.
Það er ekki vinnandi vegur; fyrir þig - né aðra andstæðinga Ólafs Ragnars, að hengja klakk ykkar stöðugt, á fylgisemi þessa, eða hins, sem honum fylgja að málum, utan í þessi Djöfulsins flokka skrípi, sem; einmitt, bera höfuðábyrgð á, hversu komið er, hér á landi.
Það er einmitt; fyrir það þarfa verk Ólafs, að gefa alþingis hroðanum þann fingur, sem hann gerði, sem hann á fyllilega skilið, að njóta sannmælis, ætti að vera auðséð, hverjum manni.
Þóra Arnórsdóttir; eða ekki Þóra Arnórsdóttir, sem þau hin, meðframbjóð enda hennar, eru ekkert, neinar höfuðpersónur, þessarra mála, gott fólk.
Reyndu nú; að Jarðtengjast aðeins, Svanur Gísli, áður en þú ferð að bendla fólk við ''íhald'', eða eitthvað áþekkt, í fátæklegri röksemdafærzlu þinni.
Tel þig; hyggnari mann en svo, Svanur Gísli.
Ólafur Ragnar Grímsson; rassskellti einfaldlega stjórnmála ruslið, á verðugan máta - og; af einhverjum yfirskilvitlegum ástæðum, geta sumir velunnarar þessarra Bastarða, sem stjórnmálamenn kallast, ekki sætt sig við, hlýtur að byggjast á frumstæðri trúar- eða tignunar áráttu, viðkomandi.
Með; ekki síðri kveðjum, en þeim fyrri /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 13:40
Veit ekki alveg hvað þú átt við @sæmundur. Ekki ertu að segja að forsetinn verði að vera lögfræðingur eða stjórnmálafræðingur. Horfum til baka og skoðum hvaða menntun og starfsreynslu okkar fyrrverandi forsetar höfðu. Annars er ég sammála Evu Hauks, sem var áðan hjá Agli og átti þar að mínu mati “great performance”. Við höfum enga þörf fyrir embættið í þessari mynd. Ég hef oft sagt frá því hvaða fyrirkomulag Svisslendingar hafa á þessu embætti, sem þeir kalla Bundespräsident. Einn af 7 ráðherrum (Bundesräte) fer með embættið ár hver, samhliða embætti sínu sem ráðherra. Þetta kostar þá sáralítið, enda telst það til tíðinda ef þjóðhöfðingi kemur í heimsókn til Sviss. Og þeirra Bundespräsident er ekkert að skakklappast í jarðarfarir, brúðkaup eða skírnarveislun fólks með blátt blóð, ef það er þá ekki blóðlaust með öllu. En að hafa sama mannin í embættinu í 20 ár er algört bull. Minnir á despota og aðra drullusokka sem halda að allt fari fjandans til, bara eitt stórt kaos, ef þeir fari frá völdum. Er með Mubarak í huga. Nei, forseta ræfillin spilaði algjörlega rassinn úr buxunum með þjónustulund sinni við útrásar sauðina. Dómgreindarskortur á hæsta plani. Og hverjir voru vinir hans; Jón Ásgeir, Hannes Smára, Pálmi, Kalli Wern etc, etc. Plebbar og aftur plebbar. Þýðir ekkert að koma svo grátklökkur eftir á og segja að það hafi verið spilað með sig. Höfum ekki efni á því að hafa forseta ræfil, sem lætur plebba spila með sig.
“We’ve seen enough”.
http://www.forseti.is/media/files/05.05.03.Walbrook.Club.pdf
http://www.forseti.is/media/files/00.05.05.Los.Angeles(1).pdf
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 14:43
það er skrítið og að sumu leiti óupplýst afhverju ÓRG missti svona dómgrekndina í Útrásinni.
Að hafa ber í huga að verið er að tala um mann með þvílíka pólitíska reynslu og tengsl inní allt hérna á Íslandi. Og líka með tengsl erlendis umfram marga.
Samt er eins og hann missi alveg fótfestuna og alla dómgreind.
það er farið yfir þetta í Skýrslu RNA. það er mjög harðorður kafli í Skýrslunni um tengsl forsetans við ísl. auðjöfra á sínum tíima.
Í raun er það alveg verðum spurning eða umhugsun hvort hann hafi ekki misnotað forsetaembættið með hegðan sinni.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.4.2012 kl. 15:21
Í pistli er eg rita hér ofar segi ég frá því að þetta Þóruframboð er ´planað´´ það á eftir að koma í ljós, (sannleikur) um hverskonar gífurlegt skipulag er í kringum hennar framboð. Axel Einar Guðnason,er ritar hér ofar að heill her hafi verið úti að safna um 3000 meðmælendum fyrir Þóru á einum Laugardegi. Þá er spurningin hve er stór herinn sem stendur á bak við þetta framboð hennar. !
Þreifingar voru hafnar fljótlega eftir áramótin með þetta Þóruframboð,það gerðist ekkert á einum degi.
Svo er Númi ekkert íhald líkt og Svanur Gísli heldur fram. Númi kaus þessa ríkisstjórn með stolti,en skammast sín fyrir það nú,var hafður að fífli líkt og tugþúsundir landsmanna.
Allt plottað og planað af arkitektum og aulýsingabísum Samfylkingarinnar,ekki hægt að neita því þetta er svo augljóst.
Fyrir hverju stendur Forsætisráðherra vor.? Svar: afsala fullveldi þjóðar sinnar.
Sennilegast væri okkur fyrir bestu að fá annan Jörund Hundadagakonung.
Númi (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 16:14
Spurning til þín Svanur Gísli: Hvar hefur þú alið manninn að undanförnum nokkrum misserum,eitthvað finnst mér þú virðast takmarkað vita um hvað heitustu málin eru að snúast um á Íslandi. Býrð þú erlendis.?
Númi (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 16:30
Já Númi, ég bý erlendis og ver ekki nema fáeinum mánuðum á Íslandi á ári hverju. -
Á sínum tíma studdi ég ÓRG til forseta og var m.a. í forsvari fyrir kosningaskrifstofu hans þar sem ég bjó. - Hann hefur verið ágætur forseti en nú finnst mér nóg komið. Ekki sýst þar sem það stefnir í að embættið verði gert enn pólitískara en nóg er um.
Að auki finnst finnst mér að enginn eigi að gegna þessu embætti svona lengi og gera það nánast að ævistarfi. -
ÓRG ætlaði ekki að halda áfram en var ýtt út í það af hörðum andstæðingum ESB og fólki sem vill verðlauna hann á þennann hátt fyrir að skjóta Icesave málinu til þjóðaratkvæðagreiðslu.
Ef þú lest hægri sveifluna t.d. hér á blogginu með Pál Vilhjálms í fararbroddi, sérðu að hægrimenn hafa slegið skjaldborg um ÓRG og lýsa frati á alla aðra frambjóðendur. Af hverju heldurðu að svo sé?
Svanur Gísli Þorkelsson, 15.4.2012 kl. 20:14
Margt bendir til þess að Ólafur Ragnar gangi ekki heill til skógar. Líklega eru það elliórar, hver veit. Fyrir nokkrum dögum sagði hann í viðtali erlendis að Gordon Brown ætti að biðja Íslandinga afsökunar á hryðjuverkalögunum. Nær væri að Ólafur sjálfur bæði útlendinga afsökunar á sínum stóra þætti í útrásinni? Fyrir hönd útrásar sauðanna, sem hirtu sparipeninga fólks. Bretar vildu og urðu að stoppa ósóman, nokkuð sem kom sér heldur betur vel fyrir okkur, og höfðu til þess lög sem gengu undir nafninu hryðjuverkalög. En auðvita voru þeir ekki að stöðva hryðjuverk eða líkja okkur við Talibana, bull. En kallinn er séður. Hann sagði ekki að Bretar eða breska ríkisstjórnin ætti að biðjast afsökunar, heldur Brown, sem er ekki lengir í embætti. Ef Brown væri enn forsætisráherra, hefði Ólafur aldrei vogað sér að vera svona óforskammaður. En Bretar eru ekki “silly” og þeir átta sig á frekjunni og það hleypir íllu blóði í þá. Að mínu mati er kallinn orðinn okkur hættulegur og því er nóg komið. Hann á að flytja í Mosó, eða til Englands ásamt sinni spúsu. Þar eru líka margir útrásar sauðir, sem hann festi orður á.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 20:55
Þér er fyrirgefið Svanur Gísli,skýring er komin á því hve þú virðist lítt fylgjast með,þú býrð erlendis.Þú ert nokkurn vegin að viðurkenna fáfræði þína hér í pistli ofar.
Þetta bull um hægri/vinstri á ekki við hér á Íslandi lengur Svanur Gísli. Þetta eru kallaðir hagsmunaárekstrar/hagsmunatengsl þriggja til fjögurra spilltra afla hér á Íslandi. Þetta snýst um græðgi og óheiðarleika og vanvirðingu við þjóð sýna.
Það sést best á framkomu Forsætisráðherrans ,en hún talar sjaldan til þjóðar sinnar og er ekki að hvetja hana (þjóðina.) til dáða . Hún talar niður til almennings og er einungis að vernda þá sem henni eru kærastir sem er ESB-gengið. Og hvað þá fjármagnseigendur,og leynistuðningspeningamógular.OG braskararnir.
Valdagræðgi hennar Jóhönnu og hennar gengis eru ótvíræð. Allt skal reynt að hafa ÖLL völd. Svanur Gísli,ef þarna er ekki hætta á ferðum gagnvart fullveldi þjóðarinnar. Í mínum huga engin vafi,og ekki er ég hrifin af því að Sjálfstæðisflokkurinn komist aftur til valda,því er ég MJÖG mótfallin.
Ég árétta það enn og aftur að ég bið afsökunar á að hafa kosið þessa ríkisstjórn.
Svanur Gísli,þjóðarpúlsinn er í HÁMARKI,bara svona svo þú vitir það.
Þjóðstjórn eða annan Jörund Hundadagakonung vantar sennilegast.
Þessi ríkisstjórn hefur valdið mér MJÖG miklum vonbrigðum,allt þetta leynimakk,pukur,lygi,óheiðarleiki,og það að allt eigi ð vera uppá borðum,,,allt skrökulýgi,og fólk dregið á asnaeyrunum.Ríkisstjórnin er á móti því að þjóðin eigi að fá að kjósa,um þaug mál sem skipta þjóðina og komandi kynslóðir máli.
Ríkisstjórnin telur þjóðina heimska,þannig er framkoma hennar til þegnanna.
Mér er spurn hvaða öfl stýra Steingrími og Jóhönnu.? Þetta er ekki sama fólkið og það var fyrir síðustu kosningar,hvaða fólk er þettað.?
Þóruframboð er planað og plokkað fram, og það á eftir að sannast.
Númi (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 23:02
Nei Haukur ég var ekki að segja að forsetinn yrði að vera lögfræðingur eða stjórmálafræðingur helddur maður sem hefur gríðarlega þekkingu og reynslu af hvernig íslenskir stjórnmálamenn vinna . þar fyrir utan held ég að Ólafur Ragnar eins og aðrir þjóðarleiðtogar hafi gert að bjóða viðskiptafólki með sér í opinberar heimsóknir til að nýta auglýsingar um viðkomandi heimsóknir etc
ER það rangminni að fram að haustmánuðum 2008 hafi ÖLL opinber matsfyrirtæki gefið okkur hæðstu einkunnir fyir góð fjármálafyrirtæki og stofnanir sem og okkar stærstu fyritæki
sæmundur (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 23:58
@sæmundur. Ransóknarskýrsla Alþingis er ekki veðurspá frá 12. apríl 2010.
Hún er þess virði að lesa hana. Kíktu í bindi 8, bls. 167-178.
Smá úrdráttur:
Forseti Íslands og forsetaritari flugu 4. maí 2007 með Ingibjörgu Pálmadóttur og Skarphéðni Steinarssyni hjá Baugi frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur. Leigð var einkaþota til fararinnar. Það má hafa til marks um ónákvæmni þeirra gagna sem vinnuhópurinn hafði undir höndum að forsetinn sást ekki á fleiri farþegalistum. Snemma árs 2009 sendi Fréttablaðið fyrirspurn til forsetaembættisins um það hversu oft forsetinn hefði flogið með einkaþotum í eigu eða leigu íslenskra fyrirtækja á tímabilinu 2005–2008. Samkvæmt svari embættisins flaug forsetinn níu sinnum með slíkum aðilum til ýmissa landa, þar á meðal til Kína og Búlgaríu. Vélarnar voru meðal annars í eigu eða leigu Kaupþings, Actavis, Glitnis, Novator, FL Group og Eimskipafélags Íslands.Að sögn flugmanns, sem sá mikið um einkaflug á vegum bankanna, kemur það ekki á óvart að stjórnmálamenn sjáist nær ekkert á farþegalistum; farþegar hafi langmest verið bankamenn og félagar þeirra úr fjármálageiranum.
Núverandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, hélt sömu stefnu en honum fannst sá háttur sem hafður var á í tíð Vigdísar ekki nógu markviss.730 Ólafur sá tækifæri fyrir forsetaembættið í að beita sér í þágu aukinna viðskipta. Hann hefur átt frumkvæði að því að opna íslenskum fyrirtækjum leið til ýmissa landa, t.d. Indlands og Katar. Forsetinn hefur iðulega tekið með sér mjög stórar viðskiptanefndir, allt að eitt hundrað manns. Eftir aldamótin 2000 tók hann iðulega þátt í fundum eða hélt fyrirlestra þar sem hann þróaði smátt og smátt kenningu sína um hlutverk og tækifæri smáríkja og sérstöðu íslenskra fyrirtækja byggða á séríslenskum eiginleikum ættuðum frá víkingum. Hann þáði margsinnis boð útrásarfyrirtækja um að vera við opnun nýrra útibúa eða höfuðstöðva erlendis, flutti erindi á viðskiptaþingum sem skipulögð voru af bönkunum og skrifaði fjölda bréfa í þágu fyrirtækja og einstaklinga til erlendra viðskiptamanna eða forystumanna þjóða. Þótt forsetinn greiði almennt fyrir íslensku viðskiptalífi, samrýmist það illa hlutverki þjóðhöfðingja að hann gangi beinlínis erinda tiltekinna fyrirtækja eða einstakra fjárfesta.
Þegar rauðu ljósin tóku að blikka árið 2006 og svo af auknum krafti 2007 og í upphafi árs 2008 var forsetinn einn þeirra sem taldi gagnrýni á íslenskt viðskiptalíf og hættumerkin sem bent var á orðum aukin, Íslendingar yrðu að kynna málstað sinn betur, endurtók hann margsinnis og lagði áfram sitt af mörkum í ferðum og ræðum í þágu útrásarinnar.
Útrásarmenn urðu tíðir gestir í boðum á Bessastöðum og jafnvel voru skipulögð sérstök boð fyrir þá í þágu viðskipta þeirra. Forsetinn varð mjög áberandi sem boðberi útrásarinnar.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.4.2012 kl. 10:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.