11.4.2012 | 11:39
ÓRG ætti að draga sig í hlé
Margir þeir sem lögðu hvað harðast að Ólafi Ragnari að gefa kost á sér til forsetakjörs, eina ferðina enn, eftir að hann virtist vera ákveðin í að draga sig í hlé, bjuggust við því að fyrirstaðan mundi ekki verða mikil.
ÓRG mundi verða sjálfskjörinn héldu þeir, ef Ástþór Magnússon væri ekki alltaf að þvælast fyrir. -
Annað hefur komið á daginn. - Einhugurinn sem stuðningsmennirnir töldu að ríkti um ÓRG, sem þeir sjá hann sem pólitíska bjargvætt þjóðarinnar, er greinilega ekki til staðar. -
Þess í stað hafa risið upp dágóður fjöldi frambærilegra og landsþekktra frambjóðenda og eftir því sem þeim fjölgar minkar fylgi ÓRG. - Trausti Guðmundsson jarðvísindamaður hefur nú tilkynnt að hann muni tilkynna sig til leiks fljótlega og ef þeir sem þegar hafa verið orðaðir við framboð láta til skarar skríða, er hörð og snörp kosningabarátta fyrirsjáanleg.
Hætt er við að fylgi sigurvegarans þegar upp er staðið, verði miklu minna fyrir bragðið og varla hægt að segja að meiri hluti þjóðarinnar komi til með að standa að baki honum.
Það er e.t.v. ásættanlegt og viðbúið ef einhver af nýju kandídötunum verður fyrir valinu, en ansi súrt epli fyrir ÓRG að bíta í, hann sem er svo stoltur af landsföðurlegri ímynd sinni.
Og hvernig mun það koma við sálartetur Ólafs ef hann verður fyrstur sitjandi íslenskra forseta til að bíða ósigur í forsetakjöri?
Væri ekki heppilegra fyrir þjóðina alla og ÓRG að hann dragi sig nú í hlé svo hann geti gengið frá embættinu með sæmd og haldið áfram að rækta landsföðurímyndina í viðtölum og fyrirlestrum eins og hann ætlaði að gera um áramótin síðustu.
Ari Trausti boðar blaðamannafund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mjög margir að leita sér að feitum eftirlauna-tjékka(Frá okkur smælingjunum).. allt til æviloka.
Hvað haldið þið að einn svona forseta-api kosti þjóðina... og hverju skilar hann, engu nema leiðinlegum ræðum og snobbaraskap
DoctorE (IP-tala skráð) 11.4.2012 kl. 12:01
Er það ekki lýðræði að sem flestir gefi kost á sér, og er það bannað að Ólafur haldi áfram með sitt framboð? Hann mun allavega fá mitt atkvæði.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.4.2012 kl. 12:42
DoctorE
Hvað á það að taka langann tíma að koma þessum skilaboðum áfram.
Næsti forseti nýtur biðlauna í 6 mánuði eftir að hann lætur af störfum. Svo nýtur hann eftirlauna rétt eins og aðrir ríkisstarfsmenn eftir 67 ára aldurinn.
Þetta er ekki flóknara en það.
Siggi (IP-tala skráð) 11.4.2012 kl. 12:44
Jú þess vegna er kosturinn við Ólaf bestur hjá hinni hagsýnu húsmóður
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.4.2012 kl. 12:47
--
Fyrrverandi forseti Íslands á rétt á eftirlaunum að liðnum þeim sex mánuðum sem hann nýtur launa skv. 4. gr.
Eftirlaunin skulu nema 60 hundraðshlutum af launum forseta Íslands eins og þau eru ákveðin af Kjaradómi hverju sinni. Ef forseti hefur gegnt embættinu meira en eitt kjörtímabil skulu eftirlaunin vera 70 hundraðshlutar launa forseta Íslands og 80 hundraðshlutar hafi forseti gegnt embættinu lengur en tvö kjörtímabil.
Taki fyrrverandi forseti stöðu í þjónustu ríkisins fellur eftirlaunagreiðsla niður ef stöðunni fylgja jafnhá eða hærri laun, ella greiðist launamismunur.
--
DoctorE (IP-tala skráð) 11.4.2012 kl. 12:49
Það er enginn að banna neitt Ásthildur. Vilt þú kannski "banna" honum að hætta?
Svanur Gísli Þorkelsson, 11.4.2012 kl. 12:49
DrE. Þú átt við að allt sé hey í harðindum fyrir ÓRG og forsetafrúna???
Svanur Gísli Þorkelsson, 11.4.2012 kl. 12:52
það er upplagt að þú dragir þig Svanur í hlé með skrifum þínum..
Vilhjálmur Stefánsson, 11.4.2012 kl. 15:36
Þau lög sem dr.E vitnar til voru að sönnu felld úr gildi árið 2009 með lögum nr. 12 frá því ári. Tilvitnuð lagagrein gildir þó gagnvart núverandi forseta en ekki þeim sem við tekur af honum.
Afnám laga nr. 141/2003, um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara.
1. gr. Lög nr. 141/2003, um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara, sbr. lög nr. 169/2008 um breytingu á lögum nr. 141/2003, falla úr gildi.
Er óþarfi að fjasa um þetta meir, nema menn vilji alls ekki hafa það sem sannara reynist. Slíkir menn eru til en geta þá tæplega ætlast til að á þeim sé tekið mark.
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 11.4.2012 kl. 15:42
Æ Svanur minn kom ég við viðkvæman blett? Auðvitað myndi mér aldrei detta í hug að banna honum eða neinum öðrum eitt eða neitt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.4.2012 kl. 16:02
Já Ásthildur mín, þarna komstu svo sannarlega við viðkvæman blett. Bannblettinn minn. Svona þráhyggjulegur g blettur sem fær mig til að vilja banna allt og alla. Úff.
Vilhjálmur; ég skal íhuga það. ;)
Svanur Gísli Þorkelsson, 11.4.2012 kl. 16:47
Hahahaha Fyrsta skipti sem ég heyri um B-blettinn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.4.2012 kl. 18:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.