Svo gott og ódýrt að vera dáð

Mikið hlýtur það að vera þægilegt að vera með fullt af fólki í kringum sig sem er tilbúið að leggja allt sitt af mörkum til að vegsemd og frami manns sjálfs verði sem mestur. - Og yndislegt hlýtur að vera að finna fyrir elsku fólks af öllum stéttum í sinn garð, bæði úr "atvinnulífinu sem fræðasamfélaginu" eins Kristín Ingólfsdóttir rektor gerir, fólks sem þráir heitt að hún verði næsti forseti lýðveldisins. "Atvinnulífið og fræðasamfélagið" er eins og allir vita, tveir mikilvægir hópar, sem forsetaframbjóðendur þurfa að geta höfðað til, því þeir skarast lítið sem ekkert. 

En Kristín rektor fer sér að engu óðslega. Hún ætlar ekki að flana út í kosningabaráttu ef hún á ekki neina möguleika á að bera sigur úr býtum,  eiginlega, ef hún er ekki örugg með að bera sigur úr býtum.

þrátt fyrir alla elskuna og stuðninginn frá Rúnu Hauksdóttur lyfjafræðingi og örlæti vina hennar, er Kristín ekki viss um hvernig landið liggur. - Þess vegna  þarf að kanna rækilega hverjir möguleikarnir eru. Það verður ekki gert nema á vísindalegan hátt. Og það er þægilegt að vita til þess að aðdáendur manns og velunnarar eru tilbúnir til að leggja út fyrir slíkum könnunum, því þær koma jú ekki ókeypis kannanirnar. 

Og ef allt sýnist gulltryggt, þá og aðeins þá, mun Kristín látast til leiðast.


mbl.is Kanna fylgi Kristínar til forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Svanur, þetta er kannski ekki svo galið.  

Venjuleg Gallup könnun  kostar einhvers staðar á bilinu hálfa til heila milljón  en ef rétt er að "stóra könnunin" kosti um 100 milljónir þá sparar frambjóðandinn velunnurum sínum og aðdáendum umtalsverða upphæð. 

Alveg sama hver úrslitin yrðu...

Kolbrún Hilmars, 7.4.2012 kl. 14:12

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Sæll Svanur Gísli.  Ert þú að gera lítið úr manneskju sem hyggst ekki flana út í feigðina að óathuguðu máli, heldur skoða kortin og kanna aðstæður áður en lagt er af stað?  Eða ert þú bara svona illa máli farin að geta ekki komið viti þínu skiljanlegar á prent? 

Hrólfur Þ Hraundal, 8.4.2012 kl. 09:58

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hvort lestu út úr þessu Hrólfur?

Svanur Gísli Þorkelsson, 8.4.2012 kl. 10:14

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég er náttúrulega lesblindur og þess vegna spurði ég.  En þar sem svarið sem segir allt er komið, þá þakka ég þér fyrir einlægnina.   

Hrólfur Þ Hraundal, 8.4.2012 kl. 10:56

5 identicon

Hvað segja öll undanfarin hneyksli innan HÍ, þau sem hafa verið í öllum blöðum og hin sem lægra hafa farið, um stjórnunarhæfileika Kristínar rektors?

Jú, hún er góð í að stinga deilumálum undir stól, senda óbreytta liðsmenn fram fyrir sig og bregða fyrir sig þögn, ef ekki þöggun.

Semsé: sannur íslenskur foringi.

Erin (IP-tala skráð) 8.4.2012 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband